Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1977 69 herbergisfélagi minn, stíaði okk- ur sundur. Síðar um kvöldið var Bretinn drepinn af einhverjum og daginn eftir drap háseti bátsmanninn, réðst á hann með sveðju og ein stunga gerði út um málið. Þannig gekk þetta til á þessum stöðum og þessum tíma. Heimurinn í dag er þó litið betri, ef til vill harðari og grimmari. I fyrra var tengdasonur minn drepinn við skyldustörf á vegum Sameinuðu þjóðanna í Ríó de Janeiro í Brazilíu. Hann hafði agað ein- hverja gaura litillega til með orð- um, en þeir gengu síðan að hon- um á heimili hans og dóttur minn- ar og skáru hann í sundur." Á labbi yfir Ameriku „Þú hefur sloppið við hnífs- stungur?" „Naumlega. Það stóð tæpt í höfninni í Detroit i Bandarikjun- um þegar ég var á Hertu forðum. Spánverji sem var um borð reyndi að drepa mig með hníf. Ég lá í koju siðla kvölds og var farinn að dotta. Ljósið í gegnum kýraug- að seiddi mig þó eitthvað frá svefninum og allt i einu sá ég blika á hnífsblað yfir mér. Ég hafði að vinda mér undan högg- inu, þetta var Spánverjadjöfull- inn.“ „Af hverju vildi hann drepa þig,“ spurði Jóna agndofa. „Það veit Guð en ekki ég,“ svar- aði Andrés. „Það var gott að honum tókst það ekki," hélt Jóna áfram, „ann- ars hefði ég aldrei hitt þig.“ „Já,“ svaraði Andrés, „ég sneri hnifinn úr höndunum á helvítinu og sparkaði ærlega í afturendann á honum, en þá nennti ég ekki að standa í þessu lengur og strauk frá skipinu án þess að taka nokk- uð af minu hafurtaski með mér. Það var vist nóg að ætla að fleyta sjálfum sér á flótta, því það voru ströng viðurlög við stroki af skipi. Ég ákvað að halda labbandi frá Detroit til Minnesota, en það er slangur af hálfri leiðinni yfir Ameríku þvera. Ég hafði heyrt að Minnesota væri ágætur staður. Ég gekk stanzlaust i 30 klukkutima norður á þjóðbrautinni, kunni ekki að stöðva bila á leiðinni. Ég var víst með gamla lagið, lyfti öllum handleggnum upp og það héldu allir að ég væri að heilsa á hátiðlegan hátt. Siðar komst ég upp á lagið að það var dinglið á þumalputtanum sem gilti. Eftir langa göngu hitti ég öldung, gráskeggjaðan. Hann var að ná í hesta. Ég spurði hann hvar Minnesota væri? „Many, many miles away,“ svaraði hann. Ég kann ensku mjög vel og tala hana líklega betur en móðurmálið.“ „Þú þarft að kenna mér ensku einhvern tima og.norsku líka, þú kannt þetta svo vel,“ sagði Jóna. „Loks hitti ég rútubilstjóra frá Chicagó. Hann var sonur konu sem ég hafði hitt og hún hafði beðið strák að ráða mig i vinnu i bænum Medecin. Konan hafði tekið mér mjög vel, dubbaði mig upp og ég rakaði mig og gerði mig fínan. Maðurinn hennar var ný- kominn af sjúkrahúsi eftir mik- inn uppskurð. Hann sýndi mér skurðina, tvo handarlanga hvor á sinni siðu. Ég sagði engum að ég hefði strokið af skipi, en sú gamla vissi hvað klukkan sló þótt hún segði ekki margt og hún faldi mig í útihúsi um skeið. Þarna vann ég síðan eitt og ann- að á ýmsum sveitabæjum og í borginni og gekk á ýmsu. Ég vann i heyskap, útréttingum og einn daginn Ienti ég í þvi að blanda sykur i kók i kókverksmiðju. Siðla dags var sá dagur allur eftir. Ég sá lögregluna koma, tók pok- ann minn og fór út bakdyrameg- in, beint út á þjóðbrautina. Ég var svo á flakki í viku og kom til Minnesota seinni hluta dags með vörutrukk. Þar fékk ég vinnu á Hjálpræðishernum í 3 daga. Éitt kvöldið læddi ég mér ofan á krá, barhótel. Amerikani sat við næsta borð þegar barþjónninn kom til mín og sagði: „You are far away from home.“ Hann sá að ég var niður- dreginn. Já, ég er Norðmaður, svaraði ég. Stuttu seinna kom Ameríkaninn til min, settist hjá mér og segir á ensku: „Þú ert ekki Norðmaður, þú ert Islend- ingur, ég hef séð þig í Reykjavík." Þetta þótti mér kynlegt þótt maðurinn hefði verið í hernum á tslandi á striðsárunum. Við spjöll- uðum siðan lengi saman og hann bauð mér heim til sin næsta dag, átti heima nokkuð fyrir utan borgina. Hann gaf mér peninga fyrir fargjaldinu til sin og auk- reitis fyrir bjór næsta sólarhring- Höfum fyrirliggjandi farangursgrindur og bindingar á allar stærðir fólksbíla, broncojeppa og fleiri bíla. Einnig skíðaboga Btlavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2, simi 82944. BÆKUR TIL FERMINGARGJAFA Stjörnur vorsins eftir Tómas Guðmundsson Viðhafnarútgáfa. í tilefni af 75 ára afmæli skáldsins 6. janúar 1976. Steinunn Marteinsdóttir myndskreytti og formáli ereftir Kristján Karlsson. Bókin er gefin út i 1 495 tölusettum og árituðum eintökum. Verð kr. 7.800 — Þjóðsagna bók Sigurðar Nordals I-III Þetta stórmerka ritverk í þremur bind- um er víðtækasta úrval markverðustu þjóðsagna íslenzkra, sem gert hefur verið fram til þessa. Verð: Hvert bindi kr. 1.920.- Almenna bókafélagið, Austurstræti 18, Reykjavík PHILIPS FERMINGAGJÖF GJÖF SEM GLEÐUR heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 SÆTÚNI 8 —15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.