Morgunblaðið - 07.05.1977, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1977
Fjöldi góðra ritdóma um bók
dr. Sturlu Friðrikssonar
Bðk dr. Sturlu Friðrikssonar, SURTSEY, sem f jallar
um lffið á eynni og þróun þess, var gefin út af
Butterworths f London haustið 1975 og kom einnig út
f Bandarfkjunum hjá Halsted Press og John Wiley &
Sons, New York 1975. Bókinni hefur verið veitt mikil
athygli og um hana hefur birzt fjöldi lofsamlegar
ummæla. Hafa blaðinu borizt 13 ritdómar og um-
sagnir frá ýmsum erlendum útgáfum og tfmaritum f
Bretlandi, Bandarfkjunum, Þýzkalandi og Danmörku.
Hér fer á eftir þýðing á einni þessara greina, sem
birtist í tfmaritinu The Quarterly Review of Biology,
september-heti 1976. Er greinin eftir John W. Marr,
sem er við Colorado-háskóla f Boulder, Colorado, f
Bandarfkjunum.
„Vellandi sjórinn'* og brenni-
steinsþefurinn undan suður-
strönd íslands í nóvember 1963
voru fyrirbæri, sem voru vel
kunn íbúunum á þessum hluta
Mið-Atlantshafshryggjarins, en
upp úr honum skjótast hér og
þar annað slagið efni úr iðrum
jarðar í formi eldfjallaösku og
hrauns. Á meginlandinu hafa
slikir atburðir gerzt að meðal-
tali fimmta hvert ár, síðan
sögur hófust. Eftir gosið hjá
Vestmannaeyjum 1963 varð þar
annað gos 1973.
Atburðirnir 1963 höfðu þær
afleiðingar, að ný eyja
myndaðist á hafsbotni á 120
metra dýpi og hrúgaðist upp
172 metra yfir sjávarmál. Hún
varð brátt nefnd Surtsey eftir
hinum svarta eldjötni, Surti.
Norrænir menn til forna
trúðu því, að eldsumbrot sköp-
uðu nýtt lif. í norðri var is og
snjór, en í suðri hiti og eldur.
Og í hinu ginandi gapi milli
þessara heima varð lífið til.
Árið 1963 hófst hópur íslenzkra
visindamanna handa um að afla
raunhæfra upplýsinga um
þróun gossvæða með
nákvæmum rannsóknum á
þessari nýju eyju. Þessir menn
stofnuðu Surtseyjarfélagið til
að efla og samræma vísinda-
legar rannsóknir í liffræði og
jarðfræði. Flutningar á sjó og í
lofti í sambandi við Vestmanna-
eyjar voru skipulagðir. Sma-
hýsi var byggt í Surtsey til
íveru og rannsóknarstarfa, og
hver vísindamaður fór reglu-
bundnar ferðir í eyna til að
safna gögnum og upplýsingum
þau 12 ár, sem síðan eru liðin.
Bæði reyndir og ungir vísinda-
menn önnuðust rannsóknar-
tæki og skipulegar athuganir.
Nákvæm ransóknaraætlun var
gerð 1964 og friðunarreglur
settar til að draga úr áhrifum
manna á eyna.
Rannsóknir hafa verið gerðar
bæði á landi og í sjó, þar á
meðal mælingar á jarðveginum
og ýmsum atriðum varðandi
andrúmsloftið sem og i
jarðfræðilegum og líffræðileg-
um greinum. Árið 1965 var
haldin ráðstefna 38 vísinda-
manna (þar af 22ja islenzkra)
til að fjalla um æskileg rann-
sóknarefni og tilhögun þeirra.
Sjóðir og visindamenn frá öðr-
um löndum áttu hlutdeild í
rannsóknarstarfinu, en það
hafa fyrst og fremst verið
íslenzkir visindamenn og fjár-
magn frá Kjarnorkunefnd
Bandaríkjanna, sem
rannsóknirnar hafa byggzt á.
Hin fámenna þjóð á heiður og
lof skilið. Vísindamennirnir
hafa birt fjölda blaðagreina, og
S.urtseyjarfélagið hefur birt
niðurstöður rannsókna i ársriti
sínu.
Sturla Friðriksson, nafn-
togaður íslenzkur grasa-
fræðingur og umhverfis-
fræðingur. hefur tekið saman í
eina bók meginniðurstöður
kannananna. Nefnist bókin
Surtsey og kom út hjá forlaginu
John Wiley & Sons 1975. Betri
höfund hefði ekki verið hægt
að finna, því að Sturla Friðriks-
son fylgdist nákvæmlega með
þróun þessarar eyjar, frá því
nokkrum kiukkustundum eftir
að þess sáust merki , að hún
væri að myndast.
Höfundur segir: „Það er ein-
stæður atburður að vera vitni
að störfum Móður Jarðar og
horfa á náttúruna eins og ljós-
móður klæða hið nýborna
frjóöngum og skrauti flóru og
fánu.“ Svo litrikt mál sem þetta
ásamt tilvitnunum úr goða-
fræði sprettur rökrétt og eðl-
lega af viðleitni mannsanda og
máls til að skýra frá og lýsa
furðulegum fyrirbærum, sem
eru utan marka venjulegrar
vísindastarfsemi.
Þessi bók er ekki venjulegt
vísindarit. Höfundurinn fjallar
um efnið og raðar því niður frá
vistfræðilegu sjónarmiði. Fer
mjög vel á því. Sturla kallar
eyjuna vistkerfi, og því er i
bókinni mjög fjölbreytilegan
fróðleik að finna eins og til
dæmis útdrætti úr norrænni
goðafræði, sem lýsir túlkun
norrænna manna til forna á
jarðeldum.
Eftirfarandi upptalning á
nokkrum viðfangsefnum, sem
fjallað er um í bókinni, gefur
nokkra hugmynd um þann fróð-
leik sem þessi merkilega bók
hefur að geyma. Er hugsanlegt,
að nýtt líf hafi hvað eftir annað
myndazt í sjó, sem hafi yfir-
soðið við eldgos? Gerilsneyða
eldfjöll sjóinn umhverfis sig?
Hvaða lífverur hefja fyrstar
landgöngu lífs á eldfjallaeyju?
Hversu langt geta plöntufræ
borizt með hafstraumum lif-
væn? Likist Surtsey landslagi
sem orðið hefur til við kjarn-
orkustrið? Geta menn haft
áhrif á rás hraunstraums, sem
stefnir í átt til mannabyggða?
Það er augljóst, að undir-
titillinn, sem hafður er á bókar-
kápunni, „Þróun lífs á eld-
fjallaeyju**, gæti misskilizt.
Efnið, sem fjallað er um, er
„rás“ efna, lífvera og viðburða
bæði frá jarðfræðilegu og Iíf-
fræðilegu sjónarmiði.
Gosið hófst 11. nóvember
1963. Hraun og aska myndaði
smám saman eyju, sem náði
hæst að vera 172 metra há og
2.5 km að flatarmáli. Hraun-
straumur flæddi yfir hálfa
eyjuna og kom í veg fyrir að
sjórinn eyddi eftirstöðvunum
af eyjunni, sem gerðar voru af
ösku, sandi og möl.
Jarðfræðingar tóku að fylgjast
með gosinu úr lofti nokkrum
stundum eftir að fyrstu fréttir
bárust af því. Líffræðilegar
rannsóknir hófust sex
mánuðum eftir upphaf gossins
Sturla Friðriksson.
og nákvæmar kannanir hafa
farið fram allan timann siðan.
Bókin fjallar um eftirtalin
efni í þessari röð: Nokkur
grundvallaratriði í eldfjalla-
fræði og tengsl landsvæðis
íslands við jarðsögu Mið-
Atlantshafshryggjarins, sögu
eldgosa, upphaf núverandi
landslags, loftslag (frá 1872 til
vorra daga samkvæmt heimild-
um frá nálægri eyju), tilkoma
lífs, vistfræði íslands og
annarra eyja, sjálfvirkni
drefingar, landnám (upphaf
líffræðilegra samfélaga),
kannanir á sjávarlífi, jarðlif
(allt frá smáverum til æðri
jurta og fugla), vistfræði
nálægra eyja og gosið i Heima-
ey 1973 og að lokum „nokkrar
ályktanir og hug-
leiðingar". Meðal þeirra
atriða, sem tina má til úr þeim
aragrúa upplýsinga, sem nú
hefur verið safnað saman, eru
þessi: Það eru engar
moskitóflugur á íslandi! Þróun
gróðurs á ströndunum hefst
með gerlum og myglu á líf-
rænum leifum, senrhafstraum-
ar skola á land eða fuglar bera
með sér og sleppir hinum
venjulega skófa- og mosastigi á
leiðinni til æðri plöntutegunda.
A hrauni fer mosi að birtast
eftir 3 ár en skófir eftir 8 ár.
Mosinn hefur breiðst hratt út
og þekur nú víðáttumikil svæði.
Dýraríki með fuglum, skordýr-
um og hrygglausum dýrum
hefur þróazt hraðast á strönd-
inni. Vatnsskortur á vissum
árstimum hindrar þróunina. í
núverandi gróðurriki' eru 11
skófir, 69 mosar, 1 burkni, 12
æðri plöntur, 158 skordýr og 4
köngulóategundir. 230 fugla-
tegunda hefur orðið vart á
eynni, en margir hafa aðeins
verið þar á snöggri ferð.
Fyrstu lifvænlegu fræ æðri
plantna fundust á eynni áður
en ár var liðið frá tilurð
hennar. Fræ af Cakile edentula
uxu á þangi á ströndinni annað
sumarið (en síðar eyðilagði
öskufall þennan gróður). Nýrri
innrás Cakile edentula og
Elymus arenarius var skolað
burt. Honchenya peploides
kom eftir fjögur ár, og næst
kom Mertensia maritima.
Cakile edentula varð fyrst til að
auka kyn sitt. Cystopteris
fragilis var fyrsti burkninn.
Sturla Friðriksson segir, að af
hinum mikla fjölda tegunda
sem komu til Surtseyjar, hafi
aðeins mjög fáar getað þrifizt
þar. Mörg gró og fræ hafi fallið
þar í jörð, án þess að um frekari
gróður yrði að ræða. Neyt-
endum hafi fundizt of litilfjör-
leg fæða á eynni til þess að
hægt væri að lifa á henni. Það
er aðallega þurrkatímabilum að
kenna að lif nær ekki að festa
rætur á eynni, þó að loftslagið
sé kalt, og regn- og vindasamt.
Þróun mosagróðurs (sérstak-
lega Rhacomitoium lanugin-
osum) á hrauni hefur verið at-
hyglisverður. Á árunum
1967—1971 jókst fermetra-
fjöldi mosaþakinna svæða úr 3 í
120. Þróunin á efri svæðum
eyjarinnar mun sennilega
verða frá skófum um mosa til
stara og síðan í lyng og viði. Það
er ósennilegt, að birki geti
þolað saltlöðrið.
Jarðvegsrannsóknir á nær-
liggjandi eyjum, leiddu í ljós
fjögur stöðug vistkerfi: þurrt
engi, umbreytt engi, strand-
lendi (innan löður-beltisins)
með hvönn, grasbrekkur. Gras
er hinn rikjandi gróður meðal
æðri plantna. Yfir 70 af
hundraði af æðri plöntu-
tegundum eru af evrópskum
uppruna, en hinar eru skyldar
heimskautsgróðri.
Sjávarrannsóknir leiddu í
ljós, að aska hafði eytt öllum
dýrum á sjávarbotni eina
sjómílu frá strönd, en hafði
haft litil áhrif á gróður eða
fiska. Breytingar á hitastigi
sjávar voru hverfandi Sjávarlíf
var aftur orðið með eðlilegum
hætti eftir þrjú ár.
Það er litið um einlendis
tengundir (sérstæðar fyrir
landið) á hinum islenzku
eyjum, þar sem gróður þeirra
eyddist á ísöldum. Lífriki
Framhald á bls. 19
Aðalfundur Krabbameinsíélags Reykjavíkur;
Öflugt fræðslustarf
á síðasta starfsári
Á AALFUNDI Krabbameins-
félags Reykjavikur, sem haldinn
var ■ marsmánuði, flutti for-
maður félagsins, Gunnlaugur
Snædal dr. med. skýrslu félags-
stjórnar. Kom þar fram að félagið
hélt uppi mjög umfangsmiklu
fræðslustarfi á siðast liðnu starfs-
ári, fyrst og fremst í skólum
landsins á öllum skólastigum en
auk þess á fundum ýmissa félaga
og stofnana og með öðrum hætti.
Sérstök áherzla var lögð á að
fræða um áhrif og afleiðingar
tóbaksneyslu. Hefur félagið m.a.
gengist fyrir skipulögðu fræðslu-
og varnaðarstarfi á því sviði í 6.
bekk grunnskólans. Hefst það
með því að framkvæmdastjóri
félagsins heimsæl.ir nemendurna
í kennslustundum en síðan er
efnt til skipulegrar hópvinnu i
bekkjunum undir stjórn kennara
með aóstoð Krabbameinsfélags-
ins. Starfsemi þessi, sem reynd
var í nokkrum skólum í fyrra vet-
ur, hefur þegar á þessu skólaári
náð til flestra skóla í Reykjavík
auk margra skóla utan Reykja-
vikur. Hefur hún að mati aóstand-
enda borið umtalsverðan árangur
sem gætt hefur meó ýmsum hætti
og vænta má að komi enn betur í
Ijós síðar meir.
Krabbameinsfélagi Reykja-
víkur bárust nokkrar góðar gjafir
á árinu. Stærstu gjöfina, 600 þús-
und krónur, gaf frú Karen
Kristófersdóttir, Stórholti 33 í
Reykjavik, til minningar um eig-
inmann sinn, Elías Eiríksson, og
systur, Guðriði Kristófersdóttur.
Daginn sem aðalfundurinn var
haldinn barst félaginu 60 þúsund
króna gjöf frá Sveinbirni Jóns-
syni forstjóra til baráttu félagsins
gegn tóbaksneysiu.
Það má til tíðindi teljast að
meðal þeirra sem sóttu aðalfund-
inn voru nokkrir 12 og 13 ára
unglingar sem nýlega höfðu geng-
ið í félagið.
Stjórn Krabbameinsfélags
Reykjavikur skipa nú auk for-
mannsins, Gunnlaugs Snædal,
þau Alda Halldórsdóttir
hjúkrunarfræðingur, Baldvin
Tryggvason sparisjóðsstjóri,
Guðmundur S. Jónsson dósent,
Jón Oddgeir Jónsson fv. fram-
kvæmdastjóri, Páll Gíslason yfir-
læknir og Tómas Árni Jónasson
læknir. Framkvæmdastjóri
félagsins er Þorvarður örnólfsson
lögfræðingur.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt um tóbaksmál:
1. Aðalfundur Krabbameins-
félags Reykjavikur, haldinn 7.
mars 1977, fagnar árangursríku
samstarfi Krabbameinsfélagsins
og skóla landsins í þeirri herferð
gegn reykingum sem hafin er fyr-
ir nokkru í skólunum og virðist
þegar hafa haft veruleg áhrif í
þjóðlífinu. Fundurinn lýsir hrifn-
ingu sinni af áhuga og hug-
kvæmni þeirra fjölmörgu skóla-
barna sem sameinast hafa til
baráttu gegn reykingum utan
skóla sem innan og þakkar öllum
Dr. Gunnlaugur Snædal,
formaður Krabbameinsfélags
Reykjavikur.
sem með þeim hafa unnið. Hvetur
fundurinn opinbera aðila og
almenning til að veita þeim
brautargengi.
2. Fundurinn fagnar þvi að fram-
kvæmdastjórn Kaupmannasam-
taka íslands hefur nú gengið
fram fyrir skjöldu með því að
beina þeim tilmælum til félags-
manna samtakanna að taka niður
tóbaksauglýsingar i verslunum og
væntir þess að tilmælin beri
fyllsta árangur. Engu að siður
telur fundurinn brýnt að Alþingi
það sem nú situr setji lög sem
banni ailar tóbaksauglýsingar,
beinar og óbeinar, m.a. það að
nota nöfn tóbakstegunda í sam-
bandi við mót eða keppni.
3. Með hliðsjóð af nútíma vitn-
eskju um efnainnihald tóbaks-
reyks og skaðleg áhrif óbeinna
reykinga hvetur fundurinn opin-
bera aðila, fyrirtæki og félög til
víðtækra ráðstafana í því skyni að
hlífa mönnum við tóbaksreyk frá
öðrum. Fundurinn fagnar sam-
tökum um hreint loft í skólum, á
skrifstofum og öðrum vinnu-
stöðum og hvetur fólk hvarvetna
til að hefja umræður um takmörk-
un reykinga.
4. Fundurinn telur að hin mikla
aðsókn að námskeiðum íslenska
bindindisfélagsins sýni að orðið
sé afar brýnt að gefa öllum al-
menningi kost á sérfræðilegum
leiðbeiningum að aðstoð við að
hætta að reykja. Telur fundurinn
að slík þjónusta þurfi að vera
fastur liður i starfsemi heilsu-
gæslustöðva.
5. Fundurinn telur óhjákvæmi-
legt að auka opinber fjárframlög
til reykingavarna svo að um
muni. Jafnframt telur fundurinn
að auka þurfi starfssvið „Sam-
starfsnefndar um reykinga-
varnir'* m.a. þannig að hún geti
lagt fé til fræðslustarfsemi og
rannsókna.
6. Loks hvetur fundurinn ein-
dregið til að nú þegar verði haf-
inn undirbúningur að setningu
heildarlöggjafar um tóbaksmál að
fordæmi nágrannaþjóða. Verði að
því stefnt að slík löggjöf taki gildi
eigi siðar en 1. júli 1978.