Morgunblaðið - 01.05.1977, Síða 22

Morgunblaðið - 01.05.1977, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1977 53 Meiri síld í firöinumog þö eykst þorskurinn lika Loönan veidd upp Fbíla og henni beitt TRILLUUTGERÐ frá Akureyri stendur með miklum blóma á þessum tima árs. Þegar Morgunblaðsmenn voru á ferð á Akureyri fyrir skömmu fóru þeir niður á bryggju um kvöld- matarleytið og voru þá þrír „trillukarlar“ að landa afla. Þetta var einkum rígaþorskur og afli prýðilegur, enda þorskur nýgenginn í Eyjafjörð, líklega í kjölfar loðnunnar. Fyrstan hittum við að máli Tryggva Valsteinsson. Hann var með góðan afla. Tryggvi var ekki margmáll um trilluútgerð- ina en benti á Bergstein Garðarsson sem sérfræðing í þessum efnum, enda nokkurs konar konungur þeirra „trillu- karlanna“. Bergsteinn var rétt ókominn að landi og ekki leið á löngu þar til Hafbjörgin kom siglandi á spegilsléttum sjónum og lagði að bryggju. Var Berg- steinn tekinn tali. „Við erum nú ekki nema einir sex menn, sem stundum þessar veiðar á smábátum allt árið, en miklu fleiri hafa þetta sem sport á sumrin,“ sagði Bergsteinn aðspurður. „Um sjálfan mig má segja, að ég hafi stundað sjóinn svo að segja frá blautu barnsbeini og yfirleitt stundað smábátaútgerð, en á yngri árum var ég einnig á stærri bátum. Héðan hafa smábátarnir stundað þorskveiðar og það var ekki fyrr en í fyrravor að hrognkelsaveiðar voru reyndar hérna í fyrsta skipti að ég held. Aflabrögðin hafa verið sæmileg frá áramótum hjá mér á linuna. Það kemur ævinlega ganga hér i fjörðinn í apríl, þorskurinn eltir loðnuna. Þetta er fyrirtaks fiskur og vel hefur aflazt upp á síðkastið. Ég er til dæmis núna með 600 kg eftir daginn. Ég lagði línuna úti undir Hjalteyri, þetta er hálfs annars tima stím. Við beitum nýrri loðnu sem við veiðum á nóttunni. Það er dálít- ið óvanalegt hvernig við veiðum hana. Við förum á bílum út á Gáseyri og vöðum svo aðeins út í sjóinn í vöðlum og erum með litlar nætur. Það má eiginlega segja að við veiðum loðnuna á bílum. Nokkur undanfarin ár hefur verið frekar lítill fiskur í Eyja- firði en mér finnst þorskurinn vera að koma aftur. Hann leitar í loðnu og sild, en síldin er greinilega að aukast aftur í firðinum. Hún hefur alveg ver- ið í lágmarki undanfarin ár. Síldin er á uppleið þegar þorskurinn er á niðurleið, svona gengur þetta.“ Hugmyndaflug Nú hækkar sól óðum á lofti. Brátt gerir ferðalöngunin vart við sig aftur, og hugmyndaílugið fer í gang: ,,Hvað eigum við að skoða af landinu í sumar? Hvernig gerum við leyfið frábrugðið því síðasta?“ Jæja, hvern- ig væri að fljúga? Sjá nýjar hliðar á landinu. Losna við ýmis óþægindi sem fylgja ferðalögum í bíl. Minni tími fer í að komast milli staða. Meira tóm gefst til að skoða og njóta margra staða, sem þú hefur e.t.v. ekið um, en aldrei gefið þér tíma til að kynnast. Hefur þú kynnt þér möguleika, sem flugið hefur að bjóða? Til dæmis „hringflug“ FÍ um landið? Það er nýjung, sem margir ferðamenn hafa reynt og líkað vel. Við óskum þér góðrar ferðar í hug- myndaflugi þínu fyrir sumarið, um leið og við minnum á að það er þægi- legt að fljúga og ódýrara en ætla mætti. Þér er ávallt heimil lending á söluskrifstofu okkar, ef þú vilt kynna þér kosti flugsins. FLUCFÉLAC ÍSLANDS IA/A/i..........

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.