Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1977 ugan. sem þýzki te Li6sm ó' Gísla Sigurðssym.semer Og Agnar rakti upphafið að því að þýzku svifflugmennirnir komu i heimsókn til Svifflugfélagsins á íslandi fyrir stríð. Snemma árs 1936 fór Agnar til Berlínar, þá nýlega orðinn flugmálaráðunaut- ur ríkisstjórnarinnar. Hann var semsagt orðinn flugmálastjóri yf- ir engu, því ekkert flug var hér þá. Tvær fyrri tilraunir höfðu far- ið út um þúfur vegna fjárhags- erfiðleika. Nú hafði honum verið falið það verkefni að gera tilraun til að koma á íslandi á flugstarf- semi, sem legið hafði niðri í 5 ár. Agnar hafði þá þegar stofnað Svifflugfélagið. — Enginn trúði á framtíð flugs á Islandi eftir tvö gjaldþrot, svo enginn peninga- maður vildi nærri þvi koma, eins og Agnar sagði. Hann vildi því með sviffluginu skapa breiðari grundvöll með því að fá áhuga- sama æskumenn til að taka upp kyndilinn. Þar sem honum var kunnugt um hinn mikla árangur Þjóðverja í svifflugi, fór Agnar til Berlinar og hitti hinn heimsfræga flug- mann Von Gronau. Hann hafði komið tii íslands, flogið hingað fjórum sinnum og var mikill Is- landsvinur. I Berlín skýrði Agnar honum frá því, að Svifflugfélagið þyrfti aðstoð, og bað hann um að senda svifflugleiðangur til ís- lands með tæki og kennaralið. Von Gronau tók honam mjög vel, og gaf fyrirteit um að senda leiðangur til tslands sumarið | 1937. En þá kom bréf, þar sem | borið tvo menn. Foringi leiðang- ursins hét Baumann. Með honum var einn frægasti flugmaður Þjóð- verja, Ludwig, og það var mikill fögnuður í íiði Svifflugfélags- manna, sem voru yfirleitt mjög röskir ungir menn og áhugasamir um flug, enda urðu margir þeirra seinna forustumenn á ýmsum sviðum í flugmálum. Veturinn áð- ur höfðu þeir haft þýzkan svif- flugkennara, sem fenginn var gegnum Aeroclub von Deutch- Iand, sem var flugmálafélag Þýzkalands. En þaðan keyptu ís- lenzkir svifflugmenn allt sitt efni. Flugmálafélag Islands hafði verið stofnað á árinu 1936 og var aðili að móttöku þýzku svifflugsveitar- innar. Samkvæmt frétt í Mbl. hét svif- flugkennarinn, sem kenndi svif- flugmönnum á Sandskeiði vetur- inn 1937 — 38, Carl Reishstein, og var ungur, glaðlyndur og dagfars- prúður maður, 29 ára gamall. Hann hafði farið til Akureyrar til að kenna þar svifflug í aprílmán- uði, en kom suður þegar svifflug- leiðangur landa hans kom. En hann hlaut það dapurlega hlut- skipti að fyrirfara sér, framdi sjálfsmorð með þvi að skera á púlsinn og hengja sig á þurrklofti í húsi einu í Reykjavík, að því er segir í blaðinu 9. júli. Segir þar að hann hafi verið vel látinn af félögum sínum í Svifflugfélaginu, og sé þeim óskiljanlegt hvernig á þessu geti staðið. En hann hafi ekki verið eins og hann átti að sér ÞÝSK sprengjuflugvél af stærstu gerð á sveimi yfir Reykjavfk. Flaug fram hjá Vestmannaeyj- um í báðum leiðum. Loftárásarhættan stðð yfir í klukkustund. Þannig hljóðaði stór fyrirsögn í Morgunblaðinu 1. aprfl 1941. Raunar muna flestir Reykvíkingar, sem bjuggu í borginni á stríðsárunum, eftir þýzku flugvélunum, sem nokkrum sinnum röskuðu ró borgarbúa snemma á sunnudagsmorgnum, sírenuvælinu, sem skipaði fólkinu í loftvarnabyrgin og síð- búnum hvellum af sprengikúlum úr loftvarna- byssum breta. Og svo var þýzka flugvélin jafn- an horfin, jafn rólega og hún kom, án þess að varpa niður sprengjum eða skjóta — utan sú sem kom sunnudaginn 2. febrúar og lenti í skothríð brezka setuliðsins við Ölfusárbrú og svaraði með vélbyssuskothríð, sem drap tvo Breta. Flugdagurinn 1938 var mikill viðburður á íslandi, en þá sýndu þýsku flugmennirnir listir sínar á svifflugum og vélflugu á Sandskeiði. Hér eru Helgi Hjörvar, Guðbrandur Magnússon og Agnar Kofoed Hansen, sem lýsti fluginu. Það var ekki svo lítill atburður að fá þýzkar sprengiflugvélar yfir þennan rólega bæ, og færði okkur nær alvöru stríðsins. Oft hefur þurft minna til að vekja ímynd- unaraflið. Sögur fóru þá strax og síðar á kreik. Það rifjaðist upp fyrir undirrituðum blaðamanni að hafa heyrt sögur um það, að þýzku flugmennirnir hefðu farið yfir Sandskeiðið í báðum leiðum og veifað vængjum vélanna i kveðjuskyni til strákanna i Svif- flugfélaginu og varpað niður bréfmiða til þeirra, sem átti að sýna að þarna væru komnir þýzku flugmennirnir, vinir þeirra úr svifflugleiðangrinum, sem hafði komið fyrir stríð í heimsókn til þeirra. Góð þótti sagan af þýzka flugmanninum, sem skauzt inn i Jósefsdal, þegar brezku flug- vélarnar sáust koma og sveif þar í hringi meðan þær fóru hjá, en kom svo aftur út um skarðið. Það þótti sönnun um að hann þraut- þekkti aðstæður allar kringum Sandskeiðið. Ur því farið er að rifja upp atburði stríðsáranna, væri ekki úr vegi að leita nú loks upplýsinga um sannleiksgildi þessara sagna. Og hver er þá líklegri til að vita hið rétta i málinu en Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri, upphafsmaður og primus mótor i Svifflugvélaginu, sem þá var orð- inn lögregiustjóri í Reykjavík og formaður loftvarnanefndar, al- mannavarnanefndar þeirra tíma? Agnar sagði, að þessir 60 — 70 ungu menn i Svifflugfélaginu hefðu lent í miklum vanda, þegar Bretar hernámu Island vorið 1940, því þá tóku ýmsir sig til og sögðu leyniþjónustu hernámsliðs- ins að svifflugsáhugamenn væru stórhættulegir, þar sem þeir hefðu vingazt mjög við þjóðverja. Bæði bárust þessar aðvaranir skriflega og einnig var alltaf full biðstofan hjá yfirmönnum leyni- þjónustu hersins, MI 6, Wise kap- teini ög hans mönnum, sem höfðu skrifstofu við Laugaveg. Þetta fólk var þangað komið til að vara Breta við vondum mönnum. skýrt var frá því, að þvf miður gæti ekki orðið af Islandsferðinni það sumar, því Þjóðverjar hefðu þurft að senda svifflugleiðangur til Búlgaríu. Heimsókn þýzka svifflug- leiðangursins Sumarið 1938 kom svo mjög vel búinn þýzkur leiðangur, og hafði meðferðis alls sex vélar, sem auð- vitað voru fluttar til landsins með skipi. Komu með Goðafossi 28. júní. Þar var ein vélfluga, þrjár svifflugur og tvær æfingaflugur. Ein svifflugan gat meira að segja Ýmsir landar vðruðu Breta við vondum sviffluqáhuqamðnnum eftir að hann kom frá Akureyri. Hefur blaðið það eftir lögregl- unni, að í herbergi svifflugkenn- arans hafi fundizt bréf til hans, þar sem honum var neitað um réttindi áfram sem svifflugkenn- ari og hann kallaður heim, en engar sérstakar ástæður nefndar fyrir neituninni. Sögur komust á kreik um að hann hefði verið fyrrv. SS-maður, en grunur komið upp um að hann væri Gyðingur og hann ekki þorað heim. En víkjum aftur að komu svif- flugleiðangursins 1938, og undir- búningi íslenzku flugmannanna. I Mbl. er skýrt frá komu hans til landsins. Þar er sagt að Aeroclub von Deutschland láni bæði flug- vélarnar og mennina ökeypis og sýni þar mikinn höfðingsskap. Eini kostnaður Islendinga verði uppihald hinna þriggja manna og e.t.v. kostnaður við flutning vél- anna, sem verði fluttar í skála Svifflugfélagsins á Sandskeiði. Hann höfðu svifflugmenn reist á þrem vikum með 1000 kr. styrk úr bæjarsjóði, 1200 kr. hagstæðu láni frá velunnara og 700 kr. styrk frá FlugmálaféLagi íslands. Keypti Svifflugfélagið eitt húsið, sem notað var við Ljósafoss á meðan á Sogsvirkjuninni stóð. Húsið var rifið og 25 félagar í Svifflugfélagi Islands reistu það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.