Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977 23 Tveir af eigendum isafoldarhúsanna á miðju Vallartorgi sem tengir saman sjö fyrirtœki og verzlanir I því húsnæði sem bókaverzlun ísafoldar var I. BúSin til vinstri á myndinni er gjafavörubúSin Heimaey. en til hægri er skartgripaverz' unin Djásn. Vinstra megin situr Sverrir Kristinsson en hægra megin Jói GuSmundsson. Ljósmynd Mbl. FriSþjófur. 7 verzlanir opna við V allartorg í ísafoldarhúsunum ÍSAFOLDARHÚSIN svokölluðu í Austurstræti 8—10 hafa nú verið endurbætt, bókaverzlun ísafoldar flytur í húsnæðið sem Rima var i, en 7 verzlanir og fyrirtæki opna nú i hinu gamla verzlunar- og geymslu- húsnæði bókaverzlunar ísafoldar. Nýir burðarbitar hafa verið reistir, loft og veggir einangraðir, vegg- klæðningar og pipulagnir hafa verið endurbættar, en fyrst og fremst hef- ur skipulagningu og nýtingu. hús- næðisins verið sniðinn nýr stakkur, en það er verk arkitektanna Lovísu Christensen og Óla Þórðarsonar á Litlu teiknistofunni í Hafnarfirði. Austurvallarmegin er verið að klæða ísafoldarhúsin f gomlum stíl og þar verður Kökuhúsið með veitinga- skála, en utan dyra verður einnig hægt að tylla sér niður við borð og njóta veitinga, þvi fengist hefur sam- þykki borgaryfirvalda fyrir því að breikka gangstéttina i 3 metra vegna þessa. Arkitektarnir sögðu i spjalli við blaðamenn að mjög góð sam- vinna hefði verið við borgina vegna þessara breytinga og góður skilning- ur á hugmyndinni, enda væri allt miðað við að lífga upp á^ umhverfið og gera það aðlaðandi fyrir umferð fólks. Gangstigur er í gegnum ísa foldarverzlanirnar og eru þær i kring- um torg innan dyra. Er torgið nefnt Vallartorg og eru allar verzlanirnar kenndar við það. Eigendur hússins eru þeir Jón Guð- mundsson, Sverrir Kristinsson og Leó Löve, en þeir hafa i framkvæmdum sinum lagt áherzlu á að nýta þessi gömlu hús og gera þau þannig úr garði að fullboðlegt sé þrirri fjölbreyttu þjón- ustustarfsemi sem er nú hafin þar Fyrrum gengu margir í gegnum bóka- verzlun ísafoldar til þess að komast skemmstu leið milli Austurstrætis og Austurvallar. en nú er unnt að komast þarna á milli um tvennar dyr hvorum megin og er innangengt milli allra verzlana Kökuhúsið og bókaverzlunin ísafold Pólskar og tékkn- eskar kartöflur í Morgunblaðinu 8. mars er greint frá umræðum á Búnaðar- þingi. Þar segir frá ræðu Jóhanns Jónassonar þess efnis að hingað til lands hafi komið fyrir nokkrum árum tékkneskur prófessor sem benti á að útsæðis- kartöflur ræktaðar í norðlægum löndum gæfu betri uppskeru i suðlægum löndum og að samband við þennan prófessor rofnað. Þessi tékkneski prófessor heitir Ctibor Blattný. Þegar hann vann að rannsóknum slnum hér á landi hafði Blattný samband við mig og tókst þá samvinna á milli okkar um rannsóknir á kartöflusjkdóm- um og kartöflukynbótum. Sam- starf okkar hefur haldist fram til þessa. 1971 lét dr. Blattný af starfi forstjóra Tilraunastöðvar í grasafræði vegna aldurs, en starf- ar enn að rannsóknum. Ölíklegt er að hann hafi orðið fórnarlamb „hreinsana" i heimalandi sinu. 239 íbúðir í byggingu í Mos- fellshreppi I MOSFELLSHREPPI voru þann 1. janiíar sl. samtals í byggingu 460 hús, þar af voru íbúðarhús 216 talsins. í þessum húsum verða 239 íbúðir, 166 í ein- býlishúsum, 24 í tvi- og fjórbýlishúsum og 49 I rað- húsum. Dr. Blattný hefur skrifað tvær ritgerðir I tímaritið Véstnik CSAV um rannsóknir sínar hér á landi. Það er hörmulegt til þess að vita að tilraunir með ræktun út- sæðiskartaflna runnu út í sandinn vegna handvammar íslenskra aðilja. Dr. Blattný hafði áhuga á veiru- sjúkdómum i kartöflum, sérstak- lega á veiru Y, en það er skor- dýrið Myzus persica sem er smit- berinn. Skordýr þetta finnst á nokkrum gróðurhúsasvæðum en þess hefur ekki orðið vart á ber- svæði. Venjulegar kartöflur eru allar næmar fyrir veirusjúk- dómum Y, en tegundirnar Solanum stoloniferum eru ónæmar fyrir þessum sjúkdómi. 1 mörg ár hef ég fengist við kyn- bætur á kartöflum. Meðal annars hefur mér tekist að flytja erfða- visi ónæmisleikans í kynblending sem á að föður Solanum stoloni- ferum og að móður Eyvindar- kartöflu og einnig Viking. Kyn- blendingarnir hafa verið sendir til útlanda og þar á meðal til Austur-Evrópulanda. Þar hafa þeir verið notaðir til framhalds- ræktunar og notaðir til kyn- blöndunar við kartöfluafbrigði sem eru næm fyrir veiru Y en að öðru leyti góð til ræktunar í viðkomandi landi. Vel getur verið að einhver hinna 30 kartöfluafbrigða sem Pólverjar bjóða til ræktunar hér á landi, geti rakið ætt sína til Islands. Einar I. Siggeirsson munu opna eftir heigi en þau fyrirtæki sem hafa opnaðeru: Heimaey Gjafavöruverzlunin Heimaey er flutt úr Miðbæjarmarkaðinum og opnar nú að Austurstræti 8, Reykjavik Heimaey mun sem áður verzla með fjölbreytt úrval af gjafavörum svo sem hið þekkta Bing og Gröndal postulin, fjölmargar tegundir og gerðir af lömpum, skerm um og fleiru Djásn, skartgripa verzlun Verzlunin leggur sérstaka áherzlu á sölu og smíði innlendra skartgripa úr gulli og silfri Þá verður reynt að hafa sem fullkomnasta viðgerðarþjónustu á skartgripum og verða allar minniháttar viðgerðir afgreiddar samdægurs Einn- ig mun fyrirtækið taka að sér teiknun og hönnun á hvers konar sérsmiði svo sem gjafagripum Eigandi verzlunar- mnar er Davið Jóhannesson, gullsmið- ur, en hann hefur hinga'ð til starfað hjá föður sinum. Jóhannesi Leifssyni, gull- smið Rúnir, Fjölritun Rúnir annast hvers konar fjölritun og Ijósritun Fyrirtækið verður með nýjar vélar af fullkomnustu gerð og getur m a Ijósritað á löggiltan pappír, plast- húðað pappir o.fl Þá annast fyrirtækið offsetfjölritun á eyðublöðum, pöntun- arlistum, auglýsingabæklmgum. leik- skrám o.fl Fyrirtækið tekur afrit af húsateikn- ingum Lögð verður áherzla á að afgreiða alla Ijósritun meðan beðið er á staðn um Sonja, tízkuverzlun Hin þekkta Tízkuverslun Sonja opnar eftir MARGEIR PÉTURSSON t GÆRMORGUN var tefld biðskák þeirra Frið- riks Ólafssonar og Karpovs úr 11. umferð af- mælismóts þýska skák- samhandsins. Í biðstöð- unni hafði Friðrik tveim peðum minna, en hafði þó góðar vonir um jafn- tefli vegna slæmrar peðastöðu andstæðings- ins. Friðrik hélt vel á spöðunum og hafði auð- sjáanlega rannsakað bið- stöðuna vel. Var því sam- ið jafntefli eftir alls níu tíma taflmennsku, sem var þó ekki unnin fyrir gýg hjá Friðrik, því það er ekki á hvers manns færi að halda jafntefli við heimsmeistarann með peð undir. Svart: Karpov Hvftt: Friðrik 73. Kg2 (biðleikurinn) (73. Hd5 væri slæmur afleikur vegna 73. . .Hf3 + , 74. Kg2 — g3!, 75. fxg3‘— g4, 76. Hg5 — e3, 77. Hxg4 — Hf2.+ , 78. Kgl — Ha2, 79. He4 — Kd3, 80. He8 — Hal + , og svartur vinnur) Hf3, 74. Hg8 — Kd3, 75. Hxg5 — nú að Austurstræti 8 Sonja verzlar með tízkufatnað á konur á öllum aldri, svo sem buxur. peysur, skyrtur og kápur Verzlunin Línan sem hefur verzlað í Kópavogi færir nú út kviarnar og opnar að Austur- stræti 8, Reykjavik Linan selur létt húsgögn og ýmsa smáhluti. einkum úr tágum og bambus Þessir hlutir eru sumir hverjir langt að komnir, m a frá ítaliu og Filippseyjum Framkvæmda- stjóri Linunnar er Kristján Ólafsson Snyrtivöruverzl. ISADÓRA Verður verzlunin meðal annars með nýjar franskar snyrtivörur, SOTHYS og ARNAUD sem fást aðeins þar og hjá Snyrtistofu GRÓU. auk úrvals ann- arra snyrtivara. Ragnheiður Harvey. eigandi verzl , er snyrtisérfræðingur og hefur unnið við snyrtingu i 1 0 ár, m a á snyrtistofunni Kristu og hjá sjónvarp- inu Ragnheiður leggur áherzlu á að veita viðskiptavinum sínum persónu- legar ráðleggingar við val á snyrtivör- um Kynningarbás Kynnmgarbásinn er ætlaður fyrir ýmiss konar sölu- og kynningarstarf- semi Verður hann leigður út til lengri eða skemmri tíma í senn, Upplýsingar veitir Eignamiðlunin, simi 2771 1 Fyrsti leigutaki kynningarbássins er Hið islenzka bókmenntafélag, stofnað 1827, sem i dag kynnir m.a. hin 14 Lærdómsrit bókmenntafélagsins. Sögu íslands. íslenzkar gátur og íslenzkar æviskrár Verktakar að Austurstræti 8 voru: Húsgagnaverzlun Hafnarfjarðar Samú- el V Jónsson. pipulagningameistari Aðalsteinn Tryggvason, rafvirkjameist- ari Ke2, 76. Hxg4 — Hxf2 + , 77. Kg3 — Hf3+, 78. Kg2 — Ke3 (Ef 78. . ,e3 kemur upp svipuð staða og í skákinni eftir 79. Hg8 — Hf2 + , 80. Kgl — Kel, 81. Ha8 o.s.frv.) 79. Hg8 — Hf2 + , 80. Kgl — Hf7. 81. Ha8 (Stöður sem þessar þar sem sóknaraðil- inn hefur koniið kóngnum fyrir framan peóið eru oftast unnar. I þessu tilfelli stendur hrókur svarts þó svo iila að hvitur get- ur notfært sér það til jafntefl- is) Hd7, 82. Kfl — Hdl + , 83. Kg2 — Ke2, 84. Ha2+ — Hd2, 85. Hal — e3, 86. Kg3 — Hb2, 87. Kg2 — Kd3+, 88. Kfl — Kd2, 89. Kg2! — Ke2 (Eftir 89. . .e2, 90. Kf2 kemst svartur ekki lengra áleiðis) 90. Kg3 — Hd2, 91. Kg2 — Hdl, 92. IIa2+ — Kd3, 93. Ha3+ — Ke4, 94. Ha4+ — Hd4, 95. Ha8 Hér var samið jafntefli enda heims- meistarinn búinn að gera sér grein fyrir þýðingarleysi áframhaldandi taflmennsku. 1 12. umferð mótsins, sem var tefld í dag, átti Friðrik Ölafsson i höggi við núverandi skák- meistara V-Þýskalands, Wockenfuss. Þjóðverjinn tefldi stift til jafnteflis með hvítu og varð Friðrik að gera sér þau úrslit að góðu eftir aðeins 21 leik. Ilvltt: Wockenfuss Svart: Friðrik Ólafsson Pirc vörn 1. o4 — d6. 2. d4 — Rf6, 3. Rc3 — g6, 4. g3 — Bg7, 5. Bg2 — 0-0, 6. Rge2 — Rc6, 7. 0-0 — Bd7, 8. h3 — e5, 9. dxe5 — dxe5, 10. Bg5 — h6, 11. Bxf6 — Bxf6, 12. Rd5 — Bg7, 13. Dd3 — Rb8, 14. Db3 — b6, 15. Hadl — e6, 16. Re3 — Dc8, 17. Kh2 — Be6, 18. c4 — Rd7, 19. f4 — exf4, 20. gxf4 — b5, 21. Dc2 — Bxc4 Önnur úrslit i 12. umferð urðu þessi: Sosonko vann Her- mann, jafntefli gerðu Liberzon og Andersson, Hiibner og Keene. Skákir þeirra Timmans og Torre, Furmans og Gligorics, Gerusels og Miles og Karpovs og Csom fóru allar i bið. Karpov er nú enn efstur með 8V5 v. og biðskák af 12 mögulegum. Þá kemur Timman með 7 v. og biðskák og í 3—4 sæti þeir Frið- rik Ólafsson og HUbner með 7 v. EIMSKIP A NÆSTUNNI FERMA SKIP V0R TIL ÍSLANDS m SEM HÉR SEGIR: | ANTWERPEN: Nicolaj Sif 23. Marz Úðafoss 28. Marz Grundarfoss 4 April Úðafoss 1 1. April ROTTERDAM: Nicolaj Sif 22. Marz Úðafoss 29. Marz Grundarfoss 6. April Úðafoss 1 2. Apríl FELIXSOWE: Mánafoss 25. Marz Dettifoss 29. Marz Mánafoss 5. April Dettifoss 1 2. Apríl Mánafoss 1 9. Apríl HAMBORG: Mánafoss 23. Marz Dettifoss 30. Marz Mánafoss 7. April Dettifoss 1 4. April Mánafoss 2 1 . Apríl PORTSMOUTH: Goðafoss 23. Marz Bakkafoss 28. Marz Selfoss 6. Apríl Brúarfoss 1 2. April Bakkafoss 1 8. Apríl HALIFAX: Brúarfoss 1 5. April Múlafoss 22. Marz írafoss 29. Marz Múlafoss 5. April írafoss 1 2. April Múlafoss 1 9 Apríl GAUTABORG: Múlafoss 23. Marz írafoss 30. Marz Múlafoss 6. April írafoss 1 3. April Múlafoss 20. Apríl HELGSINGBORG: Tungufoss 21. Mars Tungufoss 4. Apríl Tungufoss 1 8. Apríl KRISTIANSAND: Tungufoss 22. Marz Tungufoss 5. Apríl Tungufoss 1 9. Apríl STAVANGER: Tungufoss 23. Marz Tungufoss 6. April Tungufoss 20. April ÞRÁNDHEIMUR: Álafoss 29. Marz GDYNIA/GDANSK: Reykjafoss 30. Marz Fjallfoss 2 1 . Arpíl VALKOM: Reykjafoss 28 Marz Fjallfoss 1 8. April VENTSPILS: Reykjafoss 26. Marz Fjallfoss 1 9 April WESTON POINT: Kljáfoss 31. Marz Kljáfoss 14. April p Reglubundnar ferðir f- rp hálfsmánaðarlega ^ |j frá: STAVANGER, Ú KRISTIANSAND 1 0G HELSINGB0RG ALLT MEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.