Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 63 U$s- og \agarjeppi skríður á \and 23L-:. - IUEB i Kevkjavík « tíl og lagarjeppi- cins o„ • ‘ . i farkosli símim °!í !>» „ ,! honu.ii yfir iah "8 >”« 11 sjest jeppinu að koma : „rn inn vW KU-ppsv.k- Biaðaúrklippa um jeppann úr Mbl. 1 7. september 1 950. skemmtilega og ég veit að þú hefðir gaman af að heyra hann lesa ferðasöguna fyrir þig. t stuttu máli er sagan sú, að ég, Haukur, Guðni Jónsson, verk- stjóri á Reykjavlkurflugvelli, og Ingólfur Sigurz sem nú er fulltrúi borgarfógeta, ákváðum að fara i mikla frægðarför á Steypireiðinni i sumarfriinu okkar í júli og aka sem leið liggur austur á sanda og sigla yfir þau fljót, sem þar belja, til Hornafjarðar og fara þannig rangsælis umhverfis landið. Eg var að sjálfsögðu kjörinn flotafor- ingi ferðarinnar, Guðni kafteinn, Haukur yfirbirgðastjóri og Ingi kokkur. Ég þarf víst ekki að fara mörgum orðum um þann derring sem í okkur var, við áttum í stuttu máli heiminn og ekkert það til, sem hindrað gæti för. Þegar búið var að birgja leiðangurinn vel af skerpukjöti, hangikjöti, brauði, kexi, brennivíni og tilbehör var lagt af stað síðla dags 13. júli og fyrsti áfangi ákveðinn sumar- bústaður fjölskyldu minnar við Alftavatn. Keyrt var um Mosfells- sveit, Þingvallaveginn. Upp á heiði fór stór Buickbill út af veg- inum er hann sá okkur og sagði bifreiðarstjórinn að sér hefði orð- ið svo mikið um að sjá þetta farar- tæki að hann hefði gleymt að stjórna bílnum. Við vorum auðvit- að fljótir að kippa honum upp á veginn aftur og sjaldan höfum við séð glaðari mann en ökumann, er hann gat haldið för sinni áfram. Eftir stutta dvöl i sumarbústaðn- um, þar sem við átum vikuforð- ann frá börnum og konum, var haldið austur í Vík og tjaldað þar um nóttina. Þar sögðu okkur fróð- ir menn, að það yrði sko leikur einn að fara öj,l fljótin á þessu farartæki og við yfirgáfum stað- inn hressir í bragði. Rádleysisflan — Var einhver kviði i ykkur þrátt fyrir hetjutalið? — Við vorum ekkert hræddir, við vorum bara að hugsa um að- standendur okkar. En svo haldið sé áfram þá var næsti áfangi Kirkjubæjarklaustur þar sem við snæddum dýrindiskvöldverð og ráðguðumst við heimamenn um hvernig bezt væri að hátta för. Þeir töldu óráðlegt að fara yfir árnar efra, en vænlegra að aka niður að sjó og fara yfir ósana á flóði, er litils straums gætti. Þetta þótti okkur heillaráð, því að mikið vatn var í fljótunum þetta mikla rigningasumar. Er við vorum komnir langleiðina niður að sjó mættum við Helga Eirikssyni bónda á Fossi, þar sem hann var ríðandi á rauðum gæðingi. Hann sté af baki og við tókum að spyrja hann spjörunum úr. Hann sté fram á fótinn, velti dálitið vöng- um og sagði svo beint upp I opið geðið á mér sjálfuð flotafor- ingjanum: „ja, fyrst þið spyrjið mig I einlægni, þá svara ég I ein- lægni og ég verð rétt að segja það, að ég álft þetta ráðleysisflan. Ég veit að visu ekki hversu vel þið eruð útbúnir og má vel vera að þið komist þetta, en flan tel ég það, svona ókunnugir sem þið er- uð.“ Ég skýrði honum frá þvi að við værum feikna vel búnir, með gúmmibát og sundvesti, sem lit- uðu sjóinn grænan á svo, stóru svæði að flugvélar gætu haft upp á okkur ef illa tækist til. Nú það fór á endanum þannig að bóndi fékkst til að koma með okkur og benda okkur á líklegustu leiðina yfir. Nú skemmst er frá þvi að segja að meðan við vorum að und- irbúa förina yfir skall á ofsaveður og svo mikill var vindhraðinn, að þungblautan sandinn skóf í skafla, sem væri hann þurr og þegar þetta hafði staðið i á þriðja sólar- hring sáum við að timans vegna gætum við ekki beðið og tókum þá ákvörðun að snúa við og fara sólarsinnis kringum landið að Höfn í Hornafirði og taka sand- anna og fljótin þannig. Farið hina leiðina t bakaleiðinni renndum við sem snöggvast við hjá Helga á Fossi og tók hann okkur tveimur höndum, sagði að við hefðum gert það eina rétta, ekki verið með neinn bölvaðan galgopahátt. Úr þvi að við hefðum tekið þessa ákvörðun, hefði hann trú á þvi að við kæm- umst að lokum alla leið. Þriðjudaginn 18. júli vorum við svo komnir til Akureyrar og eftir stutta viðdvöl þar var ekið norður og austur um, drukkið kaffi i Reykjahlíð, m.a. með Sigurði Þór- arinssyni, sem var þar leiðsögu- maður erlendra manna og horfði löngunaraugum á eftir okkur er við héldum för áfram að Möðru- dal, þar sem við áðum. Þar áttum við daginn eftir ógleymanlega stund með Jóni bónda Stefáns- syni, sem gerði okkur þann heiður að skrá nafn sitt í leiða- bókina með höfðaletri og skrifaði síðan með venjulegu letri til að heimsk alþýðan gæti lesið. Nokk- ur orð fóru á milli Jóns og Hauks, vegna hrossakaupa sem þeir höfðu átt nokkrum árum áður og sagði Jón að merin, sem hann hefði fengið í skiptum frá Hauki, hefði verið ómöguleg, hann hefði selt hana tveimur árum síðar. Jón sagði okkur einnig að hann hefði þá nýléga málað myndir fyrir As- grím og Kjarval, sem þeir ætluðu að mála eftir. Þegar hann heyrði að við værum á leið til Horna- fjarðar æsti hann sig upp og sagði okkur að við ættum ékki að fara alfaraleið til Hornafjarðar á sliku farartæki, við ættum að fara yfir Vatnajökul. Kverká væri að visu slæm, en hann einn vissi um gott vað á henni og væri tilbúinn að Kaldsólun „Jafnvel betra en nýtt’’ Nú getum við boðið viðskipta- vinum okkar nýja kaldsólningar- þjónustu. ATH: Okkar hagstæða verð. Sólum allar stærðir af: Fólksbílahjólbörð- um — Vörubílahjólbörðum — Vinnu- vélahjólbörðum — Lyftarahjólbörðum. Næst reynir þú VULCAP W Kaldsólun Hjólbarðaverkstæði SÓLNING HF. hjólbarðaverksmiðja, hjólbarðaþjónusta, Smiðjuvegi 32—34, sfmar 44880—43988. Höld bord Vi+: $ Fyrir giftingaveislur, afmæli, árshátiör að ógleymdum saumaklúbbum. ^ r'"r .................................f ^ A þessu þordi eru eftirta/dir skreyttir réttir: Skinka, lambahryggur, kótilettur, ham- borgarhryggur, hangikjöt, grísasteik, roast beef, kjúklingar, reyktur lax, 2 — 3 síldarréttir, grænmetissalat, remolaði- sósa, rækjusalat, coctailsósa, brún heit kjötsósa, kartöflur amk. 3 tegundir, brauð ^^ og smjör.___________________________________ Við sérstökum óskum getur verðið lækkað eða hækkað, ef teknir eru burt, eða bætt við sérstaklega dýrum réttum t.d. lax tourne- dos, öndum, aligæs, kalkún o.þ.h. Ef öskað er getum við sent menn með borðinu til að setja það upp. Forréttir (ka/dir) Kavfar með ristuðu brauði 2 stk. per mann Blandaðar koktelsnittur 2 stk. per mann Laxasaiat I koktelglasi Rækjukokteill (kokteilglasi Humarkokteill (kokteilglasi Revktur lax (kramarhúsum m / eggjahræru 1 rúlla per mann Soðinn lax I hlaupi eða smálúða Skinkurúlla m/ spergil Köld ávaxtasalöt Kjúklingasalat. Kaldar eða heitar tartalett- ur eftir vali m/ kjöti. fiski eða ostafyllingu. Súpur Kjötseyði Colbert m/ hleyptu eggi Rjómasveppasúpa — Aspassúpa Blómkálssúpa Frönsk lauksúpa Aðrar súpur má panta hjá yfirmatreiðslu- manni. Heitur matur í minni eða stærri samkvæmi. Buff saute Stroganoff m/ salati og hrísgrjónum Grísasteik m/ rauðkáli og brúnuðum kartöflum Hamborgarhryggur m/ rauðvínssósu, ananas- salati og brúnuðum kartöfl- um. Grillsteiktir kjúklingar m/ i jómasveppasósu og grænmeti. Roast beef m/bearnaise sósu. Belgjabaunum og pommés saute. London lamb m/ brúnuðum kart. rjómasveppasósu, og grænmeti. Grisakarríréttur m/hrfs- grjónum. ^ Desertar Ábætisréttir Vanilluis Mokkals Sttrónufromage, Triffle m/ rjóma, sherry og .makkarónum. Útvegum borðbúnað ef óskað er t.d. giös, diska hnífapör dúka serviettur o.þ.h. Útvegum einnig þjónustufólk. Upplýsingar veitir yfirmatreiðslumaður I slma 11630 eða 13835 Ýmsir 1 samkvæmisréttir og aðrir smáréttir: Sddarréttir, kabarettdiskur m/ 5 teg. af s(ld. brauði og smjöri. Kfnverskar pönnukökur fylltar með hrfsgrjónum, kjöti og kryddjurtum m. sal- ati Soðinn lax I mayonnaise (heitt) m/gúrkusalati og tómötum. Kabarettdiskur með humar, rækjum, kavlar og skinku- rúllum spergil, roast beef, salati, brauði og smjöri ítölsk Pizza Pie írskur kjötréttur (Irish stew) Nautatunga m/ remolaði og hvltum kartöflum eða piparrótarsósu Alikálfasnitzel m/ tilheyrandi jr Oðal v/Austurvöll Geymið auglýsinguna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.