Morgunblaðið - 19.03.1977, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977
17
Gunnar Eyjófsson (Clov) og Helgi Skúlason (Ilamm) f Endatafli
Becketts.
Lelklist
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
lega vandmeðfarið, skiptir
sköpum í sýningunni. Gunnar
Eyjólfsson sýnir þjónslund
Clovs og uppreisn hans að lok-
um. Með hógværum, en mark-
vissum leik hefur hann áhorf-
endur algerlega á valdi sinu.
Það var gaman að sjá Gunnar í
þessu hlutverki, en það er mjög
ólíkt öðrum hlutverkum hans.
Túlkun hans á Clov er land-
vinningur á merkum leikara-
ferli. Mér virðist að varla sé
unnt að leika Beckett á tslandi
án Arna Tryggvasonar, enda er
tæpast kostur að skila hlutverki
Naggs betur en Árni gerði. Nell
Guðbjargar Þorbjarnardóttur
sýndi hina kunnu leikkonu í
nýju og óvæntu ljósi. Hún hef-
ur ekki leikið álíka hlutverk
áður. Túlkun hennar á Nell er
eftirminnileg.
Það fer einkar vel á því að á
Litla sviði Þjóðleikhússins séu
sýnd framúrstefnu- og absúrd-
verk eins og Endatafl. Ein-
hvern veginn finnst manni að
Litla sviðið þurfi að vera vett-
vangur tilrauna. Vonandi verð-
ur svo í framtíðinni. En Enda-
tafl Becketts eins og leikrit
hans öll er að verða klassískt í
leikritagerð aldarinnar. Enda-
tafl var frumsýnt 1957 og er að
vissu marki beint framhald
Beðið eftir Godot. Athyglisverð
er sú hugmynd sem kemur
fram 1 bókarkafla eftir Jan
Kott sem birtur er í leikskrá, að
Beckett hafi sótt fyrirmynd
sína að þeim Hamm og Clov til
Jarlsins á Glostri og Játgeirs í
Lé konungi eftir Shakespeare.
Það er skemmtileg tilviljun að
þessi verk eru nú flutt samtím-
ist í Þjóðleikhúsinu. Ljóst ætti
lika að vera að hinir mestu
byltingarmenn í leikritun eru
ekki jafn óháðir hefðum eins og
margir vilja halda fram. Listin
þróast aðeins i anda timans
hverju sinni.
LEIKLJÓÐ í
ÖSKUTUNNUM
Jafnvel kunnir og fastmótaðir
leikarar sýndu á sér nýjar hlið-
ar og á ég þá einkum við Gunn-
ar Eyjólfsson og Guðbjörgu
Þorbjarnardóttur.
1 leikritum Becketts skiptir
að sjálfsögðu allt máli, hvert
orð, hver hreyfing. Gervi per-
sónanna er mikilvægt. „Við
byggjum leikinn að miklu leyti
kringum gervin og persónurnar
í gervunum," segir leikstjórinn
í fyrrnefndri hugleiðingu sinni.
Þar stendur líka: „Ahorfand-
inn á að finna að leikurinn er í
gervi, ýktu, afskræmdu. Gervið
á að undirstrika sálarástandið,
hugboðið sem leikurinn lýsir.
Gervin mega i senn virka
óhugnanleg og afkáraleg."
Þessi ætlun leikstjórans hefur
að minu mati tekist. Gervi leik-
aranna sem er verk Björns G.
Björnssonar er frábært, en þá
má ekki gleyma hlut Margrétar
Matthíasdóttur, förðunar- og
hárkollumeistara. Andlitsgervi
Arna Tryggvasonar og
Guðbjargar Þorbjarnardóttur
bera handbragði hennar vitni.
Leikmyndin miðlar réttum blæ
endaloka og heimshruns.
Helgi Skúlason leikur Hamm,
Gunnar Eyjólfsson Clov. Fall-
ast má á þann skilning leik-
stjórans að Hamm sé likaminn,
Clov sálin. Sálin verður frjáls
þegar likaminn deyr. En ekki
er nauðsynlegt að ráða öll tákn
verksins. Sálin (Clov) getur í
rauninni ekkert farið því að úti
er auðn og tóm. Allt er sifelld
endurtekning.
Hamm er lamaður og blindur,
bundinn við hjólastól, á allt
undir Clov sem ekki getur set-
ið. I öskutunnunum búa faðir
hans og móðir, Nagg leikinn af
Arna Tryggvasyni og Nell leik-
inn af Guðbjörgu Þorbjarnar-
dóttur. Þau eru dæmd til að
búa í öskutunnum og verða að
láta sér nægja að imynda sér að
þau séu enn manneskjur. Þau
eru hluti af hugarheimi og lífi
Hamms sem er miðpunktur
verksins, enda alltaf á miðju
sviði nema þegar Clov ekur
honum um. öll samskipti
þeirra, orð og gerðir er eilíf
endurtekning. Hver dagur er
öðrum líkur, dauðinn líkn.
Helgi Skúlason skilar hlut-
verki Hamms af kunnáttu og
öryggi. Þetta hlutverk er ákaf-
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ, LITLA SVIÐIÐ:
ENDATAFL
eftir Samuel Beckett.
Þýðendur: Gylfi Baldursson og Jakob
Möller.
Lýsing: Kristinn Daníelsson.
Leikmynd og búningar:
Björn G. Björnsson.
Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson.
LEIKRIT SAMUELS
BECKETTS eru öðrum þræði
ljóð. Leikljóð mætti kalla þau.
Beckett ástundar hið hálf-
kveðna í túlkun persóna sem
komnar eru að leiðarlokum, eru
að biða eftir einhverju sem þær
vita ekki hvað er. Margt er gef-
ið í skyn í samræðum persón-
anna, en fátt sagt afdráttar-
laust. Haldi áhorfandinn að
hann sé að komast að niður-
stöðu um tilgang höfundar er
hann umsvifalaust sviptur
þeirri blekkingu. Ný óræð setn-
ing kliðar í eyrum hans, ný
ráðning skýtur upp kollinum.
Besta leiðin til að njóta leikrita
Becketts er að nálgast þau á
sama hátt og ljóð, leyfa þeim að
orka á hugann uns þau ljúkast
upp.
„Beckett nefnir ekki hlutina
og útskýrir, heldur sýnir okkur
þá. Persónurnar tala ekki um
angist sína, þær eru angistin
sjálfÞetta eru orð leikstjór-
ans, Hrafns Gunnlaugssonar, i
Hugleiðingu um Endatafl í leik-
skrá. Þar kemur fram margt
fleira athyglisvert um Enda-
tafl, enda sýningin grundvölluð
á skilningi leikstjórans. Eg held
að sýningin mótist að nokkru af
því að leikstjórinn er sjálfur
ljóðskáld og á auðvelt með að
tileinka sér hugmyndaheim
Becketts. Það gefur henni byr
undir vængi.
A sýningu Endatafls varð
mér það ljóst sem stundum hef-
ur hvarflað að mér að leikrit
Becketts eiga sértaklega vel við
íslenzka leikara. Sumir þeirra
virðast fæddir Beckettleikarar
eins og til dæmis Árni Tryggva-
Son. Það er eitthvað í leikritum
Guðbjörg Þorbjarnardóttir
(Nell).
Becketts sem höfðar til þeirra.
Kannski er það hið ljóðræna
andrúmsloft? Einnig mætti
leiða getum að þvi að stjórn-
leysi Becketts, hin kaldhæðna
afstaða til lifsins væri þeim að
skapi. Það skal ósagt látið. En
Endatafl á islenzku leiksviði er
enn einn sigur Becketts á
Islandi og um leið leikaranna
og ekki sist leikstjóra. I heild
sinni vitnaði sýningin um öguð
vinnubrögð og hugkvæmni.
NAMSKEIÐIÐ SETT — Davið
Oddsson, formaður Æskulýðs-
ráðs, lengst til hægri á myndinni,
setur námskeiðið. Á myndinni
sést hluti þátttakenda.
UM ÞESSAR mundir
stendur á vegum Æsku-
lýðsráðs Reykjavíkur fé-
lagsmálanámskeið fyrir
fulltrúa úr æskulýðsfélög-
um f borginni.
45 unglingar á félagsmálanám-
skeiði hjá Æskulýðsráði Rvíkur
Námskeiðið er haldið að Fri-
kirkjuvegi 11, og var sett af for-
manni Æskulýðsráðs Reykjavik-
ur, Davíð Oddssyni, sl. mánudags-
kvöld. AIls eru þátttakendur 45,
úr 13 skólafélögum, 3 æskulýðsfé-
lögum safnaða, 2 barnastúkum, 1
skátafélagi og 2 ungtemplarafé-
lögum. Á námskeiðinu eru kennd
almenn undirstöðuatriði I starfi
félaga, fundarstjórn, fundarsköp-
um og ræðumennsku.
Leiðbein-
endur eru Tryggvi Gunnarsson og
Ólafur Oddsson, en á námskeið-
inu er stuðzt við námsefni frá
Æskulýðsráði ríkisins. Æskulýðs-
ráð Reykjavíkur stendur straum
af ölluih kostnaði við námskeiðið,
en það er einn þáttur i viðleitni til
að styrkja frjálst félagsstarf
æskufólks í borginni. Áframhaid
á starfi þessu er fyrirhugað
snemma í haust
Heimspekifyrirlestur á
vegum Félags áhugamanna
„AÐ GERA og að vera“, eða
„Sk.vldu stjórnmál hljóta að vera
siðlaus?" nefnist fyrirléstur, sem
Þorsteinn Gylfason lektor flytur í
dag, sunnudag, á vegum Félags
áhugamanna um heimspeki.
Fjöltefli í
gróðurhúsi og
Bústaðakirkju
AÐSTOÐARMENN skák-
meistaranna Horts og
Spasskys munu hafa nóg að
gera um helgina. þvf þá
tefla þeir fjöltefli bæði f
Reykjavfk og úti á landi.
Smyslov teflir f dag við Ak-
ureyringa og á mánudaginn
klukkan 20.30 teflir hann
við sunnlenzka skákmenn f
gróðurhúsinu Eden f Hvera-
gerði. Dr. Alster teflir f dag
við reykv/skt skólafólk f Bú-
staðakirkju og hefst fjöltefl-
ið þar klukkan 14.
Erindi Þorsteins snýst um efni
á mörkum heimspekilegrar sálar-
fræði og siðfræði, aðallega um
viljahugtakið og siðferðishugtak-
ið. Fyrirlesturinn er fluttur i
minningu enska heimspekingsins
Gilberts Ryles, sem lézt á síöasta
ári. Fundarstaður er Lögberg, hús
lagadeildar Háskóla Islands og
hefst fyrirlesturinn kl. 14.30 og er
öllum opinn.
Gilbert Ryle.