Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1977 79 neyddur til afsagnar skýrði Groza forsætisráðherra frá því, að honum væri frjálst að vera um kyrrt i Rúmeníu, en „persónu- legar ástæður", sem Groza skil- greindi þó ekki nánar, hefðu ráðið að konungur vildi fara úr landi ásamt móður sinni og nánasta skylduliði og nokkrum starfsmönnum hirðarinnar. 1 fyrstu hafði verið óttazt að konungur yrði hnepptur i fangelsi og biðu hans ef til vill sömu örlög og Maniu sem hann hafði bjargað frá dauða aðeins fáeinum vikum áður. En þessi kviði reyndist ástæðulaus og hafa menn leitt getum, að því, að Mikael konungur hafi kannski notið þess að hafa sýnt Rússum velvild á stríðsárunum. Groza sagði að allar eignir konungs rynnu til ríkisins og fengi hann ekki að taka með sér úr landi nema hið allra nauðsyn- legasta. Var þar jneð hafin þjóð- nýtingin í landinu, sem síðar varð alger. VlÐA á Vesturlöndum kom fram mikill samhugur með konungi' Rúmenskir sendiherrar f ýmsum löndum og starfsmenn i utanrikis- þjónustunni sögðu af sér i mót- mælaskyni. Þar á meðal var sendiherra Rúmena í Páfagarði. Kvað hann upp úr með það, að „Anna rauða“ og fylgismenn hennar myndu nú verða allsráð- andi I landinu. Alls staðar var mál manna að konungur hefði verið neyddur til afsagnarinnar af pólitískum ástæðum, þar sem kommúnistum hefði verið það þyrnir i augum að hafa konung yfir sér og naumast þótt það sam- rýmast i sósialisku riki, sem stefnt var að að byggja upp. AÐDRAGANDI hafði vissulega verið að þessum atburðum. Meðan Mikael konungur var I Bretlandi og sat þar brullaup Elísabetar krónpreinsessu tók stjórnin ýmsar ákvarðanir sem gengu í berhögg við vitaðan vilja konungsins. Meðal annars var tíminn notaður til að skipa nýjan hermálaráðherra. Þegar Mikael kom heim og varð þess vísari hvað gerzt hafði i fjarveru hans, neit- aði hann að staðfesta skipun ráð- herrans. Að því er segir í Morgun- blaðinu um þessar mundir stafaði það meðal annars af þvi að honum var kunnugt um að viðkomandi hermálaráðherra hafði áform á prjónunum um að senda lið til Grikklands til stuðnings kommúnistum þar. ANNA PAUKER hafði dm hríð leikið tveimur skjöldum i málinu. Hún hafði I fyrstu látið dátt við konung og hvatt hann eindregið til að leita sér kvonfangs til að styrkja stöðu sina. Þegar Mikael hafði síðan fellt hug til Önnu prinsessu af Bourbon-Parma og leitaði eftir samþykki stjórnar- innar til að kvænast henni, lagðist Anna Pauker af öllu afli gegn því að slikt samþykki fengist. Var sú ástæða borin fyrir, að rúmenska ríkið hefði ekki efni á að kosta brúðkaupið. Er það mál manna að fyrir önnur Pauker og ýmsum fylgismönnum hennar hafi vakað að koma konungi i þá aðstöðu að velja milli ríkisins og heitmeyjar- innar og batt hún vonir við að hann veldi konuna. En af mörgu sem gerðist þetta haust var ljóst að sú staðhæíing sem sett var fram um að Mikael konungur hefði afsalað sér völdum af þess- um sökum, átti ekki við nein rök að styðjast. ÞANN 9. janúar 1948 var Konstantin Parhoun, forseti félagsskapar þess, sem vann að eflingu samvinnu Rússa og Rúmena, kjörinn forseti ríkis- ráðsins, sem hafði verið skipað að kvöldi hins 30. desember. Utvarp- ið sagði frá því og skýrði völd Parhouns og ríkisráðsins. Var tekið fram að Parhoun gæti nánast að eigin geðþótta skipað ráðherra eða veitt þeim lausn frá embætti, valið sendiherra er- lendis og veitt ýmsar tignarstöður aðrar. Og nú var líka komið að þvi að valdadraumar önnu Paukers rættust, þvi að hún tók við embætti utanrikisráðherra af Tatarescu. Í Morgunblaðinu 14. janúar segir i fyrirsögn að Anna Pauker hafi verið potturinn og pannan í því spili að neyða Mikael til að leggja niður völd: „Rúmenar hafa fengið Önnu rauðu i stað vinsæls konungs." Valdagirni hennar var nú ekkert leyndarmál lengur. Hún lýsti því yfir að fyrsta og eina takmark hennar væri að gera Rúmeniu að kommúnistariki. Hún hafði eins ogáðursegir unnið gegn konungi á laun, en hann hafði lengi þrjózkazt við að láta undan ýmsu þvi sem stjórn Groza vildi fá hann til að gera. Vitað er og nú að þegar Mikael var i London i brúðkaupi Elisabetar hafði hann leitað ráða hjá Bevin, Churchill og fleiri áhrifamönnum þar, hvernig hann gæti bezt tryggt sig i sessi. Munu þeir hafa hvatt hann eindregið til að snúa heim og freista þess í lengstu lög að halda frið við stjórnina og koma í veg fyrir að landið rynni undir Sovétrikin. En allt kom fyrir ekki og í af- saisræðu sinni sagði Mikael að „pólitiskt ástand í landinu væri ekki lengur hagstætt konungsfjöl- skyldunni." Tveimur mánuðum siðar sagði hann í viðtali i London, að kommúnistar hefðu neytt sig til að segja af sér og var óspar á að nefna þátt Önnu Paukers i því samsæri öllu. EFTIR að Mikael konungur var nú farinn úr Iandi, kastaði stjórn- in endanlega grímunni. Arið eftir var stjórnarskrá alþýðulýðveldis- ins Rúmeníu samþykkt. Miklar handtökur fylgdu i kjölfarið og umrót og ólga var mikil i landinu. Fjórum árum síðar var enn sam- þykkt ný stjórnarskrá sem færði landið enn nær Sovétrikjunum. Þá varð Gheorghe Gheorghiu Dej valdamesti maður landsins og gegndi stöðu flokksleiðtoga til dauðadags 1965. Þá tók við núverandi flokksleiðtogi, Nicolae Ceausexcu, og með nýrri stjórnar- skrá frá þvi hinu sama ári varð hann einnig fyrsti forseti alþýðu- lýðveldisins. Frá árinu 1963 hefur Rúmenía verið að breyta nokkuð um stefnu, tekin hafa verið upp meiri skipti við Vesturlönd og samtímis hefur Ceausescu mjög eindregið unnið að því að gera Rúmeníu óháðari Sovétrikjunum. ANNA Pauker sat ekki ýkja lengi í valdastöðu og sannaðist þar sem oftar að byltingin er gjörn á að éta börnin sín. Anna Pauker féll i ónáð 1952 eftir mikla valdastreitu og eftir það heyrðist ekki um hana, fyrr en sagt var frá andláti hennar í Búkarest átta árum siðar. Óljóst var hvernig hún varði siðustu æviárum sinum. Sumir héldu því fram, að hún hefði setið lengst af i fangelsi, en aðrir töldu að hún hefði búið i úthverfi Búkarest, ein og yfir- gefin en fengið að stunda vinnu. MIKAEL konungur hélt til Sviss eins og áður sagði. Hann ferðaðist i fyrstu nokkuð um, fór til Banda- ríkjanna og Bretlands og viðar Vesturlönd. En bólfestu tók hann sér i Sviss ásamt fjölskyldu sinni. Hann er nú hálfsextugur að aldri og hefur allar götur siðan hann lét af konungdómi unmið ýmis störf og ekki lifað hinu glysgjarna lífi uppgjafakóngafólks. Hann er nú framkvæmdastjóri bandarísks fyrirtækis sem hefur útibú í Sviss. Hann lifir kyrrlátu lífi og sést litt á mannamótum. Til Rúmeniu hefur hann ekki komið svo vitað sé siðan um áramótin fyrir þrjátíu árum. h.k. Anna Pauker var valdamikil í Rúmeníu fyrstu árin eftir seinni heimsstyrjöldina. Síðarféll hún í ónáð og lifði síðustu æviár sín í hálfgerðri einangrun. Tilbúinn undir tréverk Hann er þess virði að þú lítir á hann tvisvar, nýi Volvoinn. Nýjungar, eins og ”hrein grind” með völsuðum langböndum, rafkerfi tengt í einum aðgengilegum töflukassa, lofthemlakerfi í nylon- leiðslum, 50 gráðu snúningsgeta, þrátt fyrir aðeins 3,8 metra lengd milli hjóla, koma þér skemmtilega -á óvart. Eins og allt annað í sambandi við Volvo N. Voivo N er langt á undan öðrum í tækni og útliti. Volvo N er vörubíll framtíðarinnar orðinn að raunveruleika. Volvo N nýtir hvern einasta mögu- leika til hins ýtrasta í þágu eigandans. Allar tækni- legar upplýsingar um Volvo N eru ávallt til reiðu í Volvosalnum við Suðurlandsbraut. Hafið samband við Jón Þ. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.