Morgunblaðið - 07.04.1977, Side 13

Morgunblaðið - 07.04.1977, Side 13
MORGUNBLAEHÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 61 Mynta HWI*!!*: Hagainnréttingar eru íslensk gœóavara, sem fœst ó mjög hagkvœmu verði mismunandi tegundir, sem allar bera nöfn íslenskra fjallablóma, tryggja fjölbreytt úrval Mynta Depla Miira Komid, hringid eda skrifió og vid veitum fúslegaallar upplýsingar I A( l 1« SUÐURLANDSBRAUT 6 - REYKJAVÍK SÍMI (91) 84585 xÝiV’* Reykvtkingará leið I loftvarnabyrgi I Landsbankanum Allt voru þetta brennandi flug- áhugamenn og fljótir að átta sig og þekkja þýzku flugvélarnar. Umfangs- miklar loftvarnir Loftvarnir, eins og þær voru kallaðar, voru skipulagðar og hafði fimm manna nefnd verið skipuð til að gera nauðsynlegar ráðstafanir I maí 1940. Agnar var formaður hennar. — Aðalbæki- stöðvarnar voru I kjallaranum í Oddfellowhúsinu og þar komum við sem stjórnuðum þessu saman, segir Agnar. Og margir sjálfboða- liðar komu til starfa. í lokin höfð- um við víst um þrjú þúsund manns, sem ýmist voru birgða- verðir, I svokölluðum ruðnings- sveitum, sem áttu að grafa úr rústum, ef á þyrfti að halda, í slökkviliðssveitum, því við höfð- um brunaverði á loftum á ýmsum stöðum eða i hjálptflrsveitum, sem áttu að veita fyrstu hjálp. Sumir voru hverfisstjórar og áttu að sjá um byrgin og þjálfun birgða- varða, sem áttu að sjá til þess að menn færu I loftvarnabyrgin, sem voru I völdum kjöllurum. Læknis- þjónasta var skipulögð og slökkvi- liðið fékk sérstaklega magnaðar dælur frá Bretlandi. Allt þetta lið fór af stað, þegar loftvarnamerki var gefið. Sfrenur fóru I gang og allir símar voru látnir hringja samtlmis. Starfsmann höfðu hjálma með mismunandi lit og bönd um handlegginn, sem gáfu til kynna hvaða hlutverki þeir áttu að gegna. Viðbrögð borgar- anna voru ótrúlega góð og sam- vinna með ágætum. — Þá höfðum við brottflutn- inganefnd, ef til skelfilegri at- burða kæmi, hélt Agnar áfram frásögninni. Hana skipuðu Bjarni Benediktsson, þáverandi borgar- stjóri, og Lögreglustjórinn i Reykjavík og sérstakir starfs- menn voru þeir Einar Pálsson, þáverandi yfirverkfræðingur hjá borginni, og Steinþór Sigurðsson jarðfræðingur, miklir skipuleggj- endur og duglegir ferðamenn. Þeir báru og hita og þunga starfs- ins. Þá nutum við sérfræðiaðstoð- ar Breta, sem höfðu sorglega mikla reynslu af sllku. Eftir fyrstu vikurnar, sem voru erfið- astar náðist ágæt samvinna við brezka flugherinn, flotann og vissar deildir hersins, svo sem þær sem stóðu að loftvörnum. Þeir fóru yfir kerfið hjá okkur, og voru ánægðir. Það gerðu Banda- ríkjamenn líka, þegar þeir komu og gáfu Reykjavfkur loftvarna- kerfinu mjög gott orð. Vélflugan dugði tslendingum vel En víkjum aftur að samskiptum svifflugmanna og þýzka svifflug- leiðangursins, sem hingað kom fyrir strió. Fréttu tslendingarnir nokkurn tima af Þjóðverjunum aftur? — Já, segir Agnar. Ludwig fórst þvl miður I stríðinu. Helgi Eyjólfsson og Albert Jóhannsson og fleip áttu. Hvatti hann Björn til að koma norður og kom hann með Albert með sér. Og báðar flugvélarnar héldu svo áfram austur um land, lentu á Eiðum og á Eydalatúni I Breiðdal, þar sem þær urðu veðurtepptar vegna þoku. Næsti áfangi var Hornafjörður, þá Skógasandur og loks var komið til Reykjavíkur. Þessi ferð hófst 15. september 1938 og lauk 21. september. Og með henni var þvl slegið föstu að landflug ætti framtíð á íslandi. Þýzka flugvélin, sem hingað koma með svifflugmönnunum 1938, var sameign Flugmála- félagsins og ríkisins og Agnar flaug henni I fyrstu sem flugmála- ráðunautur, en hann var þá jafn- framt flugmaður og fram- kvæmdastjóri Flugfélags íslands, Sandpokabyrgjum var komið upp á götum í Reykjavík til hlífðar. sem het Flu8félag Akureyrar. En um áramótin 1939 — 40 varð Agnar lögreglustjóri I Reykjavlk. Áður hafði örn Johnson tekið við flugvélinni og opnað með henni fyrsta reglulega landflugið. Flog- ið var með einn farþega frá Reykjavík til Hornafjarðar einu sinni I viku. Agnar fullyrðir að þaó hafi Hornfirðingar kunnað svo vel að meta, að Örn hefði áreiðanlega flogið inn á þing, ef hann hefði verið I framboði. Seinna bilaði hreyfill i flugvél- inni og vegna strfðsins var ekki hægt að fá I hana varahluti. En nú er semsagt verið að gera hana upp og á þessi flugvél, sem kom hing- að fyrir 40 árum til skammrar viðdvalar, enn eftir að þjóna ís- lendingum — nú sem sýningar- gripur. Og þó sögurnar um kveðjur þýzku flugmannanna til islenzku svifflugmannanna á Sandskeiði hafi ekki við meira að styðjast en að ofan greinir, eiga þær sjálfsagt eftir að lifa góðu lifi, eins og sögur jafnan gera. — E. Pá. Baumann lifir góðu lifi og er kaupsýslumaður I Duisburg og Springop mun eiga húsgagna- verksmiðju og búa þar I grennd. En flugvélarnar, sem þeir höfðu meðferðis til Islands 1938, höfðu hér lengri viðdvöl og áttu sumar eftir að leika stór hlutverk á Islandi. Þegar Þjóðverjarnir fóru, urðu hér eftir ein svifflugan þeirra og litil æfingavél og síðast en ekki slzt vélflugan, sem Agnari tókst að fá með löngum gjald- fresti. Hann kvaðst ekki hafa ver- ið I vafa um að strið skylli á áður en langt um liði, og hafði þvl ekki áhyggjur af greiðslunni, enda kom aldrei til þess að greiða þyrfti flugvélina. Og sú flugvél er hér enn, verið að gera hana upp úti I flugskýli Flugmálastjórnar- innar og verður hún merkur safn- gripur. En áður átti þessi flugvél, sem bar einkennsistafina TF-SUX, eftir að koma Islendingum að miklu gagni. Á henni kannaði Agnar Kofoed Hansen lendingar- staði á landinu, lenti henni t.d. fyrstri flugvéla i Vetmannaeyjum á litlu túni og á fjöldamörgum öðrum stöðum á landinu. 15. september 1938 lagði hann upp i slika ferð af Sandskeiði því „flug- völlurinn" I Vatnsmýrinni var of blautur. Fyrst lenti hann á Hvanneyri, þá I Miðfirði, á Stóru Giljá og Gunnsteinsstöðum I Langadal og á Löngumýri, Stokk- hólma og Víðivöllum I Skagafirði. Þá hélt hann út á Sauðárkrók, lenti þar og síðan á Hólum I Hjaltadal, Möðruvöllum I Eyja- firði og loks á túninu I Lundi við Akureyri. Þá hafði hann lent á 12 stöðum, vlðast á túnum, og þóttist nú hafa afsannað þá almennu skoðun að hér á Islandi ætti flug- ið enga framtlð nema notaðar væru sjóflugvélar. Agnar var nú heldur ánægður og hringdi til Björns Eirlkssonar flugmanns I Reykjavík, sem flaug ásamt Sig- urði Jónssyni á vegum gamla Flugfélagsins á árunum 1930 — 31. Nú var hann með vél, sem þeir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.