Morgunblaðið - 04.03.1977, Page 1

Morgunblaðið - 04.03.1977, Page 1
32 SÍÐUR 50. tbl. 64. árg. FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hrynur ennaf 44 fórust 1 flugslysi Pisa 3. marz — Reuter. Indiru Nýju-Delhi 3. marz — Reuter. Aðstodarlandbúnaðarrððherra f stjórn Indiru Gandhi, Prabhudas Patel, gekk f dag úr flokki henn- ar, Kongressflokknum, og styrkti þar með stöðu stjörnarandstöð- unnar aðeins tveimur vikum fyrir kosningar. HERCGLES C-130 flutningaflug- vél ftalska flughersins fðrst I fjalllendi f grennd við Pisa I dag og með henni 44, farþegar og áhöfn. Flugvélin kom niður á 918 metra hátt fjall 16 kflómetrum austur af Pisa. Um borð voru 39 hermenn og fimm manna áhöfn. Flugvélin hafði hafið sig á loft fimm mfnútum áður en slysið varð og varð hún alelda er hún féll til jarðar. Faulkner lézt í gær Belfast 3. marz — Reuter. FAULKNER lávarður, fyrrver- andi forsætisráðherra Norður- frlands, beið bana f dag þegar hann datt af hestbaki, að sögn lögreglunnar. Brian Faulkner hætti afskiptum af stjórnmálum f ágúst síðastliðnum, eftir að hafa staðið f fremstu vfglfnu stjórn- mála á Norður-írlandi f 27 ár. Hann var 56 ára gamall þegar hann lézt. Evró-kommúnistar á toppfundi: Patel gekk strax yfir í Lýðræð- issinnaða kongressflokkinn, sem Jagjivan Ram, fyrrum landbúnað- arráðherra, stofnaði eftir að hafa sagt sig úr flokki frú Gandhi. Patel sagði að ástæðan fyrir úr- sögn sinni væri óánægja með upp- byggingu og innri málefni Kon- gressflokksins, en vildi ekki skýra það nánar. Patel, sem verið hefur aðstoðarráðherra i tvö ár, býður sig ekki fram að þessu sinni, en kveðst ætla að starfa fyrir sinn nýja flokk i kosningabaráttunni. Þrír leiðtogar Evrð-kommúnisma eftir sameiginlegan fund í Madrid. Frá vinstri Enrico Berlinguer, leiðtogi ftalskra kommúnista, Santiago Carrillo, leiðtogi spánskra kommúnista, og Georges Marchais, leiðtogi franskra kommúnista. Neituðu að gagnrýna Sov- étríkin og Tékkóslóvakíu Madrid 3. marz — Reuter. LEIÐTOGAR spánska, franska og ftalska kommúnistaflokksins luku f dag tveggja daga viðræðum sfnum og hvöttu til virðingar fyr- ir mannréttindum. En f sameigin- „Afsakið ónœðið,f Tokyó 4. marz — Reuter 1 DAG handtók lögreglan fjóra hægrisinnaða öfgamenn, en þeir höfðu haldið tveimur gísl- um f 10 klukkustundir f aðal- stöðvum hinna valdamiklu Samtaka japansks efnahags- Iffs. Fjórmenningarnir gáfust upp án mótspyrnu laust eftir klukkan 1 f nótt að staðartíma, eftir að lögreglan hafði lofað þeim að þeir skyldu njóta rétt- inda samuraja (strfðsmenn) og að myndir yrðu ekki teknar af þeim á leiðinni I varðhald. Lögreglan sagði að fjór- menningarnir yrðu árkærðir fyrir brot á löggjöf um skot- vopn og sverð, ólöglega frelsis- skerðingu samborgara og of- beldisverknaði. Gíslarnir tveir voru ómeiddir. öfgamennirnir höfðu brotizt inn f aðalstöðvar samtakanna seinni hluta gærdagsins, vopn- aðir riffli, byssu og sverði og tóku 12 gísla. Þeir dreifðu fluguritum þar sem þeir ásök- uðu japanska atvinnurekend- ur um að menga og spilla Jap- an. Lok umsátursins voru mjög í anda japanskrar hefðar. Fjór- menningarnir afhentu hátt- settum lögreglumanni vopn sín, hneigðu sig síðan og sögðu: ,,Afsakið ónæðið." legri yfirlýsingu þeirra var forð- azt að gagnrýna sérstaklega með- ferð á andófsmönnum f rfkjum Austur-Evrópu. Það varð til þess, að spánski kommúnistaleiðtoginn Santiago Carillo gaf út eigin yfir- lýsingu þar sem hann fordæmdi kúgun f kommúnistarfkjunum. Sameiginlega yfirlýsingin fjall- aði um nokkur grundvallaratriði þess, sem kallað hefur verið evró- kommúnismi, svo sem virðingu fyrir þingræði og sjálfstæði frá Kreml. I yfirlýsingunni sagði einnig, að leiðtogarnir teldu ekki æskilegt að koma á fót nýrri mið- stöð heimakommúnismans til að keppa við Moskvu. Hvað mannréttindi snerti þá varð yfirlýsingin áfall fyrir spánska leiðtogann Carillo, sem er mikið í mun að sýna fram á lýðræðisást flokks síns og sjálf- stæði frá Moskvu í von um að . hæstiréttur Spánar löggildi flokk- inn fyrir þingkosningarnar f júnf. Hann lagði því ríka áherzlu á að fordæma framkomu stjórnvalda i Tékkóslóvakíu og Sovétríkjunum gagnvart andófsmönnum. Georges Marchais, leiðtogi franskra kommúnista, og Enrico Berlinguer, leiðtogi ítalskra kommúnista, lögðust hins vegar gegn harkalegri fordæmingu af ótta við að stofna í hættu sambúð- inni við bræðraflokkana í Austur- Evrópu. Carrillo gaf út eigin yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi kúgun í kommúnistaríkjum og sagði að brot á mannréttindum, hvar sem væri, væri fyrir neðan mannlega virðingu. Þess vegna hikuðu kommúnistar ekki við að gagn- rýna þess háttar brot hvaða stjórnmálaöfl sem fremdu þau, Framhald á bls. 14 Um sl. áramót aðlaði Elisabet drottning Faulkner. Hann lifði af skotárásir og sprengjutilræði á meðan hann var forsætisráðherra 1971—72, en áður hafði hann ver- ið viðskiptaráðherra og þróunar- ráðherra. Faulkner var í upphafi f hópi öfgafyllri mótmælenda en afstaða hans mildaðist þegar á leið og hann kom á valdskiptingu milli kaþólskra og mótmælenda. Hann varð óvenju langlifur f stjórnmál- um Norður-írlands, en varð oft skotspónn beggja trúflokkanna. Faulkner var mikill hestamað- ur og átti marga hesta. Sjónar- vottar segja að hesti hans hafi orðið fótaskortur, og Faulkner lent undir honum. Hann lézt sam- stundis. Smith berst fyrir lifi stiómar sinnar Salisbury 3. marz — Reuter. IAN Smith, forsætisráðherra Ródesfu, sem stendur frammi fyrir uppreisn f eigin flokki, leitaði f kvöld logandi Ijósi að atkvæðum, sem gætu bjargað rfkisstjórn hans frá þvf að verða Bandaríkjamenn mót- mæla við Sovétmenn Moskvu 3. marz — NTB BANDARtSKA sendiráðið f Moskvu mótmælti þvf f dag við sovézka utanríkisráðuneytið, í annað sinn f þessari viku, að tveimur Gyðingum var meinað að ná fundum bandarfsks diplómats. Prófessor Benjamin Fajn og Vladimir Prestin voru teknir fast- ir af óeinkennisklæddum lög- reglumönnum tvisvar sinnum á miðvikudag, þegar þeir ætluðu að hitta bandarfskan diplómat fyrir framan bandarfska sendiráðið. Þeir voru hafðir f haidi f nokkrar klukkustundir og skjöl voru tekin af þeim. Á mánudag reyndi Fajn og ann- ar Gyðingur, Josif Begyn, að kom- ast inn í sendiráðið en voru hand- teknir áður en þeir náðu svo langt. Daginn eftir bar banda- ríska sendiráðið fram mótmæli við sovézka utanríkisráðuneytið. Talsmaður sendiráðsins sagói í dag, að Gyðingarnir hefðu átt lög- leg erindi við sendiráðið og ættu þvf að hafa frjálsan aðgang að því. undir f atkvæðagreiðslii á þingi. Stjórnmálaheimildir berma, að Smith og stuðningsmenn hans vinni af hörku á meðal þeldökkra og hvftra þingmanna til að fá þá til að bjarga frumvarpi hans, sem miðar að þvf að draga úr kyn- þáttamisrétti f Ródesfu, sem er undir stjórn hvfta minnihlutans. Frumvarpið er liður í tilraun til að fá leiðtoga svartra þjóðernis- sinna til viðræðna um leiðir til að koma á meirihlutastjórn án utan- aðkomandi afskipta. En Smith á erfitt verk fyrir höndum. Suður- afríska fréttastofan Sapa sagði f dag, að búizt væri við þvi, að þrir eða fjórir þingmenn til vióbótar 12 öðrum þingmönnum tækju af- stöðu gegn frumvarpi forsætis- ráðherrans. Þingmennirnir 12 tóku afstöðu gegn frumvarpinu í gær og ollu þar með mestu stjórnarkreppu i Ródesíu sfðan landið lýsti yfir sjálfstæði fyrir 12 árum. Einn uppreisnarmannanna, þingmaðurinn Dennis Fawcett Phillips, segir að svo geti farið, að hann og félagar hans stofni nýjan stjórnmálaflokk sem verði í and- stöðu viö stjórnarflokk Smiths. Það mál, sem klofningnum hefur valdið, er sú ákvörðun Framhald á bls. 14 Ian Smith

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.