Morgunblaðið - 19.03.1977, Page 28

Morgunblaðið - 19.03.1977, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977 Staðfestir allar fullyrðingar okkar — segir Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags ís- lenzkra iðnrekenda um iðnaðarskýrslu Þjóðhagsstofnunnar. „ÞESSI skýrsla staðfestir allt það sem við höfum verið að segja um aðbúnað iðnaðar á fslandi,“ sagði Davfð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðnrek- enda, þegar Morgunblaðið spurði hann um álit hans á skýrslu Þjóðhagsstofnunar um stöðu fslenzks iðnaðar, sem birt var f sfðustu viku. f skýrslunni, sem ber titilinn „Hagur iðnaðar og aðild fslands að Frfverzlunarsamtökum Evrópu og viðskipta- samningur fslands við Efnahagsbandalag Evrópu“, er fjallað um iðnframleiðslu, tolla, skatta og lánakjör, fjárfestingar og aðgerðir stjórnvalda á sviði iðnaðar. Ýtarlega var gerð grein fyrir þessari skýrslu f Morgunblaðinu fimmtudaginn 10. marz. „Þetta er frábært rit, vel unnið og f því eru miklar upplýsingar, sem staðfesta aftur og aftur það sem við iðnrekendur höfum fullyrt frá inngöngunni f Efta, um að atvinnugreinum sé mismunað á fslandi og að iðnaðurinn njóti ekki sömu kjara og til dæmis landbúnaður og sjávarútvegur,“ sagði Davfð. „Skýrslan staðfestir það sem við höfum sagt um lánamál. Það kemur fram í henni að hlutur iðnaðar í heildarútlánum hefur minnkað úr 13% árið 1970 í 9.4% 1976 og hún staðfestir einnig að iðnaðurinn greiðir þriðjungi hærri vexti af sínum lánum en aðrir atvinnuvegir. Hún staðfestir það að iðnaður- inn þarf að greiða launaskatt en útgerðin ekki. Hún staðfestir full yrðingar okkar um að vélatollar og innflutningsgjöld hefðu átt að falla algerlega niður strax i byrj- un aðlögunartímans vegna aðild- arinnar að Efta, en það er ekki fyrr en nú þegar aðlögunartíminn er á enda að þessi gjöld hafa að mestu verið felld niður. Þó eru enn tollar á efni til húsbygginga, en slíkt er óþekkt í samkeppnis- löndum okkar. Það gerir fjárfest- ingar iðnaðar í húsnæði dýrari og veikir samkeppnisgetu hans. Hér er enn um að ræða mismunun því samsvarandi fjárfestingar í sjáv- arútvegi, þ.e. í skipum eru alger- lega tollfrjálsar. Hins vegar kem- ur það ekki fram í skýrslunni að þrem árum eftir að við gengum í Efta voru aðflutningsgjöld af vél- um og tækjum hærri en árið sem við gerðumst aðilar að fríverzlun- arsamtökunum. Þá staðfestir skýrslan það sem við höfum sagt um söluskatt, að hann safnist upp á milli fram- leiðslustiga og veiki samkeppnis- aðstöðuna. Hún staðfestir einnig fullyrðingar okkar um nauðsyn þess að taka upp virðisaukaskatt eða virðisaukatengdan skatt. Hins vegar segir ekkert í skýrslunni um af hverju hætt var að endur- greiða útflutningsfyrirtækjum uppsafnaðan söluskatt um ára- mótin 1974—75. Ein mikilvægasta niðurstaða skýrslunnar er sú að iðnfram- leiðsla hefur aukizt mun hraðar en þjóðarframleiðslan en hún skýrir ekki hvers vegna það fé sem lagt er til fjárfestinga í iðn- aði minnkar en eykst ekki, I sam- ræmi við þá einföldu hagfræði að veita beri fjármunum þangað sem þeir skila mestum arði.“ Davíð sagði að auðvitað hefði hann ýmislegt að athuga við skýrsluna. í henni væru settar fram ýmsar staðreyndir en af þeim ekki dregnar réttar ályktan- ir eða reynt að milda þær ályktan- ir, sem dregnar væru. Sem dæmi nefndi hann að það væri óumdeil- anleg niðurstaða skýrslunnar að iðnaður nyti ekki sömu kjara og aðrir atvinnuvegir, en ekki væri reynt að túlka þýðingu þeirrar niðurstöðu fyrir iðnaðinn eða fyr- ir þjóðarhag. Af þeim upplýsing- um, sem settar væru fram i skýrslunni, væri ekki dregin sú eðlilega ályktun að stefna stjórn- valda hefur að mestu leyti miðast við aðrar atvinnugreinar en iðn- að. Skráning gengis hefur til dæmis verið miðuð við þarfir sjávarútvegs þannig að gengis- skráningin hefur margsinnis skekkzt gagnvart iðnaði og orðið honum óhagstæð. „Þessa ályktun vantar í skýrsluna," sagði Davíð. „Það sem þessi skýrsla Þjóð- hagsstofnunar kennir okkur er, að efling iðnaðar er skilyrði fyrir batnandi lífskjörum á íslandi. Auðvitað er það óumdeilanlegt og sjálfsagt að við nýtum fyrst okkar aðalauðlind, fiskimiðin, eins vel og skynsamlega og okkur er auð- ið, en miðin eru ekki ótæmandi lind bættra lífskjara. Mitt mat er það að fiskimiðin og landbúnaður- inn geti séð 120 til 150 þúsundum manna á islandi fyrir mjög góðum lífskjörum, en þegar þjóðin er orðin fjölmennari en 150 þúsund þarf annar undirstöðu atvinnu- vegur að koma til og þá er um nokkra kosti að ræða, til dæmis ferðamannamóttöku. Við höfum þó ekki farið inn á þá braut nema í litlum mæli, heldur aðra: að byggja upp iðnað í landinu. Eri vegna þess hvernig að iðnaðinum hefur verið búið, svo sem staðfest er í skýrslunni, þá hefur upp- bygging hans ekki verið nægilega mikil til þess að hann gæti haldið uppi lífskjörum, sem við getum sætt okkur við fyrir þau 70 til 100 þúsund manns sem umfram eru. Ef strax í upphafi Efta-aðildar hefði verið tekin upp iðnþróunar- stefna og iðnaðinum hefði verið veittur sami aðbúnaður og öðrum atvinnuvegum þá byggju Islend- ingar i dag við meiri þjóðarfram- leiðslu og betri lífskjör", sagði Davið. Verðbréf HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS UPPLÝSINGATAFLA FLOKKUR HÁMARKSLÁNS- ÚTDRÁTT- i VINN rr ÁRLEGUR VÍSITALA VERÐ PR KR. MEOALTALS TÍMI m INN LEYSANLEGí SEÐLABANKA FRÁ OG MEÐ') ARDAGUR INGS % **) FJÖLDI VINNINGA 01.02.1977 682 STIG. HÆKKUN í %. 100 MIÐAÐ VIÐ VÍSITÖLU 01.02.1977 ***) VEXTIR F. TEKJUSKATT FRÁ ÚTG D 1972 A 15.03.1982 15.06 7 255 334.39 434.39 35.2% 1973 B 01 04.1983 30.06 7 344 272.68 372.68 41.3% 1973 C 01.10.1983 20.12 7 273 224.76 324.76 42.0% 1974 D 20.03.1984 12.07 9 965 181 82 281.82 43.6% 1974 E 01.12.1984 27.12 10 373 99 42 199.42 35.6% 1974 F 01.12.1984 27.12 10 646 99.42 199.42 37.0% 1975 G 01.12.1985 23.01 10 942 38 90 138.90 31:0% 1975 H 30.03.1986 20.05 10 942 34.52 134.52 42.8% 1976 I 30.11.1986 10.02 10 598 5.74 105.74 39.7% *) Happdrættisskuldabréfin eru ekki innleysanleg. fyrr en hámarkslánstíma er náð. **) Heildarupphsð vinninga ( hvert sinn, miðast við ákveðna % af heildarnafnverði hvers útboðs. Vinningarnir eru þvf óverðtryggðír. ***) Verð happdrettisskuldabréfa miðað við framfærsluvfsitölu 01.02.1977 reiknast þannig: Happdrættisskuldabréf, flokkur 1974-P að nafnverði kr. 2.000.-, hefur verð pr. kr. 100.- = kr. 281.82. Verð happdrættisbréfsins er því 2.000 x 281.82/100 = kr. 5.636.- miðað við framfærsluvfsitöluna 01.02.1977. ****) Meðaltalsvextir p.a. fyrir tekjuskatt frá útgáfudegi. sýna upphæð þeirra vaxta. sem rfkissjóður hefur skuldbundið sig að greiða fram að þessu. Meðaltalsvextir segja hins vegar ekkert um vexti þá. sem bréfin koma til með að bera frá 1.11.1976. I»eir segja heldur ekkert um ágæti einstakra flokka. þannig að flokkur 1974-F er t.d. alls ekki lakari en flokkur 1974-D. Auk þessa greiðir rfkissjóður út ár hvert vinninga í ákveðinni % af heildarnafnverði flokkanna. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS FLOKKUR hAmarks- LÁNSTlMI TIL ' INNLEU8ANLEG í SÉOLABANKA FRÁ OG MEO RAUN VEXTIR FYRSTU 4—5 ÁRIN % - MEOALTALS raunvextir % BYGGINGAR VÍSITALA 01.01 1077: 12« (2910) STIG MJEKKUN 1 % VERÐRR. KR 100 MtÐAO VK> VEXTI OG VÍSITOLU 1. 1. 1977 MEÐALTALS VEXTIR F. TSK. FRA UTGÁFUDEG1 — 1665 10.09.77 10.09 68 5 6 959 07 2025 47 30 5 1965 2 20.01 78 20 01 69 5 6 840.07 1755.16 29.9 1966 1 20.09.78 20 09 69 5 6 793 24 1593.29 30 9 1966 2 15 01.79 15 01 70 6 6 756 66 1494.27 31.2 1967 1 15.09.79 15 09 70 5 6 742 28 1406 73 32 9 1967-2 20.10 79 - 20 10.70 5 6 , 742 28 1396.48 33.2 1968-1 25.01.81 25 01 72 5 6 699 36 1221 91 37 1 1968 2 26.02 81 25 02 72 5 6 656 02 1149 87 36.5 1969 1 20.02 82 20 02 73 5 6 500 48 859 49 36.8 1970 1 15.09 82 16.09.73 5 6 , 471 75 791 02 38.9 1970-2 05.02 84 05.02 76 3 5.5 379 01 582.85 34.8 1971 1 15.09 85 15.09 78 3 5 369 16 552 16 38.1 1972-1 25.01.86 26.01 77 3 5 316 25 481.85 37.8 1972-2 16 09 86 16.09 77 3 5 267 60 417.32 39.5 1973-1A 15 09 87 15.09 78 3 5 194.26 324.36 43.0 1973-2 25 01 88 25 01 79 3 5 1 74.92 299.80 45.4 1974-1 16 08.88 15.09 79 3 5 94.57 208.23 37.7 1975-1 10 01.93 10.01.80 3 4 80 69 170.23 31.0 1975-2 26.01.04 25 01.81 3 4 26.38 129 91 32.5 1976-1 10.03.94 10 03.81 3 4 20.00 122.90 29.2 1976-2 28.01.97 26.01 82 3 3 5 0.00 100 00 — X> Efltr UmartaliniUni Bjili jp*ri*klrtrtnte tkkl Irngur »*xl« nf vrrfltryicglngar. XX) Hauavrxtir lán* Ukna vritl (nrtti) nmfram vrrðlivkkanlr rtns n* |>arr rrn marlðar aamkvarml hygaingarvlaitaiunni. XXX> Verð aparlakfrtrina mlðað við *r*tl o* vlaitðlu «1. «1. 1»?? rriknast t>»nnlg: Spariaklrtrini llokkur IS722 að nafntrrði kr. 50.009 hrfnr »rrí pr. kr. 100 m kr. «17.32. HrilOarvrrO sparhklrtriniaint rr þvf 50.000 X 417.32/100 - kr. 208.860,- miðaO »14 vrxtl »g vhitölu 01. 01. 1977 XXXX) MrOnltalavntlr (br*tt«> p.a. fyrlr trkjuskatt fr* Atgkfudrgl. sfna npplueO hrirra vaxla, aem rlkljaJOOur brfnr skuldbundlð jlg a« grrida fram aO prssu MrOaltahvrxttr argj* hlns vrgar rhkrrt um vrstl bi. arra brðfin koma III mr« aO brra fr* 01.01.1*77. tarlr srgj* hrldar rkkrrt nm tgrali rlntlakra tlokka þannig aO flnkkur 1905 rr 1.4. alts rkki lakari rn flokkor 1073-2. Þfssar upplýsingatöflur eru unnar af Verðbréfamarkaði Fjárfestingafélags Isiands. 105% hækkun á einu ári: Kaffi verður gulls ígildi EITT sinn vara bara til gylt gull. Sfðan varð hráolfan að svörtu gulli og nú höfum við fengið brúnt gull: kaffið. Kaffi, sem hver lslendingur drekkur tæp- lega tvö þúsund bolla af árlega, er nú að verða munaðarvara f heim- inum. Nú kostar eitt kg af ódýr- asta kaffi 1320 krðnur ( heildsölu hér á landi, en fyrir einu ári, 12. marz 1976, kostaði það 644 krón- ur. Hækkunin er þvf 105%. Sfð- asta hækkun á kaffiverði hérlend- is varð 1. marz s.l. og varð hún 26,3%. Við það tækifæri sagði verðiagsstjóri að kaffi ætti enn eftir að hækka. Ástæóurnar fyrir þessari þróun eru náttúruhamfarir og strið I kaffiframleiðsluríkjum. í kjölfar einnar frostnætur i Brasilíu, mesta framleiðslurikinu, komu flóð á kaffiekrum i næst mesta framleiðsluríkinu Kólumbíu, þurrkar I E1 Salvador, jarðskjálft- ar í Guatemala, undarlegur blað- sjúkdómur, nefndur „kaffiryð" I Nikaragua, borgarastríð i Angóla og samgönguerfiðleikar í Uganda. Allt frá árinu 1975 hefur kaffi- verð farið hækkandi á hráefnis- mörkuðum í London og New York. Siðast liðinn þriðjudag náði kaffiverð nýju hámarki í London, þegar eitt tonn af kaffi, sem af- hent verður í maí, hækkaði um 105 sterlingspund, f 3.874 pund (u.þ.b. 1,28 milljónir króna). Fyr- ir ári var verðið 900 pund. Engin hætta er á öðru en verðið haldi áfram að hækka. Ekki bætir það svo úr skák að kaffiframleiðsluríkin hafa dregið lærdóm af ólíuframleiðendum og álfta margir að viðskiptapólitík framleiðsluríkja hafi átt nokkurn Svíar endur- skipu- leggja skóið- aðinn TÍMABUNDNUM takmörkunum á skóinnflutningi til SvIþjóSar verður aflétt 1. júlf i ár, ef þingið fellst á tillögu um endurskipulagningu skó- iðnaðarins. sem Staffan Burenstam Linder viðskiptaráðherra hefur lagt f ram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.