Morgunblaðið - 15.03.1977, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.03.1977, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977 13 Gísli Baldvinsson: Kominn í samband Mér þykir rétt a8 koma fram á ritvöllinn á ný vegna athugasemda Harðar Bergmanns og einnig vegna greinargerðer ráðuneytis um próf og prófagerð. Það má þvf segja a8 ég (og fleiri) sé kominn I samband þó þa8 sé me8 ö8rum hœtti en ég hef8i helst kosiS. Hörður minnist fyrst á þau þrjú bréf sem komu frá ráðuneyti varðandi hug- myndir um prófagerð Það má vel vera að ég hafi ekki tekið heppilegasta dæmið um sambandsleysið milli skól- anna og ráðuneytis. Vissulega voru staðhæfingar mínar bundnar við frá- sagnir málakennaranna Mér þykir því rétt að rekja það aðeins nákvæmar en í fyrri grein. Fyrir ári kom fyrsta bréf þar sem bent er á þann möguleika að hafa samfellt próf I ensku og dönsku. Þegar kennarar komu til starfa í haust var annað bréf komið þar sem hugmyndin var útfærð Þá fóru kennarar að taka við sér og á fundi í Norræna húsinu í nóvember mótmæltu þeir þessum breytingum. Það er fyrst í janúar sem hugmyndin er afturkölluð. Þarna er eins og ég á síðar eftir að benda á dæmi um sambandsleysi, ekki í bréf- um en orðum Var ekki einfaldlega hægt i byrjun að halda fund (fundi) um hugmyndirnar? Varðandi fundina 54 vil ég segja þetta: Sé Herði ekki Ijóst hvernig ég vildi boða til þessara funda þá skal ég útskýra það Námstjórar höfðu fyrirfram samið viðamiklar spurningar upp úr námsskránni sem umræðuhópar áttu að svara. Nú vildi svo til að flestir kennarar voru ólesnir í námsskránni enda af einhverjum ástæðum hafði hún ekki borist fyrr en nokkru fyrir fundinn. Því spyr ég: Hvers vegna var ekki hægt að senda þessar spurningar me8 fundarboðun- inni? Um það atriði að ég hafi alhæft þessa 54 fundi er ekki satt. Með því að lesa greinina var hægt að sjá að um beina frásögn af einum fundi var að ræða Þó get ég ekki stillt mig um að vitna í grein eftir Guðrúnu Helgu Sederholm í Félagsblaði LSFK og SIB 1 tbl. 2. árg bls. 12.: Þeir kennarar sem ég hef hitt á förnum vegi og setið hafa þessa fundi meeð námsstjórunum eru yfirleitt sammála um að þarna hafi menntamálaaðallinn orðið sér enn einu sinni til skammar frammi fyrir kennara- stéttinni." Um sambandsleysið segir hún: Það er staðreynd að algjört sam- bandsleysi ríkir milli kennara og nám- stjóra í einstökum greinum. Námstjór- arnir hafa vikulegan viðtalstíma sem okkur er kynntur ásamt nöfnum þeirra og símaanúmerum á blaðsnuddu l byrjun hvers skólaárs Þarna fá þeir svo að hanga óáreittir skólaárið út." í þessari grein er talsverð undiralda Á almennum fundi f FQÉLAGI Gagn- fræðaskólakennara í Reykjavik 20. jan. s.l. var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: Fundur í Félagi gagnfræðaskóla- kennara í Reykjavík haldinn f Ármúla- skóla hinn 20. janúar 1977 lýsir full- kominni andstöðu sinni við fjarstýringu í skólakerfinu. Undanfarið hafa ýmsar veigamiklar ákvarðanir í skólamálum verið teknar á næsta gerræðisfullan hátt i Menntamálaráðuneytinu án þess að nokkurt samráð væri haft við starf- andi kennara Hér má t.d. nefnaa setn- ingu nýrrar námskrár og afdrifarfkar breytingar á tímasetningu samræmdra prófa grunnskólans. Fundurinn álítur þessa þróun mála vægast sagt horfa til óheilla og gerir þá kröfu til fræðsluyfirvalda að framvegis verði meiri háttar ákvarðanir um skóla- mál ekki teknar án þess að þær séu fyrst bornar undir álit kennarafunda í skólunum og fullkomið tillit tekið til þess álits sem þar kann að koma fram." Ég vil taka það fram að ég var ekki flutningsmaður þessarar tillögu. Hörð- ur spyr síðan spurninga svo sem hvenær sambandið hafi verið betra. Ekki get ég svarað því þar eð starfsald- ur minn er ekki mikill. Þó vil ég láta fylgja með ummæli þeirra Björns Jóns- sonar og Kristjáns Bersa f þættinum Kastljós. Björn: „Þetta sem við erum að ræða hér er einungis yfirborðsmál sem tengt er þessu sambandsleysi milli ráðuneytis annars vegar og skólanna hins vegar Ef allt væri í lagi ætti þetta að vera ein heild en þetta hefur því miður gliðnað í sundur og er langt bil á milli " Kristján Bersi: „Ég held að það sé talsvert til í þessu. Ég held að það hafi borið alltof mikið á þvf undanfarin misseri eða ár að upplýsingar um það sem er að gerast f skólakerfinu hafi ekki borist nógu fljótt og vel. ekki aðeins til skólanna heldur ekki sfður til almennings f landinu. Ég held.að brýn- asta verkefnið framundan sé einmitt að bæta þessa upplýsingamiðlun til fólks- ins og þá held ég til dæmis að ef að þetta atriði vææri í lagi gætum við sparað okkur allan þennan hávaða og umræður sem hafa orðið um sam- ræmd próf þessu sinni." Ég átta mig ekki alveg á því hvað Hörður er að ýja að með síðustu máls- greininni en væntanlega getur Hörður sest l sannleiksstólinn næst þegar hann kemur upp í Ármúlaskóla og sagt mér það. Varðandi grein ráðuneytisins í þriðjudagsblaðinu 8. mars. get ég sagt þetta: Gagnfræðapróf og landspróf þróuð- ust í það að greina í sundur mishæfa nemendur. Þetta urðu próf með sitt hvorn gæðastimpilinn. Þetta varð vegna greindar og Ifkamsþroska ásamt fleirum þáttum Mér er ekki Ijóst hvers vegna ekki má lengur viðurkenna þá staðreynd að nemendur séu misnæmir f námi og þurfa mislangan undirbún- ingstfma. Það kemur þó fram í grein ráðuneytis að ætlunin sé að stofna endurhæfingardeild fyrir fallista í 9. bekk Því ekki að lofa nemendum í 8. — 10 bekk að ráða sínum námshraða sjálf? Með kúrfunni framleiðum við aðeins meðalmennsku og staðlaða nemendur. Með greininni er fróðleg Ifnurit þar sem átti að sanna að gildi einkunna færi eflir námsgrein og því bæri að breyta Þetta eru hæpin rök. Saman- burðurinn milli miðskólaprófsins '75 á eðlisfræði og íslensku II er hæpin. Þá var lokið við endurskoðun námsefnis í eðlisfræði en engin gerð á fstensku II. Einnig er ekki óeðlilegt að móðurmálið liggi betur fyrir nemendum en eðlis- fræði Á árinu 1975 var eðlisfræðin skyldufag á landsprófi Ber því að nota kúrfu til leiðréttingar? Hvers vegna má þessi mismunur ekki vera? Er nýja kerfið virkilega svo miklu betra? Ef fræðilegu líkurnar í 100 m sprett- hlaupi eru þær að 10 hlauparar hlaupi á bilinu 9,9 — 13 sek á að notfæra sér það fyrirfram? Hvað ef vegna með- vinds verði raunlíkurnar þannig að tím- inn er á milli 9,0 ~ 1 1,0 sek? Varðandi línuritið milli ára á Gagn- fræðaprófi 74 — 7 5 er hæpið að staðhæfa að prófið 74 hafi verið létt- ara. Þar spinna fleiri þættir inn i Getur ekki verið að kennarar hafi ekki verið búnir að gera sér betur grein fyrir áhersluþáttum námsefnisins? Getur ekki verið að nemendur seinni ár- gangsins hafi betri undirbúning? Getur ekki verið að hann hafi einfaldlega verið betri? Ég kemst ekki hjá því að sýna línurit frá árinu '75 um árangur landsprófs í stærðfræði. Þar kemur í Ijós að fyrir þá er prófið allt of létt. Meðaleinkunnin þar er 6,27. Það er því Ijóst að ekki er heppilegt að leggja sama próf fyrir alla nemendur Þó voru gagnfræðingarnir einu ári eldri og bún- ir að vera ári lengur í námi Sé einung- is gert eitt próf verður prófið létt fyrir suma og þá minnkun á námskröfum á meðan aðrir hverfa frá námi vegna námsleiða Það er því spurning hvort ekki verði að hafa tvö gæðapróf, X og Y, sem nemendur velji sér með góðum fyrirvara. Varðandi próftímann vil ég enn benda á að hann er óheppilegur fyrir margar sakir. Hann lendir of nálægt öðrum meiriháttar könnunarprófum skólanna Hann veldur því að hætta á losi er mikil ef nemendur líta á prófin sem lokapróf Upplýsingargildi prófs- ins er rýrt með styttri námstíma Ég er þeirrar skoðunar að þeir skólar sem aðallega hafa bóklegt nám séu ekki tilbúnir að taka við þeim óskum sem koma um skólasetu Lausleg könnun leiddi í Ijós að flestir vildu komast í menntaskólanna þó ekki megi líta þetta sem niðurstöðu Þessu verður svarað annað hvort með inntökupróf- um eða slökun námskrafna Ég óttast að kostnaður við gerð og framkvæmd samræmdu prófanna vaxi með veldishraða Á meðan kennarinn situr aðgerðalaus á fullu kaupi eru tveir eða þrír að yfirfara prófin í ráðuneyt- inu. Svo kostar tölvukeyrslan eitthvað Hætta er á meir metnaði milli nem- enda innbyrðis jafnvel skóla, þannig að skólaprófin verði ekki raunhæf Fleiri gætu hrökklast frá námi tveim Framhald á bls. 39 og prent stafir 12 STAFIR 2 MINNI SJALFV. o/o GRANDTOTAL EPC reiknivélar; án Ijósa mecf minni og sjálfv. oioreikn., kosta frá KR. 34.100 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 m 0 0 s 0 0 0 0 0 SKRIFSTOFUVELAR H.F.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.