Morgunblaðið - 07.05.1977, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.05.1977, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1977 MISPILL Cotoneaster — Bermispill Til bermispla teljast um 50 tegundir. Þetta eru fallegir og skemmtilegir runnar ýmist sumargrænir eöa sigrænir. Flestir þeirra eru blaðsmáir og blaðfagrir. Ýmsir eru blómsæl- ir og mynda fallegt aldin, sem ýmist er rautt eða svart stein- epli. Þessir runnar hafa yfir- leitt mjög failega haustliti, oft gula og hárauða. Vaxtarlag þeirra er mjög margbreytilegt, frá lágvöxnum, skriðulum runnum í 3—4 m háa runna. Notagildi þeirra við gerð garða er margþætt, það má nota þá sem limgerðisplöntur, stak- stæða runna og þekjurunna í steinhæðir. Þessum runnum hefur ekki verið nægur gaumur gefinn fram að þessu, en nokkr- ar tegundir hafa þó verið reyndar hér og mun ég geta nokkurra þeirra sem álit- legastir eru til ræktunar hér á landi. stilkum, blöð gagnstæð, dauf- glansnadi ausulaga. Blóm lítil, hvít eða bleik. Aldin rauð ber. Þessi tegund er nokkuð reynd hér og reynist vel í steinhæðir og til að þekja með. Afbrigðið praecox hefur líka verið reynt hér og gefist vel. IIELGIMISPILL (C. horizontalis D.) er lágvaxinn runni. Blöð gljáandi, jaðrar ekki bylgjaðir. Greinar láréttar, útstæðar, mjög reglulegar. Blóm og aldin rauð. Heldur blöðum gjarnan lengi fram eftir vetri. Tegundin er stundum nefnd veggjamispill. SKRAUTMISPILL (C. multi- florus B. ) verður allt að 3 m á hæð, með grönnum bogadregn- um greinum. Blöð 2—5 sm á lengd. Blóm 6—20 í klösum á greinunum endilöngum, hvít að lit. Aldin ljósrauð með 1—2 kjörnum. Þetta er sérlega GLANSMISPILL (C. acuti- folia T.) Blöð dökkgræn, breið- egglaga, gljáalaus, ný blöð oft hærð. Haustlitir blaða gjarnan rauðir eóa gulir. Greinar skástæðar. Blómin hvít eða rauðleit, aldin fagurrauð. Aldinsteinar tveir. Lik tegund er C. Lucida S. sem er að þvi leyti frábrugðin að blöð eru gljáandi og hárlaus og aldin- steinarnir 3—4. Þessar teg- undir báðar éru sérstaklega harðgerðar og henta mjög vel t.d. i limgerði og lika sem stak- stæðir runnar. ÍGULMISPILL (C. bullata B) getur orðið um 3 m á hæð og er hraðvaxinn. Yfirborð blaða hrukkótt og glansandi á efra borði, blöð egglaga. Aldín rauð í klösum líkt og reyniber. Þessi runni er tæplega nógu harðgerður hérlendis en getur vaxið sæmilega í skjólsömum görðum og er ljómandi fallegur. DÚNMISPILL (C. tomentosa L.) verður allt að 3 m á hæð. Blöð breiðegglaga, snubbótt, 3—6 sm á lengd, hærð bæði á efra og neðra borði. Blóm 3—12 saman í skúfum, gráhvit. Aldin rauð með 3—5 steinum. Litur dúnmispils gerir hann sér- stæðan í ræktun. Hann þrifst hér nokkuð vel, en er fágætur. SKRIÐMISPILL (C. adpressus B.), Mjög Iágvaxínn runni, jarðlægur og skýtur oft rótum út úr hinum jarðlægu Skrautmispill. fallegur runni hvort sem er í blómi eða með aldin. Varla nægilega reyndur hér ennþá en gefur góðar vonir. Fleiri tegundir mispla hafa verið reyndar hér og væri þess virði að geta um fleiri tegundir en plássið leyfir ekki meiri upptalningu aðsinni. V. Sigtr. Til þess að verða við óskum lesenda um að birta þætti um fallega og hentuga skrautrunna í garða, var þess farið á leit við forstöðumann Skógræktar- innarí Fossvogi, að hann semdi nokkra þætti þess efnis. Brást hann vel við og er þátturinn í blaðinu i dag annar tveggja sem birtir verða á þessu vori, — og verða vonandi fleiri síðar meir þvi af nógu er að taka. úmsjm. JT „Islendingar gerdu rétt” Edinborg, 5. maí. AP. ÞAÐ VAR rétt hjá tslendingum að gera það sem þeir gerðu i þorskastrfðinu 1975 og Bretar ættu að gera það sama fyrir sinn sjávarútveg, sagði þekktur brezkur lögfræðingur f dag. Donald MacAulay hæstaréttar- lögmaður (QC) sagði aó stjórn- málamenn ættu að mynda skjald- borg um kröfuna um 50 milna einkafiskveiðilögsögu við Bret- land. Virk og fljót varðskip ættu að sjá til þess að enginn erlendur veiðiþjófur komist undan án hegningar, sagði hann. „Hversu margir segja í dag að íslendingar hafi gert rangt í að berjast eins og þeir gerðu fyrir löghelgum rétti sinum og sann- gjörnum hluta af sjávarauðæf- unum?“ spurði hann. „Mjög fáir“, hélt hann áfram. „Meirihlutinn álitur að íslendingar hafi gert rétt og að við ættum að sýna sömu ráðdeild og berjast fyrir lífi sjávarútvegs okkar, sérstaklega hins skozka.“ íslendingar hrósa sér gjarnan af því að vera miklir ferða- menn. Stundum leitum við þó langt yfir skammt. Einna næst okkur liggur eitt aðgengileg- asta og ódýrasta ferðamanna- landið í Evrópu, — írland. Og eftir að hafa ferðazt um þetta land í fyrrasumar er það líka að mínum dómi eitt fjölbreytt- asta landið til sumarferðalaga. Mun ég í örstuttri frásögn reyna að finna þessum orðum stað. Verða menn svo að dæma um sjálfir, hvort þeir séu lik- legir til að hafa smekk fyrir það sama. Ferðin tók 18 daga og hafði þann kost að vera algerlega óskipulögð, nema flugferðin til og frá islandi — gegnum Glas- gow i annarri leiðinni og Lond- on i hinni. Ög fyrsta hótelið var pantað í Dublin til að svigrúm fengist til að kynnast aðstæðum og verðlagi í nokkra daga i upp- hafi. Mont Clair-hótelið reynd- ist vera gamalt, hreinlegt hótel í miðborginni, í göngufæri við flest það sem við vildum skoða og kostaði innan við 10 pund á dag fyrir tveggja manna her- bergi með sturtubaði og morgunverði fyrir tvo, sem er eins og brezkur morgunverður raunar jafnan, undirstöðumál- tíð fyrir daginn. Herbergið var ekki „fínt“, en í hótelinu var sjónvarpsherbergi, borðstofa og setustofubar, sem sóttur var jafnt af Dublinarbúum sem hótelgestum. í Dublin er ótal margt að skoða, sem of langt yrði upp að telja i svo stuttri ferðagrein og þar byrjar maður að fá veður af írum, sem eru hið ljúfasta fólk. Þeír eru sýnilega ekkert stáss- fólk, klæða sig ekki upp á og setja upp hátíðasvip, þó þeir skreppi í leikhús eða i veitinga- hús eða bjórkrá til að hitta kunningjana — og það getur sparað farangurinn. Og þessar notalegu bjórkrár — margar mjög gamlar og viðarklæddar — eru sýnilega samkomustaðir þar sem ungir og gamlir koma til að hittast um stund og spjalla. Þær eru lika á hverju götuhorni og í hverju einasta smáþorpi um allt landið. í sum- um horfa menn saman á sjón- varpsdagskrána og ræða hana, i öðrum er gripið í billiard, að ógleymdum „sing along“ bör- unum, þar sem allir taka undir söng. Víða er bara spjallað og skiptzt á léttum athugasemd- um. Flestir hafa spaugsyrði á vörum og á veggjum eru gjarn- an skilti með þessum skemmti- legu athugasemdum þeirra, svo sem: Guð skapaði timann, en hann nefndi hvergi flýti! og góðum ráóum: Ertu þreyttur, hvildu þig! Þetta gildir jafnt um allt írland. Þá eru hvergi betri leikhús á máli, sem við ráðum flest betur við en önnur, enskunni. Við sá- um mörg frábær leikrit bæði í kjallaraleikhúsum, stúdenta- leikhúsi og stóru leikhúsunum m.a. hinu fræga Abbey, og jafn- vel úti á landi. T.d. sáum við í Galway frábæra sýningu á tveimur leikritum eftir Synge. Þegar uppselt var, mátti fá miða með því að fara nógu snemma í biðröðina eftir óseld- um pöntunum á sýningar- kvöldi. Þó pöntuðum við miða á ferðaskrifstofu úti á landi í Abbey-leikhúsið, þegar séð varð hvenær við yrðum aftur í Dublin. Um klukkutímaferð norðan við borgina er bær, sem áætlunarvagnar ganga til, Howth, með frægu veitingahúsi og þjóðlegri dagskrá, sem gam- an er að koma til. Við lentum þar við borð með írskum presti frá Ameriku með systur sinni frá Dublin og tveimur konum í leyfi frá Norður-lrlandi, sem sungu af hjartanslyst baráttu- söngva íra. Utan Dublin-borgar ókum við í bílaleigubíl, sem við tókum á staðnum. Hann reyndist raunar heldur dýrari en okkur hafði verið sagt og kom út með 13 pund á dag og 2—3 pund i ben- zín, enda ókum við ótakmarkað- an mílufjölda — alltaf yfir 100 mflur á dag. Þetta skiptist á okkur tvær, en rúm var fyrir fjóra i bílnum. Hefði að sjálf- sögðu komið betur út á mann í fullsetnum bíl. Það hafði aftur á móti þann kost, að við gátum tekið upp heimafólk oft bænda- fólk á leið á markað, og spjallað við það á stuttri ökuferð — fengum iðulega hjá því upplýs- ingar um eitthvað skemmtilegt til að sjá og reyna, sem ekki var í ferðamannabókinni okkar. Upphaflega höfðum við allt eins ætlað að taka lítinn bát á leigu og ferðast eftir Shannon- ánni og skurðunum eða taka landnemahestvagn — en í hvoru tveggja farartækinu er lfka búið — en það reyndist þurfa meiri undirbúning og skipulag. T.d. þurfti að taka bátinn i viku, frá miðvikudegi eða laugardegi að telja og skila honum á sama stað, og hestvagn- arnir fara um ákveðið svæði á vesturlandinu — ákaflega fall- egt svæði — á föstum dagleið-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.