Morgunblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 59. tbl. 64. árg. ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Zaire: útlendinga Brussel 14. marz — NTB ÁGREININGUR er risinn milli Færeyinga og Efnahagsbandalags Evrópu um fiskveiðar. Færeying- ar hafa ákveðið að setja strangari ákvæði um fiskveiðar innan 200 mflna fiskveiðilögsögu sinnar til verndar fiskstofnum. Framhald á bls. 47 Frakkland: FVRSTU TÖLUR — Jacques Cbirac, fyrrum forsætisráðherra Frakk- lands, ræðir við samstarfsfólk sitt f ráðhúsinu f Parfs þegar fyrstu tölur um úrslit borgar- og sveitarstjórnarkosninganna höfðu verið v'r*ar- Sfmamynd AP. Leitar aðstoðar Bandaríkjanna málaliða inn f Zaire. Angóla- stjórn neitar þvf að nokkur inn- rás hafi verið gerð frá Angóla. Kinshasa útvarpið skýrði frá því á laugardag að her Zaire hefði átt í höggi við málaliða í Shaba- héraði, sem áður hét Katanga. Samkvæmt útvarpinu hefur Zaireher náð aftur á vald sitt stór- um svæðum, sem málaliðarnir höfðu lagt undir sig. Frá Angóla koma þær fréttir að bardagarnir séu á milli tveggja andstæðra hópa í Zaire. Sam- kvæmt bandariska utanrikisráðu- neytinu hafa málaliðarnir kallað sig Katangaherinn, en talsmaður ráðuneytisins leggur áherzlu á að svo til engar upplýsingar liggi fyr- ir um þá. EFTIR OEIRÐIRNAR — Götumynd frá Bologna eftir óeirðir stúdenta, sem urðu f borginni um helgina. Jarðýta liggur á hvolfi, eyðilögð af eldi. Ýtan hafði verið notuð til að ryðja burt götuvfgum, sem stúdentarnir höfðu sett upp. Stmamynd AP Innanríkisrádherra Ítalíu: Herlög hugsanleg Washington 14. marz — Reuter BANDARtSKA utanrfkisráðu- neytið skýrði frá þvf f dag, að stjórn Zaire hefði beðið Banda- rfkin um hergögn til að nota f baráttu gegn innrás f landið. Bandarfk stjórnvöld hugleiða nú þessa beiðni. Forseti Zaire, Mobuto Sese Seko, hefur ásakað áhrifarfk er- lend öfl í Angóla um að hafa sent Skotið á Sanjay Nýju Delhi 14. marz — Reuter. VOPNAÐIR menn reyndu f kvöld að ráða Sanjay, hinn um- deilda son Indiru Gandhi for- sætisráðherra, Indlands, af dögum, þegar hann var á kosn- ingaferðalagi á Norður Ind- landi samkvæmt indversku fréttastofunni Samachar. Gandhi, sem er 30 ára gamall, slapp ómeiddur undan fimm skotum, sem hittu jeppa, sem hann ók í um kjördæmið, þar sem hann býður sig fram. Öryggisvörður Gandhis svaraði skothríð tilræðismann- anna, sem hurfu út í nátt- myrkrið. Fimm skot hæfðu jeppann og þar af lentu þrjú i sæti Gandhis. Ekkert er vitað um tilræðismennina, en þeir sátu fyrir Gandhi á þjóðvegi. Sanjay Gandhi er mjög umdeildur fyrir þau völd, sem móðir hans hlóð á hann á meðan herlög voru i gildi á Indlandi. Færeyingar ákveða tak- mörkun veiða Bologna 14. marz — Reuter. Þúsundir ungra vinstrisinna vottuðu f dag einum félags sinna hinztu virðingu, en lát hans, sem bar að f mótmælaaðgerðum á föstudag, kom af stað óeirðum f mörgum borgum Italfu um helg- ina. Kista Francesco Lorusso, sem féll fyrir skoti lögreglu, var sveipuð rauðum fána og henni var heilsað með steyttum hnef- um. Francesco Cossiga, innanrikis- ráðherra ítaliu, sagði i Róm í dag. að ef framhald yrði á óeirðum i landinu væri ekki útilokað að her- lög yrðu sett. Sagði hann, að stjórnin mundi nota alla mögu- leika, sem lögin veittu henni, ef ástandið versnaði. Líran féll nokkuð i verði miðað við dollar á gjaldeyrismörkuðum i dag. Þar sem líran hefur sýnt vaxandi styrk að undanförnu kemur þetta á óvart og kenna miðlarar óeirðunum um. Lögreglan segir að um 6.000 manns hafi verið við jarðarförina í Bologna í dag. Mótmælaaðgerðir höfðu verið bannaðar í borginni nema á 300 metra langri götu, sem liggur á milli kirkjunnar þar sem jarðsungið var og kirkju- garðsins. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað við jarðarförina. Allir stjórnmálaflokkar frá hægri til vinstri hafa fordæmt óeirðirnar og vinstriflokkarnir kenna litlum hópum æsinga- manna um þær. Cossiga innan- ríkisráðherra sakaði stúdenta- hreyfinguna um samstarf við borgarskæruliða. Sagði hann í þinginu, að skæruhernaður hefði hingað til v.erið einangrað fyrirbrigði á ítalíu, en virtist nú vera að verða að fjöldahreyfingu. Lofaði Cossiga meiri hörku gegn stúdentum i framtiðinni , en mót- mælaaðgeróir hafa verið bann- aðar i Róm næstu tvær vikurnar. Merki um harðari aðgerðir stjórnvalda eru brynvarðir bílar á háskólalóðinni í Bologna og lokun tveggja útvarpsstöðva i einka- eign, sem lögreglan segir að hafi verið notaóar sem stjórnstöðvar i óeirðunum. Óeirðirnar hafa orðið nokkuð Framhald á bls. 47 Réttarhöld yfir slagorðamálurum Moskvu 14. marz — NTB. TVEIR sovézkir listamenn hafa verið dregnir fyrir rétt f Lenin- grad fyrir óspektir og eyðilegg- ingu á opinberum eignum, sem þeir hafi málað á 16 andsovézk slagorð f fyrra. I ákæruskjölun- um er ekkert minnzt á and- sovézka starfsemi. Olíklegt að þingkosn- ingunum verði flýtt París — 14. marz — Reuter SVO VIRÐIST sem stjórnarand- staðan f Frakklandi hafi hlotið 51.5 af hundraði atkvæða f sveit- arstjórnakosningunum f gær, en stjórnarflokkarnir 46.5 af hundr- aði. Stjórnarflokkarnir héldu velli f Parfs og bendir nú allt til þess að Jaeques Chirac, fyrrver- andi forsætisráðherra, verði þar borgarstjóri þegar endanleg úr- slit verða kunn eftir næstu helgi. I Chirac'hlaut 28 af hundraði en frambjóðandi Giscard d’Estaings | forseta, d’Ornano iðnaðarráð- j herra, 20 af hundraði. Frambjóð- andi kosningabandalags komm- I únista og sósfalista f Parfs hlaut um 40 af hundraði, en talið er að kjósendur d’Ornanos fylki sér um Chirac á sunnudaginn og verði hann þvf fyrsti borgarstjóri Parfs- ar f 100 ár. Framhald á bls. 39 Réttarhöldunum gegn Oleg Volkov, sem er 37 ára, og Juri Rybakov, sem er 31 árs, lýkur á þriðjudag. Volkov hefur játað brot sitt, en heldur því fram að matið á skemmdunum sé alltof hátt. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum geta listamennirnir fengið fimm ára fangelsi. Eitt slagorð- anna, sem þeir máluðu, var 50 metra langt og hálfu annar metri á hæð og hljóðaði „Þið bælið frelsið, en sál þjóðarinnar getið þið ekki bundið.” Það var málað á Pétur og Páls virkið. Önnur slag- orð segja, að kommúnistaflokur- inn sé óvinur fólksins og Sovét- rikin fangelsi þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.