Morgunblaðið - 25.03.1977, Qupperneq 19
r>r rmnu
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977
— Katla
Framhald af bls. 32
hryna hefði hafizt kl. 9.25 í
Mýrdalsjökli, og þá þegar væru
komnir 4 stórir kippir, sá
stærsti 4,5 stig á Richter
kvarða. Ragnar hefði ráðlagt að
Almannavarnir settu við-
bragðshluta skipulagsins í gang
og ráðstafanir hefðu verið gerð-
ar samkvæmt því.
,,í beinu áframhaldi af þessu
var haft samband við Einar
Oddsson formann Almanna-
varnanefndarinnar í Vík og
einnig Reyni Ragnarsson sem
er nokkurs konar framkvæmda-
stjóri nefndarinnar í Vík. Þeg-
ar við höfðum samband við þá,
voru þeir þegar byrjaðir að
vinna samkvæmt áætlun Al-
mannavarna, því að varðmenn
við skjálftamælana fyrir austan
höfðu látið þá vita. Þeir aðilar
sem eiga að véra viðbúnir voru
virkjaðir, sandinum var lokað,
varðmenn voru settir upp á
Háfell og Pétursey og einnig
farið í öll hús og fólki sagt frá
þessu,“ sagði Guðjón.
Ennfremur sagði, að hann að
á tólfta timanum hefði flugvél
Landhelgisgæzlunnar flogið
yfir svæðið, en vélin ekki kom-
izt inn yfir jökulinn vegna
dimmviðris. Hins vegar hefði
vélin flogið yfir árnar á sand-
inum og enga breytingu hefði
verið að sjá á þeim.
Mjög vel var fylgst með jarð-
skjálftamælunum í gær. Strax
fyrir hádegi var farið að draga
úr jarðskjálftavirkninni og kl.
16 var ákveðið að opna tíma-
bundið fram til kl. 20 veginn
yfir Mýrdalssand, en þó með
þeim fyrirvara að veginum yrði
lokað strax aftur ef eitthvað
breyttist.
„Síðan gerist það, að þegar
nýbúið var að opna veginn, kom
tilkynning um að fólk teldi, að
öskufall væri hafið í Vík,
reyndar lítilsháttar. Við þessa
fregn var ákveðið að loka
veginum tafarlaust aftur og tal-
stöðvarbifreið var send í
skyndingu út á sandinn til að
elta þá bíla sem voru lagðir af
stað og var þeim snúið við. Var
veginum síðan lokað aftur á
meðan verið var að sannprófa
þetta. Um kl. 17 var ljóst að
þetta gat ekki verið öskufall,
heldur ryk austan af sandinum,
þar sem veður var mjög þurrt,“
sagði Guðjón.
Einar H. Einarsson bóndi á
Skammadalshóli i Mýrdal sagði
er Morgunblaðið ræddi við
hann, að þrír stórir skjálftar
hefðu verið komnir fyrir kl. 10 í
gærmorgun, og kl. 10.20 hefði
komið skjálfti sem hefði verið
um 4.2 stig á Richter, og ofan í
hann annar, sem mælzt hefði
um 3 stig.
„Sjálfur varð ég ekki var við
stærsta skjálftann, en sá hins
vegar þegar ljósakrónan í stof-
unni dinglaði í loftinu, þá
fannst skjálftinn á Höfða-
brekku, Fagradal, i Vík og
Skarðshlíð undir Eyjafjöllum,“
sagði hann.
Morgunblaðið spurði Einar
hvort hann teldi að Katla færi
að gjósa bráðlega. Sagði hann
að hún væri óútreiknanleg, en
hann teldi ástandið orðið vara-
samt, þegar fólk væri farið að
finna fyrir skjálftunum.
Að lokum sagði Einar H.
Einarsson að þótt jarðskjálfta-
hrynan í gær hefði verið snörp
iLátt® Mwnítaa© Ha®m@
flyirtir
_______
væri bún ekki jafn snörp og
kom um vorið 1967, eða aðfarar-
nætur 6. júni það ár. Frá því
um haustið 1966 og þar til um
sumarið 1967, var mikið um
jarðskjálfta undir Mýrdalsjökli
og komu þá nokkrir kippir sem
fundust allvíða.
Páll Einarsson jarðeðlis-
fræðingur sagði þegar Morgun-
blaðið ræddi við hann síðdegis í
gær, að skjálftahrynan i gær-
morgun hefði verið miklu
öflugri en sú er var undir jökl-
inum skömmu eftir áramót. Nú
hefði sterkasti skjálftinn mælzt
4,5 stig á Richterkvarða en þá
um 4 stig. Að öðru leyti treysti
Páll sér ekki til að segja um
framvindu mála á Kötlu-
svæðinu. „Það er ómögulegt að
segja um hvernig Katla hagar
sér.“
— Iðnaðurinn
reiðubúinn...
Framhald af bls. 13.
aðrir höfuðatvinnuvegir þjóðarinar
nytu.
Matthías Á. Mathiesen fjármálaráð-
herra flutti erindi um skattamál og
ræddi hann einkum þrjú atriði frum-
varps þess er nú liggur fyrir alþingi um
tekju- og eignarskatt Taldi hann veiga-
mestu breytingarnar vera fólgnar í
niðurfellingu frádráttar, skattlagningu
hjóna og útreikningi launa fyrir vinnu
við sjálfstæðan atvinnurekstur. Einnig
ræddi hann um fyrningarreglur og að
loknu erindi hans urðu nokkrar um-
ræður um skattamál og stöðu iðnaðar
miðað við aðra atvinnuvegi og um
fyrningarreglur.
— Rannsóknar-
lögreglan
Framhald af bls. 2
sem þeir telja að mæli á móti
því að rannsóknarlögreglan
verði i Kópavogi og af þeim
atriðum tel ég aðeins eitt véiga-
mikið, þ.e. of mikil fjarlægð frá
miðborg Reykjavikur," sagði
Eiríkur. Og hann kvaðst vilja
ítreka það, að ekki væri búið að
gera neina samninga um hús-
næði fyrir rannsóknarlögregl-
una og aðeins hefði verið rætt
einu sinni við eiganda hús-
eignarinnar í Kópavogi. Sagði
hann að tekið yrði tillit til
sjónarmiða tilvonandi starfs-
manna rannsóknarlögreglunn-
ar.
Starfsmenn rannsóknarlög-
reglunnar i Reykjavík héldu
með sér fund í fyrrakvöld.
Voru menn yfirleitt mótfallnir
því að Rannsóknarlögregla
rikisins yrði staðsett í Kópa-
vogi. Töldu þeir m.a. fjarlægð-
ina of mikla frá miðborg
Reykjavíkur, en langflestir,
sem leita til stofnunarinnar,
verða vætnanlega Reykviking-
ar. Ennfremur bentu þeir á að
erfitt væri fyrir fólk að rata á
nýja staðinn og þá væri einnig
óhentugt að hafa starfsemi sem
þessa í miðju verksmiðjuhverfi.
Þá benda þeir á, að í lögum
um Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins segir að hún eigi að vera í
Reykjavík, en um það atriði
sagði Eiríkur Tómasson, að
þessu mætti breyta í lögunum.
Sagðist Eirikur telja, að ef
rannsóknarlögreglan yrði stað-
sett í Kópavogi yrði hún meira
miðsvæðis í hinu nýja umdæmi
en væri hún staðsett í Reykja-
vik.
— 34 ára kona
fannst látin
Framhald af bls. 32
Njörð Snæhólm í gærkvöldi,
kvaðst hann ekkert geta sagt um
málið. Rannsóknin væri á frum-
stigi og ekki væri ljóst með hvaða
hætti dauða konunna bar að. Ekki
mun hafa reynzt unnt að yfir-
heyra eiginmanninn nema lítils
háttar í gær.
■ Til stóð jafnvel að úrskurða
eiginmann konunnar í gæzluvarð-
hald í gærkvöldi en ekkert varð
úr þvi. Verður tekin ákvörðun um
það i dag, hvort nauðsynlegt reyn-
ist að úrskurða manninn i gæzlu-
varðhald i þágu rannsóknar máls-
ins. Eiginmaðurinn hefur verið í
varðhaldi hjá lögreglunni frá því
í gærmorgun.
— Unnið að
fjölmörgum...
Framhald af bls. 13.
mátt eiga sér stað, ef iðnaðurinn hefði
notið hliðstæðrar aðstöðu og aðrir
höfuðatvinnuvegir okkár. Má i þvi
sambandi m.a nefna eftirfarandi:
a) Hækkun óbeinna skatta annarra en
tolla hafa vegna uppsöfnunaráhrifa
þessara gjalda valdið verndarröskun á
heimamarkaði og íþyngt útflutnings-
framleiðslunni
b) Þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda, er
miðuðu að því að greiða fyrir lánsfjár-
útvegun til iðnaðar, hefur framvinda
lánamála iðnaðarins ekki verið með
þeim hætti sem æskilegt hefði mátt
telja á fyrstu árum EFTA-aðlögunar Og
hvað lánskjör varðar. býr iðnaðurinn
við lakari lánskjör en aðrir höfuðat-
vinnuvegir okkar landbúnaður og
sjávarútvegur
Til þess að fjalla nánar um þann
aðstöðumun, sem iðnaðurinn býr við,
starfa á vegum iðnaðarráðuneytisins
tvær nefndir til að kanna þessi mál
frekar og gera tillögur til úrbóta í
fyrsta lagi er um að ræða nefnd, sem
skipuð er fulltrúum samtaka iðnaðar-
ins, fjórum þingmönnum sem fulltrú-
um stjórnarflokkanna, fulltrúa fjármála-
ráðuneytis, iðnaðarráðuneytis, Þjóð-
hagsstofnunar og Iðnþróunarstofnun-
ar Hlutverk nefndarinnar er að bera
saman starfsaðstöðu íslensks iðnaðar
og iðnaðar í samkeppnislöndum okkar
annars vegar og annarra höfuðatvinnu-
vega hérlendis hins vegar, og koma
með tillögur um löggjafar- og fram-
kvæmdaatriði. sem í Ijós kemur að
nauðsynlegar verða til að jafna starfs-
aðstöðu íslensks iðnaðar. í öðru lagi er
að störfum nefnd, sem hefur það sér-
staka verkefni. að gera athugun á þeim
aðstöðumun, sem iðnaðurinn býr við i
lánamálum og gera tillögur um jöfnun
aðstöðu
Þá ræddi iðnaðarráðherra nokkuð ný
tollskrárlög og niðurfellingu söluskatts
af vélum og tækjum og aðrar ráðstaf-
anir sem gerðar hefðu verið til að
auðvelda íslenskum iðnfyrirtækjum að
laga sig að breyttum markaðsaðstæð-
um Einnig minntist hann á að unmð
væri að fjölmörgum verkefnum sem
stefndu að því að örva og efla iðnaðinn
i landinu
Að lokum ræddi ráðherrann starf-
semi islenzkrar iðnkynningar. sem
hófst i september 1976 og sagði að
samkvæmt skoðanakönnunum væri
það Ijóst að yfirgnæfandi hluti almenn-
ings teldi að starfsemin hefði góð áhrif
og jákvæð og að innkaupavenjur fólks
hefðu breytzt íslenzkum iðnaði i hag
r
— Osveigjan-
legur...
Framhald af bls. 14
fram við það af fyllstu virðingu,
gerir að vísu miklar kröfur en
mestar til sjálfs sin. Það hjálpar
einnig að reynslan hefur kennt
starfsliði hans að þýðingarlaust er
að reyna að fá hann til að skipta
um skoðun.
Sjálfsagi er næstum takmarka-
laus. Sjálfur segir hann að allt sitt
lif hafi hann stefnt að fullkomn-
un og síðustu 50 árin unnið mark-
visst að því að hafna reiðinni i
huga sínum. Hann er ekki mein-
lætamaður í fyllsta skilningi en
vissum grundvallarreglum í
persónulegri hegðun hvikar hann
ekki frá. Hann bragðar ekki
áfengi og hefur alltaf barizt fyrir
áfengisbanni á þingi. Morarji er
lærissvejnn Mahatma Gandhis en
þó ekki skilyrðislaus fylgismaður.
Aðeins tíminn getur skorið úr
hvort þessi aldni og ósveigjanlegi
maður fær leyst þau vandamál,
sem Indland nútímans á við ^ð
etja, en hann hefur meirihluta-.á
bak við sig á þingi og það var sá
meirihluti sem kaus hann tiil
æðsta embættis.
Bauð móðurinni
með verðlauna-
hafanum
Ein af ferðaskrifstofunum
stóð fyrir bingói í Eyjum um
síðustu helgi og aðalvinning
kvöldsins, Mallorkaferð, hlaut
ungur piltur úr Eyjum, sonur
sjómannsekkju. Þegar piltur-
inn kom upp með spjald sitt i
spilinu og Ijóst var að hann
hafði unnið til verðlaunanna
tilkynnti Páll Helgason, um-
boðsmaður ferðaskrifstofunn-
ar f Eyjum, að hann tvöfaldaði
vinninginn til þess að piltur-
inn gæti boðið móður sinni
með sér i sumarleyfið.
Geymsla Geymsluþol Þiðnar á: Næringarefni i 100 g
1 frystikistu - 18°C I frystihólfi kæliskáps - 3°C I kæliskáp + 5°C Viö stofuhita (óopnaðar umbúðir) 5-6 mán u.þ.b. 3 sólarhringa u.þ.b. 24 klst. u.þ.b. 3 klst. u.þ.b. 3 klst. u.þ.b. 3 klst. Tilbúið til neyslu Tilbúið til neyslu u.þ.b. 150 hitaein. 7,5 g feiti 5 g prótin 17,0 g kolvetni
3.43