Morgunblaðið - 22.02.1977, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 22.02.1977, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1977 5 Atriði úr Hringekju Iffsins. Hringekjalífsins — Hin átta aldurs- skeið ævinnar Á DAGSKRÁ sjónvarpsins í kvöld klukkan 20.35 er fyrri hluti bandarískrar teiknimyndar, sem nefnist Ilringekja lffsins og er byggð á athugunum og kenning- um bandarísks sálfræðings að nafni Erik H. Erikson. Á myndin að lýsa þroskaferli mannsfns frá fæðingu til elli. Síðari hluti myndarinnar verður sýndur á morgun, miðvikudag klukkan 20.35. Að því er Heba Júlíusdóttir þýðandi myndarinnar sagði, er teiknimynd þessi bæði hin skemmtilegasta og fróðlegasta, ætluð börnum, unglingum og full- orðnum. Myndin lýsir hinum átta aldursskeiðum mannlífsins og er hringekju nafnið dregið þaðan. Einhver „fígúra" að því er Heba sagði kemur svo alltaf inn á milli og kynnir hvert aldursskeið fyrir sig. Hringekjan hefst með fæðingu barns, sem er fyrsta aldursskeið- ið. Næst er sagt frá því þegar barnið tekur fyrstu sporin, þá koma skólaárin, unglingsárin, fullorðinsráin og síðast ellin, sem mörgum gengur erfiðlega að sætta sig við. Þroskaferlinum er lýst á þann hátt hvernig andstæður togast á I manninum. Barni líður vel, þegar það finnur ást foreldra sinna, grætur þegar það er svangt eða syfjað. Unglingur reynir að átta sig á sinum eigin persónuleika o.s.frv. I kvöld sjáum við svo þroskafer- il fyrstu sex aldursskeiðanna, en I síðari hlutanum á morgun, sjáum við tvö siðustu aldursskeiðin, sem að áliti Eriks H. Erikson eru þau lengstu. BREZK-BANDARÍSKI framhaldsmyndaflokkurinn um Colditz er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld, klukkan 21.20 og nefnist þessi þáttur Velkominn til Colditz og segir hann frá söguhetju númer tvö og aðdraganda þess að hann lenti á þessum illræmda stað, en í þvi hlutverki er bandariski leikarinn Robert Wagner, sem við sjáum á meðfylgjandi mynd. Á hinni myndinni er svo Colditz fangelsið, í allri sinni dýrð.“ Yfirlýsing bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Eskifirði: ! „Bæjarfulltrúa ad ákveða hvernig f jármunum bæjar- sjóðs er varið” 1 TILEFNI af viðtali við bæjar- stjórann á Eskifirði f Dagblaðinu 14. febrúar sfðastliðinn vilja und- irritaðir bæjarfulltrúar taka fram eftirfarandi: 1. Jóhann Clausen telur að und- irskriftasöfnunin hafi verið á „misskilningi byggð“. 346 Esk- firðingar, sem allir höfðu náð 18 ára aldri, skoruðu á bæjarstjórn að beita sér fyrir þvi, að margum- rædd húseign yrði keypt til að koma þar á fót dvalarheimilisað- stöðu fyrir aldraða. Þetta mál hef- ur lengi verið á döfinni á Eski- firði og þvi mjög liklegt að allir þeir sem skrifuðu á listana hafi þekkt málið og ekki misskilið neitt í því sambandi. Verður það að teljast mikil kokhreysti bæjar- stjórans að halda sliku fram. 2. Bæjarstjóri heldur því fram að kaup á fasteigninni á Botna- braut hefði i för með sér stórum meiri kostnað, en gert hefði verið ráð fyrir í gildandi fjárhagsáætl- un og myndi valda röskun á fjár- hag bæjarsjóðs. Við síðari um- ræðu um fjárhagsáætlun fyrir Eskifjarðarbæ var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn engu breytingartillaga, sem felur í sér að húseignin verði keypt og eru húsakaupin því á gildandi fjár- hagsáætlun Eskifjarðar. Þá skal það tekið fram að húsakaupin munu ekki leiða til fjárútlána, umfram það sem áður hafði verið áætlað, þar sem lánafyrirgreiðsla mun brúa það bil. 3. Jóhann segir i viðtalinu að tveir framsóknarmenn og einn al- þýðuflokksmaður hafi greitt at- kvæði á moti tillögunni. Þetta er rangt, þessir bæjarfulltrúar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. 4. Jóhann bendir á að bæjar- sjóður standi í ýmsum fjárfrekum framkvæmdum og nefnir sem dæmi að bygging grunnskóla sé á byrjunarstigi og muni kosta bæj- arsjóð á annað hundrað milljónir króna. í þessu sambandi er rétt að fram komi að fjárveitingar til grunnskólans hafa í engu verið skertar og hefði bæjarstjóri i þessu sambandi getað nefnt hvaða lið úr fjárhagsáætluninni, sem vera skyldi. Mergurinn máls- ins er þó sá að það er bæjarfull- trúa að ræða fram úr því hvernig fjármunum bæjarsjóðs er varið og teljum við því háttalag bæjar- Stjóra og yfirlýsingar vegna þessa máls slíkt frumhlaup að það verði ekki þolað öllu lengur. Eskifirði, 17. febrúar 1977. Guðmundur A. Auðbjörnsson Georg Halldórsson Ekki bara eitt og annað! heldur allt sem skrifstofur, einstaklingar og stofnanir þurfa a aö halda Nú á einum staö. Hallarmula 2 %

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.