Morgunblaðið - 07.04.1977, Síða 14

Morgunblaðið - 07.04.1977, Síða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRlL T977 Spjallað við Pctur Snæland um sjójeppann Steypireiðina og gluggað í leiðabók Hauks Þorleifssonar úr „svaðilför" Ólæknandi veiðibaktería — Frá því að ég varð 6 ára og dró minn fyrsta fisk á stöng hef ég verið með ólæknandi veiði- bakteríu og það sem ég hugsaði fyrst og fremst um i sambandi við jeppann, var að ég gæti notað hann sem bíl og bát i veiðiferðir um allt land og svo var auðvitað ævintýrahugur i manni á þessum tíma. Ég hugsa að það megi líkja jeppanum á þeim árum og hvern- ig ég notaði hann við það sem menn nota snjósleða til í dag. Þá voru vegir hér á landi svo marg- falt verri en í dag og það var víða mjög erfitt að komast leiðar sinn- ar akandi. A þeim árum var auðvitað ekkert ómögulegt fyrir mann og sjálfsagt má segja að nokkuð oft hafi verið teflt á tæp- asta vaðið, en það held ég að ég geti fullyrt með sæmilega góðri samvizku, að ég hafi ekki farið í siglingar eða tvísýnu án þess að vera með björgunartæki alltaf um borð. — Það hlýtur að hafa verið helv . . . gaman að spóka sig á þessu farartæki i borg og bæ? — Auðvitað var það gaman, sér- staklega fyrst meðan jeppinn var nýr á götunni og hálfur bærinn fór úr hálsliðnum, þar sem maður var á ferð. Ég gerði það oft að gamni mínu þegar ég var að fara heim eða heiman í eða úr vinnu, að krækja fyrir Skúlagötuna, sem í þá daga var ferleg yfirferðar, með þvi að stinga mér út í sjó fyrir framan Hörpu við Skúlatorg og sigla þaðan inn að verbúðar- bryggju, keyra þar upp og heim. Ég veit að samborgararnir bölvuðu mér oft þegar ég sigldi þarna eins og konungur í ríki mínu, meðan þeirra bilar voru að hristast í sundur á holóttri göt- unni. — Eitthvað rámar mig i að hafa heyrt sögur um hvernig þú og félagar þinir hrædduð liftóruna næstum því úr fólki, sem þið buð- uð auðmjúkir og kurteisir í öku- ferð? — Enginn held ég að hafi geisp- að golunni i slikri ferð, en það er rétt, að stundum hrópuðu farþeg- arnir nokkuð hátt og með ýmsum tónum, Það sem þvi olli, var að við áttum það til að bjóða fólki i öku- ferð og dudda í rólegheitum niður á höfn og þegar komið var i nánd við verðbúðarbryggjurnar ogverið var að fjalla makindalega um veðurblíðuna og útsýnið, gaf maður í, brenndi niður bryggjuna og á fullri ferð út í sjó. Hvein þá oft hressilega í farþegunum og skipti ekki máli hvort konur eða karlar áttu í hlut. — Ferðaðist þú mikið um land- ið á Steypireiðinni? — Já, ég fór margar ferðir á henni, en gallinn var bara sá, að ég átti hana svo stutt, eitthvað um 3 ár, áður en hún brann. Mesta ferðalagið var þegar ég fór ásamt þremur vinum mínum i mikinn leiðangur sumarið 1950 og ætl- uðum við að aka og sigla hringinn í kringum landið. Lagt af stað f langferð — En hvað? — Það yrði alltof langt mál að segja frá þeirri för í svona stuttu spjalli, en ég skal reyna að segja þér söguna f stuttu máli og síðan gætir þú fengið lánað dagbókina, sem einn félaganna, Haukur Þor- leifsson, aðalbókari Búnaðar- bankans, hélt og tekið kannski úr henni einhverjar glefsur, þvi að Haukur skrifar frábærlega Keypti rusluhrúgu — Þetta var árið 1949. Jeppa- öldin gekk í garð hér eftir að stríðinu lauk en það var eiginlega ómögulegt að fá nokkra varahluti öðruvísi en að flýtja inn jeppahræ og tína varahluti úr þeim. Mig minnir að það hafi m.a. verið fyr- irtækið Stillir, sem stóð í þessum innflutningi, og eitt sinn komu í slíkri pöntun frá Ítalíu þrír svona sjójeppar og ég keypti einn þeirra, eða réttara sagt eitt hræið, því að hann var líkari ruslahrúgu en nokkru heillegu farartæki. Ég rak um þetta leyti stórt bifreiða- verkstæði inn við Hálogaland og var með bíladellu á nokkuð háu stigi. Nú það er skemmst frá þvf að segja að næstu 6 mánuði varði ég öllum frístundum í það að gera jeppann upp, þvi að þetta var að krami til bara venjulegur Willis- jeppi, grindin og vélin, en skúff- an framan á var vatnsheld en þar sem driföxlar ganga út úr var þétt með gúmmíhosum. Skrúfan, sem var 16 tommui; var drifin með vinnuvéladrifinu og náðist 5—6 mílna hraði er siglt var. Auk þess var hægt að láta hjólin snúast með áfram eða aftur á bak og þannig hægt að keyra á fullu út í sjó eða á land án þess að þurfa að stanza. Framan á var Kapsteínspilkoppur til að nota til að draga upp úr festum og annað slikt. Ég innréttaði jeppann einn- ig og smiðaði yfir hann hús og gátu þrír menn setið aftur í en tveir fram f. Aftan á gerði ég farangursgeymslu og pláss fyrir aukabensíntanka. — Hvernig gekk svo að fá tækið skráð, það hefur ekki verið slagur á milli bifreiðaeftirlits og skipa- skráningarinnar? — Nei, kerfið var til allrar hamingju ekki komið svo langt á þróunarbrautinni. Þegar ég taldi mig loks vera búinn að koma jeppanum i viðunandi stand fór ég með hann niður í bifreiðaeftir- lit til Jóns Ólafssonar. Við fórum svo í prufutúrinn og keyrðum sem leið lá inn i Elliðavog og dembdum okkur beint í hafið. EIN af skærustu bernskuminningum undirritaðs er frá því að ég var strákpolli f sumarbústað með foreldrum mínum undir Hólshyrnunni í Sigiu- firði. Á þeim árum var fjaran að sjálfsögðu helzti leikvangurinn og einn af uppáhaldsstöðunum var þar sem Grummanflugbátarnir óku á land. Einn sólrfkan sumardag er ég var að leik þar ásamt nokkrum félögum sáum við furðulega sjón úti á firðinum, það var eitthvert furðutæki, sem kom öslandi yfir fjörðinn milli sfldarbátanna, sem þar lágu í bræluvari því að þótt logn væri á firðinum var vitlaust veður á miðunum. Nú þetta furðu- tæki nálgaðist okkur stöðugt og gátum við enga grein gert okkur fyrir því hvað þarna væri á ferðinni og þvf ekki neitað að lítil hjörtu voru farin að slá hraðar, er þetta ferlíki geystist upp úr sjónum beint upp á veg og hvarf brátt sjónum okkar, sem stóðum sem steinrunnin. Við nánari eftirgrennslan kom í Ijós að hér var á ferðinni Pétur Snæland, forstjóri úr Reykjavfk, á láðs- og lagartæki sínu, sjójeppanum sem kallaður var Steypireiðin. Svo mikill ævintýraljómi var yfir þessum manni, að ég var þess fullviss f mörg ár, að hann væri á einhverju hærra plani en aðrir jarðarbúar, sem ég umgekkst daglega. Þegar svo kom að því að velja sér viðfangsefni í páskagrein datt mér í hug að hringja f Pétur og vita hvort hann viidi ekki segja mér svolitið frá þessu farartæki. Hann tók mér Ijúfmannlega eins og hans er von og vísa og við mæltum okkur mót. Áður en sam- talinu lauk gat ég ekki stillt mig um að spyrja hann hver hefðu orðið örlög Steypireiðarinnar og Pétur dagði: „Hún brann inni með öllu draslinu, er verkstæðið mitt við Hálogaland brann. Ég sá ógurlega eftir henni og strákarnir okkar líka en Ágústa konan min var fegin, hún hafði alltaf haft nokkrar áhyggjur af ferðalögun- um og var vön að segja er við fórum í sunnudagakeyrslu með strákana: „Ég kem bara með, ég get alltaf bjargað einum, en þú hinum þremur.“ Þegar við höfðum komið okkur notalega fyrir i stofunni að Tún- götu 38, Pétur búinn að kveikja sér í pípunni, sem er jafn óað- skiljanlegur hluti af honum og stytta Jóns Sigurðssonar er á Austurvelli, spurði ég hann hvernig hann hefði eignast þetta mikla undratæki. Þessi ferð vakti að sjálfsögðu gíf- urlega athygli og menn gláptu á okkur hvar sem við fórum. Síðan sigldum við um voginn þvers og krus og strönduðum m.a. á mikl- um steini, en þegar ekki sá einu sinni dæld á botninum sagði Jón, að úrbví aðhannþyldi þetta, væri óhætt að gefa út haffærni- og skráningarskirteini. — Eitthvað hefur þú haft I huga þegar þti fórst út I kaupin og alla vinnuna? Pétur Snæland Steypireiðin á leið út á sundin til að taka á móti Gullfossi er hann kom nýr til landsins. „Eg get alltaf bjargað einum stráknum en þú hinum þremur"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.