Morgunblaðið - 19.03.1977, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.03.1977, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977 13 Þorsteinn Hannes- son tónlistar- stjón sextugur Það er svo skammt á milli stórafmæla á Skúlagötu 4 þessa dagana, að ef haldið væri þríheil- agt, gæti hátíðin staðið í viku. Utvarpsstjóri sextugur á miðviku- daginn var, og Þorsteinn Hannes- son tónlistarstjóri dregur hann uppi á sprettinum í dag. Að sinni verður látið sitja á hakanum að rekja ættir hans og einkamál fram yfir það, að hann fæddist 19. marz 1917 á Siglufirði, þar sem séra Bjarni Þorsteinsson sat og sönglff og músíkmennt hef- ur, að minnsta kosti með köflum, staðið með talsverðum blóma. Foreldrar hans voru Hannes Jón- asson bóksali þar og kona hans, Kristín Björg Þorsteinsdóttir. Að loknu samvinnuskólaprófi 1935 og ýmsum störfum hér heima um nokkurra ára skeið steig Þor- steinn það skref, sem hann hlaut að stíga vegna eðlislægrar list- gáfu og löngunar. Hann sigldi til Lundúna, meðan álfan logaði öðru sinni á þessari öld, og hóf nám í The Royal College of Music, sem hann stundaði 1943—47, var reyndar samtímis jafnaldra sín- um og samstarfsmanni, Andrési Björnssyni, og fleiri góðum mönn- um í Lundúnum fyrsta árið. Aðal- námsgrein hans var söngur, en að námi loknu varð hann aðaltenór við The Covent Garden Opera þar í borg um sjö ára skeið, 1947—54, og söng einnig á þeim árum sem gestur við aðrar óperur, m.a. í Hollandi og á Irlandi. Frá 1955 var hann aðalkennari i söng við Tónlistarskólann í Reykjavík i ell- efu ár og hefur undanfarið kennt f Söngskólanum. Hann varð aðstoðarmaður forstjóra i Áfengisverzlun rikisins 1957 og siðan innkaupafulltrúi Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins um margra ára skeið, eða þar til hann gerðist starfsmaður i tónlistar- deild útvarpsins. Þar var hann aðstoðartónlistarstjóri i nokkur ár, en við starfi tónlistarstjóra tók hann snemma árs 1975 og hefur gegnt því síðan. Mörg trúnaðar- störf hafa Þorsteini verið falin í áranna rás, og skal hér aðeins nefnt, að hann var fyrsti forstöðu- maður listkynningar í skólum, átti I mörg ár sæti í útvarpsráði og I stjórn Bandalags íslenzkra lista- manna og var varaforseti þess um skeið. Og fleira mætti telja. Ég held, að nú séu um það bil sjö ár liðin siðan við Þorsteinn Hannesson skiptumst fyrst á orð- um, og ég man það vel og finnst spaugilegt nú, að ég var dálftið tortrygginn á þennan stóra og gustmikla mann. Ég hafði ekkert haft af honum að segja, allra sízt nokkuð misjafnt, og þekkti hann ekkert persónulega. Þá var ég að vinna á fréttastofu útvarpsins og hafði stundum séð honum bregða fyrir eða orðið honum samferða í lyftunni, þegar hann var að koma á útvarpsráðsfundi. Og milli út- varpsráðsmanna og útvarpsstarfs- manna er stundum dálitil vík, meðan þeir þekkjast ekkert per- sónulega, og halda hvorir á sínu. Því er stolið úr mér, hvað okkur fór á milli, get þó fullyrt, að það var ekki merkilegt, en mér fannst einhver þóttasvipur á Þor- steini og jafnvel fleiri útvarps- ráðsmönnum, þegar þeir hurfu inn í fundarherbergið — til þess að ráða ráðum sfnum og ræða um það, sem við hin vorum að gera (því að það þóttumst við viss um). En sitt er nú hvað að vera þótta- fullur eða vera dálítið gustmikill í fasi. Og sfðan er ég búinn að kynnast bæði Þorsteini Hannes- syni og útvarpsráði betur. Nú er fjarlægðarbláminn horfinn og með honum hinn óttalegi leyndar- dómur og óttablandni dularblær, en annað komið i staðinn: hvers- dagsleg mannleg samskipti á ákaflega jarðnesku plani — og hlýr og notalegur vinur og sam- starfsmaður, sem mér hefur fund- izt gaman að kynnast. Bridge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON Öruggur sigur bræðranna í Siglufirði Sveitakeppni Bridgeféiags Sigluf jarðar er nú nýlokið. Ur- slit urðu þau, að Siglufjarðar- meistarar urðu bræðurnir f jór- ir, sem skipa sveit Boga Sigur- björnssonar. Auk Boga eru f sveitinni þeir Anton, Jón og Asgrfmur. Sveit Stig Boga Sigurbjörnss. 109 Björns Þórðarsonar 75 Sig. Hafliðas. 68 Páls Pálssonar 66 Reynis Pálss., Fljótum 55 Björns Ólafssonar 23 Ástu Ottesen -*-13 Butler næsta keppni hjá BR Næsta keppni félagsins verð- ur Butler-tvímenningur. 36 pör geta verið með i keppni þessari og verður að láta skrá sig í keppnina í siðasta lagi 24. marz. Er það vegna skipulagsins á keppninni — en það er nokkuð þungt i vöfum. Feðgar á toppn- um hjá Asunum 9. umferðum er nú lokið af 23 f Barometers-keppni Ásanna, og hafa feðgar tekið forystuna. Annars er staða efstu para þessi: Stig Ólafur Lárusson — Lárus Hermannsson 685 Karl Adolphsson — Georg Sverrisson 668 Haukur Ingason — Þorlákur Jónsson 667 Jón Páll Sigurj. — Guðbr. Sigurbergss. 655 Jón G. Pálsson — Sigmundur Stefánss. 635 Guðm. Pálsson — Sigmundur Stefánss. 629 Meðalskor er 594 stig. Árangur Hauks og Þorláks er orðinn athyglisverður i vetur, og hafa þeir tekið miklum framförum. Þeir eru m.a. efstir í B.Kóp, og auk þess taka þeir þátt i úrslitum Reykjanessmóts- ins í Skiphól. Núverandi Barometers- meistarar Ásanna eru þeir fél- agar Jón Páll og Guðbr. N.k. laugardag munu Ásarnir heyja félagskeppni við Borgarnes, en afkomendur Egils og BÁK hafa skipst á heimsóknum undanfar- in ár. Bronsstig útgef- in af Asunum AUs bafa 153 blotið bronsstig útgefin af Asunum og þar af eru 52 sem hlotið hafa 80 stig eða meir. 23 aðiljar hafa hlotið 200 stig, eða meir, og eru 3 komnir yfir 500 stig eða meir. Athuga ber, að þetta eru ein- ungis stig útgefin af Asunum, en margir eru nú komnrr yfir 1000—1500 stig samtals f öllum félögum. Stighæstu menn eru þessir: Guðmundur Péturss. 553 Þorfinnur Karlsson 530 Lárus Hermannss. 511 Ármann J. Láruss. 470 Sigtryggur Sigurðss. 467 Ólafur Lárusson 389 Ég er ekki maður til að tala um tónlist og söng og læt þvi öðrum eftir ailt listrænt mat á framlagi afmælisbarnsins í hofi sönggyðj- unnar, en vel er mér ljóst, að þeir, sem taka við hana tryggðum, telja tónlistina ótvíræða drottningu allra lista. Marga hef ég heyrt minnast þess með mikilli ánægju, hve vel Þorsteinn hafi sungið hlutverk sitt i „I Pagliacci" I Þjóð- leikhúsinu á sinum tíma, og vafa- litið má hafa söngframa hans á dvalarárunum ytra til marks um gáfur hans, menntun og hæfileika á því sviði. Og mikið hef ég alltaf gaman af segulbandsspottanum, þar sem hann syngur „Hvar eru fuglar?“, um sumarið innra fyrir andann, og „Vor og haust“, þar sem þeir leggja saman Siglfirð- ingarnir, Bjarni Þorsteinsson, sem samdi lagið, Þorsteinn, sem syngur það, og Páll J. Árdal, sem var sýslungi hans og tengdur hon- um og setti saman textann. Það er eitthvað ljúft og notalegt við þetta allt saman og verður ekki lýst með orðum einum. En hvað sem líður söngvaranum og lista- manninum Þorsteini Hannessyni, sem nú syngur ekki nema endrum og eins opinberlega, nýtur ís- lenzkt tónlistarlíf starfskrafta hans og reynslu sem tónlistar- stjóra útvarpsins, stjórnar- og áhrifamanns i sinfóniuhljóm- sveitinni og söngkennara, og verð- ur svo vonandi enn um mörg ár. Á sextugsafmæli hans er mér ljúft og skylt að minnast góðra kynna við hann á slðustu árum. Samstarf okkar hjá útvarpinu er oft býsna náið i blíðu og striðu. Við höfum átt gott með að vinna saman, og ég held mér sé óhætt að fullyrða, að við eigum hvor ann- ars trúnað. Um Þorstein má segja með óvenju miklum rétti, að hann láti sér ekkert mannlegt óviðkom- andi, þvi að hann er gæddur svo lifandi áhuga á mönnum og mál- efnum, svo heilbrigðri forvitni og löngun til að fylgjast með, að hann kveikir hvarvetna líf i kringum sig. Hann er opinskár og ákafur að jafnaði, þó að hann eigi sínar alvörustundir eins og aðrir, og hefur listamannsgeð, sem tekið getur stórar sveiflur. Andúð sinni og samúð á hann bágt með að leyna og er hjálpsamur og raun- góður, ef þvi er að skipta. Hann er heimsmaður í háttum og ræðinn og fjörugur í samkvæmum og á mannamótum. Þess vegna er gam- an með honum að vera og æ skemmtilegra, eftir því sem mað- ur kynnist honum betur. Eins og þessi upptalning og all- ur ferill Þorsteins bera með sér, hefur hann komið viða við, og þó að einungis sé talað um útvarpið, verður hið sama upp á teningn- um. Hann er áhugasamur um starf sitt og hefur yndi af að vinna fyrir útvarp, ekki aðeins á sviði tónlistarmála, heldar einnig hins talaða orðs, enda nýtur hann vinsælda sem upplesari og dag- skrárgerðarmaður, — og lang- skemmtilegast þykir honum beint útvarp, af því að þvi fylgir spenna og það reynir á marga eðlisþætti, sem mönnam af hans gerð eru gefnir og þá koma bezt í ljós. Mér er fjarri skapi að minnast þess með nokkrum trega, að Þor- steinn Hannesson er sextugur í dag. Til þess er hann allt of ungur í anda, og þess vegna hefur aldursmunurinn aldrei skipt okk- ur máli. Við höfum ekki einu sinni munað eftir honum. Marga útvarpsráðsfundi höfum við nú setið hlið við hlið starfsmanna- megn við borðið, þegar hinir þing- kjörnu fulltrúar fólksins í land- inu koma til að athuga, hvað sé að gerast, leggja á ráðin og móta stefnuna og gæta þess, að „embættismannavaldið" vaði ekki athugasemdalaust með skít- uga skóna yfir hausinn á almenn- ingi! Þá getur stundum verið gaman að Þorsteini, sem hlustar og horfir á þetta eins og misjafn- lega vel teflda skák, þvi að i starfsmannahópnum, sem einung- is hefur málfrelsi og tillögurétt, nýtur hann þeirrar sérstöðu að hafa lika setið hinum megin við borðið. Oftsinnis hefur hann líka hlammað sér í stólinn hinum meg- in við skrifborðið mitt og sagt mér nýjustu fréttir, látið gamminn geisa um allt og ekkert eða ég komið upp til hans, og þá hefur oft verið glatt á hjalla. Nú óska ég honum langlífis i landinu, góðrar heilsu, hárrar elli og margra skemmtilegra stunda, þar sem ég vil gjarnan vera viðstaddur. Og ef honum skyldi ekki finnast þetta nógu löng eða vegleg af- mæliskveðja, af því að hún er skrifuð í flýti, mætti ég kannski minna hann á litið atvik. Ein- hvern tima á viðkvæmu augna- bliki hafði hann orð á því, svo að fleiri heyrðu, að ég hefði verið óþarflega langorður um tiltekið atriði. En ég hefndi mín grimmi- lega, bað um orðið og sagði, að mér fyndist þetta nú koma úr hörðustu átt, því að með fullri virðingu fyrir vini minum, Þor- steini Hannessyni, yrði ég að segja, að öllu kjaftaglaðari mann hefði ég ekki þekkt. En það er nú einmitt það, sem gerir hann skemmtiiegan félaga á góðri stund. Svona eru samskipti okkar. Og þessa smámuni veit ég, að hann tekur ekki illa upp.. Svo er guði og kimnigáfu tónlistarstjór- ans fyrir að þakka. Hjörtur Pálsson. Bílmotta sem heldur þurru og hreinu Hvernig er það nú hægt? Jú — í vætu og snjó lætur þú hliðina með kantinum snúa upp. Vatnið safnast í botninn á mottunni en skórnir hvíla þurrir á upphleyptu munstr- inu. Hellt úr eftir þörfum. í þurrkatíð lætur þú hina hliðina snúa upp og sandur og aur, sem berst inn í bílinn, safnast í vöfflumunstraðan botn mottunnar. Stærðir: 40 x 51 cm. og 46 x 57 cm. Margir litir. Fást á bensínstöðvum Shell. Olíufélagið Skeljungur hf ii

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.