Morgunblaðið - 22.02.1977, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR 1977
Reynir tilbúinn. Síðan er hann lokað-
ur inni og ferðin getur hafizt.
urra sæta. Ef vel gengur er ráðgert
að festa kaup á einni Cessna 150 I
viðbót. Verkefni Flugtaks eru aðal-
lega flugkennslan, en mjög lltið er
um leiguflug
í loftið í
alvöru
Þegar hér var komið var nemandi
tilbúinn að fara I loftið og nú „I
alvörunni", með kennaranum, Ingva
Grétarssyni Haraldur Baldursson
heitir nemandinn og sagðist hann
vera kominn með 75 tfma og hefur
fengið svonefnt einkaflugpróf, en þá
má hann fljúga einsamall með far-
þega en þó án þess að taka greiðslu.
timar, skiptist að jofnu milli „links-
ins" og flugvélarinnar.
Að vera á
réttum stað
Reynir Ólafsson, sem var að fara I
„linkið", sagðist vera kominn
nokkuð áleiðis með atvinnuflug
prófið, hann átti aðeins blindflugið
eftir. Hann sagðist ekki vita ná-
kvæmlega hversu mikið námið hefði
kostað hann til þessa, þeir hefðu
keypt vél saman nokkrir flugnemar
og æft sig á henni. Hann er búinn að
taka yfir 200 tima en til að öðlast
atvinnupróf þarf 250 tíma lágmark.
Aðspurður um hvort hann væri
bjartsýnn á atvinnumöguleika sagði
ÞAÐ mun vera óhætt að segja að
flug hafi löngum heillað unga menn
— og í seinni tið konur einnig, þvi
hlutur þeirra i fluginu mun vera óð-
um vaxandi Á góðviðrisdögum i
Reykjavík má sjá tugi flugvéla hefja
sig til flugs frá Reykjavikurflugvelli
og fljúga sumar þeirra eitthvað út á
land, en aðrar sveima i hring og
lenda aftur, fara strax aftur á loft og
lenda enn — eru sem sagt að æfa
lendingar.
Einn góðviðrisdaginn i siðustu
viku fékk blm. að fylgjast með nem-
anda i flugtíma hjá flugskólanum
Flugtaki. Flugtak eiga nokkrir flug
menn sem stofnuðu það fyrir tæpu
ári og eru nú 4 kennarar starfandi
við flugskólann. Ulfar Henningsson
er einn þeirra og við hittum hann þar
sem hann var að búa sig undir að
taka flugnema í tíma í „linkinu" —
sérstöku tæki sem likist flugstjórnar
klefa. Ulfar starfar sem flugmaður
hjá Flugfélagi íslands og flýgur
Fokker flugvélum og hefur hann gert
það s.l. 3 ár. Hann kennir eingöngu á
„linkið" og hefur hann nú 3
nemendur en þeir eru 6—7 alls sem
eru í „linkinu". Þar eru teknir blind
flugstimar, það er ódýrara að taka þá
þar, en þó er ekki hægt að taka þá
eingöngu þar. Blindflugið, sem er 40
Reynir að það væri kannski ekki
hægt að vera bjartsýnn, en það feng-
ist án efa vinna ef menn héldu sig
nógu lengi við efnið, það sem gilti
væri að vera á réttum stað á réttum
tima sögðu þeir Úlfar og Reynir og
nú var kominn timi til að fara „f
loftið" innanhúss.
í „linkinu" er hægt að finna fyrir
alls kyns veðri og getur kennarinn
ráðið þvi, en áður en hann sendir
nemandann í loftið lætur hann vita
hver sé vindhraði og stefna á flug-
vellinum og síðan getur hann gert
ýmsar kúnstir, látið eitthvað koma
honum á óvart, því allt er þetta eins
og í flugvél, nemandinn hefur þá
tilfinningu að hann sé í loftinu.
Reynir á að fara ákveðna leið og
æfa nokkur aðflug að Reykjavfkur-
flugvelli eftir radar, síðan að Kefla-
víkurflugvelli og að lokum er ráðgert
að „fara" til Vestmannaeyja og
reyna nokkur aðflug þar. Á meðan
Reynir er að fara i loftið og búa sig
undir aðflugið upplýsir Úlfar blm. um
flugkost Flugtaks. Þeir eru núna
með 3 vélar, tvær af gerðinni Cessna
150, sem eru tveggja sæta vélar, og
eina Piper Cherookee en hún er fjög-
Úlfar Henningsson, flugkennari, t.h. og Reynir Ólafsson flugnemi eru hér að undirbúa „flug" Reynis f „linkinu".
Hann fær að vita hvað hann á að gera og í þetta sinn var það radarflug og að æfa aðflug á nokkrum flugvöllum.
Litið inn í flugskólann FLUGTAK:
Flugnámiö erheillandi
—en dýrtog ekki ríkis-
styrkt, segja flugnemar
Nokkrar stað-
reyndir um
áfengt öl
BLAÐINU hefur borizt eftirfar-
andi frá Áfengisvarnarráði:
l.Sala milliöls var leyfð í Svlþjóð
1965. Þeir sem fengu því til leiðar
komið héldu því fram að ölneysla
drægi úr neyslu sterkra drykkja.
Reynslan hefur orðið þveröfug.
Unglinga- og barnadrykkja hefur
aukist gífurlega og sænska þingið
hefur nú ákveðið að banna fram-
leiðslu og sölu milliöls frá 1. júlí
1977.
2. í Finnlandi var sala áfengs öls
leyfð 1968. Þá var áfengisneysla
finna minni en annarra norrænna
þjóða, að íslendingum undan-
skildum. Eftir að sala áfengs öls
hófst hefur keyrt um þverbak
hvað drykkju snertir þar í landi.
Nú drekka danir einir Norður-
landaþjóða meira áfengi en
finnar. Margir telja drykkjuvenj-
um finna svipa að ýmsu leyti til
drykkjusiða íslendinga.
3. Þegar sala áfengs öls hafði
verið ieyfð í rúm tvö ár I Finn-
landi hafði ofbeldisglæpum og
árásum fjölgað um 51% og hinum
alvarlegustu þeirra glæpa,
morðum, um 61,1%.
4. Danir eru mestir bjórdrykkju-
menn meðal norrænna þjóða. Þar
eykst og neysla sterkra drykkja
jafnt og þétt. Þeir drekka allt að
þrisvar sinnum meira en íslend-
ingar enda drykkjusjúklingar þar
hlutfallslega miklu fleiri. Þar er
öldrykkja ekki einungis vanda-
mál á fjölmörgum vinnustöðum
heldur einnig í skólum. Ofneysla
bjórs er algeng meðal barna þar i
landi og ofdrykkja skólabarna
stórfellt vandamál. Meðalaldur
við upphaf áfengisneyslu mun
u.þ.b. 4 árum lægri en hérlendis.
5. Vestur-Þjóðverjar ásamt tékk-
um neyta meira bjórs en aðrar
þjóðir Evrópu. Þar jókst heildar-
■M
. |
neysla áfengis á árunum
1950—1967 um 196% — Á sama
tíma jókst neyslan hérlendis um
70% og þótti flestum meira en
nóg.
6. Þýska blaðið Der Spiegel, sem
vart verður vænt um bindindis-
áróður, helgar nýlega drykkju-
sýki unglinga (Jugend
Alkoholismus) forsiðu og veru-
legan hluta eins tölublaðs.
7. Háskólarnir í Hamborg,
Frankfurt og Mainz rannsökuðu
fyrir nokkrum árum áfengis-
neyslu ökumanna og ölvun við
akstur í Þýskalandi. Rannsóknin
leiddi í ljós að aðalskaðvaldurinn
er bjórinn en um helming allra
óhappa á vegunum mátti rekja til
hans. Ef við bætast þau tilfelli,
þar sem bjór var drukkinn með
víni eða sterkari drykkjum,
hækkar hlutfallið i 75%.
8. 1 Belgíu er yfir 70% alls
áfengis, sem neytt er, sterkt öl.
Þar eru um það bil 95% allra
drykkjusjúklinga öldrykkju-
menn, þ.e. menn sem drekka ekki
aðra áfenga drykki en öl.
9. Öldrykkjumenn og unglingar
nota öl sem vimugjafa. Ef áhrif af
því eiga að verða jafnmikill og af
brennivini þarf helmingi meira
magn af hreinu áfengi. Fikniefna-
stofnun Ontoriofylkis bendir á að
af því leiði að vínandinn sé helm-
ingi lengur í likamanum og vinni
enn meiri tjón.
10 .Formaður samtaka æskulýQs-
heimilaforstjóra í Stokkhólmi
segir: „Öldrykkja er mesta og
alvarlegasta vandamál æskulýðs-
heimilanna. Auðveldara hefur
verið að fást við vandamál af
völdum ólöglegra fíkniefna.“
ll.ölgerðir eyða hundruðum
milljóna króna í áróður, beinan
og óbeinan. Oafvitandi gerast
ýmsir sakleysingjar áróðursmenn
þeirra afia sem hafa hag af þvi að
sem flestir verði háðir þvi fíkni-
efni sem lögleyft er á Vestur-
löndum, áfengi.
Því má bæta við að samtök
bruggara greiða hinum lakari
blöðum stórfé fyrir að birta stað-
leysur um áfengismál, oft undir
yfirskini vísindamennsku. Slæð-
ast slíkar ritsmiðar stundum í
blöð hérlendis.
Áfengisvarnaráð.
Kjarvalsstaðir 1 8 febr. 1977
Flytjandi: Manuela Wiesler,
flautuleikari
Efnisskrá: Marin Marais: „Les
Folies d'Espagne"
Henri Tomasi: Sonatine
Luciani Berio: Sequenza
Jean Francaix Suite.
MANUELA Wiesler flautuleikari
efndi til tónleika á Kjarvalsstöðum
sl. föstudagskvöld. Manuela hefur
getið sér mjög gott orð fyrir hljóð-
færaleik sinn á undanförnum ár-
um, og er þess skemmst að minn-
ast að hún hlaut norrænu tónlist-
arverðlaunin f fyrra. Komst hún
með því f raðir fremstu flautuleik-
ara á Norðurlöndum, og skipar
þann sess með sóma. Á föstudags-
kvöldið lék hún verk eftir fjögur
tónskáld — þrjú frönsk og eitt
ítalskt — og allt eru það nöfn,
sem sárasjaldan sjást á tónleika
skrám hér. Suma þeirra minnist
ég raunar ekki að hafa heyrt fyrr f
konsertsal. Þannig. var það um
franska tónskáldið Marin Marais
Tónllst
eftir EGIL
FRIÐLEIFSSON
MANUELA WIESLER
Flautu-
konsert
(1656—1728). Hann var nem-
andi Lullys á sfnum tfma og þótti
snjall bassafiðluleikari. Verk hans
er hér var flutt heitir „Les Folies
d'Espagne" stef með tilbrigðum,
er haganlega gerð tónsmfð, sem
ber vott um gott handbragð höf-
undar. Sonatine H. Tomasi (f.
1901) er skemmtilegt verk, ekki
síst Pastorale þátturinn, sem hef-
ur yfir sér allt að því mystiskt
yfirbragð. Tomasi er ekki aðeins
þekktur sem tónskáld, hann er
einnig virtur hljómsveitarstjóri og
stjórnaði lengi útvarpshljómsveit-
inni i Parfs. En áhugaverðasta
verkið fannst mér vera „Se-
quenza" eftir L. Berio (f. 1925).
Berio hefur lengi staðið f fremstu
röð ftalskra framúrstefnutón-
skálda og er „Sequenza" fyrir ein
leiksflautu gott dæmi um frum-
lega hugsun hans, en verkið er
fullt af óvæntum uppátækjum og
duttlungafullum tónhendingum
þar sem möguleikar flautunnar
eru nýttir til hins ýtrasta. Síðasta
verkið á efnisskránni var svíta eft-
ir frakkann J. Francaix (f. 1912).
Þættirnir eru skýrir og heillegir f
formi, og hljómuðu vel, ekki hvað
sfst lokaþátturinn Mars. Um leik
Manuelu þarf vart að fjölyrða.
Ágæt tækni, vandvirkni, öryggi og
snerpa einkenndi meðferð hennar
á vandasömum viðfangsefnum.
»11
11 L