Morgunblaðið - 15.03.1977, Page 20

Morgunblaðið - 15.03.1977, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977 fttofgttuirlfKfcifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, sfmi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Einstaklingurinn ekki þjónn ríkisins —Ríkið þjóirn einstaklmgsins Eftirtekt vakti í sjónvarpsþætti fyrir nokkrum dögum, að einn þeirra vinstri sinna, sem ekki hafa fundið sér hentugt pláss á vinstri væng stjórnmálanna, Bjarni Guðnason prófessor, taldi, að svo væri nú komið, að eitt stærsta viðfangsefni okkar væri að vernda einstaklinginn gegn yfirgangi rfkisvaldsins. Þessi ummæli vinstri sinnaðs menntamanns koma í kjölfar þess, að verkalýðshreyfingin, sem er að meirihluta til undir stjórn vinstri sinnaðra verkalýðsforingja og stjórnmálamanna, hefur krafizt þess, að samneyzla verði minnkuð og einkaneyzla aukin. I báðum tilfellum er um að ræða stefnubreyt- ingu f grundvallaratriðum hjá vinstri sinnum, sem jafnan hafa flutt þann boðskap, að félagshyggjan skuli ráða og einstaklingshyggjan víkja, að hlutdeild og forsjá rfkisvaldsins í lífi einstaklinga skuli stöðugt verða meiri og svigrúm einstaklingsins þar af leiðandi minna. Ummæli Bjarna Guðnasonar og kröfugerð Alþýðusambandsins sýna, að jafnvel áköfustu talsmönnum félagshyggju og ríkisforsjár er orðið ljóst að lengra hefur verið gengið á þeirri braut en hyggilegt er og almenningur sættir sig við og að nú er nauðsynlegt og hljómgrunnur fyrir því að snúa við og auka á ný svigrúm og frelsi einstaklingsins. Hin sfðari ár hefur mönnum smátt og smátt orðið ljóst, að einstakl- ingurinn stendur sífellt verr að vígi gagnvart alls kyns kerfisvaldi. Stundum er þetta kerfisvald sambland af pólitfsku og embættismanna- valdi, í öðrum tilfellum blanda af embættismanna- og viðskiptavaldi. Blanda af öllu þessu er til. Ekki er það alltaf hinn „áhrifalausi" almúgamaður, sem verður fyrir barðinu á kerfinu. Engu virðist skipta hver í forsvari er, einungis ef um er að ræða hagsmuni einstaklings eða fámenns hóps einstaklinga gagnvart stærri valdasamsteypu. Um þetta má nefna fjölmörg dæmi og nokkur nýleg. Það er alkunna að einstaklingar mega sfn lítils f samskiptum við hið opinbera embætt- isvald, ef þeir telja rétt á sér brotinn. Þeir eiga þá að jafnaði engan annan kost en að leita til dómstólanna og sú braut réttlætisins er þyrnum stráð eins og allir vita, sem reynt hafa að feta þann veg. örfáir einstaklingar hafa á undanförnum árum leitazt við að ná rétti sfnum gagnvart opinberum aðilum fyrir dómsstólum og hafa gjarnan fengið sig fullsadda á þeim tilraunum, m.a. vegna þess hvílíkan óratfma það tekur. Dæmi eru um, að það hafi tekið einstaklinga hátt f áratug að fá úrlausn sinna mála. En það eru ekki aðeins óbreyttir almúgamenn, sem lenda í höggi við kerfið og þurfa á vernd að halda gagnvart því. Mjög var til umræðu sl. haust, þegar lítið sláturhús stóð f stríði við rfkisvaldið til þess að fá leyfi til sláturhúsrekstrar. Það leyfi átti bersýnilega ekki að veita og hafði ríkisvaldið þar gengið f lið með hagsmunum viðskiptalegs stór- veldis. Alþingismaður gekk fram fyrir skjöldu til þess að berjast fyrir hagsmunum þessa litla sláturhúss og fékk rétt þess viðurkenndan að lokum, eftir að hafa staðið í hinum harkalegustu deilum við ráðherra og önnur ráðandi öfl, og hefur síðan legið undir linnulausum árásum úr ýmsum áttum. Annað nýlegt dæmi, sem sýnir hvers konar blanda af hagsmunum geta komið saman, þegar mikið liggur við, er fæðingarorlofsmálið, sem athygli hefur vakið síðustu daga. Þar hafa gengið saman f eina sæng helztu verkalýðsforingjar þjóðarinnar, fulltrúar atvinnurekenda og embættismannavald, til þess hreinlega að brjóta niður lög, sem Alþingi tslendinga hefur sett vegna þess, að þau lög og þeir sem að þeim stóðu, voru þessum aðilum ekki þóknanlegir. Þingmenn úr Sjálfstæðisflokkn- um beittu sér fyrir því, að samþykkt voru lög á Alþingi þess efnis, að Atvinnuleysistryggingarsjóður skyldi greiða fæðingarorlof fyrir konur í hinum almennu verkalýðsfélögum. Þessi háttur var á hafður 'til þess að tryggja almennum launþegum sama rétt og konur f opinberri þjónustu hafa lengi haft, en ekki var talið fært að leggja þennan útgjaldaauka á atvinnufyrirtækin sem slfk. Lagafrumvarp þetta sætti andstöðu vinstri sinnaðra verkalýðsforingja, sem gátu með engu móti þolað það, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu frumkvæði að slíku hagsmunamáli launafólks. Þegar eftir að lögin voru samþykkt hófu verkalýðsforingjar leynt og ljóst andróður gegn þessum lögum og nú hafa þeir ásamt fulltrúum atvinnurekenda og embættismannavaldsins fengið þvf framgengt, að Atvinnuleysistryggingasjóður gengur gegn markmiði laganna. í þessu tilfelli er kerfið, hið sameiginlega kerfi embættismanna, atvinnurekenda og verkalýðsforingja að gera tilraun til þess að brjóta niður lög, sem rétt kjörin löggjafarsamkunda hefur sett. Þessi dæmi eru tekin úr ýmsum áttum, en öll eru þau til marks um það, sem Bjarni Guðnason, prófessor, vék að í fyrrnefndum sjónvarps- þætti, að einstaklingurinn sem slfkur og hagsmunir hans eiga mjög undir högg að sækja i viðureign við opinbera báknið. Nú eru að verða straumhvörf í afstöðu almennings til ríkisvalds og einstaklinga. Stefna vaxandi samneyzlu og ríkisforsjár er á undanhaldi. Mönnum er orðið ljóst, að lengra verður ekki gengið á þeirri braut. Á næstu árum verður áherzlan vafalaust lögð á að hemja samneyzluna innan núverandi marka, þannig að sá ábati, sem þjóðarbúið kann að hafa, gangi fyrst og fremst til þess að auka einkaneyzlu. Jafnframt munu koma fram sterkari og sterkari kröfur um það, að hlutur einstaklingsins gagnvart rfkisvaldinu verði réttur. Einstaklingurinn á ekki að vera þjónn rfkisvaldsins heldur er rfkinu ætlað þjónustuhlutverk í þágu einstakl- inganna. Sigurður RE með tæpar 17 þús. lestir Loðnuaflinn þá 464 þús. lestir LOÐNUAFLINN var orðinn 464.653 lestir s.l. laugardags- kvöld, en I vikunni fór afla- magnið fram úr aflanum, sem fékkst á vertfðinni 1974, en þá fengust rösklega 462 þúsund lestir. Að þvf er segir I skýrslu Fiskifélags tslands var Sigurð- ur RE 4 aflahæstur á laugar- dagskvöld með 16.979 lestir, þá kom Börkur NK 122 með 16.367 lestir og Guðmundur RE 29 með 16.030 lestir. Fjórða skipið f röðinni var svo Gísli Árni RE 375 með 13393 lestir. Mestri loðnu hefur verið landað f Vestmannaeyjum á laugardag eða 70.802 lestum, þá kom Seyðisfjörður með 56.546 lestir og Neskaupstaður með 40.899 lestir. Hér á eftir fer listi yfir þau skip, sem einhvern afla hafa fengið á loðnuvertfðinni, en þau eru 81 talsins. Magn lestir Sigurður RE 4 16979 Börkur NK 122 16367 Guðmundur RE 29 16030 Gisli Arni RE 375 13393 Pétur Jónss. RE 69 13131 Grindvfk. GK 606 12695 Súlan EA 300 12361 örn KE 13 11059 Hilmir SU 171 10848 Eldborg GK 13 10800 Rauðsey AK 14 10710 Albert GK 31 10562 Loftur Baidvins. EA 24 10016 Fífill GK 54 9864 Jón Finns. GK 506 9436 Skarðsvfk SH 205 9161 Gullberg VE 292 9155 Hákon ÞH 250 8933 Árni Sigurður AK 370 8933 Hrafn GK 12 8754 Helga Guðmunds. BA 77 8604 Huginn VE 55 8462 Þórður Jónas. EA 350 8377 Ásberg RE 22 8362 Guðmundur Jóns. GK 475 8360 Bjarni Ölafs. AK 70 8061 Helga II RE 373 7494. Kap II VE 4 7345 Öskar Halldórs. RE 157 6928 Stapavík SI 4 6764 Sæbjörg VE 56 6160 Svanur RE 45 5783 Magnús NK 72 5676 Isleifur VE 63 5582 Húnaröst AR 150 5117 Helga RE 49 5083 Skírnir AK 16 5039 Hrafn Sveinbjs. GK 255 4744 Hilmir KE 7 4743 Ársæll KE 77 4605 Keflvikingur KE 100 4561 Ársæll Sig. GK 320 4542 Gunnar Jónss. VE 555 4450 Flosi IS 15 4417 Freyja RE 38 4398 Náttfari ÞH 60 4213 Vörður ÞH 4 4207 Dagfari ÞH 70 4096 Skógey SF 53 3752 Víkurberg GK 1 3680 Sæberg SU 9 3609 Sigurbjörg ÓF 1 3601 Vonin KE 2 3479 Faxi GK 44 3294 Andvari VE 100 3153 Arnarnes HF 52 2834 Árni Magnús. ÁR 9 2669 Kári Sölmundar. RE 102 2630 Ólafur Magnús. EA 250 2541 Þórkatla II GK 197 2402 Bylgja VE 75 2342 Sóley ÁR 50 2297 Bára GK24 2190 Geir Goði GK220 2039 Bergur VE 44 2016 Snæfugl SU 20 1882 Arnar ÁR 55 1831 Sölvi Bjarna. BA 65 1834 Bjarnarey VE 501 1804 Álsey VE 502 1683 Sandafell GK82 1484 Hamravík KE 75 1400 Reykjanes GK 50 1318 Klængur ÁR 2 1154 Glófaxi VE 300 1054 HringurGK18 958 Suðurey VE 500 957 Víkingur AK 100 951 SteinunnRE32 938 Ásborg GK 52 852 Steinunn SF 10 652 90—100 umsóknir um 24 íbúðir sem VR hef ur by ggingu á í vor Fullbúin 2ja herbergja íbúd á 3,9 millj. kr. NÝLEGA auglýsti Verzlunar- mannafélag Reykjavfkur til sölu 24 fbúðir f f jölbýlishúsum, sem byggð verða við Valshóla. Söluverð minnstu fbúðanna, sem eru tveggja herbergja, er áætlað 3.9 milljónir. Þetta er allmiklu lægra verð en tfðkast á almennum fasteignamarkaði, en verðið miðast við íbúðirnar fullbúnar samkvæmt bygg- ingarvfsitölu f desember- mánuði s.l. Hér er um að ræða þrjú hús, sem reist verða á sömu lóðinni, og eru átta fbúðir f hverju þeirra, þar af tvær á jarðhæð. Þessar fyrirhuguðu bygg- ingaframkvæmdir eru nýmæli f starfsemi Verzlunarmanna- félags Reykjavfkur, og af þvf tilefni átti Mbl. tal við Guð- mund Karlsson, formann bygg- ingadeildar félagsins, og spurði fyrst hverjar orðið hefðu undir- tektir félagsmanna: — Okkur hafa borizt milli 90 og 100 umsóknir um þessar íbúðir, og nú eftir helgi verður dregið úr gildum umsóknum á almennum félagsfundi. Við teljum, að ekki sé hægt að út- hluta íbúðunum á sanngjarnari hátt, sagði Guðmundur. — Hver voru tildrög þess að félagið ákvað að hefjast handa á þessum vettvangi? — Það var fyrir tveimur til þremur árum, að á félagsfundi kom fram mikill áhugi á því að byggja íbúðir fyrir félagsmenn og gefa þeim kost á því að eign- ast húsnæði á eins hagkvæmu verði og frekast væri unnt að bjóða. Var samþykkt á þessum fundi að kanna möguleika og skömmu sfðar var svo stofnuð bygginganefnd. Um þetta leyti var í undirbúningi úthlutun lóða á Eiðsgranda og var sótt þar um lóð fyrir fjölbýlishús. Þá lóð fengum við ekki en I haust var okkur svo úthlutað þessari lóð við Valshóla. Nú liggja fyrir teikningar og fram- kvæmdaáætlun, og miðað við að hafizt verði handa nú f vor ætti byggingunni að verða lokið eftir um það bil tvö ár. — Verzlunarmannafélagið hefur hingað til fyrst og fremst starfað sem stéttarfélag og rfk- ur þáttur í þeirri starfsemi hafa að sjálfsögðu verið kjaramálin. En það gefur auga leið, að bygg- ing íbúðarhúsnæðis, sem félagsmenn fá á kostnaðar- verði, hefur ekki síður áhrif á kjör þeirra en tíl dæmis launa- hækkanir, sem eru sú kjarabót, sem félagið hefur fyrst og fremst beitt sér fyrir til þessa. — Lánamál? — Verzlunarmannafélagið hefur þegar sótt um lán til Hús- næðismálastofnunar rfkisins fyrir allar íbúðirnar, en síðan er ráð fyrir gert, að eigendur taki við þeim þegar íbúðirnar hafa verið afhentar. Skilyrði fyrir þvf að hægt sé að fá fram- kvæmdalán af þessu tagi er að íbúðunum sé skilað fullbúnum f hendur eigendanna, en ekki t.d. tilbúnum undir tréverk og málningu. Að iokum sagði Guðmundur Karlsson: — Það er rétt að taka fram, að þeir verðútreikningar, sem nú liggja fyrir, eru miðaðir við byggingavísitöluna eins og hún var í árslok 1976, en síðan mun bætast við hækkun bygginga- vfsitölunnar fram til þess tíma að byggingu lýkur og fbúðirnar verða afhentar. Þetta áætlaða verð, sem er á bilinu 3.9 til tæpar 10 milljónir fyrir 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja fbúðir með lóð og annarri sameign fullfrágenginni, gefur því vfs- bendingu um endanlegt verð, en í þjóðfélagi þar sem verð- breytingar eru svo örar sem hér er þvi miður ekki hægt að slá byggingaverði föstu langt fram f timann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.