Morgunblaðið - 07.04.1977, Page 4

Morgunblaðið - 07.04.1977, Page 4
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL lft77 Þessi mynd af K N., Jónasi Hall og Stephan G. Stephanssyni hefur Káin sent Bjarna með þessari vésu ( ef hún skyldi ekki prentast I með eigin rithendi Káins). Ráðið velja vil ég þér/ í visku og dyggðum sönnum/ lærðu á meðan lifir hér,/ að líkjast þessum mönnum. hann lck aðdáanlega.“ Einnig lék Bjarní með frú Stefaníu í Imyndunarveikinni og þótti fara á kostum. Bjarni hefði vafalaust getað hreiðrað þægilega um sig í Kanada hjá löndum sinum þar, kannski ekki efnalega en innan um fólk sem mat hann og dáði list hans. En kvikmyndirnar kölluðu. Ýmsir vildu reyna að rétta honum hjálparhönd til að láta drauminn rætast. Þannig skrifar K. Ásg. Benediktsson langa grein i Heimskringlu í júli 1920, sem er hvatning til íslendinga um að styrkja Bjarna til farar á fund kvikmyndanna í Hollywood. Þar segir m.a.: ,,Þegar Bjarni varð þjóðfrægur beindist hugur hans hærra. H:nn hugði að sækja fé og frama i önnur lönd. Hann fór til Banda- Hin opinbera leikaramynd af Bjarna Björnssyni. rikjanna. Hefir góða hæfileika, ef ekki ágæt fyrir þá stöðu. Þá kom tvennt til sögunnar, er þangað kom, sem margan íslending hefir hent. Það voru þeir agnúar á högum hans að hann kunni lítið í málinu og hafði enga peninga. Að komast inn hjá kvikmyndafélagi til náms og þroska kostaði tals- verða peninga. Fór hann norður hingað til Canada. Hér hefir hann verið nær þrjú ár. Hann hefir hitt hér á óþjála tíma. Málningar hefur hann stundað þá gefist hefir. Hann hefir haldið hér sam- komur öðru hverju. Landar hans hafa sótt þær yfirleitt mæta vel. En svo eru þær kostnaðarsamar, að hann hefir lítinn arð úr þeim borið, að svo komnu. Hér eru Islendingar alltof fáir til þess, að Bjarni hafi þá peninga saman, sem hann þarf til að ná augnamiði því, er hann upphaflega stefndi að. ..“ Greininní lýkur með áskor- un um að Vestur-Islendingar leggist á eitt og styrki Bjarna svo að draumur hans megi verða að veruleika. Til Hollywood Ekkert kemur fram um undir- tektir við þessari áeggjan, en árið 1921 er Bjarni kominn til New York. Þar fékk hann atvinnu sem skrautmálari. „Ég safnáði doll- urum eins og ég framast gat, því að kvikmyndunum var ég ekki enn búinn að segja að fullu og öllu upp,“ segir hann á einum stað. Þegar hann átti orðið 1500 dollara, ákvað hann að fara til Hollywood „og freista gæfunnar einu sinni enn.“ Einhverjir íslendingar höfðu orðið til að vekja athygli Vilhjálms Stefáns- sonar á Bjarna, og hann aftur komið Bjarna i samband við bandarískan leikstjóra. Eitt Reykjavíkurblaðanna segir svo frá því, að tslendingur í New York hafi skrifað heim um frama Bjarna. „Áhugi hans í þeim efn- um (leiklistinni) hefur nú borið þann árangur, að einn af stærstu kvikmyndastjórum Bandaríkj- anna, L. Trimble, hefir ráðið hann til að leika í sínum myndum og bauð honum með sér til Holly- wood, filmbæjarins fræga i Kali- forniu, og lagði hann af stað héðan 28. febrúar (1923).“ Bjarna segist hins vegar sjálf- um svo frá um innreið sína í Hollywood, að hann hafi vitað að allt var undir því komið að koma til kvikmyndabæjarins eins og prins og hann því keypt sér marga alklæðnaðí, ferðast eins og auð- maður, innritast á fínasta hótelið í Hollywood, haft fallegt skegg, staf, nýtízku hatt og þar fram eftir götum. „Og nú fannst mér að ég væri ekki siður undir það búinn að taka þátt i samkeppn- inni en sjálfur Douglas Fairbanks eða Chaplin, sem þá voru einna mest umtalaðir. Daginn eftir að ég kom til Hollywood, innritaði ég mig hjá kvikmyndaskrifstofunum og var þá næstum þvi orðinn einn af stjörnunum." Liklega er það nokkuð sterkt til orða tekið hjá Bjarna, að hann hafi nærri orðið Hollywood- stjarna. Ólánið elti hann, og það var eins og kvikmyndirnar vildu ekki þennan mann, sem svo fús- lega bauð fram krafta sína og hæfileika. Bjarni lék í mynd Trimble, sem nefndist My Old Dutch. Hann var við leikinn i einn mánuð, fékk 7 dollara á dag og segir að hlutverk sitt i myndinni hafi verið töluvert áberandi. Hins vegar tókst ekki betur en svo um þessa mynd, að hún eyðilagðist í klippingu og Trimble var útskúf- aður i Hollywood. + Kvikmynda- leikarinn Bjarni hélt áfram glimu sinni við kvikmyndirnar, fékk smáhlut- verk af og til, en bezt virðist honum hafa vegnað á árunum 1925—27. Þá fær hann vinnu við fjórar frægar kvikmyndir — „Beau Geste“ með Ronald Colman og Mary Astor í aðalhlutverkum, „Black Pirate" með Douglas Fair- banks, „The Wedding March“ sem Eric von Stroheim stjórnaði og lék í og i „Kameliufrúnni" með Normu Talmadge í þvi hlutverki sem vinkona Bjarna, frú Stefania Guðmundsdóttir, hafði Ieikið hér heima og unnið hugi og hjörtu leikhúsgesta. Landar Bjarna reyndu eftir beztu getu að fylgjast með frama hans i kvikmyndaborginni. Heimskringla getur um veru hans í Hollywood. „Nýlega lék hann spánskan liðsforingja í mynd, þar sem Douglas Fairbanks leikur aðalhetjuna. Lætur Bjarni hið bezta af sér þar vestra og er það gleðiefni Iöndum hans, er sjálf- sagt bíða þess með óþreyju að sjá hann á léreftinu," segir blaðið Þeir sem sáu til Bjarna I myndum þeim sem hann lék í þarna vestur i Hollywood segja mér að honum hafi ekki hlotnast nein meiriháttar hlutverk heldur var hann ýmist „stand-in“ sem svo er kallað þ.e. staðgengill fyrir aðalleikara meðan verið er að undirbúa sviðið fyrir kvikmynda- töku, eða í smærri hlutverkum „þjónn eða jafnvel maður sem opnaði dyr“ eins og einn orðaði það. Aftan á gamla mynd sem var í úrklippusafni Bjarna hefur hann líka skrifað þessa lýsingu á hlutverki sinu í mynd, sem hann tilgreinir ekki að öðru leyti: „Við vorum þrir hermennirnir, sem komum seinast í einni film- unni, enskur, ameríkanskur og einn franskur og er ég sá franski. Við stóðum yfir skotgröf, með flögg þjóðanna i höndunum til að sýna söknuðinn yfir föllnum her- mönnunum. ..“ + „Hinn kánkvísi hrokkinkollur“ Bjarni hefur þó unað hag sínum bærilega í Hollywood framan af og til er samtímalýsing á Bjarna í Hollywood, skrifuð af Halldóri Laxness í Morgunblaðið 1928, þar sem hann lýsir því hvernig Bjarni verður fyrst á vegi hans þar vestra. „Það hefir verið eitt af mínum ánægjulegu ævintýrum siðan ég „kom yfir (eins og and- arnir segja)" segir Halldór,“ að komast að raun um að Bjarna Björnssyni liður vel i Sumarland- inu. Kvöld eitt eftir að hafa verið á gangi með kunningja mínum undir pálmunum hér i himnariki kvikmyndanna, brugðum við okk- ur inn í eitt Pig'n Whistle veitingahúsið í Hollywood til þess að fá okkur hressingu — rauð ljós, blá Ijós útskornir innan- stokksmunir, marglitir veggir, rósótt loft. . og f kringum borðin sitja kvikmyndaleikarar, allra heimsins þjóðerna og ræða ákaft siðustu „box-office successes" í Wall Street, — en svo eru nefnd- ar á Hollywoodmáli myndir þær, sem gefa Gyðingum þar austur frá mestan arð. En hver er þessi kánkvisi hrokkinkollur, sem situr þarna í einum hópnum og er ber- sýnilega að draga dár að ein- hverri óhæfunni? Það er eítthvað sem kemur mér til að fara að hvessa á hann gleraugun fremur öllum öðrum. Jú, — þetta er maðurinn, það er enginn annar en Bjarni Björnsson, ómótstæðileg- asta aðdráttaraflið frá pöllunum í hinni nyrstu höfuðborg siðmennt- aða heimsins — hann, sem áður var reykvískastur allra Reykvík- inga!“ Halldór segir Bjarna hafa litið breytzt — „Kanske orðið litið eitt vinlenskur í sniðunum, örlitill Yankee-keimur i málfærinu, en það er líka allt og sumt. Reyk- vísku heiðursmennirnir búa enn í kollinum á honum og eru farnir að halda ræðustúf fyr en þig varir. Þú veist ekki fyr en þú stendur augliti til auglitis við hið andlega „upper ten“ Reykja- víkur, umhverfis þig er heil ráð- stefna af íslenskum þjóðskörung- um að ræða áhugamál sin og kita út af pólitíkinni. —“ segir Hall- dór ennfremur i þessum pistli sínum frá Kaliforníu. Postilla gamanleikarans: Maðurinn er sorgin siáff og því er gamanið guði þóknaniegt I fórum Bjarna heitins Björnssonar kom i leit- irnar þessi hugleiðing um gildi gamanseminnar og heimspekilegir þank- ar þar að lútandi. Um til- efni þessarar hugleiðing- ar er ekki vitað, en hún lýsir hugmyndum hans um gamansemina og gleðina, þessar mannlegu hliðar sem hann gerði að Kfsstarfi sfnu að vekja og glæða. — 0 O 0 — —Þú spyrð mig hvort ég haldi að eftirhermur og gamanleikir hafi göfg- andi áhrif? Ég er nú heldur á þeirri skoðun. Það er of lítið af gleðinni í heiminum: Það er eins og eimi enn eftir af miðalda- myrkrinu. Maðurinn er sorgin sjálf — við þurfum engu við það að bæta. En það er gamansemin, sem á að lyfta okkur upp úr þess- um deyfðar dal. Prestarn- ir eru enn að tyggja þessa sömu vesældarþvælu um svartnættið og stormana, sem eru ekkert nema ímyndaðar skröksögur frá myrkurstímabilinu. Öldum á undan Kristi kenndu þeir Konfúsíus og Búddha að líta upp til sálarinnar og gleðinnar, og kasta burt öllum dökk- um myrkurshugsunum, En svo kom kaþólskan, miðaldamyrkrið og lygin, sem enn virðist hafa áhrif á menn; sem sagt, þá er maðurinn sorgin sjálf. Það mun ekki Guði þóknanlegt að bæta meiru á sig af þvi, en heldur fara þangað, sem maður getur hlegið — verið glaður með lífið og veröldina. Það er Guði þóknanlegast! Hitt eru eigingjarnar hvatir: að vera sorg- mæddur er eigingirni yfir því sem maður hefur misst eða gat ekki fengið. Að biðja Guð um að gefa sér þetta eða hitt er líka eigingirni í manni sjálf- um. En að þakka almætt- inu fyrir tilveruna er annað. Það er séð fyrir öllum — að biðja guð — er að gera lítið úr almætt- inu. Trén og grasið fá sól og regn. Eins er séð fyrir öllum kvikindum og skepnum. Við erum und- ir sömu stjórn; við þurfum ekki að óttast að almættið gleymi okkur. Eina borgunin, sem þóknanleg er, er sú að vera glaður og ánægður, hvernig sem svo gengur. Að vera sorgmæddur og fullur af vanþakklæti og stöðugt að biðja Guð um að gefa sér betri lifskjör er aðeins að fjarlægja sjálfan sig frá möguleik- unum um æðri og betri lífskjör. Því eigingjarnar hvatir rótsetja sig svo að góðar og óeigingjarnar fá ekki rúm til að festast. Hefurðu veitt þvi eftir- tekt, að bláfátækt fólk, sem stöðugt er að biðjast fyrir, fær einn skellinn eftir annan af armæðu og stríðu; svo álasar það al- mættinu og skilur ekki í þvi hvers vegna heimur- inn getur verið til svona; En veit ekki að það er sjálft að vanþakka með að biðja guð að gefa sér. Hugsum okkur að hestar og kýr færu að biðja guð um að gefa sér betri lífs- kjör — betra húsnæði og meira að éta. Endirinn yrði sá að þau myndu drepast úr hungri. Þess vegna er gleðin og gamansemin almættinu þóknanlegust. Táradalur mannanna hlýtur að vera almættinu viðurstyggð. En glöð sá, full af fjöri, gleði og ánægju, er sól- skinið á jörðunni og ein- asta velþóknun þess sem sendi okkur hingað. Hefuðru tekið eftir því hvað öll börn eru ánægju- söm og lífsglöð — svo- leiðis er hugmyndin meó áframhaldið. En þegar svo prestarnir fara að tyggja þessi viðurstyggð um sorgir og svartnætti, þá fyllist hugurinn hræðslu yfir tilverunni og þar við bætist stöðug tilbeiðsla og falsimynd- aðar kringumstæður, sem ætlað er að skaparinn eigi að breyta fyrir mann. Þetta eru nú min trúar- brögð. Binda sig ekki við neina reglu — vera frjáls eina og blómið. Láta bjartar og göfugar hugs- anir og gleði og gaman- semi vera allt i öllu. Þá vinnum við almættinu þóknanlegt verk. — Því undir niðri er maðurinn sorgin sjálf. Og nú er ég búinn að sýna þér fram á hvað ég meina, þegar þú spyrð mig hvort ég haldi að gamansemi og eftir- hermur hafi göfgandi áhrif á mig og á þá sem á mig hlusta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.