Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 57 Bókaverzlun Isa- foldar flutt um set BÓKAVERZLUN ísa- foldar er nú flutt í Austurstræti 10 úr Austurstræti 8, en í öllu verzlunarhúsnæðinu á nr. 8 eru nú alls 9 fyrir- tæki með margs konar verzlun og m.a. er þar kaffistofan Kökuhúsið. Hiö nýja húsnæði ísafoldar- bókabúðarinnar er glæsilega og þægilega innréttað, en myndin er tekin í nýja húsnæðjnu og hefur verzlunin að sögn verzlunarstjórans nú meira vöruval en áður. Fremst á myndinni er Sissa verzlunar- stjóri og afgreiðslustúlka er við næsta borð. Innangengt er úr bókabúð- inni í kaffistofu Kökuhússins og verzlanirnar i ísafoldarhús- unum, en verzlunarhúsnæðið kallast nú einu nafni Vallartröð. í húsnæðinu er sem fyrr göngugata milli Austur- strætis og Austurvallar, en í staðinn fyrir einar dyr á þessari leið báðum megin fyrir breyt- ingarnar, þá eru þær orðnar tvennar nú. Ljósmynd Mbl. Ól.K.M. Þýzkur rithöf- undur í heim- sókn á í slandi DAGANA 16. marz til 31. marsdvaldist þýzki rithöfundurinn Godehard Schramm hör é landi og hélt fyrirlestra um þýzkar bókmenntir og nýjar stefnur I ýmsum framhaldsskólum. Þa8 var Félag þýzkukennara og Göethe-stofnunin þýzka, sem stóSu fyrir komu rithöfundar þessa hingað til lands. Godehard Shramm hefur flutt fyrirlestra i Menntaskólanum við Hamra- hlíð, Menntaskólanum við Tjörnina, Menntaskólanum í Kópavogi, Háskóla íslands, Flensborgarskólanum I Hafnarfirði, Menntaskólanum i Reykjavik, Menntaskólanum á Akureyri, Gagnfræðaskólanum á Akranesi og Mennta- skólanumá Laugarvatni. Godehard Schramm er fæddur í Þýzkalandi 1943 og hefur búið f Nurnberg alla tið Hann lagði stund á slavnesk tungumál. Var styrkþegi i Moskvu árið 1971, þar sem hann til dæmis þýddi verk Jewtuschenko yfir á þýzku. Auk þess þýddi hann æviminningar ekkju Mandelstamms. Gpdehard Schramm hlaut bókmenntaverðlaun i Nurnberg árið 1971 fyrir sin eigin Ijóð. Eftir dvölina I Sovétrikjunum skrifaði hann greinar, sem fjölluðu að mestu um viðhorf hans til Sovétríkjanna og þau áhrif sem þau höfðu á hann, I vestur-þýzk tlmarit eins og Kúrbiskern og Akzente í spjalli við blaðamenn Morgunblaðsins sagði Schramm að hann væri einn af fulltrúum nýrrar bókmenntastefnu, sem hefði rutt sér til rúms I Vestur-Þýzkalandi siðustu ár. Sagðist hann vera pólitlskt skáld og kæmi það fram í verkum hans, sem eru aðallega löng Ijóðeða stuttar skáldsögur. Sagði hann að þau skáld, sem fylgjandi væru hinni nýju bókmennta- stefnu, legðu áherzlu á að lýsa þjóðfélaginu eins og það kæmi þeim fyrir Godehard Schramm til vinstri ésamt þýzka sendikennaranum hér é landi, dr. Egon Hitzler. Ljósm. ÓI.K.M. augu og slðan hvernig betur mætti fara. Talaði Schramm um hugleysi fólks til að tjá sig og kvað hann það höfuðvandamál allra mannlegra samskipta. „í Ijóðum mlnum segi ég alveg nákvæmlega það, sem mér býr I brjósti. Ég forðast að tala um stefnur og isma, kapitalisma eða sósialisma, þvl sllkt skiptir ekki máli, það eru mannverurnar sjálfar sem skipta öllu. Áður en ég fór til Sovétrikjanna var ég kommúnisti, slðan er margt breytt. Nú tilheyri ég sóslaldemókrataflokknum þýzka. Ég er andvlgur þeirri llfsstefnu, sem margir mlnir vinir og skólabræður hafa tekið, ég tala nú ekki um þá, sem eru svo heittrúaðir kommúnistar að veröld þeirra snýst ekki um annað. Þeir gleyma konum slnum og börnum. Einhvern tíma eiga þau börn eftir að standa upp og mótmæla En ég er bjartsýnisrithöfundur og trúi þvl að með Ijóðum mínum og skáldsögum geti ég haft áhrif til breytinga Þetta er meginmarkmið hinnar nýju stefnu i Þýzkalandi Öllum ætti að vera kunnugt um hver stjórnmálasaga Þýzkalands hefur verið á þessari öld. Stjórnmála- legar hræringar og efnahagsvandamál hafa gert það að verkum að fólk er hrætt við að tjá sig og þá um leið skáld og rithöfundar. Þessu viljum við breyta. Skáld eru nú einnig I nánari tengslum við mannllfið heldur en áður Nú gefst okkur frekar kostur á að vinna fyrir fjölmiðla, skrifa I dagblöð og tímarit, og flytja fyrirlestra I skólum. Með þvl að vinna að sllku hef ég öðlast tækifæri til að vera fjárhagslega sjálfstæður og geta unnið óáreittur að ritstörfum mlnum. Ég er ánægður með þann áhuga, sem ég þykist hafa mætt hjá Islenzkum nemendum, á þeim fyrirlestrum, sem ég hef flutt," sagði Godehard Schramm enn fremur. „Fólk hefur verið ófeimið við að spyrja mig og virðist skilja þýzkuna ágætlega Ég vil taka það fram að ég tala einnig um bókmenntir I Austur-Þýzkalandi. Þá hef ég lesið inn á segulband fyrir útvarpsþáttinn Á hljóðbergi og verður hann fluttur þriðjudaginn eftir páska. Þar mun ég flytja kafla úr óbirtri skáldsögu eftir mig, svo og þrjú löng Ijóð Einnig mun ég lesa Ijóð, sem ég orti um ísland. Það Ijóð byrjar með spurningu til sjálfs mín en hún er á þá leið: „Hvað get ég tekið sem minjagrip frá íslandi til Vestur-Þýzkalands? Og svarið er: Eldgosið I Heimaey I smækkaðri mynd — sem ég slðar get notað til að sprengja upp arkitektúrinn I Frankfurt eða einhverri állka stórborg. Þar sem báknið er orðið svo yfirgnæfandi, skýjakljúfarnir svo stórkostlegir að mennirnir eiga sér hvergi samastað lengur," sagði Godehard Schramm um leið og hann kvaddi, en hann hélt aftur til Þýzkalands fyrr I vikunni. -GOODjfYEAR---- HJÓLBARÐAR FYRIR DRÁTTARVÉLAR OG VINNUVÉLAR STÆRÐIR 600—16/6 650—16/6 750—16/6 900—16/10 12,0—18/10 600—19/6 9—24/8 11—24/10 13—24/10 13— 24/14 14— 26/10 15— 26/10 18—26/10 10—28/6 11—28/6 12—28/6 13— 28/6 14— 28/8 15— 28/12 14—30/10 1-5—30/10 11—32/6 14— 34/8 15— 34/14 11—38/6 15.5— 25/12 20.5— 25/16 MJOG HAGSTÆÐ VERÐ Við leggjum áherzlu á að eiga á lager flestar stærðir af: Dráttarvéla- og vinnuvélahjólbörðum Hafið samband við okkur, eða umboðsmenn okkar sem fyrst. HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN, LAUGAVEGI 172, SÍMI 28080 GOODfYEAn HEKLA HF. ^ Laugavegi 1 70—172 — Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.