Morgunblaðið - 07.05.1977, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1977
Greinargerð um
Laxalónsmálið
eftir helgina
Fisksjúkdómanefnd kom sam-
an til fundar í gær til að ræða
sjúkdóm þann sem komið hefur
upp f laxaseiðum í Laxeldisstöð
Skúla Pálssonar f Laxalóni. Að
sögn Guðmundar Péturssonar,
einns nefndarmanna, mun nefnd-
in skila ftarlegri greinargerð um
málið eftir helgina ásamt tillög-
um um leiðir en lagt hefur verið
algjört bann við þvf að fiskseiði
verði afgreidd frá stöðinni. Sjúk-
dómurinn hefur enn sem komið
er ekki verið greindur í öðrum
fiski en laxi f stöðinni en Guð-
mundur kvað það ekki útiloka að
annar fiskur þar væri sýktur.
Skúli Pálsson hefur hins vegar
borið brigður á niðurstöður fisk-
sjúkdómanefndar og óskað eftir
því að fengnir verði tveir erlendir
sérfræðingar til landsins til að
ganga úr skugga um að fiskseiði í
stöðinni séu haldin þessari sýk-
ingu. Guðmundur Pétursson sagði
hins vegar, að sjúkdómsgrein-
ingin færi ekki milli mála og
reyndar lægi einnig fyrir staðfest-
ing norsks sérfræðings á þessari
greiningu, en Skúli hefði sjálfur
leitað til hans án vitundar
nefndarinnar þegar á sl. ári.
— 283 þús. kr.
Framhald af bls. 32
iðnaðarmenn liggja hins vegar
þessi mörk á bilinu 2,1 til 3,4
milljóna króna. Þýðir það, að
mánaðarlaun kvæntra iðnaðar-
manna eru samkvæmt framtali
rúmlega 283 þúsund krónur.
— Afgreiðsla
sérkrafna
Framhald af bls. 32
breitt. xelja má vfst að á þeim
fundi hafi m.a. verið rætt, hvaða
tillögur nefndin skuli leggja fyrir
baknefnd ASÍ um framhald bar-
áttunnar, hvort yfirvinnubann
skuli látið nægja eöa hvort dag-
sett yrði verkfallsboðun. Eins og
segir í annarri frétt í blaðinu í
dag, var heldur talið óliklegt að
ákveðin dagsetning yrði ákveðin
að svo stöddu, en þó var ekkert
ákveðið í því efni í gær — að þvi
er Mbl. komst næst.
í dag er baknefndarfundurinn
og er því ekki boðað til nýs sátta-
fundar fyrr en á mánudag klukk-
an 14.
— Landsfundur-
inn
Framhald af bls. 1.
sem ofnýttir væru. Síðan sagði
Geir Hallgrímsson:
Við íslendingar leggjum
áherslu á fullgildingu þeirra
ákvæða i frumvarpi að væntan-
legum Hafréttarsáttmála, sem
mæla fyrir um að strandríki
ákveði hámarksafla innan lög-
sögu sinnar og eigin veiðigetu, en
heimili öðrum þjóðum veiðar, ef
um umframafla er að ræða. Þessi
sjónarmið hljótum við að hafa að
leiðarljósi í viðræðum okkar við
Efnahagsbandalagið og þá
staðreynd að íslenski þorskstofn-
inn er þannig á sig kominn, að
hann nægir ekki einu sinni til
skiptanna milli islenskra fiski-
skipa.
Athyglisvert er, að i samninga-
viðræðum við Sovétríkin hefur
Efnahagsbandalagið lagst gegn
óskum Rússa um viðurkenningu á
„hefðbundnum fiskveiðiréttind-
um“, og í samningi við Banda-
ríkjastjórn hefur bandalagið
fallist á, að Bandaríkjamenn
ákveði leyfilegan heildarafla,
veiðigetu bandariskra skipa, um-
framafla, og loks þann hluta hans
sem Efnahagsbandalagsríkin fái
heimild til að veiða. Verður ekki
annað séð, en þessi sjónarmið séu
í samræmi við íslenska hagsmuni
og röksemdafærslur.
Þeir fáu mánuðir, sem liðnir
eru siðan Norður-Atlantshafinu
var skipt millí rikja með 200-
mílna lögsögu, er engan veginn sá
reynslutími, sem nauðsynlegur er
fyrir ríkin til að laga sig að hinum
breyttu aðstæðum. Augljóst er, að
nauðsyn friðunar á íslandsmiðum
krefst þess, að við leitum nýrra
fanga í djúp hafsins. Og þá ber
okkur að halda opnum i fram-
tíðinni öllum dyrum til aðgöngu í
fiskveiðilögsögur annarra ríkja.
Með þeim hætti geta samningar
um gagnkvæm fiskveiðiréttindi
síðar komið til álita.
— Kolmunna-
veiðar
Framhald af bls. 32
að finna um 30 sjómílur SV af
Akrabergi í Færeyjum og væru
nú komin þangað skip frá Dan-
mörku, Færeyjum og Noregi.
Algengt væri að skipin
sprengdu vörpurnar þarna, og
hefðu sum þeirra sprengt tvær
vörpur í fyrradag, og þvi væri
nauðsynlegt að vera með a.m.k.
tvö troll um borð.
Sigurður fékk 43 aura danska
eða 14 kr. fyrir kílóið af kol-
munnanum, sem hann landaði í
Fuglafirði, en i fyrradag voru
greiddir 53 aurar eða 17 kr. ísl.,
fyrir kílóið i Hirtshals i
Danmörku!
Þriðja íslenzka kolmunna-
skipið lagði af stað til vieiða við
Færeyjar í gær, en það er
Börkur NK, og Guðmundur RE
á að leggja af stað i dag.
— Umbrotin
Framhald af bls. 32
risið væri ört til að byrja með
eftir landsig. „Þannig bendir allt
til þess að nú sé sama sagan að
endurtaka sig þarna," sagði Axel,
„og þvi má búast við hættuástandi
aftur eftir nokkra mánuði."
Grótagjá hefur mikiö breytzt við
þessi umbrot. Austurbarmur
hennar hefur sigið og stór björg
hrunið úr loftinu. Enn hefur hún
þó ekkert hitnað og sagði Axel
ekki útilokað, að aftur yrði unnt
að baða sig í gjánni, þótt engan
veginn væri slíkt ráðlegt nú
vegna grjóthruns. „En hún má
ekki hitna um margar gráður til
þess, að hún verði óbaðhæf,"
sagði Axel Björnsson.
— Norðmenn
Framhald af bls. 1.
þvi, að nauðsynlegt væri að hefja
oliuleit undan ströndum N-
Noregs eins fljótt og unnt væri og
strax þegar fyrir lægi að hægt
væri að gera það með sem
minnstri áhættu.
Gro Harlem Brundtland, um-
hverfismálaráðherra, sagði í sinni
skýrslu, að Ekofiskóhappið hefði
ekki orðið það ægilega náttúru-
slys, sem menn hefðu óttazt í upp-
hafi og að verndaraðgerðir hefðu
gengið skv. tilbúnum áætlunum.
Sagði ráðherrann, að er á það
væri litið, að olíufélögin og stjórn-
in hefðu verið að byggja upp við-
búnað sinn, mætti segja að allt
hefði verið gert, sem mögulegt
var í sambandi við slysió og
hvergi í heiminum hefði eins mik-
illi olíubrák verið dælt úr sjó eins
og í Norðursjó um daginn.
— Brendan
Framhald af bls. 32
landi af ðtta við að haffs skemmi
farkostinn.
Hinir irsku sæfarar segjast
hafa um borð venjulega skipatal-
stöð og björgunarbát. Einnig hafa
þeir sérstaka flugvélatalstöð til
að geta sett sig f samband við
flugvélar f neyðartilfellum, og til
aðstoðar við staðarákvörðun. Vist-
ir hafa skipverjar til um 50 daga
siglingar.
— Spenna
Framhald af ’bls. 1.
slikum viðskiptum verði settar til
að kjarnakljúfar og plútónium,
sem þeir framleiða, verði ekki
notaðir til að framleiða kjarn-
orkuvopn. Heimildir úr föruneyti
Carters segja, að hann muni
leggja mikla áherzlu á að fá sam-
þykki fyrir slíkum reglum og að
hann sé reiðubúinn til að láta
hart mæta hörðu til að koma í veg
fyrir frekari útbreiðslu kjarn-
orkuvopna.
Lciðtogarnir voru allir komnir
til Lundúna í kvöld og sátu kvöld-
verðarboð James Callaghans for-
sætisráðherra Bretlands.
— Volvo og
Saab
Framhald af bls. 1.
kostnaði við rekstur fyrirtækj-
anna í Sviþjóð. Sameiningin
mun hafa í för með sér veru-
lega hagræðingu í framleiðsl-
unni.
Hluthöfum í fyrirtækjunum
verður boðið að skipta á hluta-
bréfum sinum og hlutabréfum
hins nýja fyrirtækis, en áður
en það verður gert, þarf að
gera samninga við starfsmenn
fyrirtækjanna. Nils Asling,
iðnaðarráðherra Svíþjóðar, var
tilkynnt um sameininguna
fyrr i vikunni, en hann vildi
ekkert láta hafa eftir sér um
málið i dag.
— Baknefndar-
fundur
Framhald af bls. 32
tali við Morgunblaðið á
fimmtudag, að ljóst væri að sú
aðgerð hefði haft áhrif á vinnu-
veitendur, en til merkis um það
kváð hann vera tilboðið sem þá
kom fram. Eins og getið hefur
verið í Morgunblaðinu felur
tilboðið í sér 8.500 krónur á öll
mánaðarlaun strax, 2.500 krónur
á öll laun hinn 1. desember næst-
komandi og aftur sömu upphæð á
öll laun hinn 1. marz 1978.
Ennfremur gera vinnuveitendur
tillögu um að sérkröfur þær, sem
ASÍ hefur ekki gert að sameigin-
legum sérkröfum verði af-
greiddar innan marka 1% launa-
hækkunar en sú lausn sérkröfu-
vandamálsins var notuð við gerð
síðustu kjarasamninga. Vinnu-
veitendur hafna einnig krónu-
tölureglu i verðlagsuppbótum,
fyrsta greiðsla samkvæmt þeim
komi til framkvæmda 1. septem-
ber og að samningstíminn verði
tvö ár eða til 1. maí 1979.
— Kristindómur
Framhald af bls. 3
En hvað er um að tala, þegar heiðurs-
menn fara að hlaupa út undan sér í
andlegri heift og formyrkvuðum hroka?
Eiginlega kemur ekki annað sambæri-
legt í hugann en maðurinn sem gekk I
musterið til að þakka Guði fyrir að
hann væri betri en aðrir menn.
En slra Hallgrlmur segir ,.Sá dauði
hefur sinn dóm með sér, hver helzt
hann er, sem bezt haf gát á sjálfum
þér.“"
„Þeir háfleygu
fuglar"
Ofangreint er siðasta millifyrirsögn í
grein ritstjóra Kirkjuritsins og segir
hann þar m.a
„Páll postuli varar menn við að
draga siáifa sig á tálar. Hann segir: „Ef
nokkur hyggst vera vitur yðar á meðal í
þessum heimi, hann verði heimskur, til
þess að hann verði vitur." I Kor. 3,1 8.
Skyldu þau orð ekki eiga við um
guðfræðileg vísindi? Hvað annað
fremur?
Samt kemur það æ á ný yfir beztu
menn að vilja fljúga hátt og þá helzt
öðrum fuglum hgerra, freisjtq þes^ ,að(
skoða öll ríki veraldarinnar og dýrð
þeirra úr háloftunum, ráða allar gátur
og fá litið niður á allt og alla Að
sjálfsögðu er þetta hroki og heimska,
en er þó vorkunnarmál. (Hér mun vera
átt við páskaleiðara Morgunblaðsins á
síðustu páskum. — Innskot Mbl )"
Hér líkur tilvitnunum í grein
Guðmundar Óla Ólafssonar, ritstjóra
Krikjuritsins
— Minning
Þórður
Framhald af bls. 23
forsenda þess að þeir sem við taka
hafi til staðar grundvöll og getu
til ákvarðanatöku.
Reynsla er menntun og reynsla
sú, sem brautryðjendur i sam-
félagsmyndun, eins og átt hefur
sér stað hér á Egilsstöðum, öðluð-
ust er fágæt menntun, og hún er
um leið verðmæti þeim sem henn-
ar nutu og þá einnig okkar sem
njótum ávaxta hennar í dag.
Sveitarstjórnarmál i litlu frið-
sælu samfélagi, þar sem allir eru
sammála um að megin markmiðin
séu félagslegt öryggi og að sam-
neyslan sé sem jöfnust fyrir alla
samfélagsþegna, eru i sjálfu sér
engin stór átakamál.
En það er og hefur viða verið
vandalítið að koma á stað stór-
átökum, til skaða fyrir viðkom-
andi samfélög.
Þótt við oft værum ósammála
um leiðir að settu marki, vorum
við oftar sammála, enda naut ég
þess að geta treyst þessum póli-
tíska andstæðing minum til leið-
sagnar um vandrötuð völundar-
hús islenskrar stjórnsýslu.
Þórður Benediktsson kom viða
við í sínum félagsmálastörfum
eftir að hann fluttist til Egilsstaða
og tók við skólastjórn hér 1956.
Hann var frumkvöðull að stofn-
un Sparisjóðs Fljótsdalshéraðs,
að stofnun Verzlunarfélags Aust-
urlands, að stofnun byggingar-
félagsins Brúnáss h.f. og að
Prjónastofunni Dyngju h.f.
Hann var og formaður stjórnar
Ásbíós h.f. og framkvæmdastjóri
þess um tíma. Hreppstjóri Egils-
staðahrepps var hann um árabil.
Þessi upptalning nægir til að
benda á hina fjölmörgu horn-
steina sem Þórður lagði i þessu
samfélagi og hvern hug hann bar
til þess og næsta umhverfis. Sem
sveitarstjórnarmaður var Þórður
ráðagóður málafylgjumaður, sem
þó fór sér hægt í vandasömum
málum og vildi kynna sér sem
best allar hliðar þeirra.
Skoðanafastur var Þórður og
setti skoðanir sínar hiklaust fram
ef hann taldi nauðsyn til bera, en
í málum sem hann lagði fram var
auðfundið að reynt var eins og
kostur var að ná samstöðu við
sjónarmið sem tryggðu velferð
viðkomandi máls.
Málefni þau er hann vann að i
sveitarstjórn um árabil, eru auð-
vitað öll hornsteinar sveitar-
félagsins i dag sýnilegir og ósýni-
legir. Að öllum málum vann hann
af mikilli ábyrgðartilfinningu og
starfsgleði.
Mesta tel ég þó starfsgleðina
hafa verið 16. júni 1974 er hann
sem formaður sóknarnefndar Eg-
ilsstaðasóknar afhenti til vigslu
kirkjubyggingu sem var framlag
ibúa Egilsstaðahrepps til minn-
ingar um 1100 ára búsetu á ís-
landi.
Ég átti því láni að fagna að vera
meðnefndarmaður Þórðar i
sóknarnefnd, og kynntist vel hans
brennandi starfsgleði, sem var
grundvölluð í þessu máli á trúar-
kærleika og þeirri sannfæringu
að hús kristinnar kirkju sem
hefði pláss fyrir mennskuna væri
máttarstólpi hamingju og lífsgleði
ibúa sveitarfélagsins.
Við eigum Þórði mest að þakka
að þessi máttarstólpi samfélags-
ins var reistur — og ég veit að fátt
gladdi Þórð meira en mikið starf
sem farið hefur fram i Egilsstaða-
kirkju.
Að lokum þessara fátæklegu
kveðjuorða sendi ég frú Stein-
unni og börnum hugheilar samúð-
arkveðjur. Guð styrki ykkur í
harmi og blessi látinn sómamann.
Erling Garðar Jónasson.
— Umsátur
Framhald af bls. 1.
Leonid Brezhnev flokksleið-
togi tók á móti Mengistu í dag
og færði honum og eþíópisku
þjóðinni „hlýjar árnaðaróskir"
að sögn fréttastofunnar Tass.
Æðsti valdamaður Sovétrikj-
anna hefur aldrei áður tekið á
móti sendinefnd frá Eþiópiu.
Viðstaddir fundinn voru
Andrei Gromyko utanríkisráð-
herra og Dmitri Ustinov land-
varnaráðherra.
Mengistu er sagður ánægður
með niðurstöður viðræðnanna
í Moskvu, en vafasamt er sam-
kvæmt sovézkum fréttum hve
langt Rússar eru reiðubúnir að
ganga til að verða við óskum
hans um hergögn til að halda
stjórn hans við völd í stað
þeirra hergagna sem Eþíópíu-
menn hafa hingað til fengið
frá Bandaríkjunum.
Uppreisnarmenn i Eritreu
héldu þvi fram í dag að þeir
hefðu jafnað við jörðu síðustu
stöð eþiópíska hersins í bæn-
um Tesseny i héraðinu.
Frelsisfylking Eritreu segir að
197 Eþfópíuhermenn hafi ver-
ið feildir í orrustu i gær og
hafi hún tekið herfangi þung
stórskotavopn, létt vopn, bryn-
varða vagna og flutningabif-
reiðar.
Peter Mason, fréttaritari
Daily Express, var í dag visað
úr landi í Eþiópíu.
— Dr. Sturla
Framhald af bls. 12.
Surtseyjar hefur sennilega
fram að þessu komið frá
nálægum eyjum og meginlandi
íslands. Niðurbrot sjávarklett-
anna, og innrás nýrra tegunda
útrýmir fyrri landnemum og
tefur þróun gróðurs á eynni.
Flestum líffræðingum dettur
undir eins í hug Krakatoga,
þear rætt er um innreið lífs á
yfirborð nýrra eyja. Þvi sem
gerðist eftir eldgosið á þeirri
hitabeltiseyju, hafa líffræðing-
ar lýst, en dreifing og landnám
gerðist svo hratt, að nákvæmar
rannsóknir voru ófram-
kvæmanlegar eftir þrjú ár, og
fullkomin gróðurbreiða
þróaðist á 25 árum. Rás slíkra
viðburða er óendanlega hægari
í Surtsey.
Sturla Friðriksson lýsir
hinum mannlegu viðbrögðum
við þessu eldgosi i síðustu
setningum bókarinnar:
Sýning þessara náttúrufyrir-
bæra var svo stórfengleg,
sköpunarmáttur og eyðingaröfl
höfuðskipnanna svo augljós og
hin linnulausa barátta lífsins
fyrir tilveru sinni svo ör-
lögþrungin, að hugur manna
hlaut að beinast að hinum
skapandi öflum alheimsins og
uppruna og örlögum lífsins.
Þetta er heillandi bók. Fjöldi
litmynda geymir ýmis atriði,
sem ella hefðu glatazt. Því gð sá
takmarkaði litur, sem þar er að
finna, er veigamikill í landslagi
eldstöðva.
^rðaverslun í Grímsbæ
Klukkustrengjajárn — barnamyndir —
litlir trékollar — ámálaðar myndir
Mikið úrval.
Opið allan daginn — reynið viðskiptin.
Sími: 86922.
Húsgagnasmiðir
Innréttingasmiðir
HYGÆA
vatnsbæs fyrirliggjandi 40 litir og litaafbrigði.
Sendum í póstkröfu.
Hagall S.F.,
P.O. Box 9153,
sími 76288.