Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 2
0 50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 w lits- hlaupi Bjatna Björns- sonar. gaman- hern«- í \c\Vrara Bjarni sem ongur maður aður en hann hetdur vestur um hat 0 „Hollywood hugsjónabærinn; Hollywood gröf glæsilegra vona; Hollywood leikaranna paradís; Hollywood — höfuðborg ímyndanna; Hollywood draumur veruleikans; Hollywood ég heilsa þér; drottning kvikmyndanna — aðalstöð ímyndaðra hugsjóna." Þetta ákall til kvikmyndaborgarinnar á vesturströnd Banda- ríkjanna var að finna í gömlu bréfasafni Bjarna Björnssonar, gaman- og hermileikara, sem enn — 35 árum eftir dauða sinn — lifir meðal þjóðarinnar fyrir óviðjafnanlegan flutning sinn á gamanvísum, svo sem Bílavísunum, sem fluttar hafa verið í útvarpinu allt fram á þennan dag við hverdagsleg og hátíðleg tækifæri. Bjarni heitinn mundi vafalaust una þessum ávexti lifsstarfs síns vel, en sú var þó tíðin að hann ætlaði sér stærri hlut. I ákallinu til Hollywood birtast sumpart blendnar tilfinningar hans til draumasmiðjunnar í Kaliforníu, þar sem hann í fjögur ár baslaði í von um frægð og frama, með nokkrum árangri á stundum en beið þó að lokum ósigur. Hann gerði sér grein fyrir hégómanum kringum Hollywood en þráði frægðarljómann, sem frá kvikmyndaborginni stafaði og út úr ákallinu má lesa angurværan söknuð. + Ærslabelgur f æsku Bjarni Björnsson fæddist árið 1890 i Alftártungu á Mýrum, og voru foreldrar hans þau Björn 0. Björnsson, bóndi þar, og Jensína Bjarnadóttir. Þau fluttust til Vesturheims um aldamótin en Bjarni hafði áður eða á fjórða aldursári verið settur í fóstur hjá móðurbróður sínum í Reykjavík, Markúsi Bjarnasyni, stofnanda Stýrimannaskólans. Snemma tók að bera á þvi I Doktorshúsinu, þar sem Markús og kona hans Björg bjuggu, að fóstursonurinn hafði óvenjulegt skopskyn. Asta málari Árnadóttir sem þar var um tíma segir til að mynda frá þvi, að Bjarni hafi ætíð verið mikill fyrir sér, þótt ekki væri hann hár í loftinu. „Hann var með ein- dæmum ærslafullur,“ segir hún. „Gusugangurinn i honum gat verið aldeilis furðulegur. Hann var uppi og niðri, úti og inni — eins og hann gæti verið á öllum stöðum i einu. Kannski var hann að striða stúlkunum um há- bjartan daginn; láta þær hrökkva við, þegar þær gengu ofan stig- ann; kitla þær, þegar þær ætluðu að setjast til borðs — og annað eftir þessu.“ Hann var þá þegar farinn að gera sér leik að því að herma eftir kostgöngurunum, sem Björg fóstra hans hafði, og segir Ásta að hann hafi gert það svo snilldar- lega að undrun sætti. Oft hafi hann æft sig aftur og aftur, þang- að til hann hafði náð bæði lát- bragði og rómi þeirra, sem hann vildi ná en stundum fengið sjálf- ur hlátursköst í miðju kafi og orðið að hætta. Fóstra hans var honum hins vegar eftirlát og þegar kvartað var undan stráka- pörum Bjarna segir Asta að jafnan hafi verið viðkvæðið hjá henni: „Hví gerir hann Bjarni minn þetta?" ★ Ott heiminn Ævintýraþráin hefur ólgað í blóði Bjarna. Hann var ekki nema 15 ára þegar hann hleypir heim- draganum og heldur út i heim — til Kaupmannahafnar. Þar fór hann I listaskóla og hugðist nema skrautmálun en fór fljótlega einn- ig að fást við leiktjaldamálun hjá Dagmarleikhúsinu. „Þó að ég væri í teikniskólanum, var allur áhugi minn tengdur við leik- listina, og ég notaði hverja tóm- stund til að lesa góð leikrit og gagnrýni á leikritum og sækja leikhúsin," hefur hann sagt 1 blaðaviðtali. Þriðja árið sitt í Höfn gekk hann I leikfélagið Det Lille Casino, sem nokkrir viðvaningar höfðu stofnað og flutti ný leikrit I hverjum mánuði. En nú var nám- inu lokið og árið 1910 hélt hann heim á leið. Strax og hingað kom var honum boðið að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur og fyrsta leikritið sem Bjarni lék i var Kinnarhvolssystur, þar sem hann fór með hlutverk bergkóngsins en í aðalhlutverkinu á móti honum var frúStefanfa Guðmundsdóttir — prímadonna hins íslenzka leik- sviðs í þá daga. Þau Bjarni áttu síðar eftir að verma hjörtu landa sinna í annarri heimsálfu, eins og vikið verður að, en sýning Leik- félagsins á Kinnarhvolssystrum þótti meiri háttar viðburður i bænum, þótt verkið ætti naumast upp á pallborðið I dag. Bjarni fékk ágæta dóma fyrir frumraun sína á islenzku leik- sviði, en í kjölfarið kom þó dálftill afturkippur i leikstarfi hans hjá Leikfélaginu. Bjarni var óþolin- móður og fús til átaka eins og fyrri daginn, og honum þótti litið til þeirra Hlutverka koma, sem Leikfélagsmenn færðu honum eftir leiksigurinn í Kinnarhvols- systrum. Það var honum þó nokk- ur upplyfting, að hingað kom danskur leikflokkur undir stjórn Fritz Boensens og fékk hann Bjarna nokkur hlutverk, þar á meðal eitt aðalhlutverkið í leik- ritinu Elverhöj. Nú tók Bjarni skyndilega mikla ákvörðun. Hann ákvað að efna til eigin skemmtunar í Iðnó. „Og ég fór að selja aðgöngumiðana, kaldur og heitur á víxl með titr- andi röddu og skjálfandi á bein- unum,“ segir hann í viðtali vjð Vilhjálm S. Vilhjálmsson i Alþýðublaðinu löngu síðar. „Aðgöngumiðarnir voru rifnir út á svipstundu — og siðan hafa allir aðgöngumiðar, sem ég hef gefið út á mitt eigið nafn, verið rifnir út.“ ii Fyrstu kynnin af kvikmyndum Þetta var árið 1912. Bjarni hermdi aðallega eftir ýmsum leikurum úr Leikfélaginu, vakti mikla hrifningu og endurtók skemmtunina hvað eftir annað. Þetta varð einnig til þess að Leik- félagið rankaði við sér og hann fékk nú aðalhlutverkið í leik- ritinu Sherlock Holmes. Siðan lagði hann leið sína út á land og skemmti viða við dæmalausa hrifningu. Bjarni hafði lagt allt landið að fótum sér rétt liðlega tvítugur en það var honum ekki nóv. 1914 hélt hann aftur til Kaupmannahafnar og réðst til Nordisk Film. Bjarni var þar með orðinn fyrsti islenzki leikarinn og skemmtikrafturinn, sem gerði leiklistina að atvinnu sinni. Hjá Nordisk Film lék hann ýmis smærri hlutverk, en á þessum tíma var töluverð gróska I kvik- myndaframleiðslu Dana og þeir höfðu góðan markað fyrir myndir sinar, þar sem Þýzkaland var. Bjarni t fullum skrúða f einu af smáhlutverkum stnum f Holly- wood. Bjarni segist hafa fengið eitt sæmilegt hlutverk í mynd sem nefndist Barnið og vegur hans var áreiðanlega vaxandi þegar heims- styrjöldin fyrri skall á, Þýzkaland lokaðist danskri kvikmyndafram- leiðslu og fótunum var þar með kippt undan starfsemi kvik- myndafélagsins. „Eg fór þá heim um haustið og hélt skemmtanir, bæði hér í bæn- um og úti um land,“ segir Bjarni í sama viðtali. „En mig dreymdi enn dagdrauma, mig hefur eigin- lega alltaf dreymt slíka drauma. Ég vildi nota öll tækifæri hvar sem þau byðust, og ég vildi ekki einungis bíða þess, að þau bærust upp í hendurnar á mér, ég vildi búa þau til sjálfur... Kvik- myndirnar voru um þetta leyti fyrst fyrir alvöru að ryðja sér til rúms og aðallega í Ameriku, þar sem allt átti þá upptök sin. Sjó- menn, verkamenn, iðnaðarmenn og yfirleitt fólk úr öllum stéttum, sem hyllti mig á hverri skemmt- un, æsti mig upp og gaf mér hug- rekki til stórfelldra ákvarðana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.