Morgunblaðið - 07.05.1977, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1977
Æbílaleigan
felEYSIR
LAUGAVEGI 66
CAR RENTAL
24460
28810
Hótal- og flugvallaþjónusta
LOFTLEIDIR
■H 2 1190 2 llSSi
Hjartanlegt þakklæti til allra sem
sýndu mér hlýhug á 80 ára af-
mæli mínu.
Guð blessi ykkur öll.
/ngigerður
Guðjónsdóttir,
Kirkju/ækjarkoti.
Hjartanlega þakka ég öllum,
skyldum og vandalausum, fyrir
gjafir og heillaóskir á áttræðisaf-
mælinu.
Kristján Jónsson,
Snorrastöðum.
Simrad EY
í trilluna.
Simrad Ey er mjög hag-
kvæmur dýptarmælir fyrir
grunn sævi, 8 dýptarsvið að
360 metrum, 70 kílórið, 6”
þurrpappír í kasettum sem má
tvínota, botnlína og dynalína,
skali fyrir fet, metra eða
faðma, 12 volta spenna.
Skrifið, hringið eða komið
sendum allar upplýsingar um
hæl.
Viðgerðar-
og varahlutaþjónusta.
Friðrik A. Jónsson h.f.
Bræðraborgarstíg 1,
símar 14135 — 14340.
ÞU AUGLYSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
\I (.LVSINf. \-
SIMINN ER: •
22480
utvarp Reykjavík
L4UG4RD4GUR
7. maf
MORGUNNINN
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
8.50.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Sigurður Gunnarsson
heldur áfram lestri sögunnar
„Sumars á fjöllum" eftir
Knut Ilauge (12).
Tilkynningar kl. 9.00. Létt
lög milli atriða.
Óskalög sjúklinga kl. 9.15:
Kristín Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
Barnatími kl. 11.10: Gunnvör
Braga sér um tímann, þar
sem fjallað verður um rit-
gerðarsamkeppni 11 ára
skólabarna um umferðarmál.
Auk stjórnanda koma fram f
tfmanum: Guðmundur Þor-
steinsson, Hildur Svavars-
dóttir, Lúsfa Lund, Þorri Þor-
kelsson og Þórunn Hjartar-
dóttir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
SIÐDEGIÐ
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Á seyði
Einar örn Stefánsson sér um
þáttinn.
15.00 i tónsmiðjunni
Atli Heimir Sveinsson sér
um þáttinn (25).
16.00 Fréttir
16.35 Tónleikar.
17.30 „Vertu maður til að
standa við þfna skoðun**
Guðrún Guðlaugsdóttir talar
við Baldvin Sigurðsson.
18.00 Söngvar í léttum dúr. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÓLDIÐ
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Ekki beinlfnis
Böðvar Guðmundsson rabbar
við Stefán Þorláksson og Þrá-
in Karlsson um heima og
geima, en einkanlega um
hesta. Hljóðritun frá Akur-
eyri.
20.15 Tónlist úr óperettunni
„Syni keisarans" eftir Franz
Lehár
Rudolf Schock, Renate Holm
o.fl. syngja. Sinfónfuhljóm-
sveitin í Berlín leikur.
Stjórnandi: Robert Stolz.
20.45 Upphaf þekkingarfræði
Arthur Björgvin Bollason
flytur erindi um fáein atriði
forngrískrar heimspeki.
21.40 Allt f grænum sjó
Stolið, stælt og skrumskælt
af Hrafni Pálssyni og Jör-
undi Guðmundssyni. Gestur
þáttarins ókunnur.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Danslög
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
mtmmm
Laugardagur
7. maf 1977
17.00 Iþróttir
Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
18.35 Litli'lávarðurinn (L)
Breskur framhaldsmynda-
flokkur. 3. þáttur. Þýðandi
Jón O. Edwald.
19.00 íþróttir
II lé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Læknir á ferð og flugi
(L)
Breskur framhaldsmynda-
flokkur
Prófraunin
Þýðandi Stefán Jökulsson
21.00 Dansskóli Sigvalda
Nemendur úr skólanum
sýna dans.
Stjón upptöku Egill Eð-
varðsson.
21.30 Leiðín á tindinn.
(Room at the Top)
Bresk bíómynd frá árinu
1959.
Leikstjóri Jack Clayton,
Aðalhlutverk Laurence
Ilarvey, Simone Signoret,
Framgjarn ungur maður,
Joe Lampton, flytur f smá-
bæ og stofnar til kynna við
dóttur rfkasta manns bæjar-
ins með það i huga að giftast
til fjár.
23.20 Dagskáriok
Skjárinn kl. 17:00:
Knattspyrna og rathlaup
Útvarp kl. 21:40:
Allt í grænum sjó
A skjánum kl. 17 í dag er
íþróttaþáttur í umsjá Bjarna
Felixsonar. Um efni þáttarins
sagði Bjarni í spjalli við Mbl.:
„í fyrri hlutanum verður
sýndur leikur frá islandsmót-
inu í knattspyrnu sem fram fer
fyrr um daginn. Það verður að
vera leyndarmál hvaða leikur
þetta er , af eðlilegum
ástæðum. í síðari hluta þáttar-
ins verður kynnt íþróttinn
orienteering, eða rathlaup eins
og ég vil kalla það. Framundan
er að þessi íþrótt verði tekin
upp hériendis, og verður senni-
lega fyrsta hlaupið í Hallorms-
staðarskógi í sumar. 1 því
tilefni mun ég ræða við Aust-
firðinga um íþróttina. Myndin
sem verður sýnd er norsk
kynningarmynd, en árangur í
rathlaupi byggir í senn á leikni
i að lesa af landakorti og á
hlaupi. Afrekstgeta f öðru
hvoru er ekki nægjanleg til
árangurs, heldur sambland
hvors tveggja.
í síðari hlutanum verða
einnig einhverjar myndir frá
kynningarmóti hestamanna á
Víðivöllum frá fyrri helgi, en á
móti þvf voru kynntar keppnis-
greinar á Evrópumóti íslenzkra
hestaeigenda. Ef tími Ieyfir
verða sennilega einhverjar
stuttar amerískar íþróttamynd-
ir i þættinum."
Varðandi íþróttaþáttinn sem
er á dagskrá sjónvarps kl. 20.30
á mánudagskvöld sagði Bjarni
að þar yrðu sýndar myndir frá
firmakeppni í fimleikum,
heimsmeistaramóti i list-
hlaupum á skautum, auk
stuttra amerískra íþróttamynda
af íþróttum, sem sérstaklega
eru stundaðar af Ameriku-
mönnum og engum öðrum.
„Við munum halda uppi svip-
uðum hætti og undanfarið, og
leika okkur að hinu og þessu í
þessum þætti,“ sagði Hrafn
Pálsson er við spurðum hann
frétta af þætti hans og
Jörundar Guðmundssonar, Allt
f grænum sjó, sem er á dagskrá
hljóðvarpsins kl. 21.40 í kvöld.
Sagði Hrafn að fyrst yrði smá-
þáttur er nefnist Úr innviðum
bókmenntanna, en f þeim þætti
verður rætt við bónda utan af
landi sem ritað hefur djarfa
bók og er með aðra í bígerð. Þá
mun Jörundur syngja síðbuið
þjóðhátíðarlag sem bannað var
1974, eins og Hrafn orðaði það.
Síðan fá þeir féiagar að fara
inn i eitt af þessum fyrir-
tækjum sem útlendingar setja
hér á stofn, en að þessu sinni er
það hjúskaparmiðlun. Þá
verður fylgst með vaskri konu
sem ætlar með mikla yfirvigt í
gegnum flughöfnina á Kefla-
víkurvelli, svo að dæmi séu
tekin úr annars fjölbreyttum
þætti, að sögn Hrafns.
Að sögn Hrafns Pálssonar er
ekki klárt með framhald þátta
þeirra félaga. „Þetta er allt f
athugun einmitt núna.
Þættirnir eru á nokkuð óhent-
ugum tíma, er verið er að at-
huga þau mál einmitt núna, og
þá einnig hugsanlegt breytt
form þáttarins verði framhald á
honum,“ sagði Hrafn.
Skjárinn kl. 20:30:
Prófraunir nú hjá læknum sem öðrum
Hinn vinsæli enski gaman-
myndaþáttur Læknir á ferð og
flugi er að vanda i sjónvarpinu
f kvöld. Og rétt sem hjá
mörgum námsmanninum um
þessar mundir þá eru próf-
raunir vandamálið sem glímt er
við i þessum þætti. Að sögn
Stefáns Jökulssonar þýðanda
þáttarins, þá kemur upp sú
staða í þessum þætti, að
Waring, aðstoðarmaður
Loftusar, er ekki menntaður tíl
jafns við marga lækna er sitja
um stöðu hans. Því verður
Waring að taka sig til og hressa
örlitið upp á kunnáttuna. En
þegar til kemur þá gengur
honum erfiðlega að finna stað
og stund fyrir lærdóminn eða
þar til starfstúlka á
sjúkrahúsinu býðut honum að
flytjast heim til sfn.
Þessu
getur unnusti hennar ekki
unað, sem eðlilegt er, og út frá
þessu spinnast svo ýmsar
glettur, að sögn Stefáns.