Morgunblaðið - 22.02.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.02.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1977 29 Lausafjárskuldir bænda: Fjórðung vantar á viðmiðunarlaun Hluti launa greiddur löngu eftir á (Jr Undlrfellsrétt I Austur-Húnavatnssýslu. ATHYGLISVERÐAR um- ræður urðu sl. fimmtudag í sameinuðu þingi um til- lögu til þingsályktunar þess efnis, að ríkisstjórnin kannaði, hvort nauðsyn- legt væri að útvega veð- deild Búnaðarbanka ís- lands aukafjármagn á ár- inu 1977, þannig að kleift yrði að veita bændum, sem verst eru staddir, tækifæri til að breyta lausaskuldum í föst lán. Ennfremur frest á afborgunum lána við deildina. Afkoma bænda mjög mis- jöfn PÁLL Pétusson (F), framsögu- maður tillögunnar, sagði afkomu bænda mjög misjafna. Verulega hefði á skort á undanförnum ár- um, eða 20—30%, að bændur hefðu náð því kaupi, sem þeim væri ætlað i verðlagsgrundvelli. Þetta hefði ekki sízt bitnað á þeim bændum, sem verst væru settir, s.s. frumbýlingum, vegna mikils fjármagnskostnaðar, svo nokkur hiuti bændastéttar byggi við af- leita afkomu. Stofnlánadeild og veðdeild Búnaðarbanka hefðu hvergi nærri nógu rúman fjárhag til að sinna verkefnum sinum, svo að bændur hefðu neyðzt til að taka mjög óhagstæð og kostnaðar- söm lán. Svipað ástand hefði skapazt i landbúnaði á árunum 1962—1968 og hefði þá verið gripið til hlið- stæðra ráðstafana, sem hér væri lagt til, og einnig á árunum 1971—1973. Könnun á því, hvern veg þeim bændum hefði vegnað, sem aðstoðar nutu þá, hefði leitt i ljós, að búskapur langflestra hefði komizt á réttan kjöl. Páll sagði að mikill kurr væri i bænda- stétt um þessar mundir, m.a. af þessum sökum, og nauðsynlegt væri að mæta sanngjörnum ósk- um með hliðsjón af tímabundnum erfiðleikum. Páll taldi að Byggðarsjóður gæti hér komið inn i myndina, en hlutur bænda i fyrirgreiðslu hans hefði verið mjög naumur. Þannig hefði byggðasjóður lánað (um áramót 75—76 2374 m.kr. til sjáv- arútvegs 552 m.kr til iðnaðar en einungis 104 m.kr til landbúnað- ar. Þessar 104 m.kr. hefðu skipzt þannig: veiðifélög 12.3 m.kr. grænfóðurverksmiðjur 29.1 m.kr., reiðskólar og verktakar 2.0 m.kr. hænsnabú 5.5 m.kr., minkabú 38.8 m.kr., ræktunarsambönd og garðræktarfélög 6.3 m.kr. og til bænda við Inn-Djúp 9.6 m.kr. Rúmur fjórðungur þeirra, sem byggju utan Reykjavikur- Reykjaesssvæðis, væru bændur, og sýndist því hlutur þeirra í Halldór E. Pilmi SÍRUrdsson. Jónsson. fyrirgreiðslu byggðasjóðs vera heldur rýr. ÍJtflutningur landbúnaðarafurða Halldór E. Sigurðsson, landbún- aðarráðherra, sagði gjaldeyris- tekjur af útfluttum landbúnaðar- afurðum hafa numið 5500 m.kr. á sl. ári, enda hefði slíkar tekjur af ullar- og skinnavörum aukizt um 55% á því ári. Sé við það miðað af innflutningsverði vara, keyptra fyrir þennan gjaldeyri, sé helmingurinn álögur, er ganga til rikisins, „sem mun vera tölulega sannað, þá er afgangur sá, sem rikissjóður hefur af útflutnings- bótum, 1100-1300 m.kr.“ Engu að síður þarf að endurskoða með raunsæi útflutningsbætur og niðurgreiðslur á landbúnaðaraf- urðir. Hann tók undir rökstuðning Páls Péturssonar um nauðsyn að- gerða til að koma til móts við þá bændur, sem verst væru staddir. Ráðherra gat þess að nú væri að störfum stjórnskipuð nefnd til að athuga afkomu bænda, sem búa á óþurrkasvæðum, þ.e. á Vestfjörð- um, Vesturlandi og Suðurlandi. Sennilega yrði vanda af þessu tagi mætt að einhverjum hluta með fyrirgreiðslu Bjargráðasjóðs en fjármagnsathugun fari nú fram. Þriðjungur bænda illa á vegi staddur Pálmi Jónsson (S) taldi líklegt, að þriðjungur bænda byggi við góða afkomu, þriðjungur við bærilega, en þriðjungur við afleit kjör, eins og mál nú stæðu. Af þeim ástæðum væri framkomin Pill Pétursson. Steinþor Gestsson. þingsályktun nauðsynleg. Hins vegar þyrfti jafnframt að reyna að höggva að rótum þess vanda, sem við blasti, og gerði neyðarráð- stafanir nauðsynlegar. 1 því sambandi benti Páll á eftirtaldar orsakir vandans: 1) Hversu seint bændur fengju greitt fyrir afurðir sínar. t því efni þyrfti að auka afurða- og rekstrarlán til iandbúnaðar, þann veg að þeir gætu fengið 90% and- virðis afurða sinna greidd við af- hendingu. 1 verðbólguþjóðféiagi sé það bein tekjuskerðing að fá andvirðið greitt löngu eftir á eins og nú væri. Myndu aðrar stéttir þola það að fá máske ekki Vt af kaupi sínu greitt fyrr en löngu eftir á? 2) Útflutningsbætur hefðu ekki verið greiddar í árslok, sem einn- ig þýddi rýrnun á launum stéttar- innar. Þetta liti að visu betur út i ár en þessar bætur þyrftu að greiðast reglubundið árið um kring, sem nú væri ætlunin. 3) Fjármagnsliður verðgrundvall- ar væri vanreiknaður. Vextir hefðu hækkað í tímanna rás, verð- skuldbinding komið til, samhliða því að bæði stofn- og rekstrarfjár- þörf landbúnaðar hefði stórvaxið. Þessi gjaldaliður i búrekstri væri þvi mjög vanmetinn eins og mál- um væri nú komið. Pálmi sagði að bændur þyrftu sjálfir að hyggja að hagkvæmni í rekstri sinum og nýta leiðbeining- ar búvísinda. Einnig þyrfti að huga að uppbyggingu vinnslu- stöðva, hvort þar hafi i öllu verið rétt að málum staðið. Einnig þurfi að undirbyggja vel markaðsmál landbúnaðar, bæði heima og er-f lendis, en i því efni hafi komið fram gagnrýnisraddir, m.a. vegna rangtúlkunar á eðli útflutnings- bóta. Pálmi vék að stöðu lánadeildar og veðdeildar, sem væri mjög slæm. Þennan vanda væri nú ver- ið að athuga af stjórnskipaðri nefnd, sem myndi skila áliti áður en langt um líður. Ennfremur ræddi hann um lifeyrissjóð bænda. Hann færði og rök að gildi landbúnaðar fyrir þjóðarbúið og hverja þýðingu hann hefði fyrir atvinnutækifæri í þéttbýli ekki siður en i strjálbýli. Dráttur á greiðslu afurða eykur lánsfjár- kostnað Steinþór Gestsson (S) sagði rétt að staðið að kanna tjón, sem und- angengin óþurrkasumur hefðu valdió i tilteknum landshlutum. Hins vegar væri vafasamara að tengja það mál þeirri þingsálykt- unartillögu, sem hér væri til um- ræðu. Sá vandi, sem hér um ræddi, spannaði hluta bænda- stéttar um land allt, óháð óþurrkasvæðum. Hann vék að ummælum landbúnaðarráðherra þess efnis, að árin 1972, 1973 og 1974 hefðu verið sérlega hagstæð landbúnaði. Páll Pétursson hefði hins vegar bent á að þessi ár hefði þurft að gripa til sérstakrar fyrir- greiðslu um frest á afborgunum skulda. Þetta undirstrikaði betur en flest annað, hversu aðstaða bænda væri misjöfn og þyrfti að kanna ofan i kjölinn þá þætti, sem hér hefðu rikust áhrif. Steinþór sagði að orsaka væri m.a. að leita „heima í byggðunum sjálfum“. Hann færði og rök að því að rekstrarfjárskortur gæti eyðilagt búrekstur á skömmum tíma. Hver einasti bóndi ræki nú umsvifamikinn viðskiptabúskap og þyrfti þvi að hafa nægjanlegt rekstrarfé undir höndum, ef vel ætti að vera. Sú staðreynd, að bændur fengju greiðslu fyrir af- urðir sinar seint og um siðir, gerði óhjákvæmilegt, að þeir seildust eftir óhagstæðum lánum, ef önn- ur væri ekki að fá, til að halda rekstri sínum gangandi, og láns- fjárkostnaóurinn rýrði afkomu þeirra. Hvort tveggja þyrfti til að koma, að fylgja fram efni um- ræddrar þingsályktunar, og rann- saka til hlitar orsakir þess hvers vegna hluti bændastéttarinnar væri í þeim kröggum, sem nú væri staðreynd. Þingfréttir í stuttu máli: I>áttur skóla og f jöl- miðla í áfengisvörn 0 Þáttur skóla- kerfis og fjöl- miðla í þágu áfengisvarna Sigurlaug Bjarnadóttir o.fl. flytja tillögu til þingsályktunar um ofangreint efni. Þar segir: „Alþingi ályktar, að brýn þörf sé markvissra aðgerða í þágu áfenisvarna í landinu. Sérstak- lega beri að leggja rækt viö hvers konar fyrirbyggjandi fræðslu- og upplýsingastarf. I því skyni skorar Alþingi á ríkis- stjórnina að beita sér fyrir: 1) Að hraðað verði sem kostur er skipulagningu og undirbún- ingi Skólarannsókna ríkisins á áfengisfræðslu í öllum skólum landsins og endurskoðun á reglugerð um slika fræðslu. 5) Að fjölmiðlar, og þá einkum sjónvarpið, verði nýttir með skipulögðu hætti i þessu skyni. Þannig verðu reglulega teknir upp í dagskrá sjónvarpsins fræðslu- og skemmtiþættir í samráði við áfengisvarnarráð og aðra þá aðila, sem vinna að bindindisstarfi og áfengisvörn- um.“ £ Lagask.vlda skólakerfis Framkvæmd ábótavant í framsögu vakti Siguriaug athygli á ákvæðum 21. greinar gildandi áfengislaga, þar sem skólum eru lagðar skýlausar skyldur á herðar um fræðslu um þetta efni, þ.ám. heil- brigðisþátt, félagslegan þátt og fjárhagslegan þátt þessa vanda- máls. það, sem á skorti væri eðlileg framkvæmd gildandi lagaákvæða, sem væri i megn- asta ólagi. Sterkastur væri þó e.t.v. áhrifamáttur sjónvarps til breytingar almenningsálits — f þágu fyrirbyggjandi aðgerða. Aðrir fjölmiðlar þyrftu og að leggjast á árina, m.a. á þeim vettvangi, sem nú væri helgað- ur íþróttum og heilbrigðri tóm- stundaiðju. — Fjöldi þing- manna tók til máls i þessari umræðu og studdu allir tillög- una. Hinsvegar vóru skiptar skoðanir um, hvort leyfa skyldi sölu áfengs öls sem hugsanlegt mótvægi gegn sterkum drykkjum, sem sumir þing- menn töldu aðeins viðbót við fyrirliggjandi vanda. % Lífeyris- sjóður bænda Frumvarp til breyting á lög- um um lifeyrissjóð bænda, sem komið er til 3ju umræðu í efri deild Alþingis, er staðfesting á bráðabirgðalögum, þess efnis, að greiða megi hliðstæða upp- bót á lifeyri áranna 1976 og 1977 og aðrir lifeyrisþegar hafa fengið. Heildarlífeyrisgreiðslur á ár- inu 1976 urðu 209.2 m.kr. i stað 83.7 m.kr. árið 1975. Greiðslu- byrði sjóðsins hefur því aukizt verulega, en litlar tekjur komið á móti. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir nokkurri tekju- aukningu hans. Þá er og það nýmæli að greiða sjóðfélaga barnalífeyri, ef maki fellur frá. Það styðst þeim rökum, að hjón vinna yfirleitt saman að bú- rekstrinum og giftur sjóðfélagi greiðir hærra gjald til sjóðsins. Þá er heimiluð nokkur hækkun á lífeyrisgreiðslum til aldraðra öryrkja. • Brúyfir Eyjafjarðará Halldór E. Sigurðsson, sam- gönguráðherra, svaraði nýverið fyrirspurn á Alþingi um kostn- að við brúargerð yfir Eyjafjarð- ará nálægt Laugalandi. Kom fram í svari hans að slík brúar- gerð myndi kosta um 150 m.kr. Hins vegar hefði ekki fengist fjárveiting til að vinna slika kostnaðaráætlun nýverið, en hér væri stuðst við eldri áætl- un, færða til nútímaverðlags. Ráðherra sagði að fyrirhugað væri að fara með aðfærsluæð Hitaveitu Akureyrar frá Lauga- landi austan ár og yfir Eyja- fjarðará móts við Ytra-Gil. Sú framkvæmd hefði því ekki áhrif á hagkvæmni þessarar brúar. 0 Húseiningar — Tunnuverksmiðja Þrír þingmenn Norðurlands- kjördæmis vestra, Pálmi Jóns- son, Páll Pétursson og Eyjólfur Konráð Jónsson flytja frum- varp til heimildar á sölu hús- eingar Tunnuversmiðja ríkis- ins, Siglufirði, til Húseininga hf„ sem undanfarið hafa nýtt það húsnæði í sambandi við verksmiðjuframleidd hús (í einingum), er seld hafa verið vitt um land. Jón Skaftason lagði til að leitað yrði umsagnar Síldarútvegsnefndar um frum- varpið, en þetta hús var á sin- um tíma sérbyggt til tunnu- framleiðslu, sem ekki hefur farið fram i landinu meðan sild- arstofninn var í lágmarki og sildarsöltun nær engin. % Hefðbundin hlunn- indi farmanna — frosið inn- flutt kjöt Pétur Sigurðsson (S) bar fram fyrirspurn, þess efnis, hvers vegna hefði verið tekið fyrir hefðbundin réttindi far- manna um að taka með sér tak- markað magn innflutts frosins kjöts til heimilisnota, þó slíkur innflutningur viðgangist bæði til sendiráða og varnarliðs. Fjármálaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, vitnaði til inn- flutningsbanns i lögum nr. 11/1928 um varnir gegn gin- og klaufaveiki og alidýrasjúkdóm- um. íþeim lögum komi fram að bannaður sé innflutningur á heyi, hálmi, alidýraáburði, hrá- um og lítt söltuðum sláturaf- urðum hverju nafni sem nefn- ast...“ ofl. Þessu banni sé rtú skilyrðislaust framfylgt á þvi svæði sem fjármálaráðuneytið fer með yfirstjórn og fram- kvæmd tollalöggjafar á. Ráðu- neytið hafi og farið þess á leit við utanríkisráðuneytið áð slik vara komi ekki með stjórnar- pósti erlendra rikja (til sendi- ráða). Þessar hömlur nái hins- vegar enn ekki til innflutnings til varnarliðsins, og sé i því efni Framhald á bls 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.