Morgunblaðið - 07.05.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.05.1977, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1977 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1977 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, slmi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakið. I>verskurdur þjódfélags Lýðræði, þingræði og almenn þegnréttindi, sem eru höfuð- einkenni borgaralegs þjóðfélags, eru svo sjálfsögð fyrirbrigði i hugum íslendinga, að þau eru naumast metin að verðleikum. Við leiðum of sjaldan hugann að þeirri staðreynd, að það er vax- andi þörf á þvi á okkar tímum að standa vörð um þessi réttindi og treysta þau í sessi. Meirihluti þjóða og mannkyns býr í dag við þjóðfélagshætti, sem engan veginn flokkast undir lýðræði, að skilningi vestrænna þjóða, eða rúma þau mannréttindi, sem við teljum okkur dýrmætust. Og sterk öfl á þjóðmálavettvangi stefna leynt og ljóst að gjörbreytt- um þjóðfélagsháttum, að fyrir- mynd svokallaðra „alþýðulýð- velda", þar sem fámennisstjórn og flokkseinræði sitja í öndvegi. í þeirri kjaramálaumræðu, sem nú á sér stað i íslenzku þjóðfélagi, boða róttækustu öfl íslenzkra stjórnmála það grímulaust, að lokamark baráttu þeirra sé að koma hér á sósíölskum þjóðfélags- háttum. í þeirra augum skiptir fagleg kjarabarátta launastétta engu máli, nema að því marki sem hægt er að tengja hana pólitisk- um markmiðum breyttra þjóð- félagshátta. Og í öllum saman- burðinum um kaup og kjör hér og eriendis er þá gjarnan gleymt samanburðinum við almannakjör í alþýðulýðveldum, þar sem verkalýðsbarátta, að ekki sé talað um verkföll, eru óþekkt fyrir- brigði. Þó að sleppt sé öllum samanburði varðandi almenn þegnréttindi, skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og ferðafrelsi, verður ekki fram hjá þeirri staðreynd gengið, að einnig varðandi launakjör og afkómú- skilyrði hins vinnandi manns standa alþýðulýðveldin, öll með tölu, langt að baki borgaralegum þjóðfélögum, einnig íslandi sem stjórnarandstæðingum þóknast að kalla „láglaunasvæði". Þau eru mörgum áratugum á eftir vest- rænum ríkjum í almennum lífs- kjörum og hafa í þvi efni ekkert upp á að bjóða sem ekki er mun lengra komið á Vesturlöndum. Hér eru nefndir höfuðþættir borgaralegs þjóðfélags af þeim sökum að það eru viðhorf fólks til þeirra, sem og þegnréttar ein- staklingsins, ungs og aldins, karls og konu, sem mestu ráða um flokkaskiptingu hér á landi. Sjálf- stæðisflokkurinn, sem er stærstur stjórnmálaflokka á íslandi, stendur vörð um þau höfuðein- kenni borgaralegs þjóðfélags, lýðræði og þingræði, og þau almennu þegnréttindi, til skoðanamyndunar tjáningar og athafna, sem eru hluti af þjóðar- arfleifð okkar. Flokkurinn setur manneskjuna, rétt einstaklings- ins, í öndvegi. Hann telur það heildinni til tekna að framtak ein- staklingsins sé virkjað til hámarksafraksturs í öllum grein- um atvinnuvega okkar; en öll rekstrarform eigi rétt á sér við jafnar samkeppnisaðstæður. Engu að síður vill flokkurinn tryggja öllum þjóðfélagsþegnum viðunandi lífskjör, afkomuöryggi og félagsleg réttindi, enda hafa engin marktæk spor verið stigin í tryggingarmálum, heilbrigðismál- um, fræðslumálum eða annarri samfélagslegri þjónustu, án þess að hann hafi þar átt hlut að máli. Hins vegar er það skýlaus stefna flokksins, að samneyzlan í þjóð- félaginu, útgjöld ríkis og sveitar- félaga, megi ekki fara yfir visst hlutfall af þjóðartekjum hverju sinni, þann veg að ráðstöfunar- tekjur heimila og einstaklinga, sem og svigrúm til kjara- samninga, verði ekki skert um of. Þess vegna sé þörf aðhaldsstefnu í rikisfjármálum ekki sízt við erfiðar efnahagsaðstæður. Sjálfstæðisflokkurinn hafði frumkvæði um setningu land- grunnslaganna, sem allar útfærsl- ur fiskveiðilandhelginnar eru grundvallaðar á, og hefur fylgt þessu baráttumáli eftir til Ioka- sigurs. Hann leggur áherzlu á skynsamlega nýtingu fiskstofna, með það að meginmarki, að þeir nái á ný eðlilegri stofnstærð og hámarksafrakstri. A sama hátt þarf að nýta auðlindir gróður- moldar, að ekki verði farid yfir þau mörk, sem aðstæður setja, svo að núlifandi kynslóð skili niðjum sínum betra landi, einnig að þessu leyti. Land- búnaður og sjávarútvegur verða áfram meginstoðir at- vinnu og afkomu landsmanna. Hins vegar er ljós að afrakst- ursgetu þessara atvinnuvega eru takmörk sett, og að tækni- væðing þeirra er slík, að þeir taka naumast við nema lítinn hluta af þvi viðbótarvinnuafli vaxandi þjóðar, sem leitar á vinnumarkað hér á næstu árum og áratugum. Þar af leiðir að nýta verður orku fallvatna og jarðvarmans, þriðju höfuðauðlind þjóðarinnar, sam- hliða uppbyggingu iðju og iðnaðar. Að öðrum kosti verður ekki haldið hér uppi velferðar- þjóðfélagi, sambærilegu því, sem er í nágrannaríkjum, né atvinnu- eða afkomuöryggi. Engu að síður verður að fara með gát og fyllsta varnarviðbúnaði í allt, er að stór- iðju lýtur. Þar sem hún á í hlut er betra að ganga of skammt en of langt. Hér hefur lítillega verið vikið að stefnu og störfum Sjálfstæðis- flokksins i tengslum við lands- fund hans, sem settur var I Háskólabíói í gær. Þar komu saman um eða yfir 900 lands- fundarfulltrúar úr öllum byggðum og starfsstéttum þjóð- félagsins. Segja má að þessi lands- fundur sé nokkurs konar þver- skurður þjóðfélagsins. Þessi landsfundur á að gera úttekt á störfum flokksins og endurmeta og marka stefnu hans í öllum höfuðþáttum íslenzkra þjóðmála. Það er eðlilegt og sjálfsagt að menn greini á — í einstökum atriðum — þegar svo fjölmennur flokkur þingar — en engu að síður er það gæfa þessarar þjóðar. að frjálslynd, borgaralega sinnuð þjóðfélagsöfl, skuli sameinuð f einum, sterkum flokki. Meðan svo verður er lýðræði, þingræði og þegnréttindum í þessu landi borgið. /andsfundarræða Geirs / Hallgrímssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins Hér fer á eftir setningarræða Geirs Hallgrímssonar, for- manns SjálfstæSisflokksins við upphaf Landsfundar Sjálf- stæðisflokksins síðdegis í gær: Geir Hallgrfmsson formaður Sjálfstœðisflokksins flytur setningarrœðu sfna á Landsfundinum f gœr. Þegar við komum hér saman til landsfundar fyrir réttum tveimur árum, hafði núverandi ríkisstjórn aðeins setið í 8 mánuði. Nýr þing- meirihluti hafði ekki starfað saman mena á einu þingi, og stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinn- ar var byrjuð að mótast í framkvæmd Slíkar yfirlýsingar eru ekki fremur en önnur mann- anna verk fullkomnar, og nú á þessum fundi okkar Sjálfstæðismanna úr öllum kjördæmum landsins, gefst okkur tækifæri til að líta yfir farinn veg, meta það sem áunnist hefur, gagn- rýna það sem miður hefur farið, og marka okkur stefnumið til nýrrar sóknar, landi og þjóð til heilla Þegar við metum, hvort við höfum átt erindi sem erfiði, verðum við að hafa í huga megin- markmið stjórnmálastefnu okkar Við viljum standa vörð um sjálfstæði og menningu ís- lensku þjóðarinnar. Við viljum nýta auðlindir lands og sjávar öllum til hagsbóta. Við viljum búa í þjóðfélagi þar sem hver einstaklingur fær notið sín og hefur fullt athafnafrelsi, laus við þrúgandi hömlur miðstýringar Yfirráð auðlinda Náttúruauðlindir okkar eru viðkvæmar og raunar hefur maðurinn ekki fullt vald yfir þeim, en það er skylda hans að nýta þær á hag- kvæmasta hátt og tryggja viðgang þeirra og vöxt. Við treystum engum betur til að fara með þessar auðlindir en sjálfum okkur. Þess vegna hefur það löngum verið stefnumið flokks okk- ar, raunar allt frá stofnun hans, að íslendingar fari einir með yfirráð auðlinda lands og sjávar. Á landsfundi fyrir 4 árum í maí 1973 lýstum við Sjálfstæðismenn því yfir í ályktun okkar að fela bæri fulltrúum íslands á Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna ,,aðvinna ötullega Island ef okkur hefði ekki tekist að ná sam- komulagi við Breta um mánaðamótin maí-júní 1976, í kjölfar utanríkisráðherrafundar At- lantshafsbandalagsríkjanna í Osló. Raunar má segja, að allir þættir íslenskrar utanríkisstefnu hafi verið komnir í hættu vegna þeirrar stöðu, sem skapast hafði á íslandsmiðum Því miður voru ýmsir, sem alla tíð lögðust gegn því að reynt yrði til þrautar að ná samkomulagi til lausnar deilunni. Hinir voru þó fleiri, og máttu sín meir, sem sáu hættuna af framhaldi henn- ar Þeir voru ekki einungis hér á landi heldur einnig meðal annarra þjóða, og nefni ég þá sérstaklega Norðmenn Norsk stjórnvöld beittu sér fyrir því að halda vakandi tengslum, svo að menn brytu ekki allar brýr að baki sér Það er eindregin skoðun mín, að við hefðum aldrei náð með svo skjótum hætti þeim árangri, er við nú gleðjumst yfir, nema með aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Þrátt fyrir háværar kröfur tókst að koma í veg fyrir, að sendiherra íslands hjá bandalaginu yrði kvaddur heim, og þar höfðum við ávalt vett- vang til að koma sjónarmiðum okkar á fram- færi og.afla málstað okkar stuðnings meðal bandamanna. í Oslóarsamkomulaginu fékkst full viður- kenning á 200-mílna útfærslu okkar. Stjórnar- andstæðingar drógu þá viðurkenningu í efa, og efndu til mótmælafunda. Viðurkenning Breta hefur nú verið staðfest með því að þeir, og raunar öll ríki Efnahagsbandalagsins, hafa fært fiskveiðilögsögu sína út í 200 sjómílur og afhent stjórnarnefnd bandalagsins umboð til að semja fyrir sína hönd um fiskveiðar annarra ríkja innan lögsögu bandalagsins og leita sam- eiginlega eftir fiskveiðiréttindum í 200 sjó- mílna lögsögu annarra ríkja. útlendingar um og yfir 50% af öllum botnfisk- afla á miðunum við landið, á árinu 1 972 nam hlutdeild okkar aðeins 55%, en á árinu 1975 náði hún 68,7%. Á árinu 1 976 varð árangur- inn enn betri, þá nam hlutdeild okkar í heildar- botnfiskaflanum um 74% og í þorskveiðunum um 81%. Sé litið til fyrstu þriggja mánaða þessa árs, höfum við veitt 93% af botnfiskafl- anum og 99,4% af þorskaflanum. Er unnt að búast við öllu betri árangri á ekki lengra árabili? Þótt hlutdeild okkar í heildarafla á íslands- miðum hafi vaxið, þá eru takmörk fyrir því, hvað hann getur aukist, vegna ástands fisk- stofnanna. Aukin veiðisókn hefur ekki leitt til Hins vegar er rétt að við gerum okkur Ijóst, að þau nánu samskipti, sem skapast hafa milli íslands og Bandaríkjanna meðal annars vegna dvalar Bandaríkjanna hér á landi, hafa eflt vináttutengsl þjóðanna og stuðlað að auknum viðskiptum þeirra á milli. í þessu sambandi má minnast þess, að íslendingar voru stærstu seljendur á fiskblokkum til Bandaríkjanna árið 1 976, með 1 7,8% af innflutningnum. íslend- ingar voru einnig langstærstu seljendur á fryst- um þorskflökum á Bandaríkjamarkaði, með 44,3% af innflutningnum. Bandaríkin eru það land, sem kaupir langmest af okkar afurðum, eða 28,8% af heildarútflutningsverðmætinu á árinu 1 976. Ég minni á þessar staðreyndir um afurða, ef við lítum á markaðsheildir. Þar hefur Efnahagsbandalagið betur, því að 9 aðildar- lönd þess keyptu 31,1% af heildarútflutnings- verðmæti okkar á árinu 1 976. í þeim viðskipt- um vegur álútflutningur mjög mikið, en hitt skiptir einnig miklu, að í kjölfar fiskveiðisam- komulagsins við Breta, tók bókun 6 í viðskipta- samningi okkar og Efnahagsbandalagsins gildi, og samkeppnisaðstaða íslenskra sjávaraf- urða á markaði bandalagslandanna batnaði með niðurfellingu tolla. Við höfum einnig hagsmuna að gæta af að auka viðskiptin milli austurs og vesturs, og raunar ber okkur skylda til að stuðla að því, sem unnið er að í þeim viðræðum, sem rúmlega 30%. í þessu felst alvarlegastá efna- hagsáfall, sem íslendingar hafa orðið fyrir áratugum saman. Þegar við höfum í huga að áfallið kemur eftir að við höfðum spennt bog- ann og hátt og eytt meiru en aflað var á mesta velsældarári. sem við höfum notfð er ekki að furða þótt ráðstafanir, sem stjórnvöld hafa gripið til, hafi komið við einhvern. Þrjú markmið Ríkisstjórnin setti sér þrjú markmið í upp- hafi. í fyrsta lagi að halda fullri atvinnu. Það hefur tekist. í því er fólginn mikilvægari árang- ur en menn hafa gert sér grein fyrir, sérstak- lega þegar litið er til nálægra landa, þar sem atvinnuleysi er frá 6— 1 0% af vinnufæru fólki Ég hygg að kalt vatn renni milli skinns og hörunds þeirra, sem hugleiða hvernig ástandið væri á íslandi nú, ef atvinnuleysi væri slíkt hér Annað markmið var að ná jöfnuði í viðskipt- unum við útlönd Árið 1974 hafði hallinn verið 1 1 —12%, og sama sagan endurtók sig árið 1975 vegna versnandi viðskiptakjara, þrátt fyrir 8% samdrátt þjóðarútgjalda En á síðasta ári snerist til betri vegar, og það tókst að koma viðskiptahallanum niður í 1,7% af þjóðarframleiðslu. Hér er um meiri háttar árangur að ræða, sem er því að þakka, að áfram var haft aðhald að þjóðarútgjöldunum, samfara batnandi viðskiptakjörum. Þriðja markmiðið, að draga úr verðbólgunni, hefur ekki náðst sem skyldi. þótt þar hafi einnig nokkuð áunnist Árið 1974 var verð- bólgan frá upphafi til loka árs 53%, 1975 37% og á síðasta ári um 30%. Hér er enn um allt of mikla verðbólgu að ræða og engan veginn viðunandi. Verðbólgan er þrefalt meiri en að meðaltali í þeim Evrópuríkjum, sem eru aðilar að OECD. Við þurfum að koma verð- bólgustiginu niður á sambærilegan grundvöll og er í viðskiptaríkjum okkar, ef við viljum vera samkeppnisfærir í útflutningi afurða okkar og halda stöðugu gengi. Vandinn að vernda árangur Vandinn er nú að vernda þann árangur, sem náðst hefur, og bæta hann þar sem hann er ónógur Allir stjórnmálaflokkar eru sammála um, að erlend skuldasöfnun sé í hámarki, og nauðsynlegt sé að létta greiðslubyrði afborg- inga. Meginatriðið er þó. að framleiðsla land- búnaðarvara á fyrst og fremst að miðast við þarfirnar innanlands en ekki útflutning, nema við séum samkeppnisfærir á þeim vettvangi Hitt er eðlilegt. að nokkrar sveiflur geti verið í landbúnaðarframleiðslunni eftir því hvernig ár- ar Fjárfesting opinberra aðila hefur hins vegar aukist um tíma vegna þeirrar stefnumörkunar, að orkuframkvæmdir skyldu hafa forgang, þar sem olían hafði fimmfaldast í verði og okkur var meiri nauðsyn en nokkru sinni áður að nýta innlenda orkugjafa. Sem dæmi um þann árangur, sem náðst hefur, má nefna, að notk- un disilolíu til húshitunar hefur farið minnk- andi Á tveggja til þriggja ára tímabili hefur þessi oliunotkun minnkað um 31 þúsund tonn, sem svarar til 700 milljón króna gjald- eyrissparnaðar. Annað dæmi má nefna um gjaldeyrissparnað af hitaveitu: Þegar Hitaveita Suðurnesja er fullgerð, mun gjaldeyrissparn- aður af henni nema um einum milljarði króna. Eftir að stórframkvæmdunum í orkumálum er lokið, eins og við Sigöldu og Kröflu, er eðlilegt að úr þeim sé dregið. Sú er einnig raunin á þessu ári. þar sem gert er ráð fyrir þvi. að opinberar framkvæmdir dragist saman um 1 7%. Samkvæmt þvi, sem nú hefur verið rakið, hafa utgjöld á rekstrarreikningi rikissjóðs num- ið 27,6% af þjóðarframleiðslu 1976, i stað 3 1,4% árið áður í höfuðatriðum hefur þannig tekist að stöðva vöxt útgjalda hins opinbera i hlutfalli við þjóðarframleiðslu. Þar sem samdráttur þjóðarútgjalda undan- farið hefur fyrst og fremst bitnað á einkaneysl- unni, er eðlilegt, að aukningu þjóðartekna sé einkum varið til að auka kaupmátt ráðstöfunar- tekna almennings Stjórnvöld stefna einmitt að því að auka þennan kaupmátt á þessu ári, og talið er. að svigrúmið í þvi efni sé um 6%. eða litillega umfram vöxt þjóðartekna, m.a. vegna þess að fjárfesting einstaklinga og atvinnuveg- anna minnki enn nokkuð Til þess liggja þau rök. að fjárfesting i fiskiskipum hefur verið mikil á undanförnum árum og menn eru sammála um að fiskiskipa- stóllinn er þegar orðinn of stór Þá verður að gjalda varhug við aukinni fjárfestingu í land- búnaði, sem leiðir til aukinnar framleiðslu, sem ekki er seljanleg innanlands. Að sjálfsögðu -verður að hyggja að eðlilegri fjárféstingu i atvinnuvegum landsmanna til þess að auka VANDINN ER NÚ AÐ VERNDA ÞANN ÁRANGUR SEM NÁÐST HEFUR - OG BÆTA HANN ÞAR SEM HANN ER ÓNÓGUR að fullri viðurkenningu rikja heims á rétti strandrikis til aðstjórna og nytja lifræn auðævi landsgrunnshafsins allt að 200 mílum." 30. ágúst 1973 mörkuðu siðan miðstjórn og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins þá ákveðnu stefnu, að fiskveiðilögsagan yrði færð út í 200 milur eigi siðar en fyrir árslok 1 974. [ stefnuyfirlýsingu rikisstjórnarinnar frá þvi i ágúst 1974, var hins vegar ákveðið að færa fiskviðilandhelgi íslands út i 200 sjómilur 19 75, og hefja þegar undirbúning þeirrar útfærslu Nú er þessi yfirlýsing orðin að veru- leika og allar þjóðir hafa viðurkennt yfirráð okkar yfir þessu svæði Þessi stefnumótun var byggð á bjartsýni og raunsæi i senn Þegar við færðum fiskveiðilögsöguna út i 200 sjómilur 15. október 1975, gerðum við okkur grein fyrir, að barátta fór i hönd og vist er, að fáir létu i Ijós það álit þá, að aðeins rúmum 6 mánuðum síðar hefðu Bretar viðurkennt út- færsluna Það er ekki sist fyrir frumkvæði okkar islendinga að 200 milna lögsagan er staðreynd í alþjóðalögum Allar strandþjóðir við Norður-Atlantshaf hafa lýst yfirráðum sín- um yfir svo víðáttumikilli lögsögu Þótt baráttan fyrir viðurkenningu á 200 mílunum hafi ekki verið eins löng og við mátti búast, þegar ákvörðunin um útfærsluna var tekin, var hún engu að siður ströng. Ég minni á það, að þennan dag, 6 maí, fyrir réttu ári, ákvað breska ríkisstjórnin, vegna kröfu bresku togarasjómannanna á íslandsmiðum, að fjölga freigátum við landið um tvær og bæta þar að auki einum dráttarbáti við i gæsluflotann Jafnskjótt og þessar fréttir bárust hófu freigát- urnar 4, sem voru á miðunum, aðgerðir gegn islensku varðskipunum, og skömmu eftir kl. 23 að kvöldi 6 mai 1 976, höfðu þær siglt alls 6 sinnumá varðskipin Baldur, Óðin og Tý. Áreksturinn á Tý var alvarlegastur, og lýsti Guðmundur Kjærnested honum þannig í við- tali við Morgunblaðið ..Þegar freigátan lenti á okkur, reyndi ég að beygja frá henni en tókst ekki Týr snerist bókstaflega 180 gráður á stefni freigátunnar, og allt þangað til hann losnaði Okkur telst nú til, að varðskipið hafi lagst í meir en 70 gráður á stjórnborða Sjó tók inn í þyrluskýlið þar sem nokkrir menn voru Þeir vissu ekkert fyrr en þeir stóðu allt í einu í sjó upp undir brjóst. Það hefði getað farið illa, ef þessir menn hefðu ekki náð handfestu " Já, það hefði getað farið illa á miðunum við Holdum öllum dyrum opnum Fyrir lok síðasta árs var efnt til viðræðufunda með fulltrúum íslensku rikisstjórnarinnar og Efnahagsbandalagsins. Engin niðurstaða fékkst á þessum fundum, og hefur bandalagið óskað eftir áframhaldandi viðræðum og munu fulltrúar þess koma hingað til landsins i þvi skyni. Ég dreg enga dul á þá skoðun mína, að ég tel okkur íslendingum nauðsynlegt að ná samningum um fiskvernd við sem flestar þjóð- ir við Norður-Atlantshaf. þannig að rikisstjórnir séu gagnkvæmt skuldbundnar til þess að gera ráðstafanir í því skyni að takmarka sókn i þá fiskstofna, sem ofnýttir eru Við íslendingar leggjum áherslu á fullgild- ingu þeirra ákvæða i frumvarpi að væntanleg- um Hafréttarsáttmála, sem mæla fyrir um að strandriki ákveði hámarksafla innan lögsögu sinnar og eigin veiðigetu, en heimili öðrum þjóðum veiðar, ef um umframafla er að ræða Þessi sjónarmið hljótum við að hafa að leiðar- Ijósi i viðræðum okkar við Efnahagsbandalagið og þá staðreynd, að íslenski þorskstofninn er þannig á sig kominn, að hann nægir ekki einu sinni til skiptanna milli íslenskra fiskiskipa Athyglisvert er, að í samningaviðræðum við Sovétríkin hefur Efnahagsbandalagið lagst gegn óskum Rússa um viðurkenningu á „hefð- bundnum fiskveiðiréttindum", og í samningi við Bandarikjastjórn hefur bandalagið fallist á, að Bandarikjamenn ákveði leyfilegan heildar- afla, veiðigetu bandarískra skipa, umframafla, og loks þann hluta hans sem Efnahagsbanda- lagsrikin fái heimild til að veiða. Verður ekki annað séð, en þessi sjónarmið séu í samræmi við islenska hagsmuni og röksemdafærslur. Þeir fáu mánuðir, sem liðnir eru siðan Norð- ur-Atlantshafinu var skipt milli rikja með 200- mílna lögsögu, er engan veginn sá reynslutimi, sem nauðsynlegur er fyrir rikin til að laga sig að hinum breyttu aðstæðum Augljóst er, að nauðsyn friðunar á íslandsmiðum krefst þess. að við leitum nýrra fanga i djúp hafsins. Og þá ber okkur að halda opnum i framtíðinni öllum dyrum til aðgöngu í fiskveiðilögsögur annarra rikja Með þeim hætti geta samningar um gagnkvæm fiskveiðiréttindi síðar komið til álita. Eftir lokasigurinn I landhelgismálinu hefur hlutdeild íslendinga i botnfiskafla á íslands- miðum aukist til mikilla muna, eins og hér skal stuttlega rakið: Fram til ársins 1969 tóku samsvarandi árangurs. Þvi hefur verið og verð- ur lögð áhersla á sem aldrei fyrr, undir forystu sjávarútvegsráðherra, alhliða fiskverndunarað- gerðir, en einnig leit að nýjum fisktegundum og fiskimiðum. Nú þegar hafa þessar aðgerðir borið árangur sem lofar góðu. Áfram verður að halda á þeirri braut og vernda þorskstofninn umfram állt, svo að hann nái þeirri stærð að gefa okkur hámarks björg i bú. En I bili verðum við að sætta okkur við, að við getum ekki bætt lífskjörin í landi eins og við vildum með þvi að taka meira úr sjónum af þeim fisktegundum, sem hingað til hafa staðið undir sjávarafurða- framleiðslunni. Forsendur varnarsamnings Niðurstaða landhelgismálsins sannar rétt- mæti þeirrar utanríkisstefnu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft forystu um frá þvi að lýðveldi var stofnað. Á síðasta landsfundi hafði verið gert sam- komulag um framkvæmd varnarsamnings og staðfest þátttaka okkar i Atlantshafsbandalag- inu. Með þeim hætti var horfið frá uppsögn varnarsamningsins við Bandarikin. i öllum lýðræðisrikjum er jafnan um það deilt, hve miklum hluta þjóðartekna skuli varið til að tryggja sjálfstæði og öryggi með framlög- um til hervarna. Að þessu leyti eiga lýðræðis- ríkin í vök að verjast gagnvart einræðisríkjum, sem geta, án þess að leita álits þegnanna, veitt fjármagni til gífurlegrar he.væðingar Við ís- lendingar höfuð aldrei þurft að leggja á okkur nokkrar fjárhagslegar kvaðir vegna hervarna. Vegna þeirrar sérstöðu okkar höfum við sett okkur þá reglu, að hafa hvorki kostnaðaf veru varnarliðsins, né heldur hafa af henni tekjur umfram greiðslur fyrir þá þjónustu, sem við veitum því. Forsenda þessarar reglu er, að varnarliðið sé hér vegna okkar eigin öryggis og þáttur í sameiginlegu varnarkerfi rikjanna við Norður- Atlantshaf, sem hafa sameiginlegra iiryggis- hagsmuna að gæta. Sjálfstæðisflokkunnn hef- ur ætíð lagt á það megináherslu að afstaða okkar til varnarliðsins mótaðist af öryggis- hagsmunum, en ekki fjárhagslegum sjónar- miðum. Varnarliðið ætti ekki að dveljast hér deginum lengur en öryggi okkar og vinveittra nágranna krefðist. Þvi miðurhefur hernaðarleg þróun á Norður-Atlantshafi vegna útþenslu Sovét-flotans aukíð hernaðarlegt mikilvægi ís- lands. leið og ég legg áherslu á, að við erum ekki háðir Bandarikjunum við mótun utanríkis- stefnu okkar, og þurfum ekki að tala neina tæpitungu þegar við sjáum ástæðu til að gagnrýna stefnu þeirra og stjórnarhætti Mannréttindabarátta Því miður er samskiptum smárikja við stór- veldi ekki allsstaðar á þann veg farið. í byrjun ágúst 1975 undirrituðu forystumenn Evrópu- rikja, Kanada og Bandaríkjanna yfirlýsingu þá, sem kennd er við Helsinki, um frið og sam- vinnu í Evrópu. Margir voru þá sem gagn- rýndu leiðtoga Vesturlanda fyrir að undirrita yfirlýsinguna og sögðu að með því væru þeir að tryggja Sovétrikjunum óumbreytanleg yfir- ráð yfir þjóðunum í Austur-Evrópu. Á síðustu mánuðum höfum við séð hvernig Helsinki- yfirlýsingin hefur í mörgum Austur- Evrópurikjunum orðið þeim vopn, sem vilja auka þar mannréttindi og fá leyfi til að ferðast hindrunarlaust til ættingja og vina utan eigin landamæra. Það er von min, að yfirlýsingar- innar verði í framtíðinni minnst i þeim anda og á fundi þeim, sem haldinn verður i Belgrad siðar á þessu ári um framhald á störfum Öryggisráðstefnu Evrópu, verði enn stigin skref er stuðla að auknu frelsi þeirra, er búa austantjalds. Við sem höldum mannréttindi og manngildi í heiðri, hljótum hvar sem er og hvenær sem er að lýsa þeirri skoðun okkar Slíkt þarf ekki að vekja tortryggni og stofna slökunarstefnu í sambúð rikja i hættu. En forsenda þess, að dregið verði úr vígbúnaðarkapphlaupinu er sú, að eytt sé rótgróinni tortryggni og opnaðar leiðir fyrir samskipti einstaklinga. Frjáls menn- ingarsamskipti og fréttaflutningur, en ekki sist frjáls viðskipti þjóða á milli, eru leiðin að þessu marki Stærsti kaupandi íslenzkra afurða Alþjóðleg efnahagssamvinna er einkenni okkar tima. Við íslendingar erum aðilar að Fríverslunarsamtökum Evrópu og höfum gert sérstakan viðskiptasamning við Efnahags- bandalagið Ég minnli á það hér áö traman, hve mikil- væg Bandarikin væru okkur sem markaðsland. Þau eru þó ekki stærsti kaupandi íslenskra kenndar eru við norður og suður, þ e. sam- skiptum þróaðra rikja og vanþróaðra Það er hins vegar einkenni sumra þeirra, sem mest tala um skyldu okkar til að aðstoða þróunarrik- in, að þeir eru fremstir í lifsgæðakapphlaupinu hér heima fyrir og vilja engu fórna í kröfum sinum þar til þess að auka aðstoð við þróunar- löndin En án nokkurrar sjálfsafneitunar verður engin aðstoð við aðra virk Alvarlegasta efnahagsáfall í áratugi Þegar við hittumst hér á landsfundi fyrir tveim árum, var bakgrunnur efnahagsmálanna hættan á þeirri efnahagsupplausn, sem lýst var greinilega í kosningabaráttunni á árinu 1 974 Við Sjálfstæðismenn gerðum okkur í þeirri baráttu grein fyrir, að nauðsynlegt var að taka erfiðar ákvarðanir i efnahagsmálunum, sem mundu ekki verða liklegar til vinsælda, ef rétta ætti við hag þjóðarbúsins. Þær ráðstafanir voru gerðar strax eftir að núverandi stjórn var mynduð, en enn seig á ógæfuhliðina og við- skiptakjör versnuðu svo, að þær ráðstafanir dugðu ekki og grípa varð til nýrra ráðstafana á öndverðu ári 1975 Með þeim hætti var forð- að allsherjar atvinnuleysi og stöðvun atvinnu- veganna I þeim tilgangi að draga úr verðbólgunni, voru gerðar ráðstafanir til þess að draga úr peningaþenslunni og eftirspurnaráhrifum hennar innanlands, annars vegar með þvi að takmarka útlán banka og lánastofnana, og hins vegar til þess að draga svo úr útgjöldum rikissjóðs, að jöfnuður næðis.t í rikisfjármálun- um. Jöfnuður varð í sparifjármyndun og útlán- um bankanna Ekki tókst sem skyldi að draga úr útgjöldum rikisins, ríkissjóður varð fyrir tekjutapi og útgjaldaauka vegna kjarasamning- anna á árinu 1 975. Á því ári varð þess vegna halli á ríkissjóði Á árinu 1 976 tókst hins vegar allt i senn, að halda fullri atvinnu i landinu, að ná jöfnuði í sparifjármyndun og útlánum bank- anna og í rekstri rtkissjóðs Fyrir tveim árum gerðu menn sér vonir um, að efnahagskreppu þeirri sem leiddi af oliu- verðhækkunum. væri að Ijúka og bjartari timar framundan Bati væri á næsta leiti Þessi bati lét á sér standa Þannig voru viðskiptakjörin 1 974 10% lakari en árið áður, og 1 975 versnuðu þau enn um 1 5%. Á tveim árum höfðu viðskiptakjörin þannig versnað um ana og vaxta af erlendum lánum. Það verður ekki gert nema með þvi að eyða ekki meiru en við öflum. Annars vegar verðum við að leggja áherslu á aðauka þjóðarframleiðsluna og þjóð- artekjurnar, og hins vegar að halda þjóðarút- gjöldunum vel innan þeirra marka, sem þjóðar- tekjur segja til um á hverjum tíma Þegar litið er til þjóðarútgjalda, er um það að ræða að draga úr útgjöldum hins opinbera. sem skiptast i samneyslu, millifærslur og fjár- festingu annars vegar og einkaneyslu og fjár- festingu einstaklinga og atvinnuveganna hins vegar. Ljóst er, að við Sjálfstæðismenn leggj- um höfuðáherslu á, að ríki og sveitarfélög taki sem minnst af tekjum þjóðfélagsborgaranna til sameiginlegra þarfa. Við viðurkennum þó nauðsyn samfélagsþjónustu og samhjálpar, en viljum, eins og segir i stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar, setja rikisútgjöldum ákveðin tak- mörk miðað við þjóðartekjur Vöxtur samneyslu var stöðvaður á síðasta ári. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir að samneyslan vaxi um 2% þegar þjóðartekjur aukast um 5—6%. Við erum þannig á réttri leið að þessu leyti Millifærslum ýmiss konar er ætlað að hafa áhrif á tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu Við Sjálfstæðismenn erum |aeirrar skoðunar, að halda beri slíkum útgjöldum ríkisins innan eðlilegra marka, því að það eykur óneitanlega umsvif í skattheimtu að taka fyrst fé af borgur- unum, þótt það sé siðan látið renna til þeirra á ný með öðrum hætti. Ætla verður, að fjármun- irnir rýrni fremur fyrir milligöngu innheimtu- og útborgunaraðila, þvi að skriffinnskan kostar sitt Ég vil þó leggja áherslu á. að við Sjálf- stæðismenn erum eindregnir fylgismenn al- mannatrygginga og efnahagslegs öryggis borgaranna, sem almannatryggingar eiga að veita. Hlutur skattheimtu rikisins til millifærslu hefur ekki farið vaxandi, m.a. vegna þess, að niðurgreiðslur á búvörum hafa verið óbreyttar i krónutölu um tveggja ára skeið. Niður- greiðslurnar eiga að vissu leyti rétt á sér sem stjórntæki i efnahagsmálum, Þær eru þó vara- samar, einkum er Ijóst, að þær mega ekki nema hærra hlutfalli í verði búvöru en nemur mismuninum á verðinu til bóndans og útsölu- verði innanlands. Sem rök fyrir níðurgreiðslum má og nefna, að þær draga úr útflutningi landbúnaðarafurða og nær er að greiða með landbúnaðarvörum innanlands en til útlend- þjóðartekjurnar Slik fjárfesting hlýtur einkum að beinast að ýmiss konar iðnaði. m.a vinnslu sjávarafurða og búvara og ýmsum þjónustu- greinum Fjárfestingin Ástæða er til að fara nokkrum orðum um stjórn fjárfestingarmála, en fjárfestingarútgjöld hafa verið vaxandi hluti þjóðarútgjaldanna á siðustu árum Á árunum 1969 og 1970 nam fjárfesting um fjórðungi þjóðarframleiðslunnar en innlendur sparnaður var svipaður og þó heldur hærra hlutfall af þjóðarframleiðslu þessi tvö ár En á árinu 1971 var fjárfestingarhlut- fallið tæplega 30%, jókst litillega 1972 en siðan óðfluga og komst i röskan þriðjung eða 34% 1975 Á árinu 1976 lækkaði hlutur fjárfestingar i 30.6% af þjóðarframleiðslunni og í spám fyrir yfirstandandi ár er búist við frekari lækkun í 27.5% Á árunum 1971 til 1 975 var mikið færst í fang í flestum greinum framkvæmda en innlendur sparnaður hrökk ekki til að fjármagna það allt. Þetta er ástæða fyrir þvi, að erlendar lántökur jukust úr hófi fram á þessum árum Reynslan virðist benda til þess, að eðlilegt meðalhóf i fjárfestingu sé um fjórðungur af þjóðartekjum, ef mæta á henni með innlend- um sparnaði. Ef til vill er ekki i þessu efni að finna neina algilda reglu, en athyglisvert er. að þau ár, sem fjárfestingarhlutfallið er um og yfir 30%. hefur jafnvægisleysi yfirleitt verið rikj- andi í þjóðarbúskapnum. Við höfum færst mikið i fang, íslendingar, á. undanförnum árum. og það er hiklaust kominn tími til að staldra við og endurskoða stefnu okkar i fjárfestingarmálum. Það er þess vegna rétt stefna, sem núverandi rikisstjórn hefur markað, að draga úr fjárfestingunni til þess að skapa svigrúm fyrir auknar ráðstöfunartekjur almennings. Það er ekki laust við. að áður hafi framkvæmdir, framkvæmdanna vegna, verið taldar til höfuðdyggða Menn hafa ekki gefið nægan gaum að þvi viðfangsefni að beina fjármagni og framkvæmdum að þeim verkefn- um, sem til lengdar skila mestu i þjóðarbúið. Nú ætti að vera tækifæri til að ná tökum á þessu verkefni þegar slotað hefur ytra and- streymi Við þurfum að móta nýja framfara- stefnu i atvinnumálum með því að semja yfirlit yfir meginþætti þjóðarbúskaparins til nokkurra Franihald á hls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.