Morgunblaðið - 01.05.1977, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.05.1977, Qupperneq 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1977 í DAGSIN „Fella niður prósentu- hækkanir” 0 í nýbyggingu upp við Breið- höfða hittum við Gunnar Jónsson trésmið, sem sagði er við spurðum hann um afstöðu hans til kjara- mála: „Miðstéttarfólk eins og iðn- aðarmenn og aðrir eiga ekki rétt á að taka afstöðu til kjaramálanna og samninganna sem framundan eru, en ég held að allir geti verið sammála um að það verður að hækka laun þess verkafólks, sem verst er sett. Ég treysti mér ekki til að segja fyrir um hvernig á að gera það, en ég held að eitt skil- yrðið sé að fella niður prósentu- hækkanir en hafa þetta í krónu- tölum, þannig að þeir lægstlaun- uðu beri hlutfallslega meira úr býtum. Það verður einnig að huga að skattamálum og hvernig halda megi vöruverði niðri. Mér finnst irnar alltof linar og það þarf að skipta um þær, svo og ríkisstjórn- ina hið bráðasta. Hið opinbera þarf að gera einhverjar ráðstaf- anir i sambandi við skatta og vöruverð til að laga ástandið. Ríkið ætti að hafa meiri afskipti af innflutningi og koma heildsöi- unum út á vinnumarkaðinn. 1. mai er ágætur sem slíkur og nauð- synlegt að hafa dag verka- lýðsins." Verðbólgan versta vandamálið 0 Við Sundahöfnina hittum við fyrir Magnús Guðbrandsson og lögðum fyrir hann spurninguna um hvaða þýðingu 1. mai hefði að hans mati fyrir verkalýðinn: — Fyrsti maí er baráttudagur verkalýðsins þar sem hann vekur athygli á kjörum sínum og verka- lýðsmálum almennt. Nú þessi verkalýðsmál eru almennt svo laus i reipunum að ekki næst e.t.v. sá árangur, sem þyrfti og mismunur á stéttum er orðinn að mínu mati of mikill, menn sem eru í lægstu flokkunum þyrfti með einhverju móti að hækka. Sem dæmi um þetta getur maður nefnt að það fara líklega um það bil ein vikulaun hjá mér, um 20 þuáund krónur, í að vinna fyrir nokkrum timum hjá tannlæni. — Vinnutíminn er nokkuð breytilegur hérna, stundum er verið að vinna frameftir, t.d. ef verið er að flýta afgreiðslu skip- anna, en stundum er hætt kl. 17 svona þegar ekkert sérstaklega liggur á. Hvað er helzt hægt að gera til kjarabóta? — Versta meinið er að mínu áliti verðbólgan — það fæst orðið svo litið fyrir peningana. Ef það væri einhver möguleiki á því að hafa hemil á verðbólgunni þá held ég að þar kæmu fram beztu kjarabæturnar. Krónutalan er ekkert aðalatriði, heldur miklu frekar hvað fæst fyrir peningana, sagði Magnús Guðbrandsson að lokum. háir og hið opinbera tekur alltof stóran hluta af kaupinu með sölu- skatti og öðrum álögum. Mér finnst gildi 1. mai hafa farið stöð- ugt minnkandi fyrir verklýðsbar- áttuna, þetta er orðin meiri sýndarmennska en gagnsemi fyrir verkalýðinn." „Alltaf að versna” 0 Mér finnst þetta alltaf vera að versna,“ sagði Ingvar Jónsson starfsmaður i Sútunarverksmiðju SS. „Maður heldur litlu eftir, því að verðbólgan gleypir þetta allt jafnóðum. Ég er búinn að vinna hér í tæp 9 ár eftir að ég varð að bregða búi á Laxárnesi í Kjós og ég held að ekki sé hægt að segja annað en að maður standi höllum fæti kjaralega. Ég veit satt að segja ekki hvað á að gera, en mér finnst að eitthvað verði að gera til að laga þetta. Allar kauphækk- anir eru teknar aftur jafnóðum og meira en það. Það verður að vera eitthvert gagn að þeim samn- ingum, sem framundan eru, þann- ig að fólkið fái kjarabót þetta helv... helv... dugir ekki lengur. 1. maí verður verkalýðurinn að eiga sem sinn frídag og dag, þar sem hægt er að koma fram kröfum okkar.“ „Það er ekkinóg aðfá meiri peninga” • „Mér finnst þetta alltaf vera eins, kaupið er ekki nógu gott og það er ekki hægt að láta endana ná saman,“ sagði Ragnhildur Nordgulen afgreiðslustúlka i Breiðholtskjöri. „Það verður að reyna að koma samninga- málunum öðruvísi fyrir en þannig að hækkunin fari beint út I verð- lagið. Það er ekki nóg að fá meiri Ingvar Jónsson ■**>**»>* Verkstjórinn og Ellen, t.h. 1. maí hafa misst nokkuð gildi sitt, hann er ekki lengur eins mikilvægur og hann var og verð- ur eitthvað að gera til að bæta þar um.“ „Samninga- nefndirnar oflinar” • í Blikk og stál H/F hittum við Rúnar Þorsteinsson blikksmíða- nema og hann sagði: „Mér finnst ég standa fremur illa. Það hjálpar að vfsu aó við hjónin erum barn- laus og vinnum bæði úti og þann- ig hefst þetta. Við borgum háa húsaleigu, matur og annað sem þarf til að lifa er dýrt og kaupið er lágt. Það er ljóst að það hefur enga þýðingu að semja um ein- hverja kauphækkun, sem verð- bólgan étur upp daginn eftir. Verkfall er alltaf neyöarúrræði, en mér finnst samninganefnd- Gunnar Jónsson „Það lifir enginn verkamaður af launum sínum” 0 „Ég held að það þurfi ekki að spyrja neinn verkamann að því hvort hann lifi af laununum sínum, því að neikvæða svarið er eins augljóst og dagsbirtan,“ sagði Gestur Guðjónsson bensín- afgreiðslumaður hjá OLlS í Breiðholti. Það verður að tryggja það í næstu samningum að við fáum einhverja kjarabót, kjara- bót, sem verðbólgan étur ekki upp undir eins, þvi annars rennur þetta allt út í sandinn. Kaupið verður að fylgja dýrtíðinni, það er ekki hægt að semja enn einu sinni eins og verið hefur undanfarin ár, slíkt getur aldrei blessast og slíkt þjóðfélag ekki þrifist. Það þarf að lækka skattana, þeir eru allof Rúnar Þorsteinsson peninga, ef meginhluti þeirra fer beint til vinnuveitandans aftur. Mér finnst 1. maí ekkert gildi hafa, hann er bara fyrir fólk, sem vill fara í skrúðgöngu og fá fri.“ Vinnu- dagurinn oft of langur 0 Jón Ragnars var einn af þeim f jölmörgu, sem voru að vinna við uppskipun úr einu af skipum Éimskipafélags íslands í siðustu viku. Bílar, hjólbarðar og ban- anar, allt kom þetta upp úr lestum skipsins og sjálfsagt margt annað og á milli þess sem brettin komu upp úr lestinni ræddum við lítillega við Jón: — Ég hef nú ekki orðið mikið var við að 1. maí sé sérstakur baráttudagur verkalýðsins, enda hef ég ekki verið mikið með í þessum verkalýðsmálum, en 1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.