Morgunblaðið - 22.02.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.02.1977, Blaðsíða 10
JQ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1977 Erum hógvœrlega bjartsgnir - Parísarflug í undirbúningi NÝLOKIÐ er á Húsavík fundi umboðsmanna og sölumanna Flugleiða, en þessir fundir eru haldnir tvisvar á ári, vor og haust, þar sem skiputögð er sölustarfsemin og ferðaáætlun. Davið Vilhelmsson var einn þeirra sem sótti þennan fund, en Davið er svæðisstjóri Flugleiða á svonefndu austursvæði, sem nær yfir meginland Evrópu, og lönd þar fyrir sunnan, Afríku og Asíu. Davíð hefur aðsetur í Frankfurt og starfa þar á markaðs- skrifstofu Flugleiða 10 manns, en 1 6 til viðbótar á söluskrifstofunni. Rætt við Davíð Vilhelmsson svæðis- stjóra Flugleiða í Frankfurt Davíð Vilhelmsson sagði i viðtali við Mbl að solusvæðin væru þrjú, vestursvæðið. sem væri Norður- og Suður Amerika. norðursvæðið, ís- land. Norðurlöndin og Bretland og siðan austursvæðið — Okkar starf er að samræma sem mest starfsemi soluskrifstof- anna á svæðinu. en þær eru m a i Þýzkalandi og Austurriki, Frakk landi. Lúxemborg. Hollandi, Belgíu, Sviss og Ítalíu — i þessum löndum erum við ýmist með skrifstofur eða umboðsaðila Verkefnin eru mörq og fjölbreytileg. við eigum samskipti við mismunandi fólk. sem hefur mis- munandi siði og venjur Við sam- ræmum’gerð auglýsmga við erum t d með íslandsbækling sem kemur út i 10—15 útgáfum eftir því i hvaða landi það er, en öll prentun fer fram i Frankfurt og það sparar mikið þegar hægt er að hafa sem mesta samvmnu og samræmi i því — Þjóðverjar eru langfjölmenn- astir i ferðum með Flugleiðum ef litið er á heildarfjolda flugfarþega og Frakkar koma í næsta sæti Það hefur þróazt þannig s I 2 ár að aukning á íslandsfluginu er mest meðal Frakka, en hún er einnig mikil i Hollandi Með tilkomu leiguflugs s I vor og haust í samvinnu við stóra ferðaskrifstofu í Sviss hefur aukizt mjög fjöldinn og við ráðqer- um að efna til svipaðra leiguferða % Davfð Vilhelmsson, svæðis- stjöri Flugleiða á svonefndu austursvæði, sem er meginland Evrópu. hmgað í vor aftur Þá eru þetta t d 7 daga ferðir þar sem 4—5 dögum er varið í Reykjavík til að skoða, síðan 2—3 á Húsavík en þar er aðstaða til móttöku á ferðamönnum mjög til fyrirmyndar — Við ætlum að reyna að auka þetta leiguflug og við erum að leita að nýjum markaði fyrir það Við erum bjartsýnir á að það takist og við förum t d með DC-8 vélarnar til Frankfurt í ár i fyrsta sinn þar sem auknmgin er svo mikil Þá erum við að reyna að lengja þann tima sem flogið er til Dússeldorf, bæði með leigu- og áætlunarflugi og í undir- búningi er að hefja áætlunarflug til Parisar á næsta ári — En varðandi aukningu á flug inu til íslands verður að hafa í huga að hótelrými er varla nægilegt hér og vantar t d tilfinnanlega aðstöðu á Akureyri. en við höfum þessar leiguferðir þannig að farþegum úr einni Boemg vél. 126 manns. er skipt í 3 hópa er hingað kemur og flýgur hver hópur t d með Fokker- vélunum til Húsavikur og skipulagð ar eru þannig innanlandsferðir eins og ég gat um áðan Á þennan hátt erum við einnig að reyna að auka við mnanlandsflugið Air Bahama fellur einnig undir starfssvið Daviðs í Frankfurt og hann hafði þetta að segja um gang mála þar — Air Bahama kemur ekki eins vel út og við höfðum vonað seinni part síðasta árs, en við vonum að það standi til bóta og nú er í undir- búningi reglulegt leiguflug milli Nassau og Frankfurt i hverri viku Gert er ráð fyrir að það hefjist í október i ár Nokkrar leiguferðir hafa verið farnar milli Zúrich og Nassau og standa þær raunar yfir nú fram i april og verða aftur teknar upp á timabilinu frá október til maí 78 Þá kom Davíð inná þá miklu sam- keppni sem rikir milli flugfélaga — Samkeppnin er mikil og fer vaxandi er óhætt að segja. hún er mest við leiguflugfélög. ekki aðeins vegna hins lága verðs heldur og vegna þess hversu starfsemi þeirra er orðin skipulögð og markviss Við getum ekki mætt fargjaldalækkun- um nema að litlu leyti með fargjalda- lækkunum hjá okkur, en við reynum að mæta þessu á annan hátt, t d með því að bjóða upp á rýmri reglur með bókanir. Hjá þessum leigufé- lögum verða oft að gilda strangar takmarkanir um bókanir og greiðslur inná fargjöldin Við reynum að vera rýmilegri með þessi atriði Að lokum var Davíð spurður að því hvort Flugleiðamenn væru bjart- sýnir á sumarið framundan: — Við erum hógværlega bjart- sýnir held ég að sé óhætt að segja. það hefur gengið vel með Norður- Atlantshafsflugið og hvað það snert- ir 'erum við i heildina bjartsýnir Hins vegar er þvi ekki að leyna að okkur likar ekki hugsanleg sam keppni frá Arnarflugi. og hvað varð- ar Air Bahama urðum við dálítið vonsviknir með útkomuna á síðasta ári, en teljum að takast megi að rétta við þar V ar frá Norðfirði, setti svip á bæjarlífið í Þórshöfn ÞEIR sem hafa komið til Þórs- hafnar á undanförnum áratug- um hafa ekki haft langa viðdvöl i hinum færeyska höfuðstað, unz á vegi þeirra hefur orðið aldraður maður, jafnan vinnu- klæddur, akandi hjólbörum niður Vogsbotn hinni gömlu hafnarbryggju. Sjálfur var gamli maðurinn jafnan með kaskeiti og hvitan koll, — á sumrin. Embættisskjöldur var framan á kaskeitinu. Það virt- uts allir þekkja þennan góðlega gamla mann. Margir tóku hann tali. „Þetta er Jóin,“ sagði fær- eyskur vinur minn og Þórs- hafnarbúi. „Hann er partur af bæjarlífsmyndinni hér í Þórs- höfn, bætti hann við.“ Áratugum saman hefur hann verið starfsmaður Þórshafnar- bæjar. Á sinum tima, er hann náði hámarksaldri starfsmanna í þjónustu bæjarins, var honum sagt, að nú ætti hann að hætta og fara á eftirlaun. Þetta hafði fallið Jóin illa. Átti erfitt með að skilja slika ákvörðun, — hann væri vel hraustur og vildi fá að vinna áfram. Það mun ekki hafa liðið langur tími unz í ljós kom að Jóin gamli var eiginlega ómissandi fyrir bæ- inn, svo gjörkunnugur var hann holræsakerfinu i miðbæ Þórshafnar. Urðu bæjaryfir- völdin að leita til hans dag nokkurn um upplýsingar. Þetta hafði orðið til þess að orðið var við þrábeiðni hans um að fá að starfa áfram hjá bænum og þar hafði hann starfað fram undir það siðasta. Þórshafnarblöðin segja frá því að Jóin sé nú látinn. Þegar ég sá Jóin í fyrsa skipti Jóin farín ám- ;.t'S r komu deyðsboðini av Jón Vilhelmsen, komm- irbciðara í Tórshavn, 84 arai gama ■ um fyrstul n (Jó-in nevndur), var . . „ so avgjörtl i kommunuarbeiðarum i Havnm „ g s h vði till , sum longst hcvur starvast har. Hann var það árla morguns. Hann var þá með hjólbörurnar sínar, með hvita kollinn á svörtu kastskeit- inu, á leið niður Vogsbotn til daglegra starfa — sópa göturn- ar og bryggjuna. Hann átti mjög litið bárujárnshús i hjarta Þórshafnar. Þar bjó Jóin einn. Hann var ekkjumaður. Upp- komin börn hans, þrjú að mig minnir, eru i Færeyjum. Annar tveggja sona hans var hér á landi um árabil við sjómennsku og vertíðarstörf hjá Arnarvík i Grindavík og heitir sá Sigurður Vilhelmsen. Jóin hafði unnið fram til hinztu stundar. Hann hafði látizt heima (litla húsinu sinu í lok janúarmánaðar, 84 ára að aldri. Jóin var borinn og barnfædd- ur tslendingur og var skirður Jón. Foreldrar hans voru sárfátæk hjón austur í Neskaupstað. Jóin (Jón) var 9 eða 10 ára gamall, er færeysk kona, sem vann í fiskþvotti austur i Neskaup- stað, hafði tekið drenginn i fóstur og fluttist hann með henni til Færeyja. Hann mun aldrei eftir þetta hafa komið til íslands. Ekki verður þessi frá- sögn af lífshlaupi Jóins lengri. íþað skiptið sem ég hitti hann, var hann ekki til viðtals um „blaðasamtal“ enda fáskiptinn ef I hlut áttu ókunnugir. Fósturfaðir hans i Færeyjum hét Vilhelmsen. Nafnið tók hann upp. Hið íslenzka skírnar- nafn breyttizt yfr á færeysku úr Jón í Jóin. Ef til vill er einhver lesenda Mbl. sem getur einhverju bætt við þessar fáu linur um þennan Framhald á bls 30 Skrifstofu eða iðnaðarpláss á bezta stað í borginni til leigu eða sölu. Uppl. í síma 15561 milli kl. 5 — 7. Parhús Karlagata 1. hæð 2 saml. stofur, eldhús. 2. hæð 3 svefnh. bað. Kjallari 2 herb. þvottahús og geymsla. Parhús í Hveragerði Fokhelt ca. 70 fm. með tvöföldu gleri. Útihurð og svalahurð. Frá- gengið að utan. Verð 3.7 m útb. 1.1 m. Digranesvegur 5 herb. efri hæð, 3 svefnh. gott bað. Sérinngangur, sér hiti. Svalir. Bílskúrsréttur. Vesturbær 3 herb. íbúð 2. hæð. Sameign t mjög góðu ástandi. Drápuhlið 3 herb. risibúð ca. 87 fm. Falleg ibúð Elnar Sígurðsson. hri. Ingólfsstræti4, Al'(ilASIN(iASÍ.MINN ER: 22480 JRorgunbTntiiíi 17900F3 Fasteignasaian Túngötu 5 jyggg KÓNGSBAKKI 3ja herb. 85 m2 íbúð á 2. hæð í blokk. Stofa, 2 svefnherb. og þvottaherb. í íbúðinni. Verð: 7.5 millj. útb. 5.5 millj. EYJABAKKI 3ja herb. 90 m2 íbúð á 2. hæð í blokk, stofa og 2 svefnherb. Gott útsýni. Verð: 8.5 millj. útb: 6.2 millj. LYNGHAGI 3ja herb. 95 m2 ibúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi. 2 skiptanlegar stofur og 1 svefnherb. Verð: 8.8 millj. útb: 6.0 millj. SÓLVALLAGATA 3ja herb. 75 m2 íbúð á 3. hæð í nýlegri blokk, stofa og 2 svefn- herb. Mjög stórar suður svalir. Verð: 9.0 millj. útb: 6.5 millj. KÓPAVOGUR 4ra herb. 90 m2 miðhæð í þrí- býlishúsi, stór stofa 3 svefnherb. Nýleg teppi. Bílskúrsréttur. Skipti möguleg á 4ra herb. íbúð í Reykjavík. Verð: 9.0 millj. útb: 6.0 millj. ÁLFTAMÝRI 4ra herb. 1 06 m2 endaíbúð á 1. hæð i blokk. Stofa og 3 svefn- herb. Tvennar svalir. Fæst að- eins i skiptum fyrir 5 — 6 herb. ibúð í Reykjavik. Verð: 10.2 millj. MIKLABRAUT— SÉRHÆÐ 2 stórar stofur og 2 svefnherbv Tvennar svalir. Falleg eign. Fæst aðeins í skiptum fyrir 4ra herb. íbúð í háhýsi við Sólheima. Verð. 1 2.0 millj. MOSFELLSSVEIT Fokhelt einbýlishús um 140 m2. Gler og útihurðir komnar i. Hita- lögn komin inn í húsin. Fæst í skiptum fyrir 4ra herb. ibúð i Reykjavik. Verð: 10.0 millj MIKIL EFTIRSPURN eftir öllum tegundum eigna til kaups eða i skiptum. HÖFUM KAUPENDUR að 2ja herb. ibúðum, útb: 2.5—4.0 millj. 17900 Gunnaf Jökull, sölustj. Jón E Ragnarsson, hrl. Heimasimi 74020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.