Morgunblaðið - 19.03.1977, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977
Bergur Guðnason —__________________IV. grein
II. kafli skattalagafrumvarps-
ins, 7. — 28. grein, fjallar um
skattskyldar tekjur. Þar er á 7
blaðsíðum (sic.) safnað á einn
stað, með skilmerkilegum milli-
fyrirsöngum, öllum þeim þátt-
um tekjuhugtaksins, sem nú
eru dreifðir allruglingslega um
skattalögin, s.s. 7. grein núgild-
andi laga, sem er vægast sagt
óaðgengileg vegna „samspils"
hennar við 15 grein (fyrninga-
greinin). Þessi framsetning er
að mínum dómi mjög til bóta,
eins og ég hefi reyndar látið í
ljós áður um heildarframsetn-
ingu þessa frumvarps. Eins og
gefur að skilja er þessi kafli
gífurlega yfirgripsmikill að
efni til, og að sjálfsögðu fyrst
og fremst uppstokkun eða röð-
un á núgildandi lögum i að-
gengilegra formi. Hann hefur
greiða skatt af vöxtum og visi-
tölubótum, a.m.k. að hluta til,
þegar hann innleysir skírteini
sitt 1978, sennilega 16 — 17
fait, eða fær kr. 3,2 — 4 milljón-
ir, vegna þess að hann festi
kaup á fasteign árið 1977?
Þetta tel ég nauðsynlegt að
benda á, þar eð rikissjóður hef-
ur villt á sér heimildir of lengi.
Ég hefi leitað logandi ljósi, að
visbendingu um hvernig hagað
skuli skattlagninu spariskír-
teina við innlausn þeirra, en án
árangurs. Ég fagna ekki þessu
afdráttarlausa ákvæði um
skattskyldu vaxta og visitölu af
spariskirteinum.
Ég vil að lokum varðandi
þetta atriði, sem er mjög marg-
slungið skattalega, benda á að
skattlagning visitölubótanna er
mjög hæpin, svo ekki sé meira
Skattskyldar tekiur
þó að geyma ýmsar veigamiklar
breytingar frá núgildandi lög-
um. Ég mun því stikla á stóru
og fjalla um þær breytingar,
sem mér finnast áhugaverðar
eða til hins verra. Jafnframt
mun ég leyfa mér að bera fram
tillögur um einstök atriði.
í 7. grein frumvarpsins eru
almenn ákvæði um hvað skuli
teljast til tekna. Þar kemur
strax í 1. tölulið hið dæmalausa
„nýmæli" um skattlagningu
„tekna“ þeirra, sem reka eigið
fyrirtæki, án tillits til afkomu
rekstursins. Hér má segja að
fögur áform um skilmerkilega
framsetningu tekjuhugtaksins
fjúki út í veður og vínd. „Stóri
bróðir" bannar tap á atvinnu-
rekstri og segir: „Komdu með
skattinn, og engar ref jar.“
Ég tel þetta ákvæði brot á
Stjórnarskránni. Mönnum er
gert að greiða tekjuskatt af
engum tekjum. Ég hygg, að lög-
fróðir þingmenn muni finna
ákvæði í Stjórnarskránni, sem
kollvarpa þessu ákvæði og það
muni ekki verða samþykkt. Ég
nefni 67. gr. og 69. gr. þar til
stuðnings.
Að öðru leyti má segja um 7.
greinina að hún gefi ekki til-
efni til athugasemda. Hún er í
mörgu fyllri og nákvæmari en
núgildandi almenn ákvæði um
skattskyldar tekjur.
8. greinin fjallar um skatt-
skylda vexti, afföll og gengis-
hagnað. Mér þykir brýnt að
víkja nánar að vöxtum og afföll-
um.
í frumvarpinu er loks tekin
af tvfmæli um að vextir og visi-
tölubætur af hinum svokölluðu
spariskírteinum ríkissjóðs séu
skattskyldir hjá þeim, sem eiga
þau, ef þeir skulda meir en
hámarkslán frá Veðdeildinni
(sbr. 30. gr. frv.). Ég vil taka
skýrt fram, að spariskríteinin
voru allflest háð ákvæðum 21.
gr. núgildandi laga, þ.e. skatt-
frelsi þeirra var skilyrt, eins og
skattfrelsi sparifjár er nú. Það
er staðreynd að rikissjóður hef-
ur undanfarinn áratug hamrað
inn i þegnanna, að þeir högn-
uðust bezt á því að kaupa spari-
skírteini í þessari óðaverð-
bólgu. Að þessi sömu skírteini
gætu orðið tekjuskatt- og
eignarskattstofn, ef aðstæður
kaupandans breyttust á eignar-
haldstímanum hefur verið látið
kyrrt liggja. M.ö.o. ríkissjóður
hefur á lævíslegan hátt
„platað“ þegnanna til kaup-
anna. Um leið og aðstæður
breytast, t.d. skírteiniseigandi
kaupir fasteign, sem hann
skuldar meir í en Veðdeildar-
lán bakar hann sér skattskyldu
. Menn athugi að í dag kostar
2ja herberjga íbúð í Reykjavík
6 — 7 milljónir króna, en Veð-
deildarlán er nú 2.3 milljónir
króna. Skyldi mann, sem keypti
t.d. Spariskríteini fyrir kr.
200.000,- árið 1968, hafa órað
fyrir því að honum yrði gert að
sagt. Hér er um „typiskan"
eignaauka að ræða, sem einmitt
átti að vera skattfrjáls. Hver
man ekki áróðurinn um að
kaup á spariskírteinum væri
það sama og að kaupa fasteign?
21. grein núgildandi laga um
vexti af sparifé kemur vísitölu-
bótum ekki við.
Varðandi afföll er rétt að
geta þess að brýnt var að breyta
núverandi framkvæmd á skatt-
lagningu og frádráttarbærri af-
falla af skuldabréfum. Það er
öllum kunnugt, að kaupendur
skuldabréfa láta ekki nafns
síns getið við seljandann. Oft-
ast annast milliaðili viðskiptin
án þess að aðilar hittist. Núver-
andi framkvæmd er með þeim
eindæmum, að seljandinn fær
afföllin frádregin tekjum ef
hann getur bent á milligöngu-
manninn, en kaupandinn hirðir
afföllin skattfrjáls (svikið). í
skattalögum eru skýr ákvæði
um þetta nú, þ.e. að seljandi fái
einungis afföllin frádregin, ef
kaupandi telji þau til tekna (2.
mgr. D-Iiðs 1. mgr. 7. gr. og
A-liður 12. gr. 1. 68/1971).
Rikisskattanefnd kom þessari
makalausu framkvæmd á með
því, að skilja beina tilvísun á
milli framangreindra laga-
ákvæða þannig, að ekkert sam-
band þyrfti að vera á milli
tekjufærslu affalla og frá-
dráttarbærri þeirra sömu af-
falla. Ég er viss um að sú lög-
skýring nálgast heimsmet i
skattaréttarlegum misskilningi.
Eitthvað er nú tekið upp í sig!
Þessari framkvæmd á sem sagt
að breyta þannig, að afföll leyf-
ast aðeins til frádráttar sé
kaupandi nafngreindur. Feng-
in afföll eru að sjálfsögðu
áfram skattskyld.
9. grein fjallar um skattskyld-
an arð úr félögum með tak-
markaðri ábyrgð (hlutafélög
o.fl.) og jöfnunarhlutabréf.
Grein þessi er efnislega að
mestu i samræmi við gildandi
lög. Þó er útgáfa jöfnunarhluta-
bréfa rýmkuð frá því sem nú
er, en ákvæðin jafnframt
nákvæmari um framkvæmd út-
gáfunnar. Breytingar eru til
bóta. Hlutafélög, sem ekki er
„hægt“ aó slíta vegna skattlagn-
ingar á höfðustól við slit, skipta
tugum ef ekki hundruðum.
Menn athugi að búið er að
skatta allan höfuðstólinn einu
sinni, svo eigendum er vorkun
þó þá langi ekki í meiri skatt.
Ofangreint á að sjálfsögðu ekki
við um óskattaðan varasjóð
þessara félaga, enda eru sér-
stök fyrirmæli í greininni um
varasjóð.
Þá er í greininni fjallað um
sölu hlutabréfa til hlutafélags-
ins sjálfs, þ.e. að sala hluta-
bréfa umfram 10% hlutafjár til
félagsins sjálfs sé ávallt skatt-
skyld. Á undanförnum mán-
uðum hefur borið á misskiln-
ingi hjá ýmsum fjölmiðlum og
almenningi varðandi slíka sölu.
Menn hafa gert mikið úr því, að
ráðuneytisleyfi til hlutafélaga
til að eiga 30% af eigin hluta-
bréfum hafi gefið hluthöfum
einhver skattaleg tækifæri á
skattfrjálsu hlutabréfabraski.
Svo er ekki. Slík sala umfram
10% til hlutafélagsins sjálfs er
ávallt skattskyld hjá seljanda,
jafnvel þótt hann hafi átt bréf-
in meir en 4 ár. Seljandi hefur
þvi jafnvel bakað sér skatt-
skyldu, sem hann hefði annars
ekki haft, ef hann hefði selt
öðrum en félaginu sjálfu.
Ákvæðið um þessa tegund
hlutabréfasölu er skýrara en i
núgildandi lögum, en hér er
engin breyting á feðinni. Þessu
skaut ég aðeins inn til fróð
10 — 27. grein frumvarpsins
fjalla um að söluhagnað hinna
mismunandi eigna, eða öllu
heldur skattskyldu eða skatt-
frelsi hans. Að ógleymdum
ýmisskonar möguleikum á
frestum skattlagningar, og i
sumum tilfellum hreinu undan-
skoti vegna klaufalegra hug-
mynda höfunda frumvarpsins.
Ég mun nú reyna að draga
saman það helzta úr þessum
greinum í stuttu máli.
Söluhagnaður af lausafé:
Söluhagnaður af ófyrnanlegu
lausafé, þ.e. lausafé einstakl-
inga, s.s. einkabifreiða og hvers
konar lausafjár sem ekki er
notað í atvinnurekstri telzt þvi
aðeins til skattskyldra tekna, ef
eigandi hefur átt eignina skem-
ur en 2 ár. Ekki verður sé ð að
eigandi geti skotið sér undan,
eða frestað skattlagningu i
þessu tilviki og er þetta óbreytt
frá gildandi lögum.
Meðferð söluhagnaðar af
fyrnanlegu lausafé, þ.e. því
sem notað er til atvinnurekstr-
ar, er einfölduð frá þvi sem nú
er. Eignarhaldstími slíks lausa-
fjár skiptir ekki lengur máli.
Öll sala lausafjár kemur til
lækkunar fyrningarstofni og öll
kaup koma til hækkunar á
sama stofni. M.ö.o haldinn er
einn lausafjárreikningur og af-
skrifað af honum eins og hann
stendur í árslok. Söluhagnaður
er því óbeint alltaf skattskyld-
ur. Verði lausafjárreikningur-
inn neikvæður, þ.e. selt meira
út af honum en fyrir er eða
keypt er síðar á árinu kemur til
skattlagningar á söluhagnaði.
Þó eru eiganda veittar víðtækar
heimildir til þess að „komast
hjá“ skattlagningu. Hann get-
ur: A. Fyrnt aðrar eignir
(mannvirki) á móti söluhagn-
aði. B. Hann getur frestað
skattlagningu um tvenn ára-
mót, þar til hann hefur aflað
sér annarra eigna til að fyrna á
móti söluhagnaðinum. Ef hann
gerir það ekki skattleggst sölu-
hagnaðurinn að viðbættu 25%
álagi. Sem sagt í versta falli fær
hann þriggja ára greiðslufrest á
skattinum. Ekki er allt búið
enn. í 40. gr. frumvarpsins er
meira að segja heimild til enn
frekari frestunar með leyfi
ríkisskattstjóra, ef „sérstakar
ástæður eru fyrir hendi“.
Hér er upptekin mjög einföld
og góð regla, sem einfaldar nú-
verandi framkvæmd til mikilla
muna. Frestanir ganga þó of
langt í frumvarpinu eins og
sýnt hefur verið fram á.
Heimild rikisskattstjóra f 40.
grein þarf að vera mun þrengri
eða hreinlega að falla niður.
Það þarf ekki alltaf að ganga út
í öfgar, þegar góðar breytingar
eru gerðar.
Söluhagnaður af fasteignum.
í stuttu máli má segja að mögu-
leikar eiganda fasteigna í at-
vinnurekstri, svo kallaðra
fyrnanlegra fasteigna, séu enn
rýmri en getið var hér að
framan. Á móti kemur að nú-
gildandi reglur um eignar-
haldstima eru felldar niður i
frumvarpinu. Sala þessara
eigna er sem sagt ávallt skatt-
skyld, en heimildir til frestunar
eða minnkunar á söluhagnaði
eru fjölmargar og margar að
minu mati. Til viðbótar því sem
áður sagði um fyrnanlegt lausa-
fé getur seljandi fyrnanlegrar
fasteignar: A. Hækkað verð
hennar upp í fasteignamat árið
1977. B. Talið helming sölu-
verðs til skattskyldra tekna i
stað skattskylds söluhagnaðar.
C. Látið umreikna verð hennar
miðað við byggingarvisitölu. D.
Sé söluverð eignarinnar greitt
að hálfu meó skuldaviðurkenn-
ingum til 5 ára eða lengur er
seljanda heimilt að telja sölu-
hagnaðinn til tekna á sjö árum.
Af framanrituðu sézt, að höf-
undar frumvarpsins hafa geng-
ið fulllangt til móts við skattk-
þegninn, atvinnurekandann, aó
þessu leyti. Ég held að útkoman
úr dæminu, þ.e. strangari
ákvæði um eignarhaldstíma
(niðurfellingu hans) eigna
verði þvert á móti- iftikvæð
fyrir ríkissjóð. Skammlaust
mmætti skera eitthvað af heim-
ildunum niður.
Hliðstæð ákvæði gilda um
ofyrnanlegar fasteignir, s.s.
lönd og lóðir o.fl., og að framan
greinir. Ogurlega ströng skatt-
skylda í fyrstu, en síðan botn-
lausar heimildir f allar áttir. Að
sjálfsögðu þurfti að vera sér-
stakt „framsóknarákvæði" um
sölu bújarða.
Söluhagnaður af fbúðar-
húsnæði. Frumvarpið breytir
núgildandi ákvæðum um sölu
íbúðarhúsnæðis verulega. Ekki
er lengur atriði hvort íbúð er
íbúðarhæf þegar hún er seld,
eins og nú er. Rúmmetrafjöldi
fbúðar skiptir ekki máli heldur.
Ég geri ráð fyrir að flestum
séu kunn ákvæði skattlaga um
endurkaup á ibúðarhúsnæði.
Þó þykir rétt að rifja upp að
skv. núgildandi lögum skapar
það ekki skattskyldu hjá aðila
sem selur íbúð innan 3ja ára
frá þvi hún var íbúðarhæf, ef
hann kaupir aðra sem er jafn-
stór eða stærri að rúmmetrum.
Hafi hann átt íbúðina lengur en
3 ár íbúðarhæfa er salan
honum skattfrjáls. Hinsvegar
hefur sala íbúðar í byggingu
verið skattskyld skv. núgild-
andi lögum.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
eignarhaldstími lengist úr 3
árum í 5 ár, þannig að aðili
þurfi að eiga fbúðarhúsnæði i 5
ár áður en hann má selja það
skattfrjálst. Hins vegar skiptir
ekki lengur máli þótt selt sé í
byggingu. Nýja endurkaups-
reglan er einfaldlega þannig að
ef söluverði fbúðar er öllu varið
í kaup eða byggingu annarrar
íbúðar, þá er sú sala skattfrjáls.
Ekki er nóg með það. Nýja
endurkaupsreglan skal gidla
um þá sem eiga 3 fbúðir eða
færri. Jæja, nú ætti að vera
óhætt að benda á rökleysið i
þessu dæmalausu reglum:
Reglan þýðir einfaldlega, að
aðili, sem heldur sig við 3 fbúð-
ir eða minna getur keypt og selt
íbúðir eins og óður maður og
þarf aldrei að borga krónu í
tekjuskatt.
Dæmi: A. byggir hús fyrir 5
milljónir og selur það fyrir 10
milljónir. Gróði 5 milljónir. A.
Framhald á bls. 26
Opið hús hjá
Náttúrulækn-
ingafélaginu
Náttúrulækningafélag Reykja-
vfkur hefur ákveðið að hafa „opið
hús“ eitt kvöld í viku nú á næst-
unni í Matstofunni að Laugavegi
20 B. Þangað getur hver sem vill
komið. Svarað verður spurning-
um, kynnt stefna og starfsemi
félagsskaparins, hafðar á boðstól-
um bækur og rit N.L.F.l. um
heilsuvernd, uppskriftir að hollu
fæði, sýndar heilsuvörur og gefn-
ar ýmsar upplýsingar.
Fyrsta kynningarkvöldið verð-
ur næstkomandi miðvikud. 23.
marz, kl. 20 — 22.
Svanlaug Árnadóttir hjúkrunar-
fræðingur — hinn nýkjörni for-
maður Hjúkrunarfélags tslands.
Nýr formað-
ur í Hjúkrun-
arfélaginu
FULLTRUAFUNDUR Hjúkrun-
arfélags tslands var haldinn f
Reykjavfk dagana 11. og 12. marz
s.l. Daginn fyrir fulltrúafund var
kjörfundur á skrifstofu félagsins
og var kosinn nýr formaður f stað
Ingibjargar Helgadóttur, sem
ekki gaf kost á sér til endurkjörs.
Formaður til þriggja ára var kos-
in Svanlaug Árnadóttir,
hjúkrunarfræðingur en þrfr
félagsmenn voru f kjöri.
Samkvæmt lögum félagsins átti
fulltrúafundur að kjósa 2 fulltrúa
í stjórn og tvo i varastjórn. Þar eð
fleiri gáfu ekki kost á sér var
sjálfkjörið í stjórn að þessu sinni.
Stjórn félagsins skipa nú: Svan-
laug Árnadóttir, formaður, Anna
S. Stefánsdóttir, Sigríður
Einvarðsdóttir, Fanney
Friðbjörnsdóttir, Björg Ólafs-
dóttir, Þuríður Backman og Gyða
Thorsteinsson. Varastjórn: Ás-
laug Björnsdóttir, María Gfsla-
dóttir, Helga Snæbjörnsdóttir,
Pálína I. Tómasdóttir, Dórothea
Sigurjónsdóttir, Jóna Valgerður
Höskuldsdóttir.
Fulltrúafundinn sátu 56 kjörnir
fulltrúar stjórnar svæðis- og sér-
greinadeilda félagsins, ritstjóri
Tímarits HFl, formaður trúnaðar-
ráðs og formaður Hjúkrunar-
nemafélags Islans, auk nokkurra
áheyrnarfulltrúa. Auk venjulegra
aðalfundarstarfa voru rædd
menntunar- og kjaramál
hjúkrunarstéttarinnar. Fundur-
inn samþykkti m.a. að fela stjórn
félagsins undirbúning að auka-
fulltrúafundi, þar sem sérstak-
lega skyldi fjalla um menntunar-
málin.
Fulltrúafundurinn samþykkti
einróma ályktun, þar sem lögð er
áherzla á það að landsmönnum
beri öllum skylda til að taka
virkan þátt í umhverfisvernd og
mótmælt er öllum áætlunum
stjórnvalda um stóriðju á Islandi,
sem valdið geti mengun á lofti,
landi og legi.
(Fréttatilkynning)