Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ-FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 51 Bjarm asamt þremur ^mástirnum i Hollywood. sem ég gekk lengi með, eins og ólétt kona. Ég safnaði fé, smakk- aði ekki neitt, sparaði og var nirf- ill, eins og Sæfinnur með sextán skó, og fastákvað að fara til Amer- iku.“ Vestur um haf stofum kvikmyndafélaganna og kvikmyndaverum i borginni lokað. Hollywood hafði nú tögl og hagldir i kvikmyndaframleiðsl- unni. Bandaríkjamenn voru einn- ig orðnir þátttakendur í styrjaldarrekstrinum og atvinnu- ástand versnaði. Bjarni lagði á flótta til Winnipeg, eins og hann segir sjálfur. Varla hefur þetta verið létt ákvörðun. Bjarni hafði eftir að hann kom heim kynnst ungri stúlku, Torfhildi Dalhoffsdóttur, og trúlofast. Árið 1916 fæddist eldri dóttir þeirra, Katrín, og var hún á fyrsta ári þegar Bjarni heldur vestur um haf. Að sögn Bjargar, yngri dóttur Bjarna, var þó alltaf í ráði að þær mæðgur færu á eftir honum, þegar Bjarní væri búinn að koma sér fyrir og afkoma þeirra tryggð. En það varð bið á því — 13 ár liðu þar til endurfundir urðu að nýju og þá hér heima á Fróni, þegar Bjarni sneri aftur og kom jafnvel snauð- ari að veraldlegum auði en hann hafði farið héðan en reynslunni ríkari. Leið Bjarna lá fyrst til New York en síðan til Chicago þar sem hann fékk inni hjá norskum vini sínum, blaðamanni sem hann hafði kynnst á Kaupmanna- hafnarárum sinum. Hann fékk þar fyrst vinnu við leiktjalda- málun en eftir því sem hann náði betri tökum á málinu, fór hann að nálgast kvikmyndafélögin og skrifstofur þeirra, þvi að höfuð- vígi kvikmyndaiðnaðarins hafði allt til þess tíma verið í Chicago, enda þótt Hollywood væri þá tekin að sækja mjög á og laða til sin kvikmyndamenn vestur á bóg- inn. Bjarni fékk loks tækifæri i kvikmynd um atvinnurekstur, enda gerði félagið sem hann vann fyrst fyrir eingöngu auglýsinga- myndir. Siðan fylgdu nokkur smáhlutverk hjá Essany, öðru helzta kvikmyndafélagi álfunnar um þær mundir. Chaplin hafði starfað hjá því um tima og gerði þar ýmsar þekktar myndir en hann hafði haldið til Kalíforniu árið áður en Bjarni kom til Chi- cago. Og rétt í þann mund sem Bjarni var að byrja kvikmynda- leik sinn í Chicago, var skrif- + t tslendinga- byggðum Vestur-Islendingar tóku Bjarna opnum örmum. Hann hélt skemmtanir víða í Islendinga- byggðum. Dómarnir sem hann fékk i vesturheimskum blöðum voru ekki af lakara taginu: „Svo var lófaklappið og hlátrasköllin mikil á samkomu Bjarna Björns- sonar, að húsið lék á reiðiskjálfi af hlátri áheyrenda. — Kona ein i næsta húsi hélt að kviknað væri í húsinu og fór að grennslast eftir hvað um væri að vera. „En það var þá bara hann Bjarni,“ segir eitt blaðanna og annað blað segir þessa sögu: „Meira en húsfyllir var á samkomu Bjarna Björns- sonar. Sagt að svo hátt hafi verið hlegið að raftar hafi brotnað i húsinu af titringi." 1 Kanada bjó Bjarni hjá systur sinni i góðu yfirlæti að því er virðist. Bjarni átti þar þátt í því að setja á stofn leikflokk til að leika með frú Stefaníu Guð- mundsdóttur, sem fór frækna leikför um Islendingabyggðir ásamt börnum sínum Öskari, Önnu og Emilíu Borg. Leikritið sem fyrst var flutt var Kinnar- hvolssystur og enn lék Bjarni bergkónginn. Sýningin vakti stormandi hrifningu og var leik- sigur fyrir Bjarna ekki siður en fyrir frú Stefaníu. „Og það skyldu fáir ætla, að betlaragarmurinn, lotinn og skjálfraddaður, væri sami maðurinn og hinn mikil- úðlegi og tignarlegi bergkon- ungur, með hreimmikla róminn og valdsmannsbraginn; og allra sízt að þetta væri hann Bjarni," segir einn gagnrýnandinn og i öðrum leikdómi: „. . .og höfum vér aldrei séð eða heyrt neitt til Bjarna, sem hann hefur leyst eins vel af hendi og þetta hlutverk — Það er heimsborgarabragur á Bjarna á þessari mynd en um tilefnið er ekki vitað. Nú er allur Thule bjórlnn framleiddur undir sérstöku eftirliti í rannsóknarstofu okkar. NÚ JAFNAST EKKERT ÖL Á VIÐ THULE-ÖL SANA — AKUREYRI i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.