Morgunblaðið - 22.02.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR 1977
33
...uiiyojendur samvinnuhreyfingarinnar á tslandi. Benedikt Jónas-
son á Auðnum, Jakob Hálfdánarson og Pétur Jónsson á Gautlöndum.
Myndin er tekin um 1896.
Samband
íslenzkra
samvinnufélaga
75 ára
Núverandi stjórn Sambands fslenzkra samvinnufélaga. Frá vinstri: Ólafur E. Ólafsson, Þórarinn
Sigurjðnsson, Guðröður Jónsson, Valur Arnþórsson, Eysteinn Jónsson, formaður, Finnur Kristjánsson,
Ragnar Ólafsson, Hörður Zóphónfasson og Ólafur Sverrisson.
Hlutabréf f fyrsta kaupfélaginu, Kaupfélagi Þingeyinga.
Hús Sambandsins við Sölvhólsgötu nýbyggt um 1920. 1 forgrunni
er Sölvhóll, sem gatan er kennd við.
Vfing á peysum f fataverksmiðjunni Heklu á
Akureyri.
Sambandið notar tölvu, en þegar hún var tekin f notkun,
varð bylting f bókhaldi þess og kaupfélaganna.
SAMBAND íslenzkra sam-
vinnufélaga varð 75 ára sl
sunnudag, en hinn febrú-
ar 1902 komu saman á Yzta-
felli í Köldukinn fulltrúar
Kaupfélags Norður-Þing-
eyinga og Kaupfélags Sval-
barðseyrar og stofnuðu Sam-
bandskaupfélag Þingey-
inga. Undirbúningsfundur
hafði verið haldinn á Drafla-
stöðum í Fnjóskadal 19.
nóvember árið áður og þar
ákveðið að halda ,,„sam-
bandsfund" á Yztafelli, ef við-
komandi félög féllust á aðild
að sambandskaupfélaginu.
Það var engin tilviljun, að
stofnendur Sambands
islenzkrá samvinnufélaga völdu
20. febrúar til þess að halda
stofnfund þess, þvi að 20 árum
áður eða 1882 hafði að for-
göngu Jakobs Hálfdánarsonar
bónda á Grímsstöðum i
■Mývetnssveit* • vetið - • stof-r>að
fyrsta kaupfélagið á íslandi.
Stofnun félagsins hafði verið
ákveðin á Grenjaðarstað 26.
september 1881, en frá henni
var gengið að Þverá í Laxárdal
20 febrúar fyrir 95 árum
Félagið hlaut nafnið Kaupfélag
Þingeyinga og brátt voru fleiri
félög stofnuð.
Þetta fyrsta félag var
lengstum af leiðandi félag i
samvinnufélagshugsjóninni og
forystumenn þess börðust fyrir
útbreiðslu hennar. Helztu for-
vigismenn að stofnun Sam-
bandsins árið 1902 voru menn
eins og Pétur Jónsson á Gaut-
löndum, Benedikt Jónsson frá
Auðnum og Sigurður Jónsson í
Yztafelli. Allir þessir menn sátu
fyrsta fundinn að Yztafelli, en
að auki voru þar: Steingrímur
Jónsson, sýslumaður'á Húsa-
vik, Árni Kristinsson i Lóni,
Friðbjörn Bjarnason á Grýtu-
bakka og Helgi Laxdal í Tungu
Benedikt frá Auðnum var
fundarritari. Stjórn Sambands-
ins milli aðalfunda var falin
formanni, sem var því jafn-
framt framkvæmdastjóri. i þá
stöðu var kjörinn Pétur frá
Gautlöndum.
Samvinnumenn vilja gjarnan
skipta ferli Sambands islenzkra
samvinnufélaga í þrjú timabil.
Fyrsta timabilið kenna þeir við
frumherjana og nær það frá
1902 til 1918, þegar ákveðið
er að höfuðstöðvar þess flytjist
til Reykjavíkur. Þá fellur starf-
semi þess í fastar skorður og
það færist ný verkefni i fang
Annað timabilið hefst 1918
og stendur fram yfir siðari
heimsstyrjöldina eða til ársins
1946. Þetta er timabil tveggja
heimsstyrjalda sem raskaði
mjög öllum viðskiptaháttum
samvinnumanna sem annarra.
Millistríðsárin eru kreppuár,
sem einnig komu illa við við-
skipti og verzlun. í þrjá áratugi
voru innflutningshöft að meira
eða minna leyti i gildi á íslandi
eða til ársins 1960, er sam-
steypustjórn Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks er mynduð.
Þriðja tímabil Sambandsins
og kannski mesta þróunarskeið
þess hefst eftir striðið. Þá
verður Vilhjálmur Þór forstjóri
þess. Eins og áður segir
hindruðu innflutningshöft veru-
lega vöxt og viðgang Sam-
bandsins, en fjárhagur þess og
kaupfélaganna treystist á þess-
um árum og fé safnaðist í sjóði
Hreyfingin var þvi tiltölulega
vel i stakk búin til þess að
mæta auknu viðskiptafrelsi.
Sambandið óx og dafnaði og
færðist sifellt meira i fang. Árið
1955 tók Erlendur Einarsson
við af Vilhjálmi Þór og i árslok
ársins 1975 var heildarvelta
Sambandsins sjálfs orðin 22,2
milljarðar króna. Sjóðir námu
þá 2,1 milljarði, ^amanlögð
velta nokkurra sómstarfsfyrir-
tækja Sambandsins nam 17,7
milljörðum, innstæður í Sam-
vinnubankanum námu 3,6
milljörðum króna og heildar-
velta kaupfélaganna, 49 að
tölu, nam 32,3 milljörðum.
Samanlagt eru þetta tæplega
78 milljarðar króna, en ef
innstæðurnar í Samvinnu-
bankanum eru dregnar frá er
heildarveltan árið 1975 74,3
milljarðar króna. Þetta sama ár
voru niðurstöðutölur rikis-
reikningsins rúmlega 58
milljarðar króna. Velta Sam-
bandsins var þvi 27,6% hærri
en velta ríkissjóðs
Þessar tölur gefa Ijóslega til
kynna, hve öflug samvinnu-
hreyfingin er í dag, enda segir
Erlendur Einarsson, forstjóri
Sambandsins, i viðtali við
Morgunblaðið, sem birt var i
blaðinu síðastliðinn laugardag
að ..uppörvandi" sé á 75 ára
afmælinu, hve Sambandið
sé fjárhagslega öflug stofnun
Hvað svo sem menn segja
um það, hvort eðlilegt sé að
eitt fyrirtæki eða fyrirtækjasam-
steypa verði svo stór sem raun
ber vitni, er Ijóst að sam.vinnu-
menn hafa staðið vel að upp-
byggingu fyrirtækisins — mf.