Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1977 sendir út til Bretlands með brezku herskipi, 6 íslenzkir fang- ar. Við vorum fluttir til Isle of Man og settir í fangelsi þar. Mér og tveimur öðrum var sleppt eftir einn mánuð, en þá var búið að yfirheyra okkur margoft og pynta. Við vorum einu sinni hengdir upp á höndunum og lamdir með hnútasvipu á bakið, 3 högg af alefli. Þá var skipstjórinn bundinn við rennibekk þar sem hann var pyntaður m.a. með því að teygja á honum. Við gátum ekkert hjálpað honum bundnir og hann dó þarna. Þeir sögðu að hann hefði dáið úr heilablóðfalli, en það var helvítis lygi I Bret- anum, þeir teygðu hann i sundur í rennibekknum. Kippt inn f norska herinn Ég fór til London eftir dvölina i fangelsinu og fékk leyfi hjá Bret- anum til þess að vera í Englandi f 3 ár. Svo var ég eitt sinn á götu í London, var að ganga þar sem norski herinn var þá nærstaddur og þá segir Norðmaður við mig: „Vi skal gá i marinen." Ég vissi sko ekkert hvað fyrir honum lá, en asnaðist til þess að ganga yfir lfnuna á götunni. Það var heilmik- il „line“ úti á götuna, röð af mönnum og mér var eiginlega ýtt inn fyrir linuna og kippt inn í norska herinn. Fyrst var ég sendur í þjálfun, en meðan við biðum eftir því að verða sendir inn i Normandí, var ég sendur sem hermaður um borð i korvett- una Handesvag. Þar var ég varð- maður í 6 mánuði, en svo kom það fyrir mig að ég drap Englending. Ég sá hann koma um borð til mín og vissi ekkert hvað hann ætlaði eða hver hann var því hann gaf engin merki. Aþessum tíma var allt England myrkvað. Ég gaf honum þrjú blikk á vasaljósinu mínu en hann anzaði engu. Þá svipti ég af mér rifflinum og rak hann í gegn og skot hljóp úr rifflinum í hann. Ég sat yfir hon- um þangað til ég var tekinn, það var sent eftir kapteininum mín- um. Ég hélt að maðurinn væri njósnari og tók ekki áhættuna á því að hann yrði fyrri til að drepa mig.“ „Hann hefur kannski verið með byssu á sér?“ skaut Jóna inn í. „Það held ég ekki,“ sagði Andrés. „Ég var settur úr hernum fyrir þetta, rekinn úr honum með skömm, en viljugur hafði ég aldrei farið í hann. Ég slapp þó allavega við Normandí. Yfir- maður minn i hernum á þessum tíma laust eftir 1940, var hinn frægi Anderson, sem var hér við land i einu þorskastrfðinu. 1942 eignaðist ég dóttur með brezkri konu, en stuttu seinna fór ég frá Bretlandi. Flaug 30 m. við ketil- sprenginguna Ég komst á skipl sem var að fara frá Cardiff til Reykjavíkur fulllestað kolum. Ég réð mig sem kolamokara í vél, en kolin, skipið og allt heila klabbið fór aðra leið en ætlað var. Skipið var skotið niður á miðri leið milli Bretlands og íslands. Ég var að koma af vakt þegar þetta gerðist og bátsmaðurinn var að koma ofan úr brú. Skömmu áður var búið að skjóta í stefni skipsins þar sem við sváfum allir, en ég var kominn i björgunarvest- ið og fram á þilfar þegar það átti sér stað. Þegar skotið reið í stefn- ið rann björgunarfleki úr fram- vantinum i sjóinn, en þegar næsta skot reið af var ég að mæta báts- manninum. Það skot fór beint i vél skipsins og ketillinn sprakk með ógurlegri sprengingu. Ég og bátsmaðurinn, sem var Norð- maður, köstuðumst 30 metra í loft upp við sprenginguna og féllum síðan í sjóinn. Ég lamaðist mikið vinstra megin eftir þessa spreng- ingu og ekki bætti það úr að ég kom mjög illa niður í sjóinn. Báts- maðurinn og ég komum niður i sjóinn skammt frá björgunarflek- anum sem áður hafði fallið fyrir borð og við komumst á hann. Skipið sökk á 5 mínútum, fullt af kolum til Reykjavikur. Við tveir björguðumst á flekanum, allir hinir, 30 menn, fórust. 1 þrjá sólarhringa vorum við að velkjast á flekanum matarlausir, en vatn höfðum við og tvö teppi voru á tunnuflekanum. Það var ruglandi í sjóinn þriðja sólar- hringinn, en þann dag bjargaði ensk korvetta okkur og flutti okk- ur til Reykjavíkur. Við vorum fluttir á norska spitalann á Eiríks- götunni og þar var ég í þrjá mán- uði, en síðan var ég fluttur mér til hressingar í Melshús á Seltjarnar- nesi, en þar var þá norsk herstöð. Þar dvaldi ég í 6 mánuði. Árið 1958 hitti ég aftur norska bátsmanninn sem bjargaðist með mér af kolaskipinu, hitti kauða í Reykjavík, en hann var þá skip- stjóri á norskum línuveiðara og var hinn hressasti. Ég heimsótti hann um borð ásamt þáverandi kærustu minni. Hann var glaður að sjá mig, rétti mér 100 punda lúðu og nóg af brennivíni fékk ég hjá honum." „Nú er Andrés alveg hættur að drekka," skaut Jóna inn í. „Já,“ sagði Andrés í rólegheit- um. Gott að gleyma þvíilla „Upp úr þessu fór ég í siglingar," hélt Andrés áfram. „Byrjaði á norska skipinu Banan í Reykjavík 1946. Þrír af áhöfn skipsins höfðu stolið úr lestinni og þeir voru settir af. Við það losnuðu pláss. Ég hef siglt á fjór- um skipum víða um heim og 3. stýrimaður var ég á Hertu frá Bergen, 2000 tonna dalli. Við sigldum til Evrópu og Ameriku og vfðar. A finnsku skipi fór ég til Afriku, en í öðrum túrnum þang- að varð ég eftir i Genúa á ttaliu. Ég vildi þá sfður fara til Afríku aftur, þar var svolítið heitt þar og svo átti maður það nú til að hitta á fasta punkta hér og þar í heimin- um. Þær tóku mann stundum svo- litið sterkum tökum. Annars var nú aldeilis nóg af kvenfólkinu í Afríku, og Ijúfmennskan, það var nú rneira." „Ég er viss um að hann á krakka um allan heim,“ skaut Jóna inn i. „Hún veit sko ekkert um það,“ svaraði Andrés og hló með Afríku í augunum. „Það var nú eiginlega óviljandi að ég missti af skipinu minu í Genúa," hélt Andrés áfram, „en þegar ég sá að það var farið, snar- aði ég mér til finnska sendiherr- ans og fékk að hringja í skipstjór- ann um talstöð til þess að biðja hann að sækja mig. Nei, takk, hann lét mig laxera í mánuð. Það var fátæklegur tfmi. Ég fékk að vísu peninga hjá finnska sendi- herranum, en það var rétt fyrir tóbaki. Annars var þetta tilþrifatími á þessum árum og gekk á mörgu en maður er sem betur fer búinn að gleyma mörgu þar sem knappt stóð á milli lífs og dauða. Það er vont að hugsa um slikt, en það versta losnar maður aldrei við. 1 vöku siglir það inn í hugsunina og það er ekki það versta, hitt er verra þegar það heimsækir mann í martröð í svefni. Þó er þetta ekki til að tala um, búið og gert. Heimurinn batnar lftið Einu sinni lágum við í höfn i Frönsku-Kolumbíu. Við . fórum nokkrir upp f bæinn og brezkur skipsfélagi okkar hafði með sér eina flösku af rommi. Við vorum fjórir við borð saman en Bretinn hellti aðeins i glasið sitt, tímdi ekki að skenkja okkur. Þá reidd- ist ég við kappann og ætlaði að leggja í hann, en bátsmaðurinn, Anrirés Olsen hefur leikið bæði við glettni og alvöru. Ljósmyndir Mbl. Arni Johnsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.