Morgunblaðið - 22.02.1977, Page 42

Morgunblaðið - 22.02.1977, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1977 Brutust inn og aflífuðu 4 kalkúna UM HELGINA var brotizt inn hjá Skúla Pálssyni á Laxalóni. Hann hefur í eldi nokkra kalk- úna, og þjófurinn eða þjófarn- ir börðu fjóra þeirra til dauða. Ekki hafa þjófarnir verið að leita að sunnudagssteik, því þeir höfðu kalkúnana ekki á brott með sér. Málið er í rann- sókn. — Stefnir í metvertíð Framhald af bls. 44 VE 590. Hamravík KE 170. Þórkatla II (iK 240. Börkur NK 950, Bára KE 200, Magnús NK 260, Helga RE 270, Örn KE 560, Vörður ÞH 230, Húnaröst ÁR 260, Guðmundur RE 800. Keflvíkingur KE 240, Sæbjörg VE 300. Grindvfkingur GK 580 Vfkurberg GK 280. Bergur VE 190, Ámi IVfagnússon ÁR 160, Helga Guðmundsdóttir BA 460, Jón Finnsson GK 560, Rauðsey AK 510, Snæfugl SU 215, Áisey VE 160, Svanur RE 310, Guðmundur Jónsson og GK 600. Á sunnudaginn tilkynntu eftir- taldir 28 bátar um loðnuafla, sam- tals 7,920 lestir: Geir Goði KF 160 lestir, Stapavfk SI 540, Helga II RE 300, Reykjanes GK 180, Árni Magnússon ÁR 200, Huginn VE 550, Þórður Jónsasson EA 380, Steinunn SF 35, Sandafell GK 170, Ársæll KE 210. Snæfugl SU 50, Arnar ÁR 170, Sóley ÁR 200, Ársæll Sigurðs- son GK 220, Hákon ÞH 320, Gfsli Árni RE 500, Súlan EA 540, Öslar Halldórsson RE200, ólafur Magnússon EA 25, Eldborg GK 530, Vonin KE 150, Sígurbjörg ÓF 250, Bylgja VE 100, tsleifur VE 430, Náttfari ÞH 340, Bjarn- arey VE 110, Árni Sigurður AK 400 og Pótur Jónsson RE 660. Á laugardaginn tilkynntu eftir-* taldir 32 bátar afla, samtals 11,720 lestir: Ásberg RE 380. Bergur VE 190, Gullberg VE 580, Bjarnarey VE 140, Guðmundur RE 800, Rauðsey AK 500, Kári Sölmundarson RE 220, Örn KE 530, Hilmir SU 500, Sæbjörg VE 300, Skarðsvfk SH 420, Keflvíkingur KE 230, Andvari VE 200, Helga Guðmundsdóttir BA 460, Skógey SF 240, Arnarnes GK 220, Magnús NK 260, FIosi !.» 250, Jón Finnsson GK 570. Gindvfkingur GK 580, VfkurbergGK 260, Hilmir KE 230, Loftur Baldvinsson EA 770, Albert GK 570, Hrafn GK 400, Helga RE 270, Dagfari ÞH 270, Svanur RE 300, Guðmundur Jónsson GK 630, Hrafn Svein- bjarnarson GK 200, Suðurey VE 150, og Ársæll VE 100. — Endursendir bréf frá r Islandi Framhald af bls. 44 legu ár“. Flest verk Kunze hafa komið út í Vestur-Þýzkalandi, m.a. bókin sem áður er getið, en hún kom út hjá Fischer-Verlag í Frankfurt. Að minnsta kosti eitt Ijóða nans hefur komið út í Austur-Þýzkalandi, því að þótt ljóð hans séu gagnrýnin á ástandið í heimalandi hans tjáir hann sig sjaldr.ast mjög opin- skátt og talar gjarnan undir rós. Reiner Kunze hefur oft átt í útistöðum við stjórnvöld, sem m.a. hefur komið í veg fyrir að hann fengi að sækja erlend rit- höfundamót. Á síðustu árum hefur hróður hans sem skálds farið vaxandi á Vesturlöndum og hann hefur fengið ýmsar viðurkenningar, m.a. í Svíþjóð og í Vestur-Þýzkalandi. Verk Reiners Kunze hafa ver- ið þýdd á fjölda tungumála og m.a. hefur hið þekkta enska listatímarit, London Magazine, birt úr bókum hans. 1 síðasta tölublaði t.d., sem nýkomið er út, eru birtir fjölmargir kaflar úr „Hin dásamlegu ár“. Jóhann Hjálma/sson sagði i viðtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði þýtt talsvert af ljóðum eftir Kunze. Nú fyrir jólin kom t.d. út bókin „Þrep á sjóndeildarhring", þýðinga- safn, m.a. með ljóðum eftir Kunze. í bréfinu, sem ekki fékk náð fyrir ritskoðun austur- þýzku stjórnarinnar, var kveðja til Kunze ásamt grein, sem Jóhann skrifaði i MorgunbJaðið um Kunze og Wolf Bíermann. Tilefni greinarinnar var. að pS hafði Kunze verið vikið ú£.riU höfundasamtökunum *'■’ »g Biermann meinað ao snúa aftur til Austur-Þýzkalands úr hljóm- leika- og upplestrarför. Einnig var úrklippa með ljóði eftir Jóhann Hjálmarsson, sem hann orti til Kunze og birtist i Morgunbalðinu. Ljóðið heitir „nýtt bréf til Reiners Kunze". en áður hafði Jóharn birt I „Dagbók borgaralegs skálds" ljóð sem nefndist „Bref til Reiners Kunze“. í nýja ljóðinu er fjallað um brottvikninu Kunze úr rithöfundasamtök- unum og þá einangrun, sem hann hlýtur að búa við eftir aðgerðir stjórnarinnar gegn honum. Þess má geta að Reiner Kunze er pósturinn einkar hug- leikinn I ljóðum sínum, en hann hefur verið honum einkar mikilvægur I þvl að ná sam- bandi við umheiminn. í „Nýju bréfi til Reiners Kunze" kemur Jóhann einmitt inn á þetta, en upphaf ljóðsins er svohljóð- andi: Þ<*tta bréf berst þér varla. En ég sé þig sitja t herbergi þínu í Greiz, blaóið autt f ritvélinni, og myndirnar á veggnum af skáldbræðrum þfnum og vin itíi horfa á þig Þú varar á einum stað Tékkann Jan Skácel við þvf, (hann sem orti Ijóðið um villigæsirnar), að senda stór póstkort og skrifa of mikið á þau. Þú segir: Ég veit. Pósturínn sem þú yrkir svo oft um kemur að húsinu við Franz-Feustel götu Við skulum vona að það sé hann, en ekki þeir sem Biermann söng um f Vænstu ekki betri tfma. Þú yrkir á öðrum stað um dauðann: Einn morguninn hringir hann dyrabjöll- unni f gervi póstsins. Og þú segir við hann: Bfddu þangað til pósturinn hefur komið. — Búnaðarþing sett í dag Framhald af bls. 2 ins. Meðal mála, sem koma frá stjórn Búnaðarfélagsins fyrir þingið, er tillaga um aukna kartöfluframleiðslu I landinu og breytta tilhögun á útfiutningi landbúnaðarvara. Eftir hádegi I dag verður kosið I fastanefndir þingsins og búnaðar- málastjóri, Halldór Pálsson, greinir frá framgangi mála frá síðasta Búnaðarþingi. — Húsfriðunar- nefnd Framhald af bls. 2 á bekkjaskipaninni I kirkjunni sagði Hörður, að nefndin hefði' velt þessu vandamáli méð bekk- ina mikið fyrir sér. „Við höfum auðvitað ekkert á móti þvl að vel fari um fólk I kirkjunni," sagði Hörður, „en það, sem réð úrslit- um um að við gátum ekki fallizt á þesa breytingu, er, að kirkjunni er deilt I svokölluð stafgólf og það eru stórar og miklar stoðir er bera uppi þakið og svalirnar, og milli þeirra eru aftur millisúlur. Arki- tektinn hefur bundið bak nokkurra bekkja við þessar súlur og haft svo tvo bekki á milli. Hefði verið farið út I það að grisja bekkina, þá hefði þetta samræmi horfið, og við töldum einfaldelga að það væri þyngra á metunum að vernda þarna verk arkitektsins og þá hefð sem það hefur fengið heldur en að auðvelda kirkjugest- um að komast inn I bekkina. Fólk hefur þolað þetta I 180 ár og með tílhlýðilegri tillitssemi við þetta gamla hús töldum við að þetta ætti að geta gengið svona áfram.,, Varðandi skrúðhúsið sagði Hörður, að það hafi verið Ijóst að prestarnir þyrftu að fá betri að- stöðu til að taka á móti fólki og til að koma til móts við þá hefði einn nefndarmanna komið með tillögu til úrbóta, sem um leið hefði I för með sér lítið sem ekkert rask á skrúðhúsinu. Skrúðhúsið skiptist eíginlega I fjórar deildir. Fremst væri forstofa en síðan væri til beggja handa lítið herbergi. Væri annað notað sem salerni en hitt hefði verið notað sem símaklefi. Hurð væri á salerninu með þvl móti sem á kirkjunni væri og til- laga nefnarinnar hefði verið sú að heimila að setja nákvæmlega eins dyr á slmaklefann og breyta hon- um I biðstofu en síðan gætu prest- arnir haft innra skrúðhúsið fyrir sig sem skrifstofu. Þórir Stephenssen tjáði Morgunblað- inu, að með þessu móti teldu þeir prestarnir að fengin væri viðun- andi aðstaða fyrir þá til að taka á móti fólki sem til þeirra leitaði. Þótt kirkjugestir i Dómkirkj- unni verði eftir sem áður að láta sér þrengslin á kirkjubekkjunum lynda, geta þeir þó huggað sig við að Húsafriðunarnefnd hefur komið til móts við tillögur um að setja sessur á bekkina. Eins og áður segir verður kirkjan einnig öll máluð og vandað til þess verks svo sem kostur er, og ný teppi verða lögð. Siðast en ekki sízt hefur verið ráðizt I að gera við altaristöfluna I kirkjunni, og ann- ast Frank Ponsi, listfræðingur, það verk. Að sögn Þóris var taflan farin að láta mjög á sjá og lá jafnvel undir skemmdum, en Ponsi mun nú setja hana á nýjan striga og lagfæra að öðru leyti. — Kínverjar Framhald af bls. 1. sem berðust fyrir mannréttind- um, og venjulegt fólk, sem væri á móti „yfirgangs- og útþenslu- stefnu Sovétríkjanna“. Sagði fréttastofan, að vistmenn yrðu daglega fyrir barsmlðum og grimmdarlegri niðurlægingu og læknisaðstoðin væri I raun pynding. Ein læknisaðferðin væri að binda blaut klæði yfir sjúklinginn, sem svo þrengja að öndunarfærum hans um leið og þau þorna, sagði Nýja-Kina. - Merkjasala Rauða krossins Framhald af jls. 2 merkjanna og að fólk taki þeim vel. í fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borizt frá Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands segir að fjár- munir, sem deildin safnar renni m.a. til kaupa á sjúkrabílum. Á þessu og sl. ári hafa verið keyptir 3 sjúkrabílar, þar af einn dýr torfærublll, sem hentar við erfiðar aðstæður svo sem I vondri færð. i tilefni af 10 ára afmæli kvennadeildar Reykjavikur- deildarinnar á sl. ári gaf deildin 1 millj. kr. til sjúkrabílakaupa. Af annarri starfsemi Reykja- víkurdeildarinnar má nefna kennslu I skyndihjalp, sumar- dvalir R.víkur á sumardvala- heimili deildarinnar sl. sumar að Silungapolli við R.vík — heim- sendingu matar til aldraðra, öryrkja og á hina margháttuðu starfsemi kvennadeildarinnar á sjúkrahúsum borgarinnar og við sjúkravinastörf I borginni. — Owens Framhald af bls. 1. hann hefur öðlazt mjög skjótan frama I stjórnmálum. Tvær aðrar minniháttar breyt- ingar voru gerðar á ríkisstjórn- inni. Frank Judd, sem var ráð- herra þróunar erlendis, verður aðstoðarutanríkisráðherra, en vinstrisinninn Judith Hart, sem sett var úr ríkisstjórn þegar Callaghan tók við af Wilson I aprfl 1976, tók við sínu fyrra embætti af Judd. Þá var Joel Barnett, aðstoðarfjármálaráð- herra, gerður að ráðherra með sæti I rfkisstjórn. — Spánn Framhald af bls. 1. starfa löglega. Rfkisstjórnin hefur sagt, að hún ákveði á mið- vikudag hvort hún muni vfsa berðm flokksins til hæstaréttar eða ekki. Kommúnistar undir- strikuðu hins vegar óskir sfnar f kvöld með þvf að birta framboðs- lista f flestum kjördæmum. Þeir eru þvf fyrstir til að birta fram- boðslista en kosningarnar verða f júnf. Santiago Carillo, ritari flokksins, og Dolores Ibarruri, forseti hans, en hún er 81 árs, eru f efstu sætunum f Madrid. Frú Ibarruri sem þekkt er fyrir eld- heitar ræður sfnar, er f útlegð f Moskvu, en vonast til að geta snúið heim. — Amin Framhald af bls. 1. ingarsamtaka Afrlku, að kirkjuleiðtogarnir hefðu báðir lagt hlustir við orðrómi og lyg- um um Uganda. „Svo virðist sem báðir mennirnir hafi átt þátt I óþokkalegri áætlun um að skapa öngþveiti I Uganda," sagði Ugandaútvarpið Amin hafa sagt I skeytinu. „Þess vegna urðu það þeim svo mikil vonbrigði þegar áætlunin brást og þess vegna eru þeir fremstir þeirra sem bera út óhróður um Uganda." Málgagn stjórnar Tanzaníu, Daily news, sagði I dag, að Idi Amin hefði sjálfur drepið Luwum, erkibiskup, I síðustu viku með þvl að skjóta hann tvisvar sinnum I brjóstið. Ber blaðið fyrir sig ábyrgar heim- ildir I Kampala, sem herma, að Amin hafi myrt Luwum I Nakasero, sem er úthverfi borgarinnar, eftir að embættis- menn höfðu pyndað hann og yfirheyrt. Liki hans var fleygt I Viktoriuvatn ásamt líkum tveggja ráðherra sem einnig voru myrtir I fangelsi, þar sem þeir sátu ásakaðir um að hafa undirbúið áætlun um að steypa Amin af stóli. Stjórn Uganda segir mennina þrjá hafa farizt I bilslysi þegar þeir reyndu að komast undan. Enskur biskuð, sem kom til London frá Nairobi, hefur það eftir sjónarvotti að á líki Luwums hafi verið tvö skotsár i brjósti og eitt I munni. — Amalrik Framhald af bls. 1. en sagði ekki frá efni þess. Seinna var haft eftir áreiðan- legum heimildum að hann hefði neitað að fara I utanrlkis- ráðuneytið. Jafnframt þvl sem Amalrik er kominn til Frakklands er andófsmaðurinn Vladimir Bukovsky á förum til Banda- ríkjanna þar sem honum hefur verið boðið að hitta Walter Mondale varaforseta og banda- ríska þingmenn. Bukovsky kveðst vonast til að geta hitt Jimmy Carter forseta að máli. Amalrik hefur einnig látið I ljós von um að ræða við sósíalistaleiðtogann Francois Mitterand, kommúnistaleiðtog- ann George Marchais og gaullistaleiðtogann Jacques Chirac. — Viðgerðir á r togurum BUR Framhald af bls. 32. að Ingólfur Arnarsson væri með tvær rifur á stefni og sjálfsagt yrði að gera við hann og styrkja á sama hátt og Snorra. Ragnar sagði að telja mætti vlst að styrkja þyrfti skuttogarann Bjarna Bene- diktsson þó hann hafi sloppið til þessa. Ragnar sagði að þeir Marteinn hefðu talað saman slðar I vikuni og þá hefði óskin um að Ragnar kæmi utan verið Itrekuð. Formað- ur útgerðarráðs sagðist þegar hafa haft samband við boargar- stjóra og skýrt honum frá mála- vöxtum og þá hefði hann tekið jákvætt I málið. Þá sagðist Ragnar hafa haft samband við alia félaga sína I útgerðarráði og hefðu svör fjögurra og sitt það fimmta verið jákvæð. Björgvin Guðmundsson hefði sýnt efasemdir en Sigurjón Pétursson hefði verió strax á móti og sagst myndu gera mál úr ef af ferðinni yrði. — Viðgerð á Snorra Sturlusyni vár framkvæmd sam- kvæmt framansögðu og einnig viðgerð á stefni skipsins sem orð- ið hafði fyrir skemmdum fyrir ári slðan og þá var líka gert við stýrið og botn málaður. „Þann 23. jan fór ég svo til Cuxhaven", sagði Ragnar „og þann 24. var haldinn fundur um kostnað og kostnaðar- skiptingu á þessum tjónum öll- um.“ Að kvöldi þess 25. var skipið sjósett og sigldi það til íslands aðfararnótt miðvikudags. Á mið- vikudagskvöld héldum við heim- leiðis, töfðumst I Kaupmannahöfn vegna niðurfellingar á flugi en komum til Reykjavíkur föstudag- inn 28. jan en b.v. Snorri Sturlu- son kom þann 30. Ragnar Júllusson sagði rétt að geta þess að Sigurjón Pétursson væfi ekki alltaf sjálfum sér sam- kvæmur i málflutningi. Brennsla svartollu I togurum BUR hefði verið til umræðu og eftir skraf og ráðagerðir hefði svartolíunefnd farið þess á leit við útgerðarráð að það sendi þrjá menn til framleið- anda MAN vélanna I Þýzkalandi. Þetta hefði verið rætt á fundi borgarráðs s.l. þriðjudag og þá hefði Sigurjón Pétursson bent á að eðlilegt væri að senda formann útgerðarráðs. Svo skrýtið sem það væri þá hefði kennarinn þá fyrst haft vit á hlutunum. Ragnar sagð- ist ekki vita betur en þessi sami bogarfulltrúi sem talað hafi hér yfir sér I vandlætingartón hafi farið með rafvirkja til Portúgals eitt sinn að velja hótel og bað- strendur á vegum Landsýnar, En I útgerðarráði má stjórnarmaður ekki hafa vit á slíku og þvl síður láta til sín taka I framkvæmdum. Björgvin Guðmundsson (A) sagði að sér fyndist ekki við hæfi að standa I stórdeilum um BUR á sjálfum afmælisdeginum. Hann sagðist hafa tjáð Ragnari að hann teldi nóg að Marteinn Jónasson færi utan. Borgarstjóri Birgir Ísleifur Gunnarsson (S) tók næst til máls og sagði að Marteinn Jónasson hefði komið til sln og spurt hvort ekki yrði mögulegt að fá formann útgerðarráðs út á eftir til að ráðg- ast við ef taka þyrfti stórar ákvarðanir I máli þessu. Borgarstjóri sagði það ekkert grln fyrir einn embættismann að vera staddur I erlendri borg og þurfa að taka ákvarðanir um við- gerðir upp á milljónatugi. Birgir ísleifur sagðist llta á þetta sem dæmi um samvizkusemi Marteins Jónassonar framkvæmdastjóra BUR sem menn vissu vel um. Sigurjón Pétursson sagði að dæm- ið væri ekki um það að nauðsyn hefði verið að formaður útgerðar- ráðs færi utan heldur að hann langaði að fara. Það gætu menn séð með tilliti til tímans. Sigurjón sagðist ekki hafa sagt að formað- ur útgerðarráðs hefði ekki getað farið vegna þess að hann væri kennari. Að lokum sagðist Sigur- jón vilja átelja að ferð sem þessi væri farin I ástæðuleysi og til- gangsleysi. — Ekki bjartsýn- ismaður seg- ir Spassky Framhald af bis. 3 ari Hann hefði þó örugglega sjálfur viljað vinna fyrir titlinum, ég held hann hafi viljað tefla við Fischer og vilji það ennþá Hann ákveður þó ekki einn hvað skal gera. Sovézka skáksamband- ið stjórnar Það er alltof mikil pólitik i þessu, sagði Spassky — Að keppninni lokinni hér getur verið að ég takí þátt i móti i Louvre i Frakklandi, sem byrjar 26. marz. Það er þó ekki ákveðið og ég þarf langan tima til að jafna mig eftir svona mót eins og einvigið við Hort Ég sef eins og björn í hiði minu í heilan mánuð eftir slik átök, sagði heimsmeistarinn fyrrverandi Um undirbúning sinn hafði Spassky það að segja að hann hefði síðastliðna tvo mánuði einbeitt sér að undirbún- ingi einvigisins Hefði hann teflt sex skáka einvigi við Kavalek i Vestur- Þýzkalandi og unnið 4:2. Hann sagðist vera vel afslappaður og mörgu leyti betur undirbúinn en fyrir heimsmeist- araeinvigið i Reykjavík. Sagði Spassky að hann hefði mikla reynslu af slíkum einvigjum, en það vaeri kannski enginn gróði Hort hefði litla reynslu í þessum efnum, en einbeitingin yrði e.t.v. enn meíri hjá honum í staðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.