Morgunblaðið - 22.02.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1977
15
Haraldur Baldursson, sem hefur
lokið einkaflugmannsprófi og stefnir
á atvinnuprófið, er hér að Iðta bensín
á vélina, Tf-MEY, og gera hana til-
búna fyrir flugið
Nú var hann að fara með kennara til
að fá réttindi á Cherookee vélina, en
sérstaka uppáskrift, ef svo má að
orði komast, þarf fyrir hverja tegund
flugvélar. Haraldur, sem er nemi á
þriðja vetri í Menntaskólanum við
Hamrahlíð, sagðist vera búinn að
verja um 300 þúsund kr. í flug-
námið, en það yrði í allt yfir milljón,
sennilega nær einni og hálfri milljón.
„Þetta er eina námið sem ekki er
ríkisstyrkt," sagði Haraldur, „og það
er sjálfsagt eitt dýrasta nám sem
hægt er að stunda miðað við hverja
kennslustund"
Það fyrsta sem nemandinn gerir
fyrir flug er að athuga vélina,
bensínið, athuga hvort nokkuð sé
athugavert við ytri búnað hennar og
þegar Haraldur var búinn að því öliu
var allt tilbúið og vélin með bensín
til 5 tíma flugs. Hann sagði að regla
væri að hafa alltaf bensin fyrir 45
mínútna lengra flug en ráðgert væri
samkvæmt áætlun. Nú var ráðgert
að vera á lofti I klukkutfma svo
flugþolið var meira en nóg. Þegar
búið var að hringja í flugturninn og
greina frá flugáætlun fórum við út í
vél, en það var Cherookee vélin sem
notuð var í þetta sinn, enda var
Haraldur að taka „tékk", með
öðrum orðum að fá réttindi til að
fljúga henni einn. Því má skjóta hér
inn að það er heill kapítuli út af fyrir
sig allur sá fjöldi orða sem notaður
er f máli flugmanna og er að miklu
leyti óskiljanlegur leikmanni. En það
er ekki mjög auðvelt að snara
þessum orðum á íslenzku og benda
má á það að oft er enskan notuð
jöfnum höndum, en enska og
íslenzka eru einu leyfilegu tungu-
málin f samskiptum flugvéla og flug-
umsjónarmanna hérlendis.
Allt „tékkað“
Þegar komið var inn f vél og búið
að spenna beltin var farið yfir list-
ann, athugaðir allir mælar, stjórn-
tæki og radfóið. Sfðan var kallað f
flugturninn og tilkynnt að „Magnús-
Einar-Yngi" óskaði flugtaksheimild
ar, en „Magnús-Einar-Yngi" eru
einkennisstafir vélarinnar, TF-MEY.
Flugturninn svarar um hæl og gefur
upp hvaða braut eigi að nota, vind-
átt, vindhraða, hvert hann eigi að
aka vélinni og bfða og að lokum
hvað klukkan sé. Sfðan er ekið að
brautinni og enn fleiri atriði „tékk-
uð" og flugturni tilkynnt eftir það,
að „Magnús-Einar-Yngi" væri
tilbúinn til flugtaks. Ekki voru aðrar
vélar að lenda eða hefja sig til flugs
svo turninn gaf strax leyfið og Har-
aldur ekur vélinni f átt að brautar-
enda, snýr henni við og þá er ekki
annað eftir en að gefa hreyflinum
duglegt „power" og fara f loftið.
(Þetta eru bara tvö dæmi um áður-
nefnda erlenda orðnotkun).
Hér er stefnt niður á við, f áttina að Hafravatni, og æfð nauðlending. Hann fór nokkrar svona dýfur, en það kom þó
aldrei til þess að hann þyrfti að lenda, það var aðeins meiningin að vera við öllu búinn.
Lent eftir röð
Nóg um það, þegar við vorum
komnir inn yfir Laugarneshverfið
kallar Haraldur f flugturninn og segir
hvar hann sé og biður um heimild til
lendingar. Flugturn tilkynnir braut-
ina, stefnu og hraða vinds, 110
gráður, 15 hnútar og segir að hann
megi lenda næst á eftir „Alfreð"
sem var f þann veginn að lenda.
Haraldur flýgur á meðan vestur fyrir
Seltjarnarnes og beygir síðan til
Framhald á bls 30
Þannig Iftur hluti miðbæjarins út ur lofti á laugardagsmorgni.
Stefnan var tekin á Hafravatn og
átti að æfa nokkrar nauðlendingar,
en f nágrenni Reykjavíkur eru þrjú
sYæði, eða hólf sem flugnemar geta
æft sig í meðferð vélanna, þ.e. náð
valdi á þeim við alls kyns aðstæður,
æft nauðlendingar o.fl. f þeim dúr.
Flughæðin var rétt innan við 2000
fet og allt f einu segir flugkennarinn
um leið og hann tekur allt afl frá
hreyflinum, að nú skuli Haraldur
finna stað til nauðlendingar. Um leið
og Haraldur lætur vélina svffa f
hringi niður á við, skimar hann f
kringum sig og leitar að hugsanleg-
um lendingarstað, kemur auga á gott
tún að þvf er virðist og þegar blaða-
manninum virtist vélin brátt snerta
síma- og rafmagnslfnur, sem þó voru
víðsfjarri, hóf hann vélina aftur upp.
Þannig eru gerðar nokkrar tilraunir
og Yngvi flugkennari samþykkti
alveg þá staði sem Haraldur valdi til
hugsanlegrar nauðlendingar. En til
þess kom þó aldrei og nú var tekin
stefnan til Reykjavfkur og átti að
æfa lendingar. En þessar nauðlend-
ingaæfingar fara yfirleitt fram á
þeim svæðum þar sem ætti að vera
gott að lenda ef eitthvað bæri út af,
svo sem við tún, vegi og þar sem
ekki er mikið af sfma- eða rafmagns-
vfrum.
Kötlu-
konsert
Austurbæjarbfó 19. febr. 1977.
Flytjendur: Karlakórinn Stefnir,
stjórnandi Lárus Sveinsson.
Karlakór Selfoss, stjórnandi
Asgeir Sigurðsson.
Efnisskrá: Flutt voru lög eftir
innlenda og erlenda höfunda.
Á laugardaginn komu tveir
sunnlenskir karlakórar til höfuð-
staðarins og héldu sameiginlegan
konsert i Austurbæjarbíói. Um
aðdraganda tónleikanna segir
m.a. svo í efnisskrá: „Fyrir
nokkru var stofnað samband
sunnlenskra karlakóra og hlaut
það nafnið Katla. Aðild að sam-
tökunum eiga allir karlakórar á
svæðinu frá Hornafirði til
Stykkishólms. Ætlunin með stofn-
un samtakanna var sú að efla
sönglíf á svæðinu. Það er löngu
viðurkennt af karlakórum að sá
timi sem þeir koma fram sé of
lítill miðað við þann tima sem fer
f að æfa upp heila hljómleika.
Þessi tlmi er kórarnir hafa aðal-
lega komið fram er venjulega frá
því I mars og þar til I júnf. Karla-
kór Selfoss og Karlakórinn Stefn-
ir, sem eru aðilar að Kötlu, hafa
ákveðið að reyna að lengja þetta
tímabil. Nú hafa þeir ákveðið að
koma fram saman og gefa fólki
kost á að kynnast þessum kórum I
samstarfi“. —
Karlakór Selfoss sté fyrstur á
pallinn og söng nokkur lög.
Persónulega geðjast mér vel að
hvernig stjórnandinn mótar söng
kórsins, en þar er áhersla lögð á
mýkt og gott samræmi milli
radda. Og þó hljómurinn verði
e.t.v. nokkuð mattur á stundum
eru jákvæðu hliðarnar miklu
fleiri. Hann fylgir ekki þeirri for-
skrift, sem fylgt hefur of mörgum
karlakórum I of langan tima, að
miða gæði söngsins við styrk
raddanna. Hjá karlakórnum
Stefni hlaut að vekja athygli
hversu fjölmennir þeir voru, en
söngmenn eru nálægt 50 að tölu.
Ber það vott um þróttmikið starf
og mættu önnur og stærri
byggðarlög vel við una. Að vlsu
segir f jöldinn ekii allt, en sé tekið
tillit hve starfstlmi kórsins er
stuttur verður árangurinn að telj-
ast góður. Hins vegar olli laga-
valið mér nokkrum heilabrotum
og á það við um báða kórana. Á
slðari hluta efnisskrárinnar var
áhersla lögð á það sem kallað er
létt lög. En lög, sem hvorki eru
skrifuð fyrir karlakór né hugsuð
sem konsertnúmer missa mest af
léttleika sinum við umskiptin.
Léttleiki þeirra felst m.a. I flutn-
ingsmáta, og að mínu mati njóta
þau sín öll með tölu betur I sinni
upprunalegu geró- „Léttasta"
lagið í mínum eyrum var „þei, þei
og ró, ró“ eftir Björgvin
Guðmundsson vegna þess að það
var sungið létt og lipurt og
áhersla lögð á að móta hendingar
músikalskt og fallega. En hvað
sem þvl líður var kórunum fagnað
innilega af f jölmörgum áheyrend-
um. Sönggleðin sjálf er þeirra
sterkasta hlið og það er ómetan-
legur kostur. Framtak þeirra er
lofsvert, og vonandi á söngurinn
og samstarfið eftir að dafna I
framtlðinni.
VHELLESENS
' ' HLAÐIÐ
ORKU