Morgunblaðið - 01.05.1977, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1977
45
Tö!vangurH/F
Nýtt þjönustu-
fyrirtœki
ö sviði
tölvubókhalds
UM ÞESSAR mundir er aö taka
til starfa nýtt fyrirtæki á4. hæð
hússins nr. 36 við Glerárgötu.
Það heitir Tölvangur h/f, og
mun annast tölvubókhald fyrir
ýmis fyrirtæki, einkum á Akur-
eyri. Síðar er hugsanlegt, að
það færi út kvíarnar, stækki
viðskiptasvæði sitt og taki að
sér annars konar verkefni af
ýmsu tagi.
Hluthafar eru 14 fyrirtæki:
Aðalgeir og Viðar h/f,
Fasteignasalan h/f, Hibýli h/f,
íspan h/f, K. Jónsson & Co h/f,
Möl og sandur h/f, Norðurljós
s/f, Raftækni (Ingvi R.
Jóhannsson), Reynir s/f, Sand-
blástur og málmhúðun h/f,
Varmi h/f, Ýr h/f, Þór h/f, öll á
Akureyri, og Stígandi h/f á
Ólafsfirði. í stjórn félagsins eru
Aðalgeir Finnsson, formaður,
Mikael Jónsson, ritari, og
Hólmsteinn T. Hólmsteinsson,
meðstjórnandi. Framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins er
Guðmundur Jóhannsson, við-
skiptafræðingur og lengi
Ljósm. Sv.P.
Kristófer Jermiasson, tölvufræðingur, og Guðmundur Jóhanns-
son, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Tölvangs h/f.
bæjargjaldkeri á Akureyri, en
hann er nú þessa dagana að láta
af þvi starfi. Auk hans verður
einn starfsmaður, Rannveig
Haraldsdóttir.
Isdata s/f á Seyðisfirði
verður ráðgefandi um tölvurit
og rekstur, en starfsmaður þess
fyrirtækis, Kristófer Jeremías-
son, hefir unnið að uppsetn-
ingu tölvukerfisins.
Tölvan er af WANG-gerð og
er talin mjög fullkomið tæki.
Hún getur m.a. annazt fjárhags-
bókhald með útskrift af höfuð-
bók, hreyfingalista og fylgi-
skjalalista, launabókhald með
launaseðlum, launþegalista og
ýmsar skilagreinir, viðskipta-
mannabókhald, birgðabókhald
o.fl. Hún getur einnig leyst af
hendi hin fjölbreyttustu verk-
efni af ýmsu tagi, svo sem leyst
flóknar stærðfræðilegar þraut-
ir. Með því að tengja við hana
viðbótartæki getur hún geymt
20 milljón bókstafi, leyst af
hendi fjarvinnslu með því að
tengja hana símalinu og sitt-
hvað fleira, sem hér verður
ekki upp talið, en þess má þó
geta, að tölvan býr sjálf til
nauðsynleg eyðublöð og fyllir
þau út, svo sem launaseðla
o.þ.h.
Fyrst í stað tekur Tölvangur
h/f einungis að sér bókhald fyr-
ir hluthafa sína, en þegar
reksturinn er kominn i fullan
gang eftir 1—2 mánuði verður
hægt að bæta við bókhaldi
fleiri fyrirtækja og fleiri verk-
efnum. Bókhaldið verður sniðið
eftir þörfum hvers einstaks fyr-
irtækis og séróskum þeirra.
Unnt er að gera margs hvers
konar bókhaldslegar athuganir
á ýmsum þáttum rekstrarins
með stuttum fyrirvara og skila
stundurliðuöum upplýsingum
til fyrirtækjanna. Tölvangur
h/f mun, ef óskað er, fylgjast
með bókhaldi og fjárhag við-
skiptafyrirtækja sinna og leið-
beina um rekstur þeirra.
Sv.P.
eru
verzlanir
okkar
fullaraf
nýjum
stór
glæsi-
legum
Wksumar
Mvörum
Brekkugötu 3
Hafnarstræti 94