Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 70 Andrés og Jóna fyrir utan heimili sitt i Reykjavik. inn. Ég fór i rútuna næsta dag og úr henni á tilsettum stað eftir því sem ég taldi, var þó alls ekki viss. Þegar ég kom labbandi heim að bænum sá ég að kona var að hengja þvott úti á snúru, feikn hvítan og fallegan þvott. Ég ætl- aði að koma þessari ókunnu konu á óvart, en þegar hún leit skyndi- lega til mín út undan þvottinum sagði hún um leið á klárri ís- lenzku eins og ekkert væri eðli- legra þarna inni í miðri Ameríku: „Nei, hver andskotinn, er ekki Andrés Olsen kominn hér.“ Ég hélt ég ætlaði að detta niður, sökkva niður í jörðina, fá þetta framan í mig á gönguferð inni i miðri Ameríku. Ég þekkti hana úr Reykjavík, en hún var gift Ameríkananum sem ég hafði hitt daginn áður. Hann var i bælinu, kallinn, þegar ég kom, skelþunn- ur. Ég fékk mat og allt hjá þeim, það var góður dagur." 18 mánaða fangelsi fyrir héimferðina „Af hverju ságðist þú vera Norðmaður?" „Ég var þá farinn að hugsa til heimferðar yfir Atlantshaf. Is- land togaði, en ég sagðist vera Norðmaður af því að ég vildi is- lenzku stjórnjnni ekki svo íllt að þurfa að senda mig heim, lét þá norsku um það. Þeir sendu mig yfir sundið en þegar ég kom til Noregs komst það upp að ég væri ekki norskur og út á allt lenti ég i 18 mánaða fangelsi. Það má því segja að ég hafi greitt fyrir ferð- ina og rúmlega það með fangelsis- vistinni og þó fannst mér ég einn- ig eiga hönk upp i bakið á þeim fyrir að negla mig í herinn hjá þeim á stríðsárunum án þess að greiða eyri fyrir þjónustuna. En það var skrítið að heyra ís- lenzkuna inni í miðri Ameríku. Frá Noregi komst ég heim flug- leiðis með Heklunni og vorum við 10 tima á leiðinni. Þá tók ég aftur til við sjóróðra og landvinnu i verstöðvum, en skjöktið var þó ekki gengið yfir, því í Sandgerði komst ég í hann krappan. Frelsarinn birtist út af Reykjanesi Ég var að fara á bátsskektu um borð i Mumma, en rak til hafs í sterkum vindi. Það var þung alda, en engin toppalda. Eftir 5 klukku- tima hrakning fann varðskipið Sæbjörg mig um nóttina skítkald- an og illa til reika, þvi ég var aðeins á einni peysu og þunnum sokkum. Skömmu áður en skipið fann mig hafði ég kropið niður í bátn- um og beðið til Guðs. Þar sem ég kraup og bað sá ég ljós magnast fyrir augum mínum og síðan kom mannsmynd út úr ljósinu og ég sá frelsarann. Hann blessaði mig úti á sjónum og hvarf mér svo sýnin. Þá vissi ég aó ekki yrði langt þar til mér yrði bjargað og skömmu seinna sigldi Sæbjörgin að mér í myrkrinu. Þegar ég var kominn um borð í Sæbjörgu missti ég kjarkinn, en ég man að stýri- maðurinn sagði við mig: „Ég held að það sé timi til kominn að þú farir að Ieggja þig Olsen minn.“ Hann fór siðan með mig í klef- ann sinn og þar háttaði ég mig ofan í drifhvítt rúm hans með teppi og öllum græjum, en hann lagðist fyrir á bekknum í klef- anum. En ekki hresstist ég þó fyrr en ég hafði fengið fullt glas af viskíi." „Og svo voru það...“ „Hvert hefur verið skemmtileg- ast að koma á flandrinu, Andrés?" „tsland er bezta landið að vera í,“ sagði kempan um leið og hann bankaði í mjöðmina á Jónu, „það er bezt að vera á heimalandinu og eiga góða konu og allt. En skemmtilegast, jú, það var skemmtilegast að koma til Afriku, það var svo einstaklega alúðlegt fólkið og svo voru það.. .„ „allar stelpurnar, var það ekki,“ hélt Jóna áfram með snörp- um vandlætingartón?“ ,,jú allar svörtu stelpurnar," bætti Andrés við með hitabylgju í sitt hvoru auga og svo hlógu þau bæði. Yfir 40 hesta- mannamót verða haldin í sumar MÓTANEFND landssambands hestamannafélaga hefur I samréSi vi8 stjórnir hestamannafélaganna i landinu gert skrð yfir öll hestamanna- mót, sem haldin verSa á komandi sumri. Fer skráin hér á eftir 21. aprll GEYSIR.Helludeild (firmakeppni). Rangárbökkum. 24 aprll BLÆR, Norðfirði (firmakeppni). 30. aprll — 1 mal FÁKUR.iþr. deild og fél. tamningamanna (kynningar- mót), Vlðivöllum, Reykjavlk. 7. mal FÁKUR, (firmakeppni), Víðivöllum, Reykjavtk. 7.—8 mal Vormót á Rangárbökkum 14 mal GEYSIR. Hvolhreppsdeild (firmakeppni), Rangárbökkum. 1 5. mal FÁKUR, vorkappreiðar, Viðivöllum, Reykjavlk 22. ma! GUSTUR, Kópavogi.Kjóavöllum. 28 mai SÖRLI. Kaldárselsvegi, Hafnarfirði 30 mal FÁKUR, Hvltasunnukappreiðar, Víðivöllum, Reykjavlk. 30 mal LÉTTIR, Hvltasunnukappreiðar, Akureyri. 4.—5 júni Úrtökumót fyrir E.M. '77, Vlðivöllum, Reykjavlk. 1 1.— 1 2. júnl Héraðssýning á Vindheimamelum, Skagafirði. 1 2 júnl GLÓFAXI, Vopnafirði 12. júnl MÁNI, Mánagrund, Keflavik. 12. júnl FEYFAXI. úrtökumót, Iðavöllum, Fljótsdalshéraði 1 9. júnl LÉTTFETI, Sauðarkróki. FRÁ LIONU SUMRI — Þessi mynd var tekin á Fjórðungsmóti norð- lenzkra hestamanna s.l. sumar. Ljósm. Mbl. t.g. 25. júnl SINDRI, Pétursey, V - Skaftafellssýslu 25. júnl NEISTI og ÓÐINN, A. -Húnavatnssýslu. 25 —26. júnl LÉTTIR, FUNI og ÞRÁINN, Melgerðismelar, Eyjafirði. 26. júnl DREYRI.Akranesi. 26. júni LJÚFUR, Hveragerði 1.—3. júlí Fjórðungsmót á Austurlandi. Fornustekkum, Hornafirði. 2. júlí GALÐUR, Nesodda, Dalasýslu 2. júlí ÞYTUR.Vestur-Húnavatnssýslu 9. jult KÓPUR.Vestur-Skaftafellssýslu 10 júli GEYSIR.Kappreiðar Rangárbökkum. 10 júlí BLAKKUR, Strandasýslu. 1 7. júli FAXI, Faxaborg, Borgarfirði 1 7. júll SLEIPNIR og SMÁRI, Murneyri, Árnessýslu. 23.— 24 júll SKÓGARHÓLAMÓT, Þingvallasveit 23. júll SNÆFELLINGUR, Kaldármelum, Snæfellsnes-og Hnappadalss. 31. júll LOGI, Biskupstungum, Árnessýslu. 6. ágúst STORMUR, Vestfjörðum. 6. ágúst HÖRÐUR, Arnarhrauni, Kjalarnesi. 6.— 7. ágúst Hestamótá Rangárbökkum. 7 ágúst ÞJÁLFI og GRANI, Húsavík 14 ágúst HRINGUR, Dalvlk og GNÝFAXI, Ólafsfirði 14. ágúst HORNFIRÐINGUR, Fornustekkum, Hornafirði 14 ágúst BLÆR, Norðfirði. 21 ágúst FREYFAXI, Iðavöllum, Fljótsdalshéraði Vinna viö uppgræðslu Heimaeyjar er nú aftur hafin. Fyrir nokkrum dögum var byrjað á þvf að róta út mold sem ekið var I fyrra utan f hlfðar eldfellsins, en á næstunni verður sáð f svæðið og önnur svæði á Heimaey. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.