Morgunblaðið - 07.05.1977, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1977
Minning:
Steimmn Guðmundsdótt-
ir frá Leirvogstungu
Fædd 28. marz 1909
Dáin 29. aprfl 1977
í dag er til moldar borin mág-
kona mín, frú Steinunn
Guðmundsdóttir, sem lézt að
heimili sínu hér í bæ 29. apríl s.l.
Hún fæddist að Barmi i Gufu-
dalssveit 28. marz 1909, en sieit
fyrstu barnsskónum í Svefn-
eyjum á Breiðafirði. Árið 1914
flyzt hún með foreldrum sínum til
Bíldudals og þar ólst hún upp til
18 ára aldurs.
Hún var, blessuð sé minning
hennar, um margt sérstakur per-
sónuleiki, frekar hlédræg, fast-
mótuð, hrein og sönn i öllum at-
höfnum; um það bar handtak
hennar, fast, þétt og hlýtt,
ljósastan vottinn. Hún unni
íslenzkri náttúru af alhug og úti-
líf var henni alla tíð mjög að
skapi.
Enda þótt fátækt væri á
uppvaxtarárum hennar allalmenn
og sparsemi og nægjusemi væru
öndvegisdyggðir, má fullyrða að á
þriðja tugi aldarinnar væru dýrð-
legir dagar á Bíldudal. Þrenging-
ar fyrri heimsstyrjaldar voru hjá
liðnar og ferskur vorhugur gagn-
tók hugi ungs fólks á þessum
árum, og ekki fritt við að hinir
eldri hrifust með. Menn trúðu því
almennt að nú væri þúsund ára
ríkið í sjónmáli, aldrei framar
styrjöld; sönn menning og
menntun myndi setja manngildið
ofar en áður, í stuttu máli, nýir og
betri tímar að renna upp!
Á Bildudal var þó allt með
hefðbundnum hætti, skútuöldin
ekki liðin undir lok. Um það báru
mjallhvítu fiskreitirnir á sumrum
bezt vitni; þar sem ungir og
gamlir kepptust við breiðslu og
samantekt daglangt.
Bíldudalur var orðlagður fyrir
fleira cn úrvals saltfisk; ungu
blómarósirnar voru taldar með
þeim álitlegustu um alla Vestfirði
og þótt víðar væri leitað.
Utvarp og aðrir slíkir fjölmiðlar
voru óþekktir með öllu, allt
skemmtanalíf var heimaunnið ef
svo má segja. Starfandi var leik-
félag, málfundafélag sem gaf út
handskrifað blað, einnig var til
ferðafélag, sem skipuiagði fjall-
göngur og skógarferðir.
Nóg var þvi að fást við i
frístundum og fullyrða má að lifs-
fyllingin sem unga fólkið hlaut
við þátttöku í öllu þessu væri
djúp og ósvikin.
Á vorin og sumrin komu
skúturnar inn eftir hálfsmánaðar
túra, fullar af fiski, en á vetrum
stóðu þær uppi á fjörukambi,
rúnar öllum seglabúnaði og biðu
vors og byrjar. 1 aprílmánuði var
ævinlega byrjað að búa þær undir
sumarúthaldið. Þá angaði um állt
tjöruhamps- og biklyktin og
hamarshöggin í smiðjunni
glumdu allan daginn. Strákar og
stelpur kvöbbuðu á stýrimönnum
að fá léttbátana Iánaða til að veiða
kola, ufsa og jafnvel smáþyrsk-
ling frammi á vognum, því að þar
var meiri veiðivon en við
bryggjunar, sem þó voru þétt-
setnar af smáfólkinu flesta daga.
Haustkvöldin á Bíldudal báru
þó af öllu öðru á þessum tímum,
yfir þeim var ógleymanlegur
sjarmi, sem vart verður með
orðum lýst. Ilmur nýsleginnar
töðu blandaðist gjarnan saman
við birkiilminn, þegar heit golan
eftir sólrfkan dag streymdi niður
dalinn og fyllti vit manna slíkum
unaði, að þeir þöndu brjóstið og
teyguðu loftið stórum, hófust upp
í hærra veldi og fannst þeir geta
umfaðmað allt og alla.
t
Faðir minn
ÓLAFUR GUÐNASON,
fyrrum kaupmaður
Miðtúni 38,
lézt 2 maí.
Guðni Ólafsson.
Ef til vill heyrðist þá leikið fjör-
lega á harmóniku i einhverju hús-
inu, eða kannski margraddaður
söngur við orgelleik úr öðru, ekki
spillti það stemningunni, enda oft
siður að koma saman i einhverju
húsinu til að syngja eða hlusta á
hljóðfæraleik.
Þetta er að vísu ófullkomin lýs-
ing á umhverfi þvi, sem frú Stein-
unn Guðmundsdóttir ólst upp í,
en í þessu öllu og miklu fleiru var
hún þátttakandi af lífi og sál. Hún
lék af mikilli snilld á harmóniku,
veiddi fisk og vann af kappi, á við
hvern annan að minsta kosti,
bauð jafnöldrunum i krók og
háseta, því vel var hún sterk, og
máttu margir láta í minni pokann
i þeim átökum.
Árið 1928 eða þar um bil
hleypti hún heimdraganum og
hélt suður í Mosfellssveit í vinnu-
mennsku, þar sem hún eftir
nokkra dvöl kynntist eiginmanni
sinum, bóndasyninum harðdug-
lega og framsækna í Leirvogs-
tungu.
Ekki mun ofmælt þótt sagt sé
að þau hjón hafi verið samtaka og
samhent um flesta hluti, en að
mörgu var að hyggja þvi að mest
allt þurfti að byggja upp að nýju.
En þau létu hvergi deigan siga, og
er þar skemmst af að segja, að
innan fárra ára bjuggu þau stóru
rausnarbúi. Auk bústarfanná
hlóðust margháttuð félagsmála-
störf á húsbóndann, t.d. var hann
oddviti þessa stóra og ört vaxandi
hrepps um árabil til dauðadags.
Húsfreyjan lét sinn hlut ekki
eftir liggja og stóð fast við hlið
manns síns í öllu þessu. Um
þennan þátt i lífi frú Steinunnar
eru margir aðrir mér fróðari og
hef ég þvi ekki mörg orð hér um.
Magnús heitinn Sveinsson lézt
20. sept. 1958, langt um aldur
fram. Missir Steinunnar og
sonanna þeirra tveggja,
Guðmundar og Hlyns Þórs, var
þvi mikill.
Og nú viljum við, sem hérna
megin erum, mega trúa því, að nú
séu þau hjón aftur sameinuð
handan móðunnar miklu.
Ég votta sonum hennar, tengda-
og barnabörnum dýpstu samúð
mína. Guðbjartur Ólason.
Steinunn Guðmundsdóttir sem
jafnan hefur verið kennd við
Leirvogstungu í Mosfellssveit,
lézt á heimili sínu í Reykjavík
hinn 29. apríl s.l.
Hún fæddist 28. marz 1909 að
Barmi i Gufudalssveit, dóttir
hjónanna Guðmundar Arasonar
og Þorbjargar Guðmundsdóttur. 1
frumbernsku fluttist hún með
foreldrum sínum út í Svefneyjar
á Breiðafirði og eftir fárra ára
dvöl þar, eða árið 1914, til Bíldu-
dals, þar sem foreldrar hennar
bjuggu siðan allan sínn búskap.
Guðmundur faðir hennar
stúndaði alla almenna vinnu sem
til féll á þeim tíma, og Þorbjörg
móðir hennar var Ijósmóðir á
Bíldudal. Þau eignuðust 10 börn
og var Steinunn þeirra elzt, en
auk þess ólu þau upp eina stúlku.
Steinunn var í heimahúsum til
18 ára aldurs og vann í uppvextin-
um við fiskverkun og annað til-
fallandi í sjávarplássi, oft við
vondan aðbúnað á vinnustað á
mælikvarða nútímans. Stundum
var líka erfitt að vera elzt
systkina á þungu heimili, þegar
foreldrar voru báðir að heiman.
Það Iætur að líkum, vegna hinna
mörgu sem þurfti að metta, að oft
var þröngt í búi i þurrabúðinni á
Bfldudal, þrátt fyrir mikinn
dugnað og ósérhlífni heimilis-
föðuriris. Mjólk var sjaldgæfur
hátíðadrykkur öðrum en korna-
börnum.
Sú framtfðarvon var Steinunni
heitust að geta stundað tónlistar-
nám. Þessi von rættist ekki, en
ennþá er til æfingabók fyrir
orgelleik sem henni áskotnaðist
— en orgelið vantaði. Hins vegar
lék hún í uppvextinum á
harmóniku fyrir dansi á almenn-
um skemmtunum á Bíldudal og
Minning—Þórður St
Benediktsson útibús
stjóri Egilsstöðum
Fæddur: 21. desember 1919
Dáinn 2. maf 1977.
jafnvel Patreksfirði og Flateyri,
enda var hún afar músíkölsk. Það
er líklega óvenjulegt að ólærð
stelpa gegni einsömul hlutverki
danshljómsveitar. Fram til hinztu
stundar spilaði hún danslög af
segulbandi á eldhúsborðinu á
meðan hún vann verkin.
Annað helzta áhugamál Stein-
unnar og tómstundaiðja var veiði-
skapur. Fyrir vestan veiddi hún á
bryggjunni eins og barna er siður,
en hitt þótti sérstæðara f þá daga,
þegar hún kom í Mosfellssveitina,
að ung kona skyldi una sér við að
veiða lax og silung á stöng þegar
tómstundir gáfust. Alla ævi var
það einhver mesta ánægja hennar
að vera úti í náttúrunni og draga
göfuga fiska úr ám og vötnum,
svo og að koma út á sjó.
Sjómennska virtist henni í blóð
borin, þótt aldrei væri hún á sjó i
atvinnuskyni.
Átján ára fór Steinunn úr
föðurgarði og réðst í vinnu-
mennsku að Vallá á Kjalarnesi og
sfðan að Reykjum og Leirvogs-
tungu í Mosfellssveit.
Hinn 15. desember 1933 gekk
hún að eiga Magnús Sveinsson í
Leirvogstungu. Þau bjuggu fyrst
á móti föreldrum hans, en síðan á
jörðinni allri, allt þar til Magnús
lézt árið 1958. Leirvogstungu-
heimilið var í fjölmörg ár eril-
samt umfram flest önnur heimili,
þar sem Magnús var oddviti Mos-
fellshrepps og gegndi mörgum
öðrum trúnaðarstörfum. Heimilið
var þá í hlutverki skrifstofu
hreppsins og hreppsnefndar-
f^indir voru yfirleitt haldnir þar.
Það kom þá í hlut húsfreyjunnar
að veita þann beina sem sjálf-
sagður þótti í þann tíð. Fjölhæfni
og atorka Steinunnar komu vel í
ljós áþessum tima, þegar hús-
bóndinn var með annan fótinn að
heiman vegna opinberra starfa,
en búfénaður heimtaði sitt.
Eftir lát Magnúsar fluttist
Steinunn til Reykjavíkur og hélt
lengst af heimili fyrir yngri son
sinn. Stundum vann hún þá utan
heimilis.
Þau Steinunn og Magnús
eignuðust tvo syni. Steinunn var
góð móðir og veit það enginn
betur en synir hennar, tengda-
dóttir og barnabörnin fjögur. Nú
á skilnaðarstund er það ljósara en
nokkru sinni fyrr. G.M. H.Þ.M.
Það er skammt stórra högga á
milli um Austurland þar sem á
næstliðinni tíð hafa gengið fyrir
ætternisstapa hinir verðmætustu
forystumenn, Vilhjálmur Sigur-
björnsson á Egilsstöðum, Svanur
Sigurðsson á Breiðdalsvík, Jón
Erlingur Guðmundsson á
Fáskrúðsfirði, Þórhallur Dan.
Kristjánsson á Höfn í Hornafirði,
Ingvar Ingvarsson á Desjarmýri,
og nú siðast Þórður Benediktsson
á Egilsstöðum, svo ég orðfæri það
sem mér kemur strax í hug. Allir í
blóma lífs síns og bústólpar sinna
sveita.
Andlát Þórðar Benediktssonar
kom ekki i opna skjöldu vinum
hans, en sól hefir brugðið sumri
með ótiðindum.
Hann var þeirra manna sem
mér hefir mest þótt til koma.
Hreinskiptinn drengskaparmaður
og mátti ekki vamm sitt vita.
Þórður Stefán Benediktsson, en
svo hét hann fullu nafni, var
fæddur 21. desember 1919 að
Mosfelli í Svinadal í Austur-
Húnavatnssýlu, sonur Benedikts
Helgasonar bónda þar og konu
hans Guðrúnar Þorláksdóttur.
Leið hans lát til Austurlands á
ungur.i árum og þreytti hann nám
sitt á Eiðum og varði síðan starfs-
kröftum sinum til mikilla heilla
þar sem hann kom við sögu. Hann
var kennari á Jökulsárhlíð og á
Reyðarfirði um árabil en tók við
skólastjórn á Egilsstöðum 1956 og
gegndi því starfi af þeim myndar-
skap sem honum var laginn, þar
til hann gerðist útibússtjóri Bún-
aðarbanka íslands á Egilsstöðum
en þvi gegndi hann til æviloka.
Eftirlifandi kona Þórðar er
Steinunn Guðnadóttir, Jónssonar
frá Eskifirði. Þeim varð sjö barna
auðið sem uxu úr grasi á ein-
hverju hlýlegasta heimili sem ég
hefi gist. Börn þeirrar eru: Bene-
dikt, rafvirki, ókvæntur, Pétur,
skólastjóri, kvæntur Guðnýju
Ölafsdóttur, Guðný, gift Óia J. K.
Magnússyni, bifreiðastjóra, Helgi,
verkamaður, heitbundinn Svan-
borgu Björnsdóttur, Steinar,
menntaskólanemi, Guðrún, gift
Magnúsi Kristjánssyni, síma-
manni, og Védís, yngst i heima-
húsum.
Á einum stað stendur skrifað:
„Nemið staðar við vegina og litizt
um.“
Spyrjið um gömlu göturnar, og
ef það er hamingjuleiðin þá farið
hana og sálir yðar munu öðlast
hvild.“
Þórður Benediktsson, hinn gáf-
aði og einarði maður, nam staðar
við vegina og litaðist um. Hann
rataði gömlu göturnar íslendings-
ins, sem vann þjóð sinni. Hann
fann hamingjuleiðina með maka
sínum og börnum. Sál hans hefir
öðlazt hvild. Ég bið honum og
hans blessunar Guðs.
Sverrir Hermannsson.
í dag fer fram frá kirkjunni á
Egilsstöðum útför Þórðar Bene-
diktssonar útibústjóra Búnaðar-
bankans á Egilsstöðum.
Þórður var fæddur 21.
desember 1919 að Mosfelli í
Svínadal A-Hún. Foreldrar Guð-
rún Þorláksdóttir og Benedikt
Helgason. Systkini Þórðar voru
mörg, heimilið efnalitið og þess
vegna mun það hafa verið, að
hann fluttist ungur austur á land,
fyrst til systur sinnar að Selja-
teigi i Reyðarfirði. Síðar lendir
hann upp á Hérað og var lengst á
Hallgeirsstöðum og Surtsstöðum í
Jökulsárhlíð. Hann bar jafnan
síðan sérstaka tryggð til þessara
heimila.
Þórður var í Alþýðuskólanum á
Eiðum 1937 — 1939. Hann var
kennari í Jökulsárhlið 1940 —
1943, fór eftir það í kennaraskól-
ann og lauk kennaraprófi 1946.
Hann var siðan kennari á ýmsum
stöðum á Austurlandi, þangað til
hann varð skólastjóri við barna-
skólann á Egilsstöðum 1956 til 1.
janúar 1967, er hann var skipaður
bankastjóri sem áður segir. Því
starfi gegndi hann síðan til dauða-
dags.
Það má segja, að Þórður sé einn
af landsnámsmönnum í Egilstaða-
kauptúni, þótt ekki flyttist hann
þangað strax og þorpið tók að
myndast. Sennilega hefur enginn
einn maður stuðlað meira að vexti
og vigangi þéttbýlis hér á mið-
héraði en hann með forystu í
menningar- og félagsmálum og þó
ekki sist á sviði atvinnumála. Ég
held að Þórður hafi átt drjúgan
þátt i stofnun flestra þeirra at-
vinnufyrirtækja, sem þar eru
starfandi nú. t ungu og vaxandi
byggðarlagi eins og á Egilsstöðum
verður hver einstaklingur að
skila meira starfi en annars
staðar, þar sem hægt er að fara
troðnar slóðir.
Þess vegna hlóðust ótal störf á
Þórð. Hann sat í hreppsnefnd, var
hreppstjóri um skeið og átti sæti I
sóknarnefnd. Það vár fyrst og
fremst fyrir hans atbeina, að
Egilsstaðakirkja komst svo fljótt
upp sem raun ber vitni. Árið 1959
var stofnaður Sparisjóður Fljóts-
dalshéraðs, Ðórður var einn af
stofnendum hans og sparisjóðs-
stjóri þangað til sjóðurinn var
sameinaður Búnaðarbankanum
1967.
Haustið 1949 gengur Þórður að
eiga Steinunni Guðnadóttur frá
Eskifirði. Þeirra hjónaband er
Sœunn Magnús-
dóttir—Minning
Sumardagurinn fyrsti rann upp
hlýr og fagur. Þann dag varð hún
Sæa sjötug, og sonur hennar og
tengdadóttir héldu henni veglega
veislu í tilefni dagsins. Þar glödd-
ust vinir og vandamenn Sæunnar
og áttum við þar saman ánægju-
lega kvöldstund. Engan óraði
fyrir þvi þá, að þessi sumardagur
væri kveðjustundin — vegir guðs
eru órannsakanlegir tiu dögum
síðar var hún liðin.
Sæunn Magnúsdóttir frá Hóli í
Bolungarvik fæddist 21. apríl
1907. Foreldrar hennar voru þau
Helga Ólafsdóttir og Magnús
Pálmi Tyrfingsson, bóndi á Hóli.
Þau áttu átta börn og ólu auk
þess upp eitt fósturbarn. Sæunn
ólst upp í foreldrahúsum til
tvitugsaldurs, en þá réðst hún í
víst til Reykjavíkur. Segja má að
það hafi verið sú menntunarleið
sem ungar stúlkur áttu kost á á
þessum árum.
Sæunn var ákaflega ánægð með
veruna í Reykjavík og er óhætt að
fullyrða að þar hafi hún fengið
góðan grundvöll fyrir lífsstarf sitt
sem húsmóðir. Minntist hún oft
þess tíma er hún dvaldi á heimili
þeirra Mörtu og Friðriks (foreldr-
ar Sturlu Friðriks), með þakklæti
og hlýhug.
Árið 1939, þann 28. október,
giftist hún eftirlifandi manni sín-
um, Sigurði Hannesi Sigurðssyni
vélstjóra, og áttu þau tvö myndar-
börn, Margréti Helgu og Sigurð
Elí. Á heimili Sæunnar og Hann-
esar sátu börnin og þeirra framtíð
í fyrirrúmi. Umhyggja hennar
fyrir börnunum og ekki síður
barnabörnum bar glöggan vott
um takmarkalausa ástúð og hlý-
hug sem Sæunn var gædd i svo
ríkum mæli.
Heimili hennar stóð ávallt opið
öllum þeim mörgu sem sóttu hald
og skjól til þessarar traustu konu,
sem engum brást.
Ég þakka Sæu allar þær ótöldu
gleðistundir sem ég I æsku naut
hjá henni í Bolungarvik.
Ég minnist með gleði og þakk-
læti indælla sumardaga, þegar
heimili hennar varð annað
heimili mitt.
Alla tíð siðan hefur samband
okkar haldist, treyst þeim
tryggðarböndum sem hún ein gat
bundið.
Ég og fjölskylda mín þökkum
henni allt.
Ilansina Einarsdóttir.
Jarðaförin fer fram frá Hóls-
kirkju laugardaginn 7. maí.