Morgunblaðið - 07.04.1977, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.04.1977, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 73 fá dálitla næturhvíld. Þaö varó svo úr að ég fór aftur heim til Einars hreppstjóra, snæddi þar rófustöppu og svið en fleygði mér svo út af. Ekki man ég hvað lengi ég blundaði, en skyndilega rumskaði ég við vélarhljóð og heyrði strax að verið var að ræsa hreyfla flugbátsins. Ég þýt fram jið flugganum og i því kemur hreppstjórinn inn á nærbuxunum með miklu írafári og hrópar: Þeir eru að setja i gang! Þar sem ég stóð við gluggann datt mér sem snöggvast i hug að gripa til byssunnar. Hún var full- hlaðin og færið stutt þannig að barnaleikur hefði verið að gata vinstri vænginn og láta þá missa bensín. En i upphafi skyldi endir- inn skoða. Og ég sá að með dreng- skaparheit Barnes f höndunum gat ég ekkert gert, auk þess sem mitt umboð hljóðaði aðeins upp á leiðsögn suður. Svo var aldrei að vita nema Bretarnif svöruðu skot- hríðinni og yllu þá einhverju tjóni í landi. Að þessu athuguðu ákvað ég að láta vopnið eiga sig og sjá til hversu mikill drengskapar- maður Barnes þessi væri.“ Hvarf sjónum Þegar Agnar kom niður á bryggju „var flugbáturinn kom- inn f loftið og skömmu sfðar hvarf hann sjónum okkar.“ Klukkan var um sex að morgni og flug- báturinn flaug fyrst spölkorn til hafs, en beygði sfðan til vesturs. Vélbátur úr Hrisey, sem var staddur grunnt út af Gjögri um kl. 6.30, sá stóra flugvél koma að austan og halda vestur Grims- eyjarsund. Sjómenn frá Flateyri sáu stóra flugvél úti fyrir mynni Öndundarfjarðar. Hún kom að austan og hvarf á bak við fjallið milli Öndundarfjarðar og Dýra- fjarðar, kom svo brátt í ljós aftur og flaug þá austur. Um kl. 10 kom flugvélin að vest- an frá Siglunesi og flaug rétt yfir siglutrjám vélbátsins úr Hrísey og austur með landi. Meðan þessu fór fram hafði Agnar Kofoed Hansen athugað lendingarstað skammt frá Raufarhöfn. Um kl. 12.30 sá hann flugvélina koma að vestan, fljúga skammt fyrir norð- an Raufarhöfn og stefna út með Langanesi. Hann sá greinilega að þetta var flugvélin sem strauk frá Raufarhöfn „sömu einkennis- stafir (P 9360) og sami litur vélar", og bað símstöðvar á Austurlandi að gera aðvart um ferðir hennar. Kl. 13.30 sást vélin frá Fáskrúðsfirði. Skömmu síðar sáu skipsmenn á Lagarfossi flug- vélina fara framhjá Gerpi á suðurleið. Seinast sást tii flug- vélarinnar frá Papey og þaðan stefndi hún til hafs, en annars virtist hún þræða meðfram fjörðunum. í frétt Morgunblaðsin um strok flugvélarinnar sagði að „því hafi verið fleygt manna á milli að Agnar hafi átt að gera þær ráð- stafanir er hann fór út í flugvél- ina að hindra það að hún gæti farið í langflug með því að tæma úr henni bensín eða taka úr henni nauðsynlega vélahluti, sem ekki væri hægt að komast af án við flug.“ Blaðið sagði síðan: „En með því hefði þessi umboðsmaður íslenzku stjórnarinnar gersam- lega virt að vettugi hið skriflega drengskaparloforð hins brezka liðsforingja. Sér hver maður, sem það athugar, að slíkt hefði verið aó væna hinn brezka liðsforingja um að hann hygðist virða að vett- ugi heit sitt. En samkvæmt gild- andi alþjóðareglum er gert ráð fyrir að liðsforingjar og menn þeim undirgefnir fái i tilfellum sem þessum að fara ferða sinna að gefnu drengskaparheiti um að brjóta ekki fyrirmæli frá stjórn viðkomandi lands." Morgunblaðið fjallaði einnig um málið í leiðara og sagði: „Það eru okkur íslendingum mikil og sár vonbrigði að yfirmaður brezkrar hernaðarflugvélar, sem varð að nauðlenda á Raufarhöfn, skyldi hafa orðið til að brjóta hlutleysi landsins með því að hverfa á brott aftur, eftir að hafa gefið yfirvöldum landsins dreng- skaparheit um, að hann myndi ekkert fara nema með leyfi Is- lenzkra stjórnvalda." Að lokum sagði blaðið: „Það er ekki rétt- mætt að ásaka íslenzk stjórnvöld gða íslenzka embættismenn út af atburðinum á Raufarhöfn. Við treystum á drengskap hins er- lenda flugforingja. Og við verðum aldrei svo voldug þjóð, íslend- ingar, að við getum beitt öðrum vopnum í viðskiptum við stórveld- in, sem eiga í ófriði, en drengskap þeirra og virðingu fyrir hlutleysi okkar.“ Seinna sagði Barnes flugforingi Agnari Kofoed Hansen „að hann hefði átt i miklu striði við sjálfan sig meðan hann var að taka ákvörðunina um að ganga á bak orða sinna." En Barnes var i fyrsta Catalina-flugbátnum, sem Bretar fengu og þetta var fyrsta ferð flugbátsins. „Þessir flugbát- ar mörkuðu tlmamót í baráttunni við kafbáta vegna þess hve langt flugþol þeir höfðu... Hann vissi að þjóð sinni yrði mikið tjón af þvf ef flugbáturinn yrði kyrrsett- ur hér.. Máliö rannsakað Daginn eftir að Barnes kom til Bretlands var rannsókn fyrirskip- uð í máli hans og þvi lýst yfir að „viðeigandi ráðstafanir" yrðu gerðar, ef i ljós kæmi að dreng- skaparheit hefði verið rofið. í rannsókninni viðurkenndi Barnes að hafa farið frá Raufarhöfn, lok- ið þvi starfi sem honum var ætlað að leysa af hendi og farið aftur til Bretlands i stað þess að fara til Reykjavíkur ásamt áhöfninni og láta stjórnarfulltrúa um að leysa málið. Hann neitaði þvi að hafa gefið drengskaparheit þótt hann hefði undirritað skjal, þar sem hann viðurkenndi að hafa lent i íslenzkri landhelgi, og annað skjal, þar sem tilgreint væri með hvaða skilyrðum hann færi frá Islandi, en þar væri talað um „fyrirmæli“ en ekki „leyfi". Þessi skjöl kvaóst hann hafa undirritað til að móðga ekki islenzku fulltrú- ana, sem hann hitti á Raufarhöfn. Barnes lagði á það áherzlu að hann hefði talió sig hafa rétt til þess samkvæmt alþjóðalögum að vera á íslandi i einn sólarhring áður en kyrrsetning kæmi til greina. Lagaákvæðið, sem hann vitnaði til og fjallaði um grið, átti raunar við um herskip en ekki flugvélar. Hann viðurkenndi að það hefði vakað fyrir honum fyrst og fremst að ljúka við verkefni sitt. Hann lýsti þvi yfir að jafnvel áður en hann fór frá Bretlandi hefði hann íhugað þann mögu- leika að lenda á einhverjum eyði- legum flóa fyrir myrkur og fljúga burtu I dögun. Það taldi hann að gæti reynzt nauðsynlegt vegna öryggis manna sinna og til að tryggja að könnunarflugið bæri árangur, þótt hann bryti þar með hlutleysi tslands. Hann kvaðst jafnvel hafa lent á firði á Austur- landi á heimleiðinni. Þannig viðurkenndi Barnes sjálfur að hafa af ráðnum hug brotið hlutleysi Islands og túlkun hans á alþjóðalögum var röng. Jafnframt fékk brezka utanrfkis- ráðuneytið í hendur afrit frá ís- landi af drengskaparvottorði Barnes. Stjórnvöld f London sáu glöggt samkvæmt niðurstöðum eigin rannsóknar og upplýsingum frá íslenzku rikisstjórninni að ekki fór á milli mála að Barnes flugforingi hafói brotið hlutleysi Islands og gengið á bak orða sinna. Yfirmaður Barnes, Frederick Bowhill flugmarskálk- ur, taldi að hann hefði ekki gefið drengskaparheit og að hann hefói gert rétt í þvi að taka frumkvæðið i sínar hendur og nota eina tæki- færið til að komast undan. En yfirmaður flugráðs flughersins fékkst til að samþykkja að Barnes yrði skipað að fara aftur til Is- lands þar sem mikilvægt væri álits Breta vegna að ekki liti út fyrir að brezkur foringi hefði rof- ið drengskaparheit. Hann trúði að visu yfirlýsingum Barnes og vildi ekki að málið hefði áhrif á frama hans, en áleit að brezki flugher- inn yrði að láta þjóðarhagsmuni sitja í fyrirrúmi. Islenzka rikisstjórnin bar fram opinber mótmæli 29. september vegna þess aó hlutleysi tslands hefði verið brotið og að Barnes hefði rofið drengskaparheit og óhlýðnazt fyrirmælum Islenzkra ÞORGEIR ÞORGEIRSSON Greinar um dægurmál 1974—1977 Hér er fjallað um margvísleg málefni og vikið að fjölda manna. Höfundur er að venju hispurslaus í orðum og verður síst af öllu sakaður um skoðana- leysi á mönnum og málefnum. Um ritleikni hans er óþarft að fjölyrða, svo alkunn sem hún er. Það gustar af mörgu sem hér er sagt, enda ekki vanþörf á ferskum andblæ á sviði íslensk- ra menningar- og þjóðfélagsmála. IÐUNN Skeggjagötu 1 Sími 12923 Litla Ijósritunarvélin meðstóru kostina Nýjasta gerðin af Apeco ljósritunarvélum heitir M 420. Þessi vél hefur ýmsa kosti, sem gera hana aðgengilegri en aðrar ljósritunarvélar. APECO M420 er: Lítil og nett rúlluvél. Tekur varla meira pláss en ritvél. Lengd ljósritsins má stilla frá 20—36 cm. < Ódýrari en flestar sambærilegar vélar. Auðveld í notkun. Með pappírsstilli. ^ Hafið samband við sölumenn okkar strax í dag. Sýningarvél í söludeild, Hverfisgötu 33. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.