Morgunblaðið - 22.02.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.02.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1977 35 Kolbrún Hjálmars- dóttir — Minningarorð Fædd. 29.ágúst 1957. Dáin 4. febrúar 1977. Við mannfólkið erum svo smá og vitum svo lítið. Við skiljum ekki örlögin, þau örlög sem virð- ast ráða gangi mannlífsins. Hvers vegna er einum búið að lifa langa ævi, en annar hrifinn burt f blóma lífsins? Við fáum ekkert svar, en e.t.v. skiljum við það seinna. En í dag er erfitt að sætta sig við það að hún Kolla skuli vera dáin. Hún sem var svo full af lífi og fjöri. Hún átti óþrjótandi uppsprettu af lifsgleði og það var eins og sólin færi að skina um leið og Kolla birtist. Hún átti svo létta lund, og bjó jafnframt yfir þeim sjaldgæfa eiginleika að koma öll- um í kringum sig í gott skap. Kolbrún var fædd á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 29. ágúst 1957. Hún var næstyngst af sex börnum þeirra hjóngnna Sól- veigar Eyfeld og Hjálmars Július- sonar. Hún ólst uppp hjá foreldr- um sínum á Dalvík, og lauk þar námi í gagnfræðaskóla. Haustið 1975, er hún vann á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði, kom hún fyrst á heimili mitt, sem ein í vinahópi drengjanna minna. Fljótlega tókst náin vinátta með henni og Halldóri syni minum, sem leiddi til þess að hún varð nær daglegur gestur hjá okkur, og s.l. haust dvaldi hún einn mán- uð á heimili okkar. I byrjun októ- ber lá leið hennar til Reykjavíkur en þar ætlaði hún að afla sér tilskilinnar menntunar til að kom- ast i sjúkraliðanám. Hún kom ekki aftur. Hinn 3. nóv. s.l. slasað- ist hún alvarlega í umferðarslysi. Hún komst ekki til meðvitundar eftir það, þó allt væri gert, sem I mannlegum mætti stóð. Hún and- aðist 4. febrúar s.I. í Borgarspital- anum. Útför hennar fór fram frá Dalvíkurkirkju 12. febrúar. Við hjónin vottum foreldrum hennar, systkinum og öllum að- standendum okkar dýpstu samúð. Við skiljum sorg þeirra, því við þekktum hana líka. En við verð- um að minnast þess að lífið hér á jörð er aðeins áfangi að öðru meira, og okkur ber að þakka þann tima sem við fáum að njóta samvista við ástvini okkar. Minn- ingin um Kollu mun verða okkur öllum dýrmætur fjársjóður þegar fram líða stundir. Ég og fjölskylda mín þökkum Kollu fyrir vináttuna og samver- una þann stutta tíma sem hún dvaldi hjá okkur. Og með sorg í hjarta reynum við að gleðjast yfir því að hún hafi nú fengið hvíld frá þjáningunum og þvi lífi sem gæti verið verra en dauðinn. Við biðjum henni Guðs blessunar á hinu nýja tilverustigi og vonum að þar endurheimti hún aftur glaðværð sína og þá lífsgleði sem hún átti svo mikið af. Far þú i friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Ólafur Jónsson frá Keldunúpi - Minning Mig langar til að, leggja fáein minningalauf að hinstu hvílu vinar míns Ólafs Jónssonar frá Keldunúpi, sem var fyrrum starfsmaður í stjórnarráðinu i meira en aldarfjórðung, en hann lést eftir stutta legu fyrsta dag þes^a árs, 85 ára að aldri, f. 20. nóv. 1891. Ég hafði nokkur kynni af honum vegna þess að kona hans, Jenný Guðrún Guðjóns- dóttir, var úr sömu sveit og ég frá Kárastöðum á Vatnsnesi, og góður kunningsskapur milli heimil- anna. Ég hef löngum haft tilhenig- ingu til að veita þeim athygli, bæði hérlendis og annars staðar, sem fást við fjölda erinda dag hvern fyrir meiri háttar stofn- anir. Ölafur var einn þeirra, starfsmaður í stjórnarráðinu í meira en aldarfjórðung. Starfs- reglur eru slíkum mönnum settar og þeir þurfa að sameina það tvennt, að koma fram í þjóns mynd með fúsleik I framgöngu og viðmóti, en verða samt að bera með sér eitthvað af valdi þeirrar stofnunar, sem þeir eru hand- hafar fyrir. Þetta allt virtist mér augljóst að Ólafur Jónsson sam- einaði svo mæta vel með sinni ljúfmannlegu og háttvísu fram- komu, en formfestu skyldunnar að bakhjalli. Hvar sem Ólafur sást á götum borgarinnar nettvaxinn og kvikur í spori, með sína dýr- mætu skjalatösku, þá mátti glögg- lega sjá að allt hans fas mótaðist jafnt af hvorutveggja, trúnaðar- starfi og þjónustu sem hvort- tveggja tengdist ljósri vitund um gildi stofnunar hans i alþjóðar- þágu, sem frá hans hálfu mætti enginn skuggi á falla. Oft sá ég Ólafi bregða fyrir i alþingishúsinu þau árin, sem ég var starfsmaður þar, — gerandi boð einna helst fyrir þá, sem hæst voru settir, afhenda skjöl og taka við skjölum og halda sína leið jafnhógvær og öruggur og hann kom. Menn hlýddu kalli hans, þegar með þurfti og komu úr fundarsal og herbergjum fram á gang, til að sinna erindum sendi- mannsins. Ólafur Jónsson var fæddur að Keldunúpi á Síðu, einn af sextán systkinum. Af þeim komust upp tíu, en nú munu vera sex eftir á lífi. Sem geta má nærri, varð oft að halda spart á nauðsynjum á slíku heimli, en aldrei varð þó eiginlegur skortur, að sögn Ólafs, og margt gott veganesti var tekið með sér að heiman. Þótt hann byggi alla ævi við mjög takmörk- uð efni var honum jafnan kærara að láta af hendi rakna til annarra en að taka á móti endurgjaldi fyrir ýmislegt sem honum þó bar að réttu. Þannig fórust orð einum af hans nánustu. Ólafur vann fram um tvitugt i foreldrahúsum, en þegar tók að halla að fertugu verða meiri háttar þáttaskil og hann gengur í þjónustu þess opinbera. Var hann meira en aldarfjórðung við ýms Framhald á bls 30 • • Einar Orn Björnsson, Mýnesi: Nokkur atriði um samskipti íslands og Bandaríkjanna — og kveðja til konunnar í Keflavík Ég las nýlega greín eftir konu í Keflavik um áramótaskaup Sjón- varpsins. Þar segir m.a.: „Þetta er svo lélegt gaman, sem hann Flosi hefur á boðstólnum, að það er ekki hægt að bjóða venju- legu fólki, sem hefur hlakkað til að setjast að sjónvarpinu og njóta ánægjunnar á gamlárskvöld, upp á slíkt. Þetta er stund fjölskyldunnar og þvi þörf á að lyfta fólki upp á jákvæðan hátt, en ekki að næra það á billegri götustrákaþvælu. Allt skaupið er og hefur verið á lágu stigi, eins og allt skyniborið fólk getur borið vitni um. Mig furðar á því, að hlutgengir leikar- ar, eins og Róbert Arnfinnsson fáist til að leika í annarri eins þvælu. Það er eitthvað bogið við þetta allt.“ Á öðrum stað í hinni ágætu grein konunnar I Keflavik stend- ur einnig: „Nú er búið að taka af okkur Keflavíkursjónvarpið, en því hafa kommar og jánautar þeirra á Islandi komið til leiðar með skefjalausum áróðri gegn öllu, sem er bandarískt. Banda- rískt sjónvarp er bezta sjónvarp, sem völ er á í heiminum, enda unnið að þvi I harðri samkeppni með hæfileikafólki og sérþjálfuðu fólki,“ Og enn segir konan: „Við heimtum að fá bandariska sjón- varpið á ný. Ég skora á íslendinga að standa með I þvi. Það er engin siðspilling að horfa á bandariska sjónvarpið." Þetta eru nokkur atriði úr grein konunnar I Keflavik, sem ég tek heilshugar undir, en vil bæta við eftirfarandi: Undirskriftasöfnunin varið land, þar sem meir en helmingur Alingiskjósenda á Islandi hvatti þjóðina til áframhaldandi sam- vinnu um varnir og öryggi íslands i samstarfinu við vestrænar þjóð- ir, en einkum þó Bandarikin, kom eins og reiðarslag yfir vinstri- stjórnina, og einkum þó utanríkis- ráðherrann Einar Ágústsson, sem var að brölta með hugmyndir kommúnista um brottför varnar- liðsins, sem þeir hafa verið að japla á í meir en tvo áratugi. Vinstristjórnin geispaði golunni 1974 og Alþingiskosningar fóru fram. Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn sigur í þeim kosningum, einkum þó I Reykjaneskjördæmi og Reykjavik. Énginn vafi er á þvi, að undirskriftasöfnunin „var- ið land“ og áhrif hennar, valt sem hnoði á undan kjósendum inn í kjörklefann og varð aðalgerand- inn í sigri Sjálfstæðisflokksins í nefndum kosningum, er skoluðu frjálslyndum og vinstri mönnum nær öllum fyrir borð og skildu Alþýðuflokkinn eftir í hálfu kafi og aðvöruðu framsókn nægilega til að slita samstarfi við kommún- ista og leita leiða um stjórnarsam- vinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta ættu núverandi stjórnar- sinnar að festa sér vel í minni. Grein konunnar í Keflavik minnir á þessar staðreyndir og kallar á ýmsar spurningar, sem vert er að hugleiða. 1. Hvaða ástæða lá að baki ákvörðun þingmanna Sjálfstæðis- flokksins með Geir Hallgrimsson, formann Sjálfstæðisflokksins, I fararbroddi, að gleypa við eftir- hreytunum af brambolti vinstri- stjórnarinnar, um að varnarliðið hyrfi úr landi. Utanríkisráðherra Einar Ágústsson geymdi I pússi sínu tillögu um lokun Keflavikur- sjónvarpsins utan vallarins. Er loku fyrir það skotið, að nokkur íslendingur sjái það innan vallar- ins. Þetta er skrípaleikur frá upp- hafi og gert til að þókn'ast fram- sókn, en einkum þó utanríkisráð- herra, er lýsti þvi yfir, eftir að hann tók sæti I núverandi rikis- stjórn, að hann vildi brottför varnarliðsins. Kommúnistar kynntu þar undir, en margir stjórnarsinnar bitu á agnið. 2. Það var ánægjulegt, að dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráð- herra og Ingólfur Jónsson og nokkrir þingmenn skyldu greiða atkvæði gegn nefndu brambolti utanrikisráðherra. Enda I sam- ræmi við kosningaútslitin og þann stuðning, sem undirskrifta- söfnunin varið land veitti Sjálf- stæðisflokknum i siðustu alþing- iskosningum, I góðri trú um, að flokkuronn stæði á verði gegn fyr- irætlunum kommúnista um ein- angrun tslands í samtökum vest- rænna þjóða. Það er stefna svart- nættismannanna I Kreml, sem Al- þýðubandalagsforkólfarnir fylgja i utanríkismálum. Tungubroddur þessara afla snerti samskiptamál- in með samþykktinni um Kefla- vikursjónvarpið. F’leira átti að koma á eftir. Hvað segja „jánaut- arnir", sem konan i Keflavik minnist á um framferði þeirra. Þökk sé henni fyrir að opna um- ræður um þessi mál. Hún ætti að verða fulltrúi á Alþingi eftir næstu Alþingiskosningar og stuðla þannig að þvi, að ræfildóm- ur stjórnarþingmanna endurtaki sig ekki, að gleypa hina rauðu flugu kommúnismans, sem svifur um í þessu landi. Það er hætt við, að bit hennar gætu orðið banvæn fyrir þessa þjóð, ef henni yrðu sleppt lausri. 3. Hvað dvelur þingmenn Sjálf- stæðisflokksins að taka afstöðu til tillagna dr. Gunnars Thoroddsens iðnaðarráðherra, um að vegir og flugvellir úr varanlegu efni yrðu byggðir um landið og virkar al- mannavarnir o.fl., sem yrði við- miðun I nýrri samningagerð, er þjónuðu í raun varnareftirliti og öryggi Islands. ÞeSsar hugmyndir flutti dr. Gunnar Thoroddsen á fundi í Valaskjálf á Egilsstöðum i júli síðastliðið sumar, og hefur rætt þar á fundi I rikisstjórninni. Nokkrir stjórnmálamenn reyndu að hamla gegn þeim breytingum, sem gert er ráð fyrir I nefndum hugmyndum ráðherrans, en þær eru hjáróma og máttlausar, vegna þess að hinn almenni maður I landinu hefur lengi krafizt þess, að Islendingar reistu sig upp og létu það ekki viðgangast að vera fótaþurrkur í samstarfinu við hin- ar voldugu þjóðir Vesturlanda. öll viðbrögð í samgöngum á sjó og landi yrðu miðaðar við þá „sentralaðstöðu", sem Island hef- ur á hafinu milli tveggja heims- álfa. Tilraun stofulærðra manna í Reykjavík að hamla gegn því, að íslendingar meti rétt stöðu sína I samskiptunum við Bandarikin og láti það verða að veruleika, að samgöngur um landið og al- mannavarnir verði þáttur i fram- lagi vestrænna rikja, vegna varð- stöðu hér, á miklu fylgi að fagna I landinu. Þess vegna er það skylda forustumanna Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins að vinna að þessum málum af festu og framsýni. 4. Það fer ekki vel I munni þeirra, sem þykjast vilja samstarf við Bandarikin og Vestur- Evrópuþjóðir um varnir og öryggi hér á Norðurslóðum, að hamla gegn þvi að gömul og úrelt samn- ingagerð verði endurskoðuð við nútíma aðstæður. Þeir, sem þá iðju stunda, minna á persónurnar I leikritinu „Á út- leið“, er ekki tóku eftir því, fyrr en þær litu til lofts, að þær voru þá allar dauðar f.yrir löngu. Ef íslendingar sinntu eins þeim möguleikum, er við blasa í sam- skiptum við Bandarikin um sam- býlismálin, eins og öllum þeim fundahöldum um Norðurlanda- samvinnu, bæði þörfum, en í meira mæli óþörfum, þá væri öðru visi umhorfs hér á landi og þjóðin ekki þrúguð af þeirri vönt- un, að stjórnarherrarnir skildu hlutverk sitt og miðuðu ekki at- hafnir sinar við gömlu danskís- lenzku krambúðarstefnuna. „Þangað sækir klárinn, sem hann er kvaldastur." Hvernig stóð á þvi, að Norræna húsinu var ekki lokað um leið og sjónvarpinu á Keflavikurflug- velli. Er ekki útlendur maður þar í forstöðu. Það eina sem hefur bjargað því, að svo varð ekki, er að menningarvitarnir og „jánaut- arnir“, geta komið þar við til að sýna sig og sjá aðra og stunda þar sína pólitísku glansmyndagerð. íslendingar eru ekki í neinum einhliða Skandinavíutengslum lengur, en hafa alþjóðlega sýn um veröld alla. Og hafa þvi þjóða beztu aðstöðu hér i norðrinu til að styrkja stöðu sina i efnahagsmál- um og alhliða samskiptum við Bandarikin, um leið og það styrk- ir stöðu vestrænna þjóða i heild og stuðlar að friði í heiminum. Garðshornið er öflugt' 5. Það fer ekki vel I eyrum, þegar rætt er um að rétta hlut íslendinga i samskiptunum við Bandarikin og Nató, eins og hér er getið að framan, að heyra það frá stjórnmálaöflum í Reykjavík, að það séu mútur og betlistafur að byggja upp samgöngukerfið og al- mannavarnir i landinu öllu. Bretar og Bandarikjamenn af- hentu íslendingum tvo flugvelli, sem báðir eru á Faxaflóasvæðinu, ásamt ýmsu öðru góssi, svo að segja má, að dollarapotturinn hafi verið fullur og stundum flóað út af honum. Þetta virðist halda áfram I formi stórkostlegra hús- bygginga og flugbrauta ásamt hugmyndum um nýtt flugumferð- arhús á Keflavíkurflugvelli. En hvar er öryggið og tengslin við landsbyggðina frá Faxaflóasvæð- inu, sem eru í stíl við nefndar framkvæmdir og aðstöðu. Hefur þetta ekki verið rætt af stjórn- völdum íslands og Bandaríkj- anna. Einu sinni var merkiskona að fara til Raykjavíkur (hún bjó á Austurlandi), og mætti kaupfé- lagsstjóra á bryggju á Reyðar- firði, er var að koma frá Reykja- vík. Hann kastaði kveðju á kon- una og spurði hvort hún væri að fara til Reykjavikur. „Já“, sagði konan, „Ég er aldeilis hissa," svaraði kaupfélagsstjórinn, „ég er þeirri stund fegnastur, þegar ég kemst þaðan." „Einmitt það,“ svaraði konan, „Það er af þvi að þú ert ekki stóri maðurinn þar.“ Ætli það sé ekki svipað með suma stjórnmálamenn islenska, þegar þeir eru á feró i Ameríku, að þeir finna að þeir eru ekki stóru mennirnir þar, og reyni þvi i fátinu, sem gripur þá, þegar þeir koma heim, án þess að greina frá afrekum sínum vestra, þá bregði þeir sér til Norðurlanda til að bæta upp á smæð sína. En hætt er við, að sú pólitiska endurhæfing verði þeim ekki að liði. 6. Það er á íslandi, sem uppeld- ið verður að fara fram. Það er sá bakgrunnur, sem vísar okkur veg- inn, er við erum á ferð meðal erlendra þjóða f erindum íslensku þjóðarinnar. Hér höfum við búið i ellefuhundruð ár og lengst af í einangrun I húsum byggðum úr torfi og grjóti. Sagan og seigla þjóðarinnar við slik skilyrði er algjört einsdæmi á veraldarvísu hér á norðurslóðum. Ef þetta er haft í huga, er gustur af hverjum Islendingi, hvar sem hann er á ferð utanlanda og innan. Það er sá kraftur, sem gerir Islendingum kleift að vera í heillegu samstarfi við voldugustu þjóð veraldar á jafnréttisgrundvelli. Alþingi situr á rökstólum, væri ekki tilvalið fyrir þingmenn að igrunda þessi mál. Sama ætti rík- isstjórnin að gera. Ekki þarf að efast um, að dr. Gunnar Thorodd- Framhald á bls 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.