Morgunblaðið - 19.03.1977, Page 15

Morgunblaðið - 19.03.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977 15 Rækjuveiðar heimilaðar í Öxarfirði: Bátarnir bún- ir seiðafælum RÆKJUVEIÐAR hafa nú verið heimilaðar á Öxarfirði á nýjan leik, en sem kunnugt er hafa þær legið niðri að mestu sfðan um áramót vegna gffurlegs seiða- magns f firðinum. Ellefu bátar hafa nú leyfi tii að stunda veið- arnar, en með þvf skilyrði að þeir noti svokallaða seiðafælu, en til- raunir með hana hafa gefið góðan árangur á þessum slóðum. Guðni Þorsteinsson fiskifræð- ingur hefur að undanförnu verið norður í Öxarfirði til að kynna seiðafæluna og gera tilraunir með hana. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Guðni, að þegar þeir hefðu gert tilraunir með seiðafæl- una hefði verið farið á tveimur bátum frá Kópaskeri. Var annar búinn venjulegu rækjutrolli, en hinn seiðafælu að auki. Drógu bátarnir trollin hlið við hlið til þess að hægt væri að fá sem ná- kvæmastan samanburð. — Fyrst áttum við í erfiðleik- um, sagði Guðni, þar sem rækjan í öxarfirði er svo stór, ca 150 stk. fara í kílóið, sem er jafnbetra en úthafsrækjan. Við gátum þv ekki notað 60 mm. riðilinn og skiptum síðan yfir í 80 mm. riðil og þá fengum við mjög góðan árangur með seiðafælunni. Afli á togtíma reyndist þá vera 400 kg. af rækju, þar sem seiðafælan var notuð, en 600 kg. þar sem rækjutrollið var notað eitt. Þá sagði Guðni, að úr hverjum 1000 kg., sem fengizt hefðu í troll- ið með seiðafælunni, hefðu feng- ist 628 ýsuseiði, 427 síldarseiði og 42 þorskseiði að meðaltali. í rækjutrollið fengust hins vegar úr hverjum 100 kg. 1154 ýsuseiði, 1922 síldarseiði og 356 þorskseiði, þannig að munurinn er gífurleg- ur. S.l. mánudag var öllum bátun- um síðan heimilað að hefja rækju- veiðar á ný ef þeir notuðu seiða- fælu. Fóru bátarnir 11 strax út til veiða og reyndist meðalafli á tog- tíma vera 311 kíló. Fengu bátarn- ir að meðaltali 101 ýsuseiði, 205 síldarseiði og 15 þorskseiði pr. 311 kíló, sem telst vera í lagi. Var því veiðin heimiluð áfram. Að lokum sagði Guðni, að sjó- Þorrablót í Washington ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í Washington, D.C., hélt sitt árlega þorrablót 5. marz sl. Þorrablótið sóttu 275 manns víðsvegar að úr Bandaríkjunum. Á borðum var þorramatur, sem Flugleiðir fluttu endurgjaldslaust frá Islandi. Flugleiðir gáfu einnig flugfarmiða, sem var aðalhapp- drættisvinningur kvöldsins og frú Hallfríður Guðbrandsdóttir Schneider hreppti. Heiðursgestir kvöldsins voru fraú Ágústa Thors og Aage Lor- ange, píanóleikari, sem kom frá íslandi gagngert til að skemmta Þorrablótsgestum og tókst mjög vel. Ræðumaður kvöldsins var Da- vid Kickerson frá bandariska ut- anríkisráðuneytinu. Formaður stjórnaði þorrablót- inu af miklum skörungsskap. Aðr- ir I stjórn félagsins eru Hallfríður Guðbrandsdóttir Schneider, Ás- geir Pétursson, Kristin Wheeler og Peter Colot. © menn vi Öxarfjörð hefðu tekið seiðafæluna upp af frjálsum vilja. í vetur þegar seiðamagnið hefði verið sem mest hefðu þeir haft samband við Hafrannsóknar- stofnunina, sagt frá seiðafjöldan- um og spurt hvað ætti að gera. Væri því framkoma þessara manna gagnvart ungviðinu til mikillar fyrirmyndar. Bandarísk- ir kennarar í heimsókn HÓPUR bandariskra kennara, sem komnir eru á eftirlaun, kem- ur i heimsókn til íslands í dag, alls um 20 menn. Munu þeir dvelja á íslandi í nokkra daga, skoða Reykjavik og ferðast til Akureyrar og viðar. Sams konar hópur kom s.l. ár. Skemmtun danskennara Danskennarasamband is- lands gengst fyrir fjölskyldu- skemmtun í Súlnasal Hótel Sögu á morgun, sunnudag, kl. 14.00. 1 fréttatilkynningu frá sambandinu segir, að þarna gefist tækifæri fyrir alla fjöl- skylduna að fara saman út og skemmta sér, þvi börnin fái að dansa auk þess sem nemendur og kennarar dansskóla Sigvalda og Ileiðars Ásvaldssonar sýni nokkra dansa. Á þessari skemmtun gefst tækifæri til að sjá það, sem kennt er i dans- skólunum. Fyrrnefnd skemmtun verður ekki endurtekin, en hins vegar efnir sambandið til dansleikja i Tónabæ tvo sunnudaga fyrir unglinga. Danssýningar verða á þessum dansleikjum. Sá fyrri verður á morgunn, sunnudag, kl. 19.00 til 22.00 og er ætlaður 12 og 13 ára krökkum, en sunnudaginn 27. marz verður dansleikur, sem ætlaður er 14 og 15 ára unglingum. Hefst hann kl. 20.00 og lýkur kl. 23.00. Aðgöngumiðar verða seldir i dansskólum borgarinn- ar og við innganginn ef ekki verður þegar orðið uppselt. Félagar Danskennarasam- bandsins eru liðlega 20 og hafa unnið að undirbúningi fyrr- nefndra skemmtana, en stjórn sambandsins skipa Guðbjörg Pálsdóttir, formaður, Edda Rut Pálsdóttir, Iben Sonne Bjarna- son, Klara Sigurgeirsdóttir og Heiðar R. Ástvaldsson. Björn Th. Björnsson. Norræn kvöldvaka í Kópavogi Norræna félagið i Kópavogi efnir til kvöldvöku sunnudaginn 20. marz kl. 20.30 í Hamraborg 11. Andrés Kristjánsson skólafulltrúi skýrir frá úrslitum ritgerðarsam- keppni meðal skólabarna um vinabæinn Kópavog. Félagið efndi til þessarar samkeppni i tengslum við norrænu menning- arvikuna I kaupstaðnum á liðnu hausti. Barnakór Kársnesskóla syngur og Björn Th. Björnsson listfræðingur leiðir fundarmenn um íslendingaslóðir I Kaup- mannahöfn með myndum og tali. Allir eru velkomnir. Ályktanir um og atvinnumál AÐ undanförnu hafa borizt blaðinu fjöldamargar ályktanir um kjara-, atvinnu- og skattamál, sem ýmis stéttarfélög hafa gert á fundum sfnum og þingum. Hér á eftir verða nú stuttlega raktar þessar ályktanir og það helzta sem þær hafa að geyma. Sameiginlegur fundur fulltrúa- ráðs, stjórnar og samninganefnd- ar Sambands fsl. barnakennara mótmælir þeim starfs- og launa- kjörum sem fslenzkum kennur- um er gert að búa við og eru algerlega óviðunandi, segir f frétt frá SÍB. Þá lýsir fundurinn einnig yfir óánægju með mis- ræmi það, sem rfkir um kennslu- skyldu grunnskólakennara og krefst að hún verði jöfnuð f næstu samningum. Sambandsstjórn Sjómannasam- bands íslnds beinir þeim tilmæl- um til aðildarfélaga sjómanna- sambandsins og annarra félaga, sem fara með málefni sjómanna, að þau segi upp gildandi kjara- samningum fyrir 15. marz. Múrarasamband íslands hefur einnig skorað á aðildarfélög sín að segja upp kjarasamningum eigi siðar en 31. marz. Á félagsfundi Félags járn- iðnaðarmanna var samþykkt ályktun; sem segir m.a.: Telur félagsfundur járniðnaðarmanna að bregðast eigi þannig við verð- hækkunarráðstöfunum stjórn- valda að verkafólk efli með sér víðtæka samstöðu og undirbúi sem bezt samstillta uppsögn kjarasamninga og kröfugerð. Fundir í Iðju félagi verksmiðju- fólks, mótmælir framkomnu INNLENT Frá lögreglunni: Óskað eftir vitnum SLVSARANNSÓKNARDEILD lögreglunnar hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrsl- um. Sfmarnir hjá lögreglunni eru 11166 og 10200. Miðvikud. 9. marz. Ekið á bif- reiðina G-2731 Citroen GS fólksb. árg. 1974, bláa að lit, þar sem hún stóð á bifreiðastæði við Verzlunarskólann við Grundarstig á timabilinu kl. 21:00—23:30. Skemmdir: Hægri afturhurð og höggvari dældað og skemmt. Laugard. 12. marz. Ekið á bif- reiðina R-9710 Volvo fólksb. árg. 1967 dökkgræna að lit, þar sem hún stóð við Miðtún 15, á tímabilinu kl. 15:00—17:00. Skemmdir. Framhöggvari dældaður. Laugard. 12. marz. Ekið á bif- reiðina R-51770 Ford sendi- ferðab. árg. 1977 rauða að lit, þar sem hún stóð á bifreiða- stæði við Torfufell 23 eða á Háaleitisbraut. Þetta mun hafa átt sér stað á tímabilinu kl. 23:00 þann 12. þar til kl. 08:00 morguninn þann 13. marz, þá á móts við Torfufell, en annars fyrir hádegið á Háaleitisbraut- inni sama dag. Skemmdir: Vinstra Framaurbretti og vinstri hurð dældað og var hvít- ur litur í skemmdinni sem var í 75—110 cm hæð. Mánudag, 14. marz. Ekið á bifreiðina R-52125 Austin Mini fólksb. árg. 1977 mosagræna að lit, þar sem hún stóð að austan verðu við Faxaskála Eimskipa- félagsins (Gamla Kalkofs- veginum), á tímabilinu kl. 08:40—17:45. Mánud. 14. marz. Ekið á barnakerru sem hafði verið skilin eftir við gróðurhúsið Grænuhlið v/Bústaðaveg á tímabilinu kl. 17:30—18:00.Talið er að tjón- valdur sé blár Ford Bronco með hvitan topp sem sást fara þarna á brott á þessum tima. Þriðjud. 15. marz. Ekið á bif- reiðina R-29250 Cortina •fólksb.árg. 1974 brúna að lit, þar sem hún stóð á gamla Kalkofnsveginum, austan Faxa- skála, á tímabilinu kl. 13:00—16:00. Skemmdir: Hægra framaurbretti og stefnu- ljósker. kjara- frumvarpi um skattamál og skor- ar á forsvarsmenn ASÍ að vera á verði gagnvart frumvarpinu og telur einnig að endurheimta verði kaupmátt launa, eins og hann hefur verið beztur áður. Fundur verkalýðsfélaganna á Akureyri lýsir yfir að stefna beri að þvi í samningum á komandi vori að kaupmáttur launa verði ekki lakari en hann var beztur á árinu 1974. Þing Alþýðusambands Suður- lands telur að ljúka verði varnar- baráttu í kjaramálum og óhjá- kvæmilegt sé að stórhækka hin almennu verkamannalaun og skuli lágmarkslaun ekki vera lægri en 120 þúsund kr. fyrir dag- vinnu. Þingið telur einnig að árangursrikasta aðferð við ba- ráttu fyrir bættum kjörum sé sú að verkalýðsfélögin komi fram sem ein heild gagnvart atvinnu- rekendum og stjórnvöldum. Um atvinnumál segir þingið að stuðla beri að aukinni nýtingu auðlinda landsins og fjölbreyttara atvinnu- lifi. Þingið telur einnig að hraða verði uppbyggingu atvinnulifs á Suðurlandi og að leggja beri áherzlu á brúargerð yfir ölfusár- ós. Sveinafélag málmiðnaðar- manna á Akranesi mótmælir verðhækkunum og skorar á miðstjórn ASÍ að bregðast hart við versnandi lífskjörum, og i ályktun félagsins um atvinnumál segir m.a. að vernda beri iðnaðinn með lækkun tolla á hráefni og betri lánafyrirgreiðslu. Kjara- málaályktun félagsins segir m.a. að stefna beri að sömu lífskjörum hér og á hinum Norðurlöndunum. í ályktun Iðnnemasambands íslands um kjaramál, sem gerð var á kjaramálaráðstefnu sam- bandsins, segir m.a. að verðbólga hafi haft þær afleiðingar að kaup- máttur launa verkafólks hafi minnkað og styður hún þá kröfu kjaramálaráðstefnu ASÍ um 100 þúsund króna lágmarkslaun á mánuði. Einnig er bent á að iðn- nemar séu sennilega ein lægst launaða stétt landsins, eins og segir í ályktuninni og kröfur um verkfallsrétt iðnnema eru áréttaðar. I * «lllltlfl IIItllflti I I 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.