Morgunblaðið - 22.02.1977, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1977
HOLLENZKA landsliðið
sigraði með yfirburðum f
fjögurra liða kvenna-
keppninni f handknatt-
leik f Laugardalshöllinni
um helgina. Unnu þær
alla sína leiki með yfir-
burðum og voru eina vel-
skipaða liðið. Mót þetta
sannaði f rauninni aðeins
einn hlut fyrir fslenzk-
um áhorfendum; það að
kvennahandknattleikur
hér á landi er grátlega
illa á vegi staddur og að
við höfum svo sannar-
lega ekki efni á að deila
kröftunum með úlfúð.
tsland — Færeyjar
Fyrsti leikur kvennamótsins
var milli íslenzka landsliðsins
og Færeyinga. Eins og reyndar
vænta mátti kom strax fram aö
töluverður munur var á getu
liðanna. Höfðu íslenzku stúlk-
urnar áberandi betri tækni í
leik sínum en gestirnir og sigr-
uðu örugglega með 15 mörkum
gegn 7, eftir að staðan hafð
verið 7—3 í hálfleik.
Ekki er hægt'að segja að leik-
ur þessi hafi verið skemmtileg-
ur á að horfa, en þó brá öðru
hverju fyrir allþokkalegum
leikköflum, og átti íslenzka lið-
ið þar oftast hlut að máli. Tókst
stúlkunum nokkrum sinnum að
galopna vörn færeyska liðsins
og skora síðan.
Beztar I landsliði íslands í
leik þessum voru þær Harpa
Guðmundsdóttir sem átti þarna
ágætan leik, svo og Svanhvít
Magnúsdóttir, sem þjarkaði oft
vel að vörn færeyska liðsins og
dró að sér varnarleikmenn.
Mörk íslands skoruðu: Harpa
Guðmundsdóttir 5, Oddný Sig-
urðardóttir 3, Hansína Melsteð
3, Svanhvít Magnúsdóttir 2,
Margrét Brandsdóttir 1, Hjör-
dfs Sigurjónsdottir 1.
Mörk Færeyja: Svanna Han-
ussardóttir 2, Jacobina Joensen
2, Herborg Joensen 1, Susanna
Michaelsen 1, Ottolina Hansen
1.
Skrap — Holland
íslenzka B-landsliðið, þ.e.a.s.
lið það sem kallað var saman á
síðustu stundu til þess að
hlaupa í skarðið fyrir banda-
risku stúlkurnar sem afboðuðu
þátttöku sína i mótinu, fór illa
að ráði sínu í leik sínum við
hollenzka liðið. Úrslit leiksins
urðu 16—10 fyrir hollenzku
stúlkurnar eftir að þær höfðu
haft 4 marka forystu I hálfleik
9—5. Var það fyrst og fremst
alltof mikið bráðlæti sem varð
íslenzku stúlkunum að falli í
leik þessum. Þær reyndu oft í
tíma og ótíma, i stað þess að
haida knettinum og bfða róleg-
ar eftir tækifærunum, sem
hefði verið nauðsynlegt fyrir
þær, þar sem búast mátti við
því að andstæðingurinn væri
sterkari, og alla vega vitað að
hollenzku stúlkurnar eru vel
samæfðar. Þá gekk alltof illa að
hemja tvær aðalskyttur hol-
lenzka Iiðsins í leiknum, og
vafalaust stór spurning hvort
ekki hefði átt að freista þess að
taka stúlku nr. 6 úr umferð, en
hún stjórnaði öllu spili hol-
lenzka liðsins.
Gangur leiksins var í stuttu
máli sá að Hollendingar skor-
uðu fyrsta mark leiksins, en
íslenzku stúlkurnar gerðu síðan
þrjú mörk í röð og komust f
3—1. Léku islenzku stúlkurnar
ágætlega þessar upphafsmfnút-
ur leiksins, en eftir að hol-
lenzku stúlkurnar höfðu jafnað
var engri þolinmæði fyrir að
fara hjá íslenzku stúlfeunum, og
sifellt seig á ógæfuhliðina. Von-
ir tóku þó að vakna er þeim
tókst að minnka muninn f tvö
mörk snemma í seinni hálfleik,
og staðan var 10—8 fyrir Hol-
land, en þessum góða spretti
sfnum tókst stúlkunum ekki að
fylgja eftir.
Beztar i fslenzka liðinu voru
Úr landsleik íslands og Hollands. Ein hollenzka stúlkan hefur komist í færi, en brotið er illa á henni og dæmt var vítakast.
HOLLENDINGAR MEÐ YFIRBURÐA-
UÐ Í KVENNAHANDKNATTLEIKNUM
þær Ragnheiður Lárusdóttir og
Björg Guðmundsdóttir.
Mörk íslands skoruðu: Oddný
Sigsteinsdóttir 3 (öll úr vfta-
köstum), Guðrún Sverrisdóttir
2, Ragnheiður Lárusdóttir 1,
Guðrún Sigurþórsdóttir 1,
Björg Jónsdóttir 1, Anna Hall-
dórsdóttir 1, Björg Guðmunds-
dóttir 1.
Holland — Færeyjar:
Hollensku stúlkurnar áttu
ekki f miklum erfiðleikum með
þær færeysku á laugardaginn.
Þó svo að Færeyingar næðu
yfirhöndinni i byrjun leiksins,
2:1, þá var í rauninni aldrei
spurning um það hvort liðið
sigraði. Hollenska liðið var
áberandi sterkasta lið þessa
móts og eina liðið sem lék
kvennahandknattleik eins og
hann gerist annars staðar í V.-
Evrópu. Þær röðuðu mörkun-
um að baki færeyska markvarð-
arins og þegar upp var staðið í
lok leiksins voru þau orðin 20,
en hinum megin hafði aðeins
verið skorað 8 sinnum. 20:8 fyr-
ir Hollandi og sigur tryggður í
mótinu, þvf þó liðið myndi tapa
fyrir „a-liði“ íslands, þá var
markatala liðsins orðið það góð
að sigurinn var í höfn.
Flest marka sinna f leiknum
gerði Holland úr vel æfðum og
útfærðum hrapaupphlaupum,
nokkuð sem sjaldan sést i
kvennahandknattleik hér á
landi, og reyndar ekki mörgum
karlaliðum íslenzkum. Hol-
lensku stúlkurnar voru greini-
lega langbezt og mest þjálfaðar
af liðunum, en landsliðsstúlk-
urnar, sem mættu þeim fyrir
tæpu ári síðan sögðu að liðinu
hefði þó farið aftur á þessu
timabili.
Beztan leik í liði Hollands átti
markvörðurinn og þær Nel
Martens (9) og Hannie de Kok
(3).
Færeysku stúlkurnar kunna
ýmislegt fyrir sér f handknatt-
leiknum, en greinilegt er að
breiddin er lítil hjá liðinu. Syst-
urnar Svanna og Rannvá Hans-
ardætur eru áberandi beztar f
liðinu og standa hinar þeim
nokkuð að baki. Færeyska liðið
vantar greinilega meiri æfingu
og reynslu í leikjum þessum.
Mörk Hollands: Nel Martens
5, Hannie de Kok 5, Ingrid
Koppen 3, Miek Pottbyut 3, Els
Bbsten, Toos Alsemgest, Marja
Moldus og Marjan Houtepen 1
hver.
Mörk Færeyja: Svanna Hansar-
dóttir 4, Ottolina Hansen 2,
Rannvá Hansardóttir 1, Her-
borg Joensen 1:
Skrap — Island:
Mikill var fögnuður stúlkn-
anna í „skraplandsliðinu" eftir
að þeim hafði tekizt að sigra
„a-landsliðið “ á laugardaginn
með 13 mörkum gegn 12. Var sá
sigur fyllilega sanngjarn og
hefði f rauninni getað orðið
stærri, en f leikhléi leiddi „a-
Iandsliðið“ með tveimur mörk-
um, 8:6.
Gangur leiksins var sá að
framan af fyrri hálfleik var
jafnt upp f 3:3, en þá náði „a-
landsliðið" góðum spretti og
skoraði 5 mörk gegn 3 það sem
eftir var hálfleiksins. Var
Harpa Guðmundsdóttir f aðal-
hlutverkinu hjá „a-liðinu“ og
gerði hún helming marka liðs-
ins í fyrri hálfleiknum. öll
mörk hennar komu með svipuð-
um hætti, skotum frá punkta-
línu frá hægri. Þó Harpa væri á
knattleikinn
MIKIÐ áfall hlýtur það að hafa
verið fyrir landsliðsnefnd kvenna
er landsliðið tapaðí á laugardag-
inn fyrir liðinu, sem smalað var
saman á síðustu stundu til að
taka þátt í fjögurra liða keppninni
i handknattleik, um helgina. Hlýt-
ur landsliðsnefnd að verða að
athuga sinn gang að þessu móti
loknu og niðurstaða þeirrar könn-
unar getur varla orðið önnur en
sú að taka hverju einustu stúlkn-
anna i „öldungalíðinu" inn i
landsliðshópinn.
B landsliðið. öldungaliðið,
skrapliðið eða hvaða nafni á að
nefna liðið sem á siðustu stundu
var boðið eða beðið um að taka
þátt í mótinu — til að bjarga
mótinu — fékk aðeins tvaer aef-
ingar saman fyrir mótið og þá
ekki vegna fyrirgreiðslu HSÍ eins
og lofað hefði verið. Eigi að siður
tókst liðinu að sigra a-landsliðið.
sem æft hefur saman i þrjá mán-
uði. HSÍ gat ekki einu sinni út-
vegað stúlkunum i „skrapliðinu"
búninga. þær máttu gera sér að
góðu að leika i Fram- og Valsbún
ingum.
Kvennahandknattieikur á
islandi er ekki á það háu stigi að
hægt sé að skella skollaeyrum
þegar 53 af leikmönnum liðanna
i 1. deild kvenna skrifa undir
skjal til að mótmæla vinnubröð-
um landsliðsnefndarinnar. Um
kvennatandsliðið verður að nást
samstaða svo hægt verði að
mynda boðlegt landslið. Lið, sem
gefur rétta mynd af þvi hvar
kvennahandknattleikur er i raun
á vegi staddur hér á landi. Það er
eitthvað meira en litið að gerast
þegar hálft hundrað leikmanna
skrifa undir skjal eins og
stúlkurnar á dögunum.
Sú stirfni, sem hlaupin er i
þessi mál. er engum til góðs og
það er ekki islenzkum kvenna
handknattleík i hag að útiloka
stúlkur frá landsliðinu, sem náð
hafa 23 ára aldri — nema með
undanþágu.
— áij.
stundum utarlega á vellinum
tókst „skrapliðinu" ekki að
stöðva skot hennar og ekki
heldur markverðinum.
í seinni hálfleiknum var
Hörp betur gætt, auk þess sem
hún hafði meiðst lítillega í fyrri
hálfleiknum og skoraði hún
ekki mark I seinni hálfleik. Var
engin skytta til að taka við hlut-
verki hennar hjá „a-
landsliðinu" og nú var komið að
Oddnýju Sigsteinsdóttur að
sýna getu sína og gerði hún 5
mörk í hálfleiknum og stórgóð-
ur leikur hennar færði skrap-
liðinu öðrum fremur sigur f
leiknum. Var alveg sama þó
reynt væri að taka hana úr um-
ferð, með „blokkeringum",
henni tókst að rífa sig lausa og
skora.
Auk Oddnýjar átti Sigur-
björg Pétursdóttir f marki
„skrapliðsins" mjög góðan leik
og Ragnheiður Lárusdóttir gaf
ekki eftir um tommu í vörninni.
Af ,,-a-landsliðsstúlkunum“
komst Harpa bezt frá leiknum,
en aðrar voru varla meira en
meðallagi.
Mörk „skrapliðsins" Oddný 7,
Guðrún Sverrisdóttir 2, Guðrún
Sigurþórsdóttir, Jóhanna
Magnúsdóttir, Jóhanna Hall-
dórsdóttir og Björg Jónsdóttir 1
hver.
Mörk „a-Iiðsins“: Harpa 4,
Hjördís 2, Svanhvít, Ágústa
Dúa, Hansfna, Margrét T„ Mar-
grét og Katrfn 1 hver.
Eins og f leiknum gegn Fær-
eyingum á laugardaginn voru
hraðaupphlaupin helzta vopn
hollenska liðsins og það var
ekki að undra þótt einhver tal-
aði um að þarna væru komnir
Hollendingarnir fljúgandi.
Öþarft er að hafa mörg orð um
þennan leik. Hollenska liðið
var heilum gæðaflokki fyrir of-
an íslenzka liðið.
Að leiknum loknum afhenti
Jón Magnússon varaformaður
HSÍ hollensku stúlkunum bik-
arinn, sem um var keppt f mót-
inu og stúlkurnar hófu þær upp
raust sína og sungu hátt og
snjallt meðan á verðlaunaaf-
hendingunni stóð.
Af stúlkunum í íslenzka lið-
inu stóðu þær sig bezt Hjördís
og Hansína, en enginn glans
var á leik liðsins. Mörk liðsins
skoruðu Hansína 3, Hjördís 2,
Harpa 2, Margrét T. 1, Svanhvít
1, Halldóra 1.
tsland — Holland
Leikur ,,a-landsliðsins“ gegn
Hollandi á sunnudagskvöldið
gerði f rauninni ekki annað en
að staðfesta það sem fyrirfram
var vitað; hve fslenzkur
kvennahandknattleikur er illa
á vegi staddur. Hollenska liðið
sigraði með yfirburðum 18:10,
eftir að staðan f hálfleik hafði
verið 12:7.
|sland — Færeyjar
Eitthvað voru þær miður sín
færeysku stúlkurnar i fyrri
hálfleiknum gegn „skraplands-
liðinu" á sunnudagskvöldið.
Ekki var heil brú f leik fær-
eyska liðsins og í leikhléi var
staðan 9:2 „skrapliðinu“ í vil. í
seinni hálfleiknum tóku þær
færeysku sig saman i andlitinu
og héldu jöfnu í hálfleiknum,
5:5, þannig að úrslit leiksins
urðu 14:7 „skrapliðinu” í vil.
Að þessu sinni átti Björg
Jónsdóttir einna beztan leik is-
lenzku stúlknanna, en Ragn-
heiður Blöndal komst einnig
mjög vel frá leiknum. Annars
er ekki hægt að meta liðið út
frá þessum leik, til þess var
mótherjinn of slakur.
Mörk íslands gerðu Björg J.
5, Oddný 3, Ragnheiður 2,
Kristin 2, Guðrún Sigurþórs-
dóttir og Guðrún Sverrisdóttir
1 hvor.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1977
23
KR-INGAR OPNUÐU1. DEILDINA
MEÐ GÚÐUM SIGRIYHR ÁRMANNI
KR vann Ármann, 74—68, í hörkuleik f 1. deildinni í körfu-
knattleik nú um helgina, eftir að jafnt hafði verið í leikhléi,
37—37. Þessi úrslit opna deildina mikið og nú eru 4 lið efst og
jöfn og hafa því öll möguleika á efsta sætinu og má búast við
þvf að eftir þetta verði baráttan f algleymingi.
KR-ingar voru að vonum mjög
ánægðir með sigurinn og Einar Bolla-
son þjálfari liðsins sagði að það hefði
tvímælalaust verið betra liðið sem
vann og vildi hann helzt þakka sigur-
inn þvf hve mikil breidd er f KR-
liðinu og hve ungu mennirnur „eru
orðnir góðir. Það er ánægjulegt",
sagði hann, „hve frammistaða þeirra
hefur verið góð undanfarið og við
KR-ingar lítum framtfðina björtum
augum og að sjálfsögðu ætlum við að
vinna mótið úr þvf sem komið er.“
Gangur leiksins var annars sá að
Ármann náði forystunni strax f upp-
hafi og hélt henni fram undir lok
fyrri hálfleiks er KR-ingar jöfnuðu,
31—31 og hafði munurinn aldrei
orðið meiri en 7 stig, en það sem eftir
var til leikhlés var jafnt á öllum töl-
um og lauk fyrri hálfleik með jafn-
tefli, 37—37.
Mikil harka færðist svo f leikinn í
seinni hálfleik og réðu þeir Krist-
björn Albertsson og Sigurður Valur
Halldórsson ekki nægilega vel við
leikinn, en þó er ekki hægt að segja
að annað liðið hafi frekar hagnast á
þvf en hitt. Það voru KR-ingar sem
reyndust sterkari f seinni hálfleikn-
um og höfðu þeir forystuna lengst af,
en Ármenningum tókst að jafna er
staðan var orðin 59—59 og 65—65 og
á 19. mfnútu náðu þeir svo eins stigs
forystu, 67—66 en það dugði þeim
ekki og KR-ingar voru sterkari á
endasprettinum og unnu 74—68 eins
og áður sagði.
Leikurinn einkenndist öðru fremur
af baráttu og villuvandræðum beggja
liða og voru til dæmis bæði Simon
Ólafsson og Björn Christiansen
komnir með 4 villur fyrir leikhlé og
Atli Arason og Jón Sigurðsson urðu
að yfirgefa völlinn seint í seinni hálf-
leik með 5 villur. Það er ekki hægt að
segja annað en að Ármenningar hafi
hagað sér heimskulega í þessum leik,
þeir létu mótlætið fara mjög í skapið
á sér og kenndu dómurunum um
tapið, en I raun og veru geta þeir
engum um kennt nema sjálfum sér
því að þeir fengu til dæmis dæmd á
sig 4 tæknivíti vegna mótmæla og
svívirðinga við dómarana og færðu
þeir KR-ingum þannig 7 stig á silfur-
bakka, en leikurinn vannst aðeins
með 6 stiga mun, svo að ef Ármenn-
ingar hefðu hagað sér eins og menn
er ekki að vita hvernig farið hefði.
Beztu menn KR-inga f þessum leik
voru Einar Bollason, Eiríkur
Jóhannesson og Birgir Guðbjörnsson,
en annars átti liðið í heildina góðan
leik, einkum f seinni hálfleik. Stigin
fyrir KR skoruðu: Einar Bollason 27,
Birgir Guðbjörnsson 13, Gunnar Ingi-
mundarson og Kolbeinn Pálsson 12
stig hvor, Eirfkur Jóhannesson og
Bjarni Jóhannesson 5 stig hvor.
Símon Ólafsson og Björn
Christiansen voru atkvæðamestir hjá
Ármanni, en Björn Magnússon átti
góðan varnarleik að vanda. Stigin
fyrir Ármann skoruðu: Símon Ólafs-
son 26, Björn Christiansen 14, Jón
Sigurðsson, 13, Atli Arason 11,
Haraldur Hauksson og Björn Magnús-
son 2 stig hvor.
HG.
Björn Magnússon og Birgir Guóbjörnsson berjast um knöttinn er Jón
Sigurðsson og Eirfkur Jóhannesson fylgjast með.
Stefán Kristjánsson átti góðan leik með ÍR gegn Fram
um helgina og þarna skorar hann örugglega.
f
ORUGGURIR- SIGURI
TÍÐINDALITLUM LEIK
ÍR vann Fram í 1. deildinni í körfuknattleik nú um helgina með 99 stigum gegn 85,
eftir að staðan I leikhléi hafði verið 53—45 ÍR I vil. Sigur ÍR-inga var alltaf oruggur,
þó að munurinn væri oft ekki mikill og leyfðu þeir ungu mönnunum að spreyta sig
og komust þeir þokkalega frá leiknum, einkum Stefán Kristjánsson, sem er vaxandi
leikmaður.
Gangur leiksins var annars í stuttu
máli að ef frá eru skildar 3 fyrstu
mínútur leiksins höfðu ÍR-ingar alltaf
nokkra yfirburði og i leikhléi var staðan
orðin 53—4& þeim í vil. í upphafi
seinni hálfleiks náðu Framarar að
sækja aðeins í sig veðrið og náðu þeir
að minnka muninn niður i 3 stig á 5
minútu þegar staðan var orðin
59—56 ÍR í vil, en ÍR-ingar voru
sterkari og unnu leikinn örugglega
með 99 stigum gegn 85
Þetta var þokkalega leikinn leikur af
báðum aðiljum og er ánægjulegt að sjá
hvað ÍR-ingar lofa ungu mönnunum að
spreyta sig mikið, enda er það fors-
enda þess að þeir nái að sýna nokkrar
framfarir Beztu menn ÍR-inga voru
Kristinn og Jón Jörundssynir. en stigin
fyrir ÍR skoruðu: Kristinn og Jón
Jörundssynir 24 stig hvor, Kolbeinn
Kristinsson 21, Þorsteinn Hallgrims-
son 16, Stefán Kristjánsson 10. Jón
Pálsson 6 og Kristján Sigurðsson 4
Hjá Fram voru þeir Guðmundur
Böðvarsson og Helgi Valdimarsson
beztir og stigin fyrir liðið skoruðu:
Guðmundur Böðvarsson 22, Helgi
Valdimarsson 2 7. Eyþór Kristjánsson
og Gunnar Bjarnason 8 hvor, Jónas
Ketilsson 6, Þorkell Sigurðsson og
Þorvaldur Geirsson 5 hvor og Ómar
Þráinssom4 stig
HG.
STIGAMET HJÁ STÚDENTUM
STÚDENTAR unnu BreiSablik I 1. deild íslandsmótsins I körfuknattleik nú um
helgina með 112 stigum gegn 81 og settu þar meS met I stigaskorun þessa
keppnistlmabils. Þetta var fremur skemmtilegur leikur og áttu stúdentar nú sinn
bezta leik þaS sem af er vetri. Settu stúdentar stigamet meS þvl aS skora 112 stig I
leiknum.
Stúdentar áttu allir fremur góSan leik aS þessu sinni. en mest bar á þeim Bjarna
Gunnari Sveinssyni, Inga Stefánssyni og Jóni HéSinssyni og stigin skoruðu: Bjarni
Gunnar Sveinsson 35, Ingi Stefánsson 24, Jón HéSinsson 18, Ingvar Jónsson 16.
Steinn Sveinsson 10, Þórður Óskarsson 3 og Guðni Kolbeinsson, Ebeneser Jensson
og Helgi Jensson 2 stig hver.
Blikarnir léku nokkuð góðan sóknárleik, en vörn þeirra var hins vegar I molum,
eins og stigatalan bendir reyndar á. Atkvæðamestu menn liðsins voru þeir Erlendur
Markússon og Rafn Thorarensen, sem báðir skoruðu 19 stig. en næstir voru.
Guttormur Ólafsson 14, Ágúst Llndal 12, Sigurbergur Björnsson 8, Árni Gunnars-
son 4, Óskar Bragason 3 og Pétur Eysteinsson 2 stig.
HG.