Morgunblaðið - 22.02.1977, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.02.1977, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1977 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Efnis og áhaldavörður Óskum að ráða efnis og áhaldavörð. Vélsmiðja Hafnarfjarðar. Fiskvinnslustöðina í Grindavík vantar Karlmenn helzt vana til starfa. Upplýsingar í síma 92 — 8305, og 8140. r Abyggilegur maður óskast til útkeyrslu og vinnu á vörulager. Sími 1 3863. Skartgripaverzlun Óskum eftir afgreiðslustúlku allan dag- inn. Góð og snyrtileg framkoma. Tungu- mála- og vélritunar kunnátta æskileg Tilboð sendist Mbl. fyrir þriðjudagskvöld merkt: Gull — 1 740. Sölumaður óskast Við viljum ráða frambærilegan einstakling með frumkvæði og jákvæð viðhorf til starfa hjá fyrirtæki voru. Starfið er fólgið í: 1. Afgreiðslu viðskiptavina, er koma á skrifstofu vora. 2. Að hafa samband við viðskiptavini. 3. Að gera könnun hjá hverjum og ein- um viðskiptavini á þörf hans fyrir þá þjónustu, er við bjóðum. Þjálfun fer fram í formi: 1. Námskeiðasóknar. 2. Leiðsögn á lausnum raunverulegra verkefna. Laun: Góð laun eru í boði fyrir réttan einstakling. Umsóknareyðublöð liggja frammi að Suðurlandsbraut 4, 7. hæð, Reykjavík. Sjóvátryggingafélag íslands hf. Ljósmóðir óskast að sjúkrahúsinu á Blönduósi nú þegar eða síðar. Nánari upplýsingar gefur yfirlæknir eða forstöðukona í síma 95-4206 eða 4207. Skipstjóri og háseti óskast á 30 tonna bát sem er tilbúinn á þorskanet. Upplýsingar í síma 93 — 1 1 90 kl. 7 — 9 á kvöldin. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða skrifstofumann til vélritunar og almennra skrifstofustarfa á skrifstofu vora. Æskilegt að viðkomandi hafi gott vald á ensku. Upplýsingar veittar á skrifstofu vorri í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Skipaútgerð ríkisins Frá lögreglunni í Reykjavík: Lýst er eftir tjónvöldum og vitnum að ákeyrslum LÖGREGLAN t Reykjavík, slysa- rannsóknadeild, hefur beðið Morgunblaðið að lýsa eftir tjón- völdum og vilnum að eftirtöldum ákeyrslum, sem áttu sér stað I höfuðborginni I janúarmánuði s.l. Tjónvaldar fóru af vettvngi og hafa ekki fundizt. Laugard. 1. jan. Ekið á bifreiðina R-51746 — Fíat- fólksbifr. árg. ’75, blá að lit. Bif- reiðin stóð við Mosgerði 24 á tíma- bilinu frá kl. 12.00 á gamlársdag til kl. 09.00 á nýársdagsmorgun. Skemmdir: Vinstra framaurbretti dældað og stefnuljósker brotið. Sunnud. 2. jan. Ekið á bifreiðina R-49579 — Opel Station árg. ’65, ljósblá að lit. Bifreiðin stóð við Heiðargerði 23. Hægri hurð skemmd. Föstud. 7. jan. Ekið á bifreiðina R-619 — Saab 96 fólksb. árg. '74, appelsínugul. Bifreiðin stóð við aðkeyrslu að aðalinngangi Landakotsspítala á timabilinu kl. 08.00 daginn áður til kl. 10.00 þennan dag. Skemmd- ir: Vinstra afturaurbretti dældað og rispað og stálgrár litur í sári. Fimmtud. 11. jan. Ekið á bifreiðina R-16211 — Austin Mini fólksb. árg. ’74, dökk- græn að lit. Bifreiðin stóð við Hagkaup um kl. 09.00. Skemmdir: Hægra framhorn og grill skemmt og ljósker brotið. Laugard. 15. jan. Ekið á bifreiðina R-7710 — Chevrólet sendiferðab. árg. 1976, kremgul að lit. Bifreiðin stóð á Túngötu rétt vestan Hofsvalla- götu. Hægri hlið bifreiðarinnar var öll rispuð í um 160 sm hæð, hliðarspegill brotinn. Greinilegt var á ákomu, að tjónvaldur hefur ekið mót einstefnu og er senni- lega sendiferða eða vörubifreið. Sunnud. 16. jan. Ekið á bifreiðina 11-1643, Cortina fóiksbifr. árg. ’71, dökk- græn að-lit. Bifreiðin stóð við stöðumæli á móts við hús nr. 100 A á Hverfisgötu. Talið að tjón- valdur sé brúnn og hvítur jeppi. Skemmdir: Vinstra framaur- bretti, framhöggvari og vinstra stefnuljósker dældað og skemmt. Sunnud. 23. jan. Ekið á bifreiðina R-18401 Volkswagen fólksb. árg. '73, ljós- blá að lit, þar sem hún stóð á bifreiðastæði við Tónabfó kl. 16.50—19.05. Skemmdir: Vinstra afturaurbretti og höggvari. Grá- blár litur í sári. Sunnud. 23. jan. Ekið á bifreiðina R-28008, Chevroleg Nova árg. ’75, brún að lit, þar sem hún stóð á bifreiða- stæði á móts við Kleppsveg 134, kl. 12.00—15.00. Skemmdir: Hægra framaurbretti dældað. Þriðjud. 25. jan. Ekið á bifreiðina R-39374, Aust- in Mini árg. '74, gulbrún að lit, þar sem hún stóð við Austurbrún 27. Bifreiðin stóð þarna frá því kvöldið áður kl. 21.00 til kl. 06.40 um morguninn. Skemmdir: Vinstra afturaurbretti, vinstri hlið og hurð, afturhöggvari, far- angursgeymslulok og vinstra aft- urljós. Dökkgrænn litur i ákomu- — Korchnoi Framhald af bls. 1. Stórmeistarinn, sem kom til Milano í dag á leið sinni á keppnisstað, sem er í grennd við Lucca I Toskaniu, sagði að einvigi þeirra Petrosjans gæti orðið „ógeðfellt" því-fyrrverandi skák- félagar hans litu á hann sem svikara síðan hann ákvað að leita hælis i Hollandi. Hélt Korchnoi því fram, að það væri keppikefli sovézkra yfirvalda, ekki aðeins sovézka skáksambandsins, að koma honum úr keppni sem fyrst. „í þeim tilgangi er Petrosjan sendur til leiks með lið manna með sér, þar á meðal þrjá beztu þjálfarana. Ég verð hins vegar að reiða mig á mig sjálfan. Þetta verður erfitt, en ég er viss um að vinna,“ sagði Korchnoi. Einvigi Korchnoi og Petrosjans er haldið í II Ciocco, nálægt Lucca, og er það eitt af fjórum undanúrslitaeinvígjum sem byrja í lok febrúar þar sem teflt er um réttinn til að skora á heims- meistarann Anatoly Karpov. Bobby Fisher, vinur Korchnois, afsalaði sér réttinum ti! þátttöku í undanúrslitunum, en stuðningur Korchnois við Fischer olli honum fyrstu erfiðleikunum heima fyrir. stað. Tjónvaldur sennilega af Ford-gerð og eldri en 1970 árg. Fimmtud. 27. jan. Ekið á bifreiðina G-6868 Skoda fólksbifr. árg. ’76, gul að lit, talið að það hafi gerst þar sem hún stóð á bifreiðastæði við Landakot þann 19. jan. eða áður. Skemmd- ir: Vinstra afturaurbretti dældað. Laugard. 29. jan. Ekið á bifreiðina R-51061 Volks- wagen 1302 fólksb. árg. ’71, Ijós- blá að lit, þar sem hún stóð á Hverfisgötu við hús nr. 58. Skemmdir: Vinstra afturaur- bretti dældað og afturljósker brotið. Laugard. 29. jan. Ekið á bifreiðina R-1355 Datsun fólksbifr. árg. '72, rauð að lit, við Ásgarð 75. Skemmdir: Hægra aft- ur-aurbretti dældað. Talið að tjón- valdur sé af Bronco-gerð. Mánud. 31. jan. Ekið á bifreiðina R-1626, Toyota fólksbifr. , rauð að lit, þar sem hún stóð á bifreiða- stæði við Landspítalann á tímabil- inu kl. 19.35—20.15. Skemmdir: Rispa og dæld á hægri hlið bif- reiðarinnar, aftan við miðju. — Flugnámið Framhald af bls. 15 austurs og lendir á brautinni sem liggur i austur vestur Þetta fer allt eftir röð og ef umferð er mikil mynd- ast biðröð. Haraldur æfði þannig nokkrar lendingar og hann reyndi einnig á annarri braut, þar sem hliðarvindur var öllu meiri, brautinni sem liggur norður suður Hann lækkaði flugið yfir Kópavoginum og Kársnesinu og þegar hann kom inn yfir brautina var vélin nokkuð mikið á ská, miðað við brautina, en þetta tókst allt vel og Haraldur lenti vélinni örugglega. Hann fór nokkrar ferðir til viðbótaH loftið og gafst gott tækifæri til að virða fyrir sér bæjarlífið á laugar dagsmorgni á meðan flogið var hring eftir hring yfir miðbænum. Ekki virt- ist umferðin mikil, en jókst þó ef til vill þegar klukkan fór að halla I tólf. Eftir að búið var að lenda nógu oft að þeirra mati var ekið að flugskýl- inu og við fórum inn I aðsetur Flug taks aftur, en það er I gamla flug turninum. Þar fékk Haraldur stað- festingu á því að honum væri trúað fyrir Piper Cherookee-vélinni og þegar við komum inn var Reynir að Ijúka sínum tima i „linkinu" og hann fór yfir árangur tímans með kennar- anum. Fleiri nemendur voru komnir og tilbúnir að fara i loftið svo það virtist ætla að verða lítið hlé á flug- ferðunum þennan dag hjá nemendum Flugtaks. — Jóin Framhald af bls. 10 gamla íslending sem áratugum saman var einn þeirra sem setti svip sinn á bæinn í Þórshöfn. Meðfylgjandi mynd af Jóin er tekin úr Þórshafnarblaðinu Dimming, ásamt texta, er það birti frásögnina af láti gamla mannsins á annarri aðalfrétta- síðu sinni. Sv.Þ. — Minning Ólafur Framhald af bls. 35 gæslustörf, lengst af í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, af því er mér er tjáð. Þau Jenný Guðrún Guðjóns- dóttir og Ólafur gengu í hjóna- band árið 1934. Má geta þess, að vígslu þáðu þau af vini þeirra séra Þorsteini Briem þávérandi kirkjumálaráðherra. Eina dóttur einguðust þau hjón, sem ber fyrra nafn móður sinnar. Er hún gift Ragnari Zophoniassyni sjómanni. Eiga þau þrjú börn. Þau urðu Ólafi sifelld ánægjuuppspretta, og ekki síður langafabarnið, enda naut hann þeirrar náðargáfu að halda ljúflyndi sínu allt til ævi- loka. Hjá dóttur sinni og tengda- syni áttu þau Jenný og Ólafur heimilisathvarf nokkur siðari árin, á Tunguvegi 8. Jenný hefur löngum haft veila heilsu og hefur borið meðal annars erfiðar menjar svokallaðr- ar mænuveiki um margra ára skeið og raunar allt til þessa dags. Oft varð ég þess var, sem ég einnig vissi af afspurn, hvernig öðlingsmaðurinn Ölafur lét sér annt um konu sina i vanheilsu hennar. Síðasta ósk hans, sú að fá leg i garði Melstaðar-kirkju í Húnavatnssýslu, er kanski aug- ljósasti votturinn um djúpan sam- hug þeirra hjóna, því að þannig fannst honum sjálfsagt að styðja þá ósk konu sinnar að hún fengi að hvíla í Melstaðargarði, en þar á næsta bæ, Barði, bjuggu fóstur- foreldrar hennar meðan hún sleit minnstu barnsskónum. Þegar ég var að aðstoða þau við að koma þessu i kring, fann ég, að Jenný mat mikils þetta vináttubragð Ólafs, enda sagði hún það í sam- ræmi við annað i sinn garð um ævina frá hans hendi. Undanfarin nokkur ár bjuggu hjónin á Elliheimilinu Grund. Kom ég þangað nokkrum sinnum til þeirra^en of sjaldan. Gott var að finna þar andrúmsloft Guðs- trúar og góðrar heimvonar hjá þeim báðum, hvort sem kallið kynni að koma fyi r eða siðar. Helgi Tryggvason — Nokkur atriði. . . Framhald af bls. 35 sen iðnaðarráðherra mun láta reyna á það í flokki sínum og innan rikisstjornarinnar, hver af- staða verður til hins stóra málefn- is, er hann hefur tekið undir fyrstur stjórnmálaforingja, en verið hefur til umræðu og birzt um fjölmargar blaðagreinar, sem skoðanir hins almenna manns i landinu. Nú ætti forsætisráðherra að verða var við hinn þunga nið þjóð- arinnar, að nú verði brotið blað í samskiptum íslands við Bandarik- in, þar sem báðar þjóðirnar vinni að þvi að styrkja stöðu íslendinga í sambýlismálunum, með þeim hætti, sem á er minnst hér að framan. Þeir, sem vinna gegn þvi eða reyna að tefja málið í skjóli valdaaðstöðu, vinna gegn íslandi og Islensku þjóðinni í nútíð og framtið. Seyðisfirði i febrúar. Einar Ö. Björnsson — Þáttur skóla ... Framhald af bls. 29 stuðst við lagagildi varnar- samningsins. Hins vegar hafi ráðuneyti sitt vakið athygli ut- anríkisráðuneytisins, sem fer með framkvæmd tollgæzlu á Keflavikurflugvelli, á ákvæð- um laga um varhir gegn gin- og klaufaveiki o.fl. alidýrasjúk- dómum. Yfirdýralæknir hefur og fylgst með þvi að matvæla- innflutningur þar sé ekki frá löndum, sem slik veiki hefur komið upp. Pétur Sigurðsson (S) taldi nútima frystitækni og loftheld- ar umbúðir útiloka nær alfarið, að umrætt smit gæti borizt með frosnum matvælum og myndi því aðrar ástæður liggja til grundvallar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.