Morgunblaðið - 22.02.1977, Page 4

Morgunblaðið - 22.02.1977, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR 1977 LOFTLEIBIR T2 2 n 90 2 n 88 <g BÍLALEIGAN 51EYSIR LAUGAVEGI 66 CAR RENTAL 24460 28810 Hópferðabílar 8—21 farþega. Kjartan Ingímarsson Simi 86155. 32716 og B.S.Í. Úlvarp Reykjavlk ÞRIÐJUDKGUR 22, fehrúar MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunhæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna ki. 8.00: Guðni Kolbeinsson les söguna af „Briggskipinu Blá- lilju“ eftir Olle Mattson (12). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli atriða. Ilin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Shura Cherkassy og Fllharmlníusveitin í Berlfn leika Ungverska fantasíu fyr- ir pfanó og hijómsveit eftir Frans Liszt; Ilerbert Von Karajan stj. — Hljómsveit sænska útvarpsins leikur Sinfóníu nr. 3 1 f-moll eftir Wilhelm Peterson-Berger; Sten Fr.vkberg stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ_____________________ 13.00 Frá setningu búnaðar- þings 14.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Danmerkurrabb 1 umsjá Óttars Einarssonar kennara. 15.00 Miðdegistónleikar Melos hljómlistarflokkurinn leikur Sextett fyrir klarfnettu, horn og Strengja- kvartett eftir John Ireland. Erzsebet Tusa og Sinfónfu- hljómsveit ungverska út- varpsins leika Sherzo fyrir pfanó og hljómsveit eftir Béla Bartók; György Lehel stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp » 17.30 Litli barnatfminn Guðrún Guðlaugsdóttir st jórnar tfmanum KVÖLDIO 17.50 Á hvftum reitum og svörtum Jón Þ. Þór flytur skákþátt 18.20 Tónleikar. Tilkynning- ar. ÞRIÐJUDAGUR 22. febrúar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Hringekja Iffsins Fyrri hluti bandarískrar teiknimyndar sem byggö er á kenningum sálfræðingsins Eriks II. Erikssons um þroskaferil mannsins frá fæðingu til elli. Síðari hluti myndarinnar verður sýndur miðvikudag- inn 23. febrúar kl. 20.35. Þýðandi Heba Júlíusdóttir. 21.20 Colditz Brezk-bandarískur fram- haldsmyndaflokkur. 2. þáttur Velkomin til Colditz Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 22.10 Utan úr heimi Þáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Jón llákon Magnússon. 22.40 Dagskrárlok 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir. Fréttauki. Til- kynningar. 19.35 Ilver er réttur þinn? Þáttur í umsjá lögfræðing- anna Eirfks Tómassonar og Jóns Steinars Gunniaugs- sonar. 20.00 Lög unga fólksins Sverrir Sverrisson kynnir. Fráýmsum hliðum Hjálmar Árnason og Guðmundur Árni Stefánsson sjá um þáttinn. 21.30 Serenaða f d-moll fyrir blásara, selló og kontrabassa op. 44 eftir Dvorák Chamber Harmony kammersveitin leikur; Martin Turnovsky stjórnar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passfusálma (14) 22.25 Kvöldsagan: „Síðustu ár Thorvaldsens" Endurminningar einkaþjóns hans, Carls Frederiks Wilckens. Björn Th. Björnsson les þýð- ingu sfna (10). 22.45 Harmonikulög Káre Korneliussen og fé- lagar leika. 23.00 Á hljóðbergi Martin A. Ilansen les smá- sögu sfna: Soldaten og pigen. 23.25 Fréttir. Dágskrárlok. DATSUN 7,5 I pr. 100 '<m Bilaleigan Miöborg Car Rental Sendum 1-94-92 Vansköpuð börn fædd 1 eiturbæ Mílanó, 18. febr. Reuter. Tvö vansköpuð börn hafa fæðzt f bænum Seveso norður af Mílanó þar sem eitur lak úr efnaverk- smiðju f fyrra að sögn heilbrigðis- yfirvalda f dag. Vansköpunina er ekki beinlínis hægt að rekja til eiturmengunar- innar þar sem hún var ekki óvenjuleg, en tengsl þar á milli er ekki hægt að útiloka, sagði Vittorio Rivolta, yfirmaður heil- brigðismála á Langbarðalandi. Vísindamenn hafa óttazt að eiturmengunin geti valdið lifra- og fósturskemmdum og erfðagöll- um. Kona sem heimsótti ættingja í Seveso ól vanskapað barn í janúar en læknar segja að tugir eðlilegra barna hafi fæðzt á sama tíma. Sýning á palestínsk- um plakötum J alest .lunefndin á íslandi stendur fyrir sýningu á palestír um plakötum og ýms- um öðrum munum. Sýningin verður haldin í Gallerí Súm dag- ana 20. feb. — 6. marz 1977. Sam- kvæmt fréttatilkynningu Palestínunefndarinnar á islandi ætlar hún að beita sér fyrir fjár- söfnun til handa Rauða hálfmána Palestínu. Rauði hálfmáni Palestínu þjónar sama tilgangi og Rauði krossinn á Vesturlöndum. Aðgangur að sýningunni i Gallerí Súm er ókeypis. Allar myndirnar eru til sölu við vægu verði. Listmálarinn Toulouse- Lautrec — im memoriam SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld gafst sjónvarpsáhorfendum tæki- færi til að sjá mynd um lff og starf franska listamannsins Tou- louse-Lautrec í myndinni Rauða myllan eða „La Moulin Rouge“. Sagt var i gagnrýni um þá mynd að hún væri ein dýrustu mistök leikstjórans, John Huston — en hvað sem þvf liður er álit þess, sem þessar línur ritar að Tou- louse-Lautrec eigi allt annað skil- ið en að gerð séu mistök er ævi- ferli hans, sem var býsna við- burðaríkur, eru gerð skil. Þótt þegar sé búið að sýna myndina um hann, er aldrei of seint að skrifa um hann eins og aðra þá er skapað hafa sér sinn sess f sög- unni, sem mestu listamenn okkar og liðinna tíma. Henri Marie Raymond de Tou- louse-Lautrec Monfa var fæddur þann 24. nóvember 1864, i bænum Albi í Frakklandi. Nafn hans er yfirleitt tengt þeirri tíð, þegar París var borg borganna, þeirri tíð, sem Frakkar enn þann dag f dag hugsa til með söknuði og kalla fagra tfmabilið eða „la belle époque". Og núna tæpum átta áratugum eftir dauða hans, má víða sjá „plaköt" eða eftirprent- anir eftir hann sem skreyta íbúðir og vistaverur ungs fólks f Frakk- landi og víðar og eitt mesta lúxus hótelið í borginni Nizza í Suður- Frakklandi Necreso er svo að segja tileinkað þessum manni og hinu fagra tímabili, en þar ganga þjónustustúlkur um beina klædd- ar eins og dansmeyjarnar, sem Toulouse-Lautrec gerði ódauðleg- ar, Jane Avril og La Goulue. Jafn- vel komandi tízka næsta sumars er í anda þessa tíma, en einn fremsti tízkufrömuður Frakka í dag, Yves St. Laurent, kynnti á sfðustu sýningu sinni dansmeyj- arklæðnað þennan og var það að sögn eins og stúlkurnar væru stignar beint út úr teikningum Lautrec. Þannig að það liggur í augum uppi að Frakkar vilja ekki gleyma þessu tímabili og gera allt til að endurvekja það. Toulouse-Lautrec byrjaði snemma að teikna. Aðeins fimmtán ára gamall varð hann fyrir þeim örlögum, sem síðar meir áttu eftir að móta allt hans lff og list, en það var slys, sem gerði það að verkum að hann varð krypplingur og hætti að vaxa. Þegar hann kom til Parísar harð ákveðinn f þvf að skapa sér nafn sem listamaður vann hann i fyrstu með málara að nafni Réne Princeteau. Þá lærði hann hjá manni að nafni Fernand Cormon, þar sem hann komst í kynni við snillinginn og „impressionistann" Vincent van Gogh. Lautrec var um þetta leyti undir sterkum áhrifum af japönskum teikning- um, og málara eins og Degas og E1 Greco dáði hann, þótt stíll hans væri ólfkur þeirra. Árið 1886 sett- ist hann að í listamannahverfi Parísarborgar, Montmartre, þar sem hann stúderaði næturlífið og hóf sfnar „karakterísku“ teikn- ingar, sem áttu eftir að gera nafn hans ódauðlegt. Með nákvæmni og ótrúlegri næmni festi hann á blað skemmtiatriði, dans og jafn vel tónlistina á skemmtistöðum eins og „Moulih de la Galette" og „Moulin Rouge“, svo og á börum og við sirkusinn. Þar teiknaði hann andlit vina sinna og annarra listamanna og skemmtikrafta, svo sem frænda síns Tapié de Céleyran, söngvarans og ljóð- skáldsins Arstide Bruant, dans- meyjarnar La Goulue og Jane Avril, söngkvennanna Yvette Guilbert, May Belfort og May Milton að ógleymdum trúðum og fleirum. Lífsþorsti hans og forvitni leiddu hann þó oft í ógöngur, þar sem hann var heilsuveill, en lifði þrátt fyrir það hinu ljúfa lífi, eins og hver dagur væri sá síðasti. Þar sem eitthvað var um að vera, þar var Toulouse-Lautrec, hvort sem um var að ræða réttarhöld eða veðreíðar — en myndir hans af fólki á veðreiðum sýna ekki ein- göngu svipbrigði þess heldur og hreyfingar, sem verða þess vald- andi að teikningarnr eru Iifandi. öryggi hans og fimi var samfara góðri sjón og glöggu auga. Áhrif leikhússins lýsa upp teikningar hans á margan hátt, þar sem and- lit leikara eða skemmtikrafta eru upplýst í sviðsljósunum og skera sig glögglega út úr bakgrunnin- um. Táknrænt fyrir myndir hans er staðsetning einnar aðalpersónu á hverri mynd og ávallt fyrir miðju. Mannsandlitið átti hug hans allan. Miskunnarlausir upp- drættir hans af andlitum fólks sýndu meira en útlfnur þess, þeir sýndu sálræn geðbrigði og bak- grunn manneskjunnar. Um 1890 fór heilsu Toulouse- Lautrec mjög að hraka og átti alkóhólið sinn stóra þátt 1 því. Hann dó 1901 á ættarsetri fjöl- skyldu sinnar að Malróme i Gir- onde. Áhrifa Lautrec var um þetta leyti farið að gæta hjá ungum málurun, sem aðhylltust nútima myndlist, til dæmis I Barcelona þar sem Picasso var að hefja feril sinn, þegar Lautrec lá á banabeð- inum. > i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.