Morgunblaðið - 22.02.1977, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR 1977
43
Sovézku geimfararnir Viktor Gorbatko og Yuri Glazkov höfðu verið
tvær vikur um borð f Salyut-5 f gær og Ifðan þeirra er góð að sögn
fréttastofunnar Tass. Frá þvf hefur ekki verið skýrt hvenær geim-
fararnir koma aftur til jarðar, en á miðvikudag sagði Tass, að ferð
þeirra væri hálfnuð. Samkvæmt því getur verið að geimfararnir
lendi f þessari viku. (Á myndinni er Gorbatko til vinstri, Glazkov til
hægri).
Uppsagnir
á Berlingi?
Kaupmannahöfn, 21. febrúar
NTB
OLUF Poulsen, forstjóri danska
blaðaútgáfufyrirtækisins
Berlingske Hus, staðfesti í dag að
stjórn útgáfunnar fhugaði þann
möguleika að segja upp öllum
starfsmönnum vegna deilunnar
við prentara. Hann lagði þó
áherzlu á að engin ákvörðun hefði
enn verið tekin.
Prentararnir neituðu enn í dag
aó hefja aftur vinnu þótt vinnu-
dómstóll hefði skipað þeim það.
Ný kæra verður þvi send vinnu-
dómstólnum, sennilega eftir
nokkra daga. Jafnvel þótt dóm-
stóllinn hraði afgreiðslu kærunn-
ar er ósennilegt að nýr úrskurður
liggi fyrir fyrr en i marzbyrjun.
Ákvörðun um hugsanlega
uppsögn starfsmanna Berlingske
Hus verður ekki tekin fyrir fyrr
en nýr úrskurður vinnudómstóls-
ins liggur fyrir.
Prentararnir ákváðu að hefja
ekki aftur vinnu á fundi sem þeir
héldu I dag. Þeir neita að hlita
úrskurði dómstólsins þar sem
þeir telja að ný vinnutilhögun í
Berlingske Hus spilli vinnu-
skilyrðum.
Aðaltrúnaðarmaður þeirra,
Poul Erik Hansen, sagði eftir
fundinn i dag að samkomulag yrði
að nást um nýja áætlun ef prent-
arar ættu að hefja aftur vinnu.
í yfirlýsingu sem var gefin út
sagði að vinnudómstóllinn gæti
ekki leyst deiluna og stjórn
Berlingske Hus yrði að hætta að
trúa hinu gagnstæða.
Á laugardag komu prentararnir
í veg fyrir að riti frá Berlingske
Hus yrði dreift til áskrifenda og
lesenda en því var dreift með
öðrum Kaupmannahafnarblöðum
í dag.
Rússi sviptur
doktorsgráðu
Moskvu, 21. febrúar. NTB.
SOVÉZKI heimspekingurinn
Álexander Sinovjev, sem meðal
annars er fulltrúi ( finnsku
vfsindaakademfunni, hefur verið
sviptur doktorsnafnbót sinni f
heimspeki á þeirri forsendu, að
hann stundi óþjóðlega starfsemi.
Fyrir nokkrum mánuðum var
Sinovjev sviptur prófessorsstöðu
við heimspekistofnunina i
Moskvu þar sem hann hafði unnið
í 22 ár. Bæði hann og kona hans,
sem er einnig heimspekingur, eru
því atvinnulaus,
Sinovjev er heimskunnur rök-
fræðingur. Hann hefur lengi átt í
útistöðum við sovézka starfsbræð-
ur. 1 fyrra var honum meinað að
sækja vfsindaráðstefnu I Finn-
landi þótt finnska akademían
byði honum sérstaklega til henn-
ar.
1 fyrrahaust var Sinovjev rek-
inn úr kommúnistaflokknum þar
sem hann hafði gefið út bók með
gagnrýni á sovézkt þjóðskipulag
erlendis.
Fyrir nokkrum vikum var há-
skólakennari í stærðfræði í
Leningrad sviptur doktorsnafn-
bót. Hann hafði lánað íbúð sfna
listamönnum sem héldu þar sýn-
ingu á svokallaðri óopinberri list.
Kona hans var ein þeirra, sem
stóðu fyrir sýningunni.
Yfirvöldin sögðu kennaranum,
að hann missti atvinnuna ef hann
skildi ekki við konuna.
Galante nær undir sig
yöldunum í Mafíunni
New York, 21. febrúar. Reuter
Glæpamaðurinn Carmine
(Lillo) Galante er í þann
veginn að ná undir sig
völdunum í undirheimum
Bandaríkjanna að sögn
blaðanna New York Times
og New York News.
Staða leiðtoga fimm
stófra Mafíu-fjölskyldna í
New York hefur verið laus
síðan síðasti leiðtoginn,
Carlo Gambino, lézt eðlileg-
um dauðdaga í fyrra. Gert
var ráð fyrir að eftirmaður
hans yrði Joe (Bananas)
Bonanno en nú virðist ein-
sýnt að næsti „Capo di tutti
capo“ (foringi
foringjanna) verði
Carmine Galante.
New York News segir að;
Galante sé á góðri leið með
að verða voldugasti mafiu-
leiðtoginn siðan Lucy
Carmine Galante
Liciano leið og hafi náð í
sínar hendur stjórninni á
mestallri starfsemi
Mafíunnar í Bandaríkjun-
um og erlendis.
Leyniþjónustustarfsmaður
segir f samtali við New York
Times að sfðan Vito Genovese leið
hafi ekki verið við völd f
Mafíunni jafn miskunnarlaus
maður og enginn hafi vakið eins
mikinn ótta. „Hinir voru úr
kopar, Galante er úr stáli,“ sagði
hann.
Galante reynir bersýnilega að
koma þvf til leiðar að Mafían
öðlist aftur þau áhrif sem hún
hafði í glæpaheiminum fyrir 20
árum Hann leggur hvað mesta
áherzlu á eiturlyfjasölu sem
Puerto Ricomenn og svartir
glæpamannaleiðtogar hafa náð
undir sig. Blóðugt strfð þessara
eiturlyfjaglæpamanna mun þegar
hafa kostað 40 lffið.
Galante slapp sfðast úr fangelsi
1974 er hann hafði afplánað 12
ára dóimi fyrir eiturlyfjaglæpi.
Upp á síðkastið hefur hann gert
bandalag við glæpamenn frá
Frakklandi, Korsfku og Kanada,
sem hann starfaði áður með í
eiturlyfjasölu sem kallaðist „The
French Connection" (frá Mið-
austurlöndum um Marseilles og
Kanada til Bandaríkjanna).
mátt bara alls ekki
missa af
útsölumarkaðnum
Hreint út sagt, ótrúlega lágt verð fyrir nýlegar vörur
40—70%
afsláttur
☆ Herraföt,
☆ stakir
herrajakkar
☆ herraskyrtur,
☆ herrabuxur,
☆ herrapeysur,
☆ gallajakkar,
☆ gallabuxur,
☆ dömuföt,
☆ stakir
dömujakkar,
☆ dömukápur,
'V dömupils,
☆ dömublússur,
☆ dömupeysur,
☆ dömumussur,
☆ kjólar,
☆ samfestingar,
☆ myndabolir,
☆ rúllukragabolir
☆ mittisjakkar,
☆ kuldajakkar,
☆ dömuskór.
Látið ekki happ úr hendi sleppa
TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
KARNABÆR
Utsölumarkaðurinn
LAUGAVEG 66 SiMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28156