Morgunblaðið - 25.03.1977, Side 28

Morgunblaðið - 25.03.1977, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977 BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Fyrir nokkrum dögum rabbaði ég hér um nauðsyn varnarspilara á ímyndunarafli og trú á því, að hægt væri að hnekkja spili, aðeins þyrfti að finna rétta spilið til þess. í dag skulum við nota ráð þetta og finna rétta spilið í vörn gegn 4 hjörtum, spiluðum í suður en við erum með spil austurs. A—V á hættu gjafari austur. Norður S. K4 II. DG63 T. ÁKGIO LKD8 Austur S. Á1097632 H. — T. 432 L. ÁG3 Vestur spilar út spaðadrottn- ingu eftir þessar sagnir: Austur Surtur Vestur Norður Vinur þinn úr Majorkaferðinni, sem þú hittir á barnum í fyrra, og bauðst að koma til íslands með alla fjölskylduna, er kominn! Drifdu þig í fjallaferdir Undir ofangreindri fyrir- sögn skrifar Unnur Marinósdóttir um fjallaferðir og það er ekki úr vegi að birta þessa hvatningu sem hún veitir hér þar sem veður hef- ur svo sannarlega gefið tilefni til útiveru: „Þegar fólk heyrir talað um fjallaferðir eða fjallgöngur halda margir að þarna sé á ferðinni eitthvað sem fáir útvaldir geti notið. Nei, fjalla- og alls konar útivistarferðir eru fyrir alla, það er bara að drífa sig af stað. Margir halda að þeir þurfi að vera félag- ar í útivistarfélögum til að geta verið með, en það er ekki þannig, því allir geta komið með. Farðu ekki að hugsa um að þú eigir ekki útbúnað i gönguferðir, hvort sem um væri að ræða fjalla- eða láglendisgöngur. Flestir eiga úlpi eða stormjakka, gúmmistig- vél, ullarsokka, lopapeysu, húfu og vettlinga, en sennilega eiga færri hlý nærför, sem eru þó hvað nauðsynlegust. íslenzk veðrátta er ætíð söm við sig, en hættu aldrei við ferð vegna veðurs. Klæddu þig bara vel. Margar skemmtilegustu gönguferðirnar hef ég farið í slæmu veðri. Hér allt i kring um Reykjavik eru ótrúlega skemmtilegar göngu- leiðir sem fólk almennt gerir sér alls ekki grein fyrir. Hér koma útivistarflögin að tilætluðum not- um. Á sunnudögum rétt fyrir kl. 13.00 geturðu mætt við Umferðar- miðstöðina og stigið upp i rútu. Fólkanu er ekið á áfangastað og flestum hópum er skipt þannig að hægt er að velja um fjallgöngu eða láglendisgöngu. Rútan sækir svo hópinn aftur. Allt sumarið er líka haldið uppi helgarferðum inn á hálendið, ör- æfin eða jafnvel á jöklana. Alls staðar eru fjöll og fagrir staðir, sem allir geta notið. Það er séð um að þú njótir ferðarinnar og að allir fái eitthvað við sitt hæfi. Þá er farið á föstudagskvöldi kl. 20.00 og komið til baka á sunnu- dagskvöldi. í þessar ferðir þarftu að panta fyrirfram. Þegar þú ert kominn á fjöll er eins og opnist þér nýr heimur, ný dásamleg veröld. Okkar undur- fagra stórbrotna land býr yfir sér- stæðum ólýsanlegum töfrum. Það gefur manni ótrúlegan innri unað að ganga um islenzk öræfi, fjöll og dali og skynja kyrrðina, feg- urðina og þennan geislandi mikil- leik. Ósjálfrátt opnast nýr skiln- ingur á lifinu og allt verður svo einfalt i mikilleik sínum. Náttúr- an bókstaflega umvefur okkur kærleika. Því segi ég alltaf, það er ekjci nema gott fólk sem stundar fjallgöngur og sé það ekki gott áður þá verður það gott. Svo ég tali nú ekki um vinnuafköstin alla vikuna á eftir. Á fjöllum er ekkert kynslóða- bil, allir eru vinir og félagar. Ég skora á þig að koma og sannreyna. Unnur Marinósdóttir, Sólheimum 25.“ Síðan er hér sending frá Ragn- ari Tómassyni þar sem hann greinir frá för sinni til Kanada er hann heimsótti rannsóknarstofn- un á sviði áfengis- og fikniefna- mála og spurði sérfræðinga álits m.a. um bjórmál: 1 spadi pass 2 spaðar dobl 3spaðar 4 hjörtu allirpass Sagnhafi lætur kónginn frá blindum og við tökum á ásinn. Hvaða spili á síðan að spila? Við sjáum strax, að engin von er til að hnekkja spilinu nema vestur eigi hjartaás eða kóng. Spaðaás, laufás og einn slagur á hjarta eru aðeins þrir — hvar er fjórði slagurinn? Hann er greini- lega aðeins hugsanlegur á lauf. Og við verðum að ráðast sgrax á garðinn og spilum laufþrist. Allt spilið þarf að vera þessu líkt. Norður S. K4 H. DG63 T. ÁKG10 L. KD8 Austur S. Á1097632 H. — T. 432 L. ÁG3 Suður S. 8 H. K109852 T. D75 L.975 Nú er aðséð, að vestur verður að eiga lauftíuna, annars lætur sagnhafi laufgjafaslag sinn í tigulinn. Tían pínir út annað hjónanna og þegar vestur fær á trompásinn spilar hann aftur laufi og gosinn verður fjórði slagurinn. Vestur S. DG5 H. Á74 T. 986 L. 10642 R0SIR - K0SSAR - 0G DAUÐI Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttíf þýddi 64 fréttir nógu snemma og þegar við komum loksins á áfanga- stað var skollið á níðamyrkur og það rigndi svo mjög að við vorum öll eins og hundar af sundi. Á herragarðinum voru allir á fótum og biðu eftir okkur, en þar sem ég og Einar hröðuðum okkur beint til herbergis okkar til að hafa fataskipti sáum við þvf miður ekki hver viðbrögð þeirra voru þegar þeim voru sagðar þessar óhugnanlegu og ömurlegu fréttir. Þegar við komum niður aft- ur, var okkur boðið sjóðandi heitt te og mörg hluttekningar- orð látin falla. Áuk þess var okkur sagt að sfmalfnan frá Rauðhólum hefði slitnað, sennilega hefði eldingu lostið niður og þvf væri ókleift f augnablikinu að ná sambandi víð Anders Löving eða aðra. Einar bauðst þegar til að fara akandi til Skóga, en allir voru á einu máli um að hann yrði að minnsta kosti að fresta þvf unz mesta óveðrinu hefði slotað. Og þegar ég mætti augnaráði Christers skynjaði ég allt f einu að það skipti engu máli hvað við reyndum að gera. Ánders Löving hafði ekki minnsta möguleika á þvf að koma f tæka tfð og fylgjast með þvf endan- lega uppgjöri sem óhjákvæmi- lega hlaut að fara fram innan veggja herragarðsins. Ef mér skjátlaðist ekki um svipinn á Christer Wijk, sem var bæði hvass og vakandi var hann ekki f nokkrum mínnsta vafa um það að morðinginn var mitt á meðal okkar — og það sem meira var: HANN VISSI LlKA HVER HANH VAR. Eg varp öndinni af undrun og vantrú. Sjálf fannst mér ég fálma mig áfram f myrkri, eina stund grunaði ég hvern þann sem ég talaði við, næstu mfnútu gat ég ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að það væri óhugsandi að nokkur við- staddra væri sekur. En þó vissf ég að Chríster var búinn að leysa gátuna á einhvern yfir- náttúrulegan hátt. Og þó... var nokkuð yfirnáttúrulegt við það? Ég fór að hugsa um að hann vissi töluvert sem ég vissi ekki. Hann vissi hver það var sem hafði gert tilraun til að drepa hann niðri f námunni... En fyrir nokkrum klukkutfm- um hafði okkur virzt sem hann væði f villu og svima. Þetta kom ekki alls kostar heim og saman við það sem hann hafði sagt... Ég gat ekki fengið botn f hvað hafði gerzt nú, en á þvf lék enginn vafi að honum hafði loks tekizt að láta þetta flókna dæmi ganga upp... _____________ — Það var hrollur f mér þrátt /yrir heitt teið og hlýja þurra peysu sem ég hafði farið f og Einar sem sat við hlið mér f sófanum lagði höndina á öxl mér. Ég virti fyrir mér aðra viðstadda og fann bæði til blygðunar, forvitni og hræðslu. Daniel Severin hafði skipað Piu að fara f rúmið og Mina frænka sem taldi að hún ætti ekki að vera ein, eftir það alvarlega taugaáfall sem hún hafði fengið, hafði fylgt henni til herbergis sfns. Christer hafði ekki haft neitt við það að athuga: sem sagt, hugsaði ég, telur hann ekki að Mina frænka sé sökudóigurinn ... Nei, það hafði ég reyndar ekki haldið ... að minnst kosti ekki f neinni alvöru. Sex af þeim sem við sögu komu voru þó enn hér f setu- stofunni. Þarna var Fanny frænka með hvfta snjakahvfta kniplingakragann og upptekin að hekla að þvf er bezt varð séð. Daniel Severin lét fara makindalega um sig í stórum hægindastól, Helene Malmer var ókyrr og hvimandi. Otto Malmer sat við gluggann sem öðru hverju lýstist upp af eld- ingu sem brá fyrir á himninum. Gabriella var klædd f sfðan grænan innislopp og Björn Udgren hafði einhverra hluta vegna lent við hlið hennar f rósrauða sófanum og það lá við mér fyndist hann einhvern veginn ekki eiga heima f þess- um félagsskap — með stfgvélin á fótunum og f brúnum flauels- jakka. Einhver af þessum sex var

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.