Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1977 59 um fyrir svifæfingar, en margt bendi til þess aö svifskilyrði séu góð, enda mikið uppstreymi í lofti. Einnig hafi þeir tekið að sér að kanna hvernig lendingarstöð- um á landinu sé háttað. Hafi Lud- wig flogið vlða og fundið 15 not- hæfa lendingarstaði. En aðalhátíðin hjá svifflug- mönnum var flugsýningin mikla á Sandskeiði sunnudaginn 17. júlí, sem varð fyrsti flugdagurinn á íslandi. Var það mikil hátið og munu um 5000 manns hafa horft slðan aftur og lögðu saman nótt og dag. Húsið var 20 x 75 x 8,50 m að stærð, reist á metraháum steinsteyptum kjallara og mjög rammgert. Þá hafði móttöku- nefndin látið gera allgóðan flug- völl á Sandskeiði, sem hafði verið valtaður og tók það verk 13 daga. Þarna ætluðu svifflugmenn að æfa flug I hinum þýzku flugum með aðstoð þýzku sérfræðing- anna, segir I blaðinu. í viðtali I blaðinu segir Ludwig, fyrirliði þýzka svifflugleiðangurs- ins, m.a.: — Hinir ungu Islenzku svifflugmenn hafa sýnt svo mik- inn áhuga og mikinn dugnað að ég tel framúrskarandi. Þeir hafa sjálfir smíðað þrjár svifflugur og undirbúið völlinn á Sandskeiði og þeir hafa yfirleitt sýnt aðdáunar- verða fórnfýsi og framtak. Svo langt hafa þeir komizt að tveir þeirra, Leifur Grimsson og Kjart- an Guðbrandseon, tóku C-próf sem kallað er á þrfðjudagskvöld- ið, þ.e. sýndu að þeir eru fullfærir um að stjórna svifflugu, sem dregin er með mótorflugu I loft upp og þeir geta haldið sér I lofti I lengri tlma. Ludwig segir I viðtalinu, að þýzku svifflugleiðangursmenn- irnir hafi tekið að sér kennslu á Svifflugnámskeiðinu á Sand- skeiði og ætli að rannsaka skilyrð* fyrir svifflugi hér, bæði almennt, svo og skilyrði á einstökum stöð- Einn af þýzku flugmönnunum Ludwig við sviffluguna Minomoa Pýzka sprengjuflugvélin Henkel 111, ein af vélunum sem flugu yfir Reykjavík Á flugi frá Stafangri hefðu vélarnar getað borið eina 250 kg. sprengju, en fjölda af íkveikusprengjum. á sýninguna á Sandskeiði, enda veður ágætt þótt þokuslæðingur væri I bænum. Lýsir Mbl. atburðinum undir stórri fyrir- sögn: „Flugsýningin sú stórfelld- asta, sem hér hefur sézt. Listflug Ludwigs verður mönnum ógleymanlegt.“ Voru svifflúg- líkön látin fljúga, þá sýndu Is- lendingar renniflug I skólaflugu og Þjóðverjarnir sýndu listir sín- ar I svifflugum og Ludwig sýndi loks alls konar listir I vélflugunni. Er greinilegt af frásögn blaðsins, að menn hafa staðið agndofa og hrifning verið mikil á list flug- mannanna. Agnar Kofoed Hansen setti mótið og lýsti fluginu. Minntust aldrei á pólitík Agnar segir okkur að Þjóðverj- arnir i svifflugleiðangrinum hafi aldrei minnzt á stjórnmál við félaga sina hér. — Þetta voru góðir fagmenn, segir hann. Hins vegar var ekki nema eðlilegt að ungir Þjóðverjar væru hrifnir af uppbyggingunni heima I slnu landi. Enda voru fangabúðirnar i Buchenawald og viðar ekki komn- ar upp á yfirborðið. — Svifflugfélag Islands var alveg ópólitískur félagsskapur, enda I honum menn úr öllum flokkum, segir Agnar. Má vel vera að þar hafi verið einhverjir nationalsósialistar og sósíalistar. Eðvarð Sigurðsson var einn af okkar allra beztu félögum og I Hinn heimsfrægi flugmaður Von Gronau hópnum var t.d. Hallgrimur Hall- grímsson Spánarfari, sem kallað- ur var, þar sem hann hafði barizt með lýðveldissinnum í borgara- styrjöldinni á Spáni og fleiri. Þetta voru fyrst og fremst áhuga- menn um flug. — Svo áttu þessir svifflug- menn að vera gegnsýrðir nasisma, hélt Agnar áfram. Þetta kom í ljós strax fyrstu daga hernámsins. Svifflugmenn máttu ekki fara úr bænum. Bretar höfðu sett upp vegtálmanir við veginn út úr bæn- um og við vorum á lista yfir þá, sem voru grunsamlegir. Einn félaga okkar var radioamatör og Bretarnir fundu ridóotæki í kjall- aranum hjá honum. Hann var tek- inn og hafður í brezku fangelsi og pyndaður. Vafalaust átti það mik- inn hlut í því hve tortryggður hann var, að hann var I Svifflug- félaginu. Hann átti hryllilega vist I fangelsinu og kom heim brotinn maður. Bretarnir voru semsagt varaðir við okkur. Þeir bönnuðu okkur að fara upp á Sandskeið og reyndu að eyðileggja aðstöðuna þar, m.a. með þvi að grafa fjölda af djúpum gryfjum í jörðu. — Mér tókst þó, þegar frá leið, að fá leyfi til þess að við fengjum að æfa á takmörkuðu svæði á Sandskeiði. En ég var lögreglu- stjóri þá. Meira fengum við ekki, enda kom i ljós seinna að Wise kapteinn hafði tortryggt mig sjálfan. Bretarnir höfðu auga með okkur meðan við æfðum. Og það kom fyrir að þeir skutu þarna. Einu sinni sprengdu þeir upp jarðveginn milli okkar og svif- flugunnar, sem við vorum með. Sennilega til að hræða okkur frá. Þjóðverjar komu á sunnu- dagsmorgnum Agnar segist muna ákaflega vel eftir þvi þegar fyrsta þýzka flug- vélin kom. Hann var á'leið upp á Sandskeið snemma á sunnudags- morgni til að kenna strákunum, og var kominn langleiðina er Husqvarna © Husqvarna heimiiistæki þekkja allir og að góðu einu ☆ ELDAVÉLAR ☆ HELLUR—OFNAR ☆ UPPÞVOTTAVÉLAR ☆ KÆLISKÁPAR ☆ FRYSTISKÁPAR ☆ ELDHÚSVIFTUR o.fl. LEITIÐ UPPLÝSINGA K0MIÐ - HRINGIÐ - SKRIFIÐ Husqvarna er heimilisprýði ^armai Sfy^ehJMn k.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.