Morgunblaðið - 07.05.1977, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1977
Kaffisala
Kvenfélags
Háteigs-
sóknar
Frá ráðstefnu iðnskólakennara.
Mæðrablómið til
sölu á sunnudag
A morgun, sunnudaginn 8. maí,
kl. 3 e.h. gengst Kvenfélag
Háteigssóknar fyrir kaffisölu i
Domus Medica.
Ég vil vekja athygli almennings
á þessari kaffisölu, því að allt frá
upphafi hafa kvenfélagskonurnar
borið fram veitingar af mikilli
rausn og kaffisala þessi notið
verðugra vinsælda þeirra fjöl-
mörgu, sem veitinganna hafa
notið.
Kvenfélag Háteigssóknar hefir
aílt frá stofnun félagsins innt
mjög gott starf af höndum til efl-
ingar Háteigskirkju og hafa kon-
urnar sýnt mikla fórnfýsi og
dugnað.
Verkefni kvenfélagsins nú er
að afla fjár til kaupa á kirkju-
klukkum. Vegna fjárskorts hefir
kirkjan verið klukknalaus og hafa
margir haft orð á þeirri vöntun.
Nú er það ásetningur Kvenfélags
Háteigssóknar að leggja af
mörkum svo mikið sem verða má
til þessa sérstaka verkefnis. Ef
vel gengur með fjáröflun munu
kirkjuklukkur hljóma í turnum
Háteigskirkju innan tíðar.
Ég bið alla velunnara Háteigs-
kirkju að leggja Kvenfélagi
Háteigssóknar lið og fjölmenna i
Domus Medica á sunnudaginn og
njóta um leið ánægju og ágætra
veitinga. Arngrtmiir Jónsson
MÆÐRADAGURINN verður n.k.
sunnudag, 8. maí. Að venju mun
Mæðrastyrksnefnd hafa „mæðra-
blómið“ til sölu í tilefni dagsins.
Munu sölubörn annast sölu þess,
eins og jafnan áður, en öllum
ágóða af sölu merkisins verður nú
sem fyrr varið til orlofsdvalar
efnaiftilla eldri kvenna að Flúð-
um í Árnessýslu, sem ekki eiga
ella kost á hvfldarviku f sumar.
Mæðrastyrksnefnd hefur efnt
til slikrar hvíldarviku fyrir efna-
litlar eldri konur þar eystra um
margra ára skeið. Eru þær konur
orðnar fjölmargar, sem þess hafa
notið en hefðu ella farið með öllu
á mis við sumarhvíld. Á síðasta
sumri dvöldu 40 konur eystra á
vegum nefndarinnar og er það
einlæg von hennar, að ágóði af
sölu „mæðrablómsins" að þessu
sinni nægi til þess, að unnt verði
að bjóða a.m.k. jafnmörgum kon-
um til vikudvalar á komandi
sumri. „Mæðrablóm" Mæðra-
styrksnefndar verður ekki, frem-
ur en áður, selt í blómaverzlunum
en sölubörn munu að venju ganga
í hús og bjóða það til sölu og eins
verður reynt að selja það við sam-
komuhús borgarinnar. Mæðra-
styrksnefnd skorar á Reykvíkinga
að taka sölubörnum hennar vel,
svo að „Mæðrablóm" hennar geti
verið í barmi sem flestra á
Mæðradaginn.
(Fréllalilkynning)
Kirkjudagnr Grensás-
kirkju þann 8. maí
SUNNUDAGINN 8. maí verður
kirkjudagur í Grensáskirkju.
Tilgangur kirkjudggsins er fyrst
og fremst að minna á kirkjuna,
starf hennar, veg og vanda.
Safnaðarstarfið hefur gengið vel í
vetur og nú í fyrsta sinn hefur allt
Safnaðarheimilið verið notað eft-
ir að framkvæmdum lauk í kjall-
ara sl. haust. Var æskulýðsstarfið
þar vikulega, Al-Anon fundir,
Biblíulestrar, Kvenfélagsfundir
o.fl. Enn vantar þó ýmislegt í
kjallarann t.d. er þar ekkert
hljóðfæri og eftir er að ganga frá
geymslum.
Einnig er margt ógert í húsinu,
t.d. verður sett „parkett" gólf í
aðalsalinn í sumar. Þá þyrfti að
setja upp hátalarakerfi í húsið.
En allt eru þetta dýrar fram-
kvæmdir og verður því tekið á
móti fjárframlögum á kirkjudag-
inn.
Kirkjudagurinn hefst með
Tveir nýir
útibústjór-
ar ráðnir
við Iðnað-
arbankann
BANKARÁÐ Iðnaðarbankans
hefur ráðið Jakob J. Havsteen
lögræðing f stöðu útibússtjóra f
útibúi bankans, sem opnað verður
á Selfossi sfðar á þessu ári. Jakob
er fæddur 26. aprfl 1941 og lauk
kandidatsprófi I lögfræði frá Há-
skóla tslands I júnf 1968. Frá
þeim tfma hefur hann gegnt
starfi fulltrúa hjá sýslumanni
Arnessýlu á Selfossi.
Þá hefur bankaráðið nýlega
ráðið Jóhann T. Egilsson, I stöðu
útibússtjóra í Hafnarfirði og mun
hann taka við starfinu í sumar.
Jóhann er fæddur 29. ágúst 1926
og hefur hann gegnt starfi skrif-
stofustjóra útibús bankans á
Akureyri frá stofnun þess, í
nóvember 1965. Bjarni Tómasson,
sem gegnt hefur starfi útibús-
stjóra í Hafnarfirði undanfarin
ár, mun nú að nýju koma til starfa
við aðalbankann í Reykjavík.
guðsþjónustu kl. 11:00 f.h. Síðan
verður kaffisala kvenfélagsins kl.
15:00 til 18:00. Og kl. 20:30 verður
kvöldvaka í safnaðarheimilinu. Á
dagskrá verður m.a.: Jóhanna Sig-
marsdóttir forstöðukona flytur
ræðu, Jón G. Þórarinsson organ-
isti kirkjunnar leikur á orgel,
Manuela Wiesler leikur einleik á
flautu, Kór Kvennaskólans í
Reykjavík syngur o.fl.
íbúar Grensássóknar og aðrir
velunnarar kirkjunnar eru hvatt-
ir til að koma í safnaðarheimilið
við Háaleitisbraut 66 sunnudag-
inn 8. mai, taka þátt í guðsþjón-
ustunni, njóta góðra veitinga
kvenfélagsins og eiga þar helga
stund að kvöldu dags.
Haildór S. Gröndal.
olUUU clU RVUIUU Uclg2
28644 FW-IJ-IH 28645
Blönduhlíð
3ja herb. 85 fm. kjallaraíbúð i
fjórbýlishúsi. Mjög þokkaleg
íbúð. Verð 8,5 millj. Útborgun
5.5 millj.
Bragagata
3ja herb. 80 fm. íbúð á 2. hæð i
tvibýlishúsi. íbúðin er nýstand-
sett. Skipti koma tíl greina.
Kriuhólar
3ja herb. 90 fm. falleg ibúð á 6.
hæð i háhýsi. Stór stofa, mikið
skáparými. Verð 8,5 millj. Út-
borgun 5,5 millj.
Vesturberg
3ja herb. 85 fm. ibúð á 5. hæð i
háhýsi. Mikið útsýni. Verð 8.
millj.
Leirubakki
3ja herb. 90 fm. ibúð á 3. hæð.
Falleg og góð ibúð. Verð 8,5
millj. Útborgun 6 millj.
Viðihvammur
3ja herb. 90 fm. sér hæð i
þríbýlishúsi verð 8,5 millj.
Útborgun 5,5 millj.
Æsufell
4ra herb. 105 fm. Stórglæsileg
ibúð á 6. hæð i lyftuhúsi mikið
skáparými. Gott útsýni. Verð
10.5 millj. Útborgun 7 millj.
Miðbraut Seltjarnarnesi
5 herb. 115 fm. 2. hæð i þri-
býlishúsi. bílskúr fylgir. Verð
12,5 millj. Útborgun 8,5 millj.
Laufvangur Hafnarf.
6 herb. 140 fm. endaibúð á 1.
hæð i blokk. Aðeins 3 ibúðir i
stigaganginum, þvottahús i
ibúðinni. Stórar suðursvalir.
Verð 13,5 millj.
Vallarbraut
Seltjarnarnesi
stórglæsilegt einbýlishús á tveim
hæðum. Verð 25 millj.
Arnartangi, Mosf.
137 fm. fullgert einbýlishús á
einum vinsælasta staðnum i
Mosfellssveit.
Vogar Vatnsleisuströnd
parhús á tveim hæðum, þetta
eru 3 herb. tvær samliggjandi
stofur Á allri íbúðinni eru nýleg
teppi, tvöfalt gler. Verð 6,5 millj.
Lyngheiði, Hveragerði
130 fm. einbýlishús. Rúmlega
tilbúið undir tréverk og ibúðar-
hæft 830 fm. lóð. Bilskúrsréttur.
Verð 8,5 millj. Útborgun 5 millj.
Opið í dag frá 10—3
Þorsteinn Thoriacius viðskiptafræðingur
aSdfCp f asteignasaia Öldugötu 8 Sölumaður Fmnur Karlsson heimasími 43470
l símar: 28644 : 28645 . , . ' r Sr-oiovM.w; j
Samband
eggjaframleióenda
Heildsöluverð á fyrsta flokks
eggjum er 450 kr. kg.
STJÓRNIN
KANADAKVÖLD
Kynning á ferðum um byggðir Vestur-
íslendinga. í veitingahúsinu Glæsibæ sunnu-
dagskvöld 8. mai.
Dagskrá:
Húsið opnar kl. 19.00
Kvöldverður: veizlumatur
f. kr. 1850 -
Sítrónusteiktur lambahryggur
Salle d’Agneau Citron
Saddle of lamb Lemon
Skemmtidagskrá:
Ferðakynning — sýnd litkvikmynd frá Kanada.
Einsöngur Guðrún Tómásdóttir óperusöngkona syngur
við undirleik Selmu Kaldlóns
Kvennakór Suðurnesja syngur, stjórnandi Herbert H.
Ágústsson undirleikari, Ragnheiður Skúladóttir Þorsteinn
Ö Stephensen leiklistarstjóri les Ijóð Kvennakór Suður-
nesja syngur.
Hljómsveitin Stormar leikur fyrir dansi gömlu og nýju
dansana til kl. 1 eftir miðnætti.
Munið að panta borð tímanlega hjá yfirþjóni í síma
86220
FerðaskrHstofan Sunna
Lækjargötu 2, sími 17800.
. Nýtt
sunanumer:
27766
Afgr.timi
Mánud,- Fóstud. 915-12,
13-16 og 17-1830
SPARISJÓÐUR
Reykjavikur& nágrennis
Skóíavörðustíg 11