Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1«77 FYRSTA hlutleysisbrotið í síðari heimsstyrjöldinni var framið gegn íslandi. Tæpum mánuði eftir að ófriðurinn hófst nauðlenti brezkur flugbátur á Raufarhöfn, en strauk þaðan þegar átti að kyrrsetja hann. Foringi flugbátsins, Leonard Kelly Barnes, hafði gefið drengskaparloforð um að hann mundi ekki reyna að strjúka. Um hálfum mánuði síðar ákvað Barnes flugforingi að fara aftur til íslands og láta kyrrsetja sig hér. Hann kom til Reykjavíkur í nóvember og var fangi á Bessastöðum á Álftanesi þangað til brezka hernámsliðið kom. Níu manna áhöfn var á flugvélinni, sem var af gerðinni Catalina og búin tveimur vélbyssum. Flugvélin var úr strand- gæzluflugsveit, sem Barnes var foringi fyrir, og flaug til Islands frá Pembroke Dock í Wales með viðkomu í Invergordon í Skotlandi. Verkefni flugbátsins var að skyggnast um eftir þýzkum herskipum, kafbátum eða öðrum skipum á hafinu milli Islands og Bretlands og í fjörðum á Norðurlandi og Austur- landi. Vont veður torveldaði eftirlitsflugið og flugmennirnir sögðu að þeir hefðu villzt í þoku og orðið að nauðlenda. En raunar taldi Barnes of hættulegt að reyna að fljúga aftur til Bretlands vegna þokunnar. Flugbáturinn lenti á Raufar- höfn kl. 2.30 e.h. þriðjudaginn 26. september. Til flugvélarinnar sást fyrst frá Raufarhöfn kl. 2 að sögn hreppstjórans þar, Einars B. Jónssonar. „Flaug hún þá í vesturátt. Þokubakki var þá á haf- inu vesturundan, en þokulaust hér. En hálftima eftir að hún sást fyrst, kom hún hingað aftur og settist þá hér. Þá var þokan kom- in hingað. Þó munu flugmennirn- ir hafa séð vitann. Mér skilst að þeir hafi ekki áttað sig á því, hvar þeir voru komnir, fyrr en þeir fengu vitneskju um það i landi. Flugvélin liggur innan um vélbát- ana á höfninni og við sitt eigið akkeri. Ef hér fer að hvessa, er henni augljós hætta búin, enda hafa flugmennirnir haft orð á þvi að þeir vildu ógjarnan hafa flug- vélina hér lengi.“ Einar hreppstjóri fór út i flug- bátinn og taldi vafamál að hægt yrði að draga hann á land i Raufarhöfn þar sem hann væri „of mikið bákn til þess.“ Flug- mennirnir fengu engar vistir, vatn eða bensin á Raufarhöfn. Þeir höfðust við í flugvélinni og fóru aðeins í land þegar þeir komu og aftur daginn eftir og fengu að hringja. Sýslumaðurinn á Húsavik, Július Havsteen, tilkynnti ríkis- stjórninni um komu brezku flug- mannanna og var siðan milli- göngumaður Barnes flugliðsfor- ingja og dómsmálaráðuneytisins í Reykjavík. Sýslumaður sendi Barnes flugforingja símskeyti þegar flugvélin var lent og „mót- mælti rétti flugvélarinnar til að lenda innan íslenzkrar land- helgi.“ Sýlsumaður fól umboðs- manni sínum, Einari B. Jónssyni, hreppstjóra á Raufarhöfn, að af- henda simskeytið. Samkvæmt frá- sögn Morgunblaðsins gerði dóms- málaráðuneytið „þau orð flugfor- ingja, að hér á landi giltu þau lög, að hernaðarflugvél, sem leitaði hér lands, mætti ekki yfirgefa landið aftur, og væri það hlutleys- isbrot, ef út af væri brugðið." Drengskaparheit Að ósk ráðuneytisins gaf Barnes flugforingi „drengskapar- loforð sitt um það að hverfa eigi á brott fyrr en nánari 'fyrirmæli væru gefin.“ Hann var látinn undirrita yfirlýsingu á ensku, sem hljóðaði þannig í íslenzkri þýðingu: „Ég fellst hér með á að fara ekki frá Raufarhöfn nema að fengnu leyfi íslenzku ríkis- stjórnarinnar eða umboðsmanns hennar.“ Brezka ræðismanninum í Reykjavik var tilkynnt um komu flugvélarinnar og „hvaða fyrir- mæli væru gefin um það, að hún samkvæmt íslenzkum hlutleysis- lögum yrði kyrrsett, svo og áhöfn- in, a.m.k. þangað til öðru visi kynni að vera ákveðið.“ Ræðis- maðurinn tilkynnti strax um mál- ið til London og bað um nánari fyrirmæli. í London var lítill áhugi á málinu og hugsanlegum afleiðingum þess. Sir Kingsley Wood flugmálaráðherra skýrði frá atburðinum á ríkisstjórnar- fundi 27. september. Hann sagði aðeins að flugbátur hefði verið kyrrsettur á íslandi. Daginn eftir birti The Times frétt um málið frá fréttaritara sínum í Reykja- vík, en lítið bar á henni innan um aðrar fréttir blaðsins af stríðinu. Daginn eftir lendingu flug- vélarinnar var Agnar Kofoed Hansen sendur til Raufarhafnar til að vera leiðsögumaður brezku flugmannanna til Reykjavikur og „ráða fram úr þvi með þeim, hvar og hvernig flugvélin yrði bezt kyrrsett." Flugvélin gat orðið fyr- ir skemmdum á Raufarhöfn þegar veður versnaði. Svo var að skilja i fyrstu að kyrrsetning flugvélar- innar væri til bráðabirgða, „með- an ekki væri að öllu leyti upplýst um hvaða ástæður hefðu verið fyrir því að flugvélin nauðlenti." Örn Johnson fór með Agnari, sem var vopnaður lltilli hriðskota- byssu, Mauser cal. 763 er hann fékk hjá lögreglunni. Þeir flugu fyrst til Akureyrar og þaðan til Kópaskers. Þar varð Örn eftir hjá flugvélinni. Frá Kópaskeri varð Agnar að fara á hestbaki til Raufarhafnar og þangað kom hann milli kl. 3 og 4 aðfaranótt fimmtudagsins 28. september. Hann fór fyrst heim til Einars hreppstjóra, sem sýndi honum „yfirlýsingu þá sem Bretinn hafði undirritað og sá ég að þarna var um fullgilt drengskaparorð hans að ræða.“ Fré hreppstjóranum fór Agnar um borð í flugbátinn og ráðgaðist við þá um flugferðina til Reykja- vikur. Hann spurði Barnes hvort nægilegt bensín væri I vélinni og kvað hann svo vera. „Hann varð- ist allra frétta," sagði Agnar seinna, „en það kom greinilega á hann þegar ég sagði honum að ég þekkti flugvélategundina og vissi til hverra nota hún væri ætluð. ..“ „Ég tilkynnti svo Barnes að ég vildi halda af stað klukkan sjö en hann bað mig að fresta brottför- inni um klukkutíma. Sá ég enga ástæðu til að verða ekki við þeirri bón og var reyndar dauðfeginn að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.