Morgunblaðið - 19.03.1977, Page 4

Morgunblaðið - 19.03.1977, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977 <g BÍLALEIGAN 51EYSIR LAUGAVEGI 66 CAR RENTAL 24460 28810 LOFTLEIDIR C 2 11 90 2 11 88 ORÐ í EYRA Sjálfsagt mál Alveg er Jakob hjartanlega sammála barnakennurum, sem nú eru ekki lengur simplir barnakennarar heldur virðu- legir grunnskólakennarar, um að það nær náttúrlega ekki nokkurri átt að þeir fái lægri laun en gamlir gagnfræðaskóla- kennarar sem margir hvurjir hafa farið á mis''við þá lífs- reynslu á nema þá eðlu vísinda- grein, uppeldisfræði, til prófs. Svo ekki sé minnst á mánaðar- fríin blessuð, sem vondir menn hafa afnumið, eða jólafrfin sem hafa verið stytt án þess nokkrar bætur komi fyrir. Það var flestum skyni gædd- um verum ljóst og meira að segja Jakobi að það lá fiskur undir steini þegar aldargamlar stofnanir, gagnfræðaskólar, voru lagðar fyrir róða og skyldu hér eftir í bland við þær ágætar institúsjónir sem eiga að undir- vísa börn í lestri og skrifkonst. Og munurinn á málsmekk 19. og 20. aldar manna kemur skýrt fram í nafngiftunum gagn- fræðaskóli og grunnskóli. En nú er sem sé ljóst orðið að menn eiga að taka sömu laun ef þeir starfa á sama skólastigi. Þessvegna leggur Jakob til að sem fyrst verði horfið að því ráði að afnema menntaskóla, þó sumir þeirra standi á gömlum merg og eigi rætur í fornum hefðum, og leggja þá í grunn- skólaflatsængina. Þvínæst heimti allir grunnskólamenn sömu kjör og menntaskóla- kennarar hafa nú. Enda á sama skólastigi. Og ef það er rétt að svipaða menntun og hæfileika þurfi til að kenna 7 ára börnum og 16 ára unglingum, þá þarf örugglega enn likari eigindir til að troða í 16 ára táning og þann sem 19 ára er orðinn. Eða það vill Jakob meina. Ein auðvitað má halda enn lengra í grunnskóladansinum. Það væri nefnilega rétt mátu- legt á stúdenta að skella þeim líka í grunnskólasúpuna. Og þegar Háskólinn er kom inn á grunnskólastig, sem er fram- tíðardraumur okkar sannra Grunnskólamanna, geta allir kennarar gert kröfu til þess að taka laun á borð við prófessora og kenna jafnmarga tlma á viku og þeir. Og þá fyrst verður nú veru- lega gaman að vera barnakenn- ari á tslandi. . útvarp ReykjavíK L4UG4RQ4GUR 19. marz MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Gyða Ragnarsdóttir heidur áfram að lesa söguna „Siggu Viggu og börnin 1 bænum“ eftir Betty McDon- ald (3). Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða. Oskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristln Sveinbjörnsdóttir kynnir. Barnatlmi kl. 11.10: Inga Birna Jónsdóttir stjórnar tlma með fyrirsögninni: Þetta erum við að gera. Rætt við fermingarbörn hjá sr. Árna Pálssyni I Kópavogi og kvikmyndagerð 1 Álfta- mýrarskóla. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tiikynningar. Tónleikar. 13.30 Á prjónunum Bessí Jóhannsdóttir stjórnar þættinum. 15.00 t tónsmiðjunni Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn (18). 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir tslenzkt mál Gunnlaugur Ingólfsson cand. mag. talar. 16.40 Létt tónlist 17.30 Utvarpsleikrit barna og unglinga: „Hlini kóngsson" eftir Ragnheiði Jónsdóttur (Fyrst útv. fyrir 18 árum). Leikstjóri: GIsli Halldórs- son. Leikendur: Kristfn Anna Þórarinsdóttir. Guðmundur Pálsson, Knútur R. Magnússon, GIsli Halldórsson, Árni Tryggva- son Guðrún Ásmundsdóttir. Steindór Hjörleifsson, Helga Valtýsdóttir og Hulda Valtýsdóttir. LAUGÁRDÁGUR 19. marz 1977 17.00 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 18.35 Emil I Kattholtí Lokaþáttur Bylurinn mikli Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaður Ragnheiður Steindórsdóttir. 19.00 Iþróttir Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Áuglýsingar og dagskrá 20.30 Hótel Tindastóll Breskur gamanmyndaflokk- ur. Þýðandi Stefán Jökulsson. ,21.00 Ureinufannað Umsjónarmenn Berglind Ásgeirsdóttir og Björn Vign- ir Sigurpálsson. Stjórn upptöku Tage Amm- endrup. 22.00 Lffsþorsti(Lust for Life) Bandarfsk bfómynd frá ár- inu 1956, byggð á sam- nefndri sögu eftir Irving Stone, og hefur hún komið út f fslenskri þýðingu Þórar- ins Guðnasonar. Leikstjóri Vincente Minelli Áðalhlutverk Kirk Douglas, Ánthony Quinn og Pamela Brown. Myndin lýsir ævi hollenska listmálarans Vincents van Goghs (1853—1890) og hefst, þegar hann gerist pre- dikari 1 belgfsku kolanámu- héraði. Honum ofbýður eymdin og hverfur aftur heim til Hollands. Þar byrj- ar listfcrill hans. Þýðandi Oskar Ingimarsson. 00.00 Dagskrárlok 18.00 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Ekki beinlfnis Böðvar Guðmundsson ræðir við Gunnar Frfmannsson og Þóri Haraldsson um heima og geima. — Hljóðritun frá Akureyri. 20.15 Sónata nr. 4 f a-moll eft- ir Beethoven Oleg Kagan og Svjatoslav Rikhter leika á fiðlu og pfanó. — Frá tónlistarhátíð- inni f Helsinki s.l. sumar. 20.35 Fornar minjar og saga Vestri-byggðar á Grænlandi. Gfsli Kristjánsson flytur ásamt Eddu Gfsladóttur þýð- ingu sfna og endursögn á bókarköflum eftir Jens Rosing. — Fyrsti þáttur. 21.00 Hljómskálatónlist f út- varpinu f Köln Kynnir: Guðmundur Gilsson. 21.30 „Morgunkaffi," smásaga eftir Solveigu von Schoultz Séra Sigurjón Guðjónsson þýddi. Guðmundur Magnússon leikari les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passfusálma (36) 22.25 Utvarpsdans undir góulok (23.55 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. Klukkan 22.00: Lífsþorsti Vincent van Gogh LlFSÞORSTI eða „Lust for Life“ heitir bíómyndin sem er á dag- skrá sjónvarpsins I kvöld klukkan 22.00. Myndin er bandarísk frá árinu 1956, leikstyrð af Vincente Minelli, en honum hafa þegar verið gerð skil á þessari siðu eigi all fyrir löngu, er myndin Ameríkumaður I París var sýnd á skjánum. Kvikmyndin Lifsþorsti er byggð á samnefndri sögu Irving Stone, sem komið hefur út I íslenzkri þýðingu Þórarins Guðnasonar og fjallar um ekki ómerkari mann en listmálarann hollenzka Vincent van Gogh. í aðalhlutverkum eru Kirk Douglas, Anthony Quinn og Pamela Brown. Myndin lýsir ævi listmálarans og hefst þegar hann gerist prédikari I belgisku kolanámu- héraði. Honum ofbýður eymdin og hverfur aftur heim til Hollands. Þar byrjar listferill hans fyrir alvöru. Um Vincent Willem van Gogh er sagt, að hann sé byltinga- sinnaðasti og stórkostlegasti hollenzki málarinn að frátöldum Rembrandt. Van Gogh er fæddur 30. marz árið 1830, elztur af sex börnum mótmælendaprests í smá- þorpi I Hollandi. Ferill hans sem listmálara stóð mjög stutt, aðeins tíu ár, eða frá 1880—1890. Fyrstu árin einbeitti hann sér að því að ná leikni sem teiknari og með vatnsliti. Fyrstu oliumálverkin hans eru frá 1884 og næstu sex árin málaði hann um sjö hundruð oliumálverk og teikn- aði um átta hundruð myndir. Aðeins eitt málverk var -selt á meðan hann lifði. Allt sitt líf var hann bláfátækur en haldinn ótrúlegum lífsþorsta og sann- færingu um eigin getu, enda dyggilega studdur af yngri bróður sinum Theo (1857—91), sem hafði staðfasta trú á snilligáfu eldri bróður síns og styrkti hann bæði andlega og fjárhagslega. En Theo var listverkasali I Parls. í bréfum, sem Vincent skrifaði Theo koma þarfir hans og vonir, þrár og vonbrigði glögglega I ljós, svo og andleg og líkamleg van- líðan oft á tíðum, listsköpun og daglegt llf listamannsins. Van Gogh túlkaði sjálfan sig I þessum bréfum á svo lifandi hátt og skilgreindi hluti svo nákvæmlega að bréfasafn hans er ekki ein- vörðungu ævisaga hans sjálfs heldur góðar bókmenntir. Starfi Van Goghs má skipta I tvö tímabil. Hið fyrra stóð frá 1873—1885, á þeim tíma átti hann oft I andlegum og sálrænum erfið- leikum, ár sem hann þráaðist við að leita sannleikans i sjálfs- túlkun, ác óhappa og vonbrigða, samfara rótleysi og breytingum, I llfsfarvegi hans. Síðara tímabilið (1886—90) var hámark ferils hans sem listamanns, þar sem list- sköpun hans tók miklum fram- förum, þar til strik kom I reikninginn og geðflækjur hans urðu þess valdandi að hann gerði tilraun til sjálfsmorðs og dó tveimur dögum síðar, 29. júlí 1890. Sem barn I föðurhúsum átti hann ánægjulega daga, þótt hann færi oft einförum og þá helzt I langar gönguferðir um sveitina. Sextán ára gamall var hann sendur i læri hjá listaverkasölum I Haag, höfuðborg Hollands, en föðurbróðir hans var hluthafi I því fyrirtæki. Vegna þessa starfs var hann síðar sendur til Lundúna og Parísar (1873—75). Starf hans I sambandi við lista- verk örvuðu fljótt þá hæfileika, sem hann var gæddur og hann öðlaðist snemma gott vit á góðum listum og fékk mikið dálæti á Rembrandt, Hals, J. van Ruisdael, Troyon, Jules Dupré og Maris, þótt hann hefði mest dálæti á Millet og Corot en áhrifa þeirra gætti I listsköpun Van Goghs allt hans líf. Vincent hafði lítinn áhuga á þvl að selja listaverk og fann til lífsleiða I því sambandi og þá ekki sízt þegar honum var ungum hafnað af stúlku, sem hann varð ástfanginn af I Lundúnum — sú ástarsorg var fyrsta stóra áfallið, sem hann mætti á lífsleiðinni. Hann leitaði alla tíð hlýju I mannlegu fari og þoldi ekki ef honum var hafnað. Hann gerðist mjög einrænn, tók að sér kennslu I tungumálum og flutti ljóð á opinberum vettvangi og seldi bækur. Þráin eftir því að fórna sér fyrir aðra gerði það að verkum, að hann lagði stund á guðfræði og fékk reynslu i stuttan tíma við flutning guðspjallanna I Brussel höfuðborg Belgiu, en vegna misskilnings milli hans og kirkjuyfirvalda hlaut hann aldrei prestsvigslu, sneri sér þvi að hjálparstörfum meðal námufólks I Borinage, sem er námuhérað I Belgíu. Veturinn 1879—1880 dvaldist hann meðal þessa bláfátæka námufólks og hlaut þá reynslu, sem mótaði hann fyrir lífstið. A örvæntingarstundu gaf hann öll sín veraldiegu verðmæti og I allri eymdinni var hann jafn- vel farinn að missa trúna á fagnaðarerindið. Veraldlega snauður og fullur vonbrigða sneri hann sér að list- inni og byrjaði að teikna I krafti þeirrar sannfæringar, að hann hefði fundið þá köllun I lffi slnu (ágúst 1880). Vincent hafði tekið þá ákvörðun að hlutverk hans I lífinu yrði að boða huggun til handa mannkyninu I gegnum list sína. Þessi sannfæring færði honum aftur sjálfstraust. Hann hóf nám i teiknun við akademíu i Briissel og sneri síðan aftur til „The Starry Night“ eða Stjörnubjarta nóttin, einnig mðluð f Arles, en hangir nú I „Modern Art“ listasafninu f New York.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.